Umhverfisvæðing matvælaumbúða: Eru neytendur líklegri til að velja umhverfisvænni valkostinn þó að hann kosti meira?

Abstract

Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig fólk upplifir umhverfisvæðingu umbúða, úr plasti yfir í umhverfisvænari kosti. Almenningur er sífellt að verða meira meðvitaður um helstu umhverfisvandamál heimsins og er því mjög áhugavert að skoða viðhorf almennings gagnvart umhverfisvæðingu umbúða á Íslandi. Fræðilegi hluti ritgerðarinnar skiptist í fjóra hluta; neytendur og kauphegðun þeirra, samfélagsábyrgð, þróun umbúða, umhverfisvæðingu þeirra og sjálfbærni. Þættir sem hafa áhrif á kauphegðun neytenda eru persónulegir, menningarlegir og félagslegir. Undir kauphegðun falla síðan hugtökin kaupferli og ákvörðunarferli neytenda, fyrrnefnda snýst um fimm þrepa módelið sem fer í gegnum hvernig hugur neytendans velur sér vöru. Síðarnefnda samanstendur af fjórum flokkum; flóknum, meðalflóknum, vana og breytilegum kaupum. Neytandinn flokkar hver kaup fyrir sig niður í þessa flokka og út frá því eyðir hann mismiklum tíma í að taka ákvarðanir um kaup. Það eru fjögur atriði sem skilgreina samfélagslega ábyrgð en það er hagfræðileg, lagaleg, siðferðisleg og valkvæð ábyrgð. Umhverfið skiptir miklu máli og eru neytendur að verða meðvitaðri um þá staðreynd. Þeir reyna að taka upplýstar ákvarðanir um innkaupin sín og skoða alla möguleika vel út frá þáttum eins og sjálfbærni, verði, gæðum og umhverfisáhrifum. Til að rýna í viðhorf almennings á umhverfisvæðingu umbúða á Íslandi var framkvæmd rannsókn en megindleg aðferðafræði var notuð við gerð hennar, spurningalisti var saminn sem var sendur út á Facebook og flokkast úrtakið því sem hentugleikaúrtak. Í heildina fékk rannsóknin 100 svör en tæplega helmingur þeirra var nothæfur, flestir þátttakendur voru á aldrinu 19-25 ára. Tilgangurinn var að komast að því hvort almenningur væri meðvitaður um umhverfisvæðingu umbúða og ef valið stæði á milli tveggja vara, hvort neytendur myndu velja umhverfisvænari kostinn þó að hann kostaði aðeins meira. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að neytendur væru mun líklegri til þess að velja matvæli í umhverfisvænum umbúðum eða matvæli í engum umbúðum og var meirihluti úrtaksins reiðbúinn til þess að borga meira fyrir umhverfisvænari kostinn. Fyrirtæki þurfa að gera sér grein fyrir því að neytendur eru meðvitaðri um innkaup sín vegna aukinnar umhverfisvitundar og það að taka upp græna stefnu í pakkningarmálum getur gefið þeim ákveðið samkeppnisforskot á markaðnum

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions