Lone wolfs: How ostracism and trust relate to conspiracy theories

Abstract

Samsæriskenningar hafa á undanförnum árum komið fram af krafti í sviðsljósið, ekki síst vegna aukins upplýsingaflæðis, stórvægilegra atburða í heilbrigðismálum og pólitísks landslags hins vestræna heims. Í rannsókn þessari var trú fólks á samsæriskenningar skoðuð í ljósi þátta sem eiga rætur sínar að rekja til ýmist sálfræði eða félagsfræði. Þar var hugtakið um útskúfun (e. ostracism) í lykilhlutverki en einnig traust, bæði félagslegt og pólitískt. Rannsóknin byggðist á á hentugleikaúrtaki 944 þátttakenda sem svöruðu spurningalista á netinu í árslok 2022. Markmið rannsóknarinnar var að sýna fram á ýmist jákvæð eða neikvæð tengsl hugsmíðanna tveggja við trú fólks á samsæriskenningar, samspil milli trausts og útskúfunar til að skýra trú á samsæriskenningar auk þess hvort tímabundin ýfing á útskúfunartilfinningu tengdist aukinni trú á samsæriskenningar, samanborið við þá sem ekki fengu slíka ýfingu. Niðurstöður leiddu í ljós jákvæð tengsl milli upplifaðrar útskúfunar og trúar fólks á samsæriskenningar, þar sem sá hópur þátttakenda sem upplifði meiri útskúfun, mældist með hærra meðaltal á samsæriskenningakvarða en þeir sem upplifðu litla eða enga útskúfun. Niðurstöður leiddu jafnframt í ljós marktæk neikvæð tengsl trausts, félagslegs og pólitísks, við trú á samsæriskenningar og jákvæð tengsl vantrausts og tortryggni við trú á samsæriskenningar. Tilgáta rannsakenda sem laut að ýfingu útskúfunar stóðst ekki, þar sem tilraun sýndi fram á gagnstæð áhrif þess Aðeins mældist marktæk samvirkni milli tveggja traust-breyta af átta annars vegar og útskúfunar hins vegar. Ljóst er af niðurstöðum að útskúfun virðist tengjast aukinni trú á samsæriskenningar, sem er athyglisvert í ljósi þess hversu fáar rannsóknir hafa skoðað efnið með beinum hætti. Þá renna niðurstöður um traust stoðum undir fyrri rannsóknir. Gagnstæð áhrif tilraunainngrips þótti rannsakendum athyglisverð og verð til frekari athugunar í framtíðarrannsóknum

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions