Samanburður á hitakæru sjávarbakteríunni Rhodothermus marinus og skyldum stofni úr landhver

Abstract

Nýr stofn af hitakærri bakteríu var einangraður úr 80°C heitum hver í Grændal haustið 2020. Raðgreining á geninu sem skráir fyrir 16S rRNA sýndi fram á að stofninn væri erfðafræðilega skyldastur hitakæru sjávarbakteríunni Rhodothermus marinus. Markmið verkefnisins var að rannsaka nýja stofninn og gera samanburð á eiginleikum bakteríanna tveggja. Ýmsir útlits, lífefna- og lífeðlisfræðilegir eiginleikar stofnanna voru metnir og bornir saman eins og útlit kolónía og frumna, katalasavirkni, lágmarkshitastig og hámarks seltustig vaxtar. Erfðaefnið var einnig einangrað úr nýja stofninum og sent á Matís til raðgreiningar. Þetta verkefni hefur varpað nýju ljósi á ýmsa útlits, lífefna- og lífeðlisfræðilega eiginleika stofnsins. Samanburður á eiginleikum stofnsins við eiginleika R. marinus bæði með beinum tilraunum og með því skoða aðrar og eldri rannsóknir leiddi bæði líka og ólíka eiginleika í ljós. Stofninn gat t.d. vaxið við lægra hitastig, var saltþolinn og getur því bæði vaxið á saltlausu og söltu æti og hann var katalasa neikvæður ólíkt R. marinus.A new strain of thermophilic bacteria was isolated from a hot spring in Grændalur in the fall of 2020. Sequencing of the 16S rRNA gene demonstrated that the bacterium was most related to the bacterium Rhodothermus marinus. The objective of the project was to investigate the new strain and to compare the characteristics with that of R. marinus. Various morphological, biochemical and biophysical characteristics of the strains were evaluated and compared as for example colony morphology, catalase activity, minimum temperature and maximum salinity for growth. The DNA of the new strain was also isolated and sent to Matís for genome sequencing. This project has shed a new light on various morphological, biochemical and biophysical characteristics of the strain. Comparing the characteristics of the new strain with the characteristics of R. marinus with direct experiments and by looking at and older research revealed both similar and different characteristics. The new strain could for example grow at lower temperature, the strain was also halotolerant and can therefore both grow in neutral and salt medium and the strain was catalase negative unlike R. marinus

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions