Ungt fólk til áhrifa! - Hvað fær ungt fólk til þess að kjósa?

Abstract

Meginmarkmið skýrslunnar var að leita svara við spurningunni; „Hvað fær ungt fólk til að kjósa?“. Í skýrslunni er farið yfir helstu atriði sem komið hafa fram í fræðum er varða þetta málefni. Einnig er fjallað um framkvæmd og niðurstöður rýnihóparannsóknar og viðtala við fulltrúa stjórnmálaflokka. Ungmenni í rýnihóparannsókn kölluðu eftir aukinni stjórnmála- og lýðræðisfræðslu í skólum svo að auðveldara sé að fóta sig fyrir kosningar. Þau töldu mikilvægt að hafa öðlast þekkingu áður en til þess kæmi að flokkar reyndu að veiða sér atkvæði þeirra í kosningabaráttu. Þátttakendum fannst aðgengi að upplýsingum um stjórnmál, stefnur og fundi ábótavant. Þau bentu meðal annars á að síða Alþingis væri fráhrindandi, þá sérstaklega fyrir ungt fólk sem liti þangað inn sökum forvitni. Fulltrúar flokkanna höfðu áhyggjur af vantrausti ungmenna í garð stjórnmála. Vildu fulltrúar meina að slíkt vantraust fældi frá nýja kjósendur. Helstu niðurstöður skýrslunnar benda til þess að mikil þörf sé á aukinni lýðræðisfræðslu og auknu aðgengi ungs fólks að stjórnmálum.Rannís - Nýsköpunarsjóður námsmanna og Reykjavíkurborg

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions