Áhrif langvinns nýrnasjúkdóms á snemmkominn árangur kransæðahjáveituaðgerða

Abstract

Inngangur: Erlendar rannsóknir hafa tengt langvinnan nýrnasjúkdóm (LNS) við aukna tíðni fylgikvilla og dánartíðni í kjölfar kransæðahjáveituaðgerðar. Árangur þessa sjúklingahóps hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega hér á landi og er markmið rannsóknarinnar að bæta úr því með áherslu á snemmkomna fylgikvilla og dánartíðni. Efni og aðferðir: Afturskyggn ferilrannsókn á 2300 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2020. Sjúklingunum var skipt í fjóra hópa eftir reiknuðum gaukulsíunarhraða (rGSH) fyrir aðgerð; hóp 1: (45–59 mL/mín/1,73m2), hóp 2: (30-44 mL/mín/1,73m2), hóp 3: (60 mL/mín/1,73m2). Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, m.a. um snemmkomna fylgikvilla og dánartíðni og lógistísk aðhvarfsgreining notuð til að meta forspárþætti 30 daga dánartíðni. Niðurstöður: Alls reyndust 429 sjúklingar (18,7%) með LNS og voru þeir ríflega 6 árum eldri, einkennameiri, höfðu marktækt hærra meðal EuroSCORE II (5,0 sbr. 1,9, p<0,001) og lágu að meðaltali um tveim dögum lengur á spítala m.v. sjúklinga í viðmiðunarhópi. Útfallsbrot vinstri slegils þeirra var lægra, oftar þrengsli í höfuðstofni, auk þess sem tíðni alvarlegra snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni var hærri og jókst með lækkandi GSH. Í fjölþáttagreiningu reyndust hækkandi aldur og útfallsbrot vinstri slegils <30% vera sjálfstæðir forspárþættir fyrir aukinni 30 daga dánartíðni, líkt og GSH <30 mL/mín/1,73m2 sem var sterkasta forspárgildið (OR=10,4; 95% ÖB: 3,98-25,46). Ályktun: Sjúklingar með LNS eru eldri og hafa oftar alvarlegan kransæðasjúkdóm. Tíðni snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni reyndist umtalsvert hærri hjá þeim en í viðmiðunarhópi og alvarlegur LNS sterkasti sjálfstæði forspárþáttur 30 daga dánartíðni

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions