TEACCH sem verkfæri í stuðningi einhverfra barna og í námi fyrir alla í leikskólanum

Abstract

Ritgerðin er lokaverkefni til BA-prófs í þroskaþjálfafræði við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Fjallað verður um hugtakið „TEACCH“ sem er skammstöfun og stendur fyrir Treatment and Education of Autistic and related Communication-handicapped CHildren. Rannsóknarspurningin í þessari ritgerð er hvernig TEACCH sem framúrskarandi verkfæri í stuðningi einhverfra barna virkar og hvernig það er sömuleiðis frábær möguleiki í námi fyrir alla í leikskólanum. Áherslan er fyrst og fremst lögð á hugmyndafræðin TEACCH sem er hannað fyrir einhverf börn og verður fjallað um helstu einkenni einhverfurófs og hvernig skipulögð kennsla og sjónræn fyrirmæli henta við kennslu og stuðning með þessum hópi barna. En fremur er lögð áhersla á þarfir allra barna, hvað mikilvægt er að huga að þegar unnið er með margbreytilegan hóp barnanna í leikskólanum og hvernig algild hönnun náms – einnig nefnd altæk hönnun náms – kemur til móts við þau í samspili við skipulagða kennslu. Sýnd verða einnig praktískt dæmi úr vinnuumhverfi höfundar ritgerðar, sem ætlað er að undirstrika hvernig skipulögð kennsla nýtist einhverfum börnum, jafnt sem öðrum börnum. Niðurstaða rannsóknar er að öryggi er mikilvægt skilyrði og grunnvöllur þess að börn nái að blómstra og dafna. Það sem er lífsnauðsynlegt fyrir einhverf börn – að nota sjónrænar aðferðir sem þau eru hæf til að vinna auðveldlega úr til að skilja hvað gerist í umhverfinu og að fylgjast virk með í daglegu ferli – gagnast líka öllum börnum svo allir geta fylgt upplýsingum sjálfstætt og áttað sig á öllu sem gerist og skapar mikið sjálfsöryggi. Þannig er TEACCH framúrskarandi verkfæri í stuðningi einhverfra barna og í námi fyrir alla og er skipulögð kennsla með sjónrænum áherslum bæði góð og nauðsynleg fyrir öll börn í leikskólum

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions