„Mannhundur kvelur líf úr barni“ Örlög ómagans Páls Júlíusar Pálssonar í upphafi 20. aldar

Abstract

Ritgerð þessi fjallar um niðursetning í Skaftafellsýslu sem deyr í upphafi 20. aldar, aðstæður hans, umhverfi, andlát og þau málaferli er spunnust í framhaldinu, niðurstöðu þeirra og eftirmál. Komið verður inn á átthagafjötra og vistabönd, hvernig það hafði áhrif á líf fólks og flutning til vesturheims í von um betra líf. Húsagareglugerðin verður til umfjöllunar og viðhorf fólks til hennar, annars vegar kotbænda og hins vegar embættismanna. Ritgerðin er þrír kaflar auk inngangs og niðurstöðukafla. Fyrst er fjallað almennt um svæðið þar sem sagan gerist og talað almennt um fátækt og það sem henni fylgir. Næst er fjallað um stutta ævi niðursetningsins ásamt því að fjalla um ævi þeirra persóna sem koma við sögu. Síðasti kaflinn er svo stærstur og fjallar um málaferlin sem urðu í kjölfar dauða drengsins

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions