Innri markaðssetning CCP

Abstract

Í nútímasamfélagi ríkir mikil samkeppni milli fyrirtækja og geta smáatriði sagt til um hvaða fyrirtæki skara fram úr samkeppnisaðilum. Ferli fyrirtækja við að ná til viðskiptavina getur verið afar vand með farið og mörg horn sem ber að líta í. Markaðssetning þeirra fyrirtækja sem eru í samkeppni getur skipt sköpum til að ná til sem flestra viðskiptavina, en þó þarf að huga að fleiri þáttum en að beina þeim í átt að fyrirtækinu. Þegar kemur að því efni sem fyrirtækið lætur út frá sér er ekki nóg að viðskiptavinir séu meðvitaðir um þær vörur og/eða þjónustur sem fyrirtækið gefur út, heldur þurfa starfsmenn fyrirtækisins einnig að vera meðvitaðir um þær og hvaða gildi þær hafa í hugum neytenda. Innri markaðssetning snýr að því hvernig fyrirtæki miðla mikilvægum upplýsingum innan sinna veggja þar sem litið er á starfsmenn sem innri viðskiptavini. Með þessu beitir fyrirtækið verkfærum markaðsfræðinnar til þess að ná betur til starfsmanna sinna og þannig bæta samskiptin sem ytri viðskiptavinir fyrirtækisins eiga í. Framkvæmd var eigindleg rannsókn til að komast að því hvernig tölvuleikjaframleiðandinn CCP beitir innri markaðssetningu og hvernig samskiptum fyrirtækisins við starfsmenn þeirra er háttað. Tekin voru þrjú viðtöl við lykilstarfsmenn fyrirtækisins, en þess að auki sat rannsakandi fyrirlestur í höfuðstöðvum CCP á vegum Stjórnvísis. Niðurstöður gáfu til kynna að fyrirtækið er meðvitað um mikilvægi innri markaðssetningar og ávinninga þess að beita henni. Þrátt fyrir að CCP standi sig vel í þessum málum hafa komið upp örðugleikar innan fyrirtækisins en hins markviss vinna er lögð í að uppfæra innri markaðssetningu og bæta hana

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions