Sjálfbærniáherslur þjónustufyrirtækja kalla á nýja nálgun í samskiptum við haghafa

Abstract

Hefðbundinn rekstur fyrirtækja mun ekki leysa þann samfélags- og umhverfisvanda sem heimurinn stendur nú frammi fyrir. Horfa þarf heildrænt á það hvernig starfsemi og aðgerðir fyrirtækja hafa áhrif á samfélög og umhverfi, en haghafar senda sífellt skýrari skilaboð og gera auknar kröfur til fyrirtækja um ábyrga hegðan. Til að mæta þessum áskorunum geta fyrirtæki skilgreint æðri tilgang sinn, tilgang sem miðar að því að hafa jákvæð áhrif á heiminn og skapar tilfinningalega skuldbindingu hjá starfsfólki, neytendum og öðrum haghöfum. Þegar fyrirtæki leggja áherslu á ábyrgð í umhverfismálum og sinna starfsfólki, samfélögum og öðrum haghöfum á ábyrgan hátt getur það átt stóran þátt í að laða til starfa og halda í hæfileikaríkt starfsfólk. Æðri tilgangur fyrirtækja er aftur á móti ekki alltaf skýr. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig íslensk þjónustufyrirtæki sem leggja áherslu á sjálfbæran rekstur geta nýtt sér skilgreindan æðri tilgang við stefnumótun og í daglegum rekstri. Innri markaðssetning er stjórnunaraðferð sem getur verið hjálpleg stjórnendum fyrirtækja í þessu ferli við að nálgast og upplýsa starfsfólk um gang mála. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði. Tekin voru sjö hálfopin viðtöl við starfsfólk þjónustufyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu sem hafa innleitt áherslur á sjálfbærni í daglegan rekstur sinn. Helstu niðurstöður sýna að samskipti og þjónusta við starfsfólk er í flestum tilfellum í ákveðnu ferli hjá þeim fyrirtækjum sem rannsóknin beindist að. Hvað aðra innri og ytri haghafa varðar er þjónusta á byrjunarreit eða skammt á veg komin. Hjá flestum fyrirtækjanna fer upplýsingagjöf til annarra haghafa en starfsfólks fram í gegnum samfélagsskýrslu þeirra. Fram kom hjá viðmælendum að fyrirtækin sem um ræðir starfa samkvæmt skilgreindum æðri tilgangi, viðmælendur töldu það mikilvægt fyrir starfsemina þar sem það skapi sameiginlega sýn fyrir starfsfólk og sé leiðarljós í daglegum störfum þess. Von rannsakanda er að ritgerðin sé framlag til fræðslu og gefi hugmyndir um hvernig innri markaðssetning nýtist til að þjónusta starfsfólk og undirbúa það fyrir innleiðingu á sjálfbærniáherslum í kjarnastarfsemi fyrirtækja. Lykilorð: haghafar, innri markaðssetning, samfélagsábyrgð, sjálfbærni, þjónust

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions