10 research outputs found

    Íslenskukennarinn : starfshættir hans, hlutverk, vandi og fagleg ígrundun

    Full text link
    Markmið þessarar rannsóknar er að afla upplýsinga sem gagnast í umræðu um starfshætti, faglega kennslu og vanda íslenskukennarans. Er vandinn hugsanlega fólginn í því hversu margþætt námsgrein íslenskan er og hversu málumhverfi nemenda hefur breyst eða er það sú staðreynd að móðurmálskennarar grunnskólans hafa aðeins fimm til sex kennslustundir á viku samkvæmt viðmiðunarstundaskrá til að kenna hverjum bekk? Þá er einnig ætlunin að beina athyglinni að mikilvægi faglegs bakgrunns í íslensku hjá íslenskukennurum og kanna hversu mikil áhrif faglegt sjálfstraust hefur á starfshætti þeirra. Rannsóknin var gerð á vorönn 2010 og var eigindleg aðferðafræði notuð bæði við öflun og úrvinnslu gagna. Vettvangsathuganir og viðtöl voru tekin við þrjá kennara sem allir kenna íslensku í 8.-10. bekk grunnskóla. Rannsóknarspurningar lutu að kennsluháttum og samstarfi kennaranna ásamt ýmsum bakgrunnsupplýsingum er þá varðar. Helstu niðurstöður eru þær að kennararnir telja að öll samvinna og samábyrgð styrki þá í starfi og efli án efa fagmennsku þeirra. Þá kemur einnig fram að kennarar ígrunda starf sitt og kennsluaðferðir þegar þeir undirbúa kennslu og telja sig sífellt þurfa að vera vakandi til að koma til móts við þær breyttu áherslur sem eiga sér stað í faginu sem og málumhverfi nemenda

    Pólitísk neyslustefna eða „pólitísk neysla”

    Full text link
    Hnattvæðing og aukið frjálsræði í viðskiptum hafa leitt til þess að neytendum á Vesturlöndum hefur orðið ljóst að hugsanalausir neysluhættir geta haft áhrif á fjarlægum slóðum. Dagleg neysla er talin einkamál neytandans jafnframt sem hún er notuð til að knýja á um félagslegar breytingar. Neysluvarningur er meðal þýðingarmestu þátta sem notaðir eru til að miðla sjálfsmynd einstaklinga og staðsetningu þeirra innan samfélagsins. Varningur verður því tákn um félagslega hugmyndafræði einstaklingsins og staðsetningu innan samfélagsins. Hins vegar er ekki alltaf ljóst hvort vöruval er af pólitískum hvötum eða einfaldlega vegna þess að varan fellur betur að smekk neytandans. Hugmyndir manna um hvaða leiðir eigi að fara til að ná sem mestri hagkvæmni fyrir heildina eru annars vegar í anda Adams Smith um frjálsan markað og hinsvegar að ábyrgð einstaklinga við að uppfylla þarfir sínar sé ríkari en einungis að vísa í frelsið. Margir hafa jafnað saman pólitískri neyslu við lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Samtök neytenda sem berjast fyrir pólitískum markmiðum eru m.a. í umhverfismálum, fair trade viðskiptum og gegn þrælabúðum í framleiðslu. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi þær forsendur sem hvetja til pólitískrar neyslu virðist lausleg könnun benda til almenns áhugaleysis þeirra í þessum efnum

    Ikke nogen dumme svin. Fremstilling af dansk grisekødsproduktion

    Full text link
    Svínakjöt er afurð risastórs iðnaðar í Danmörku, og mikilvægur hluti af sögu landsins og menningu. Þó er hækkandi fjöldi fólks, sem kýs að taka svínakjöt, og aðrar tegundir kjöts úr matarræði sínu, oft í nafni dýravelferðar. Hugmyndir fólks um dýravelferð er mismunandi, og það sama gildir um ímynd þess af kjötframleiðslu. Í þessari ritgerð kanna ég birtingarmynd framleiðslu á dönsku svínakjöti frá tveimur hliðum, með greiningu á áfrýjunarmyndum, orðræðu og röksemdafærslu

    Parasetamóleitranir og lifrarskaði: Lýðgrunduð rannsókn á Íslandi

    Full text link
    Background: Paracetamol is the most common cause of acute liver failure (ALF) in the US and many countries in Europe. Most data on paracetamol toxicity originate from liver transplant centres and tertiary referral institutions. The proportion of patients with paracetamol overdose who develop liver injury in a population-based sample is largely unexplored. The aim of this MPH thesis was to analyze the population-based annual incidence of paracetamol overdoses, prevalence of liver injury and the risk factors for hepatotoxicity and outcome in unselected patients presenting to hospital with paracetamol toxicity and/or overdose Methods: This was a retrospective and descriptive cohort study. Search for the diagnosis of paracetamol toxicity and liver failure was undertaken in a teaching hospital serving a population of approximately 220,000 inhabitants in Iceland over a six-year period, from 2004 to 2009. Medical charts were reviewed for relevant characteristics, the proportion of intentional vs. unintentional toxicity, liver tests and outcome. Results: In this population-based study 1913 visits were reviewed, and 346 (18%) involved paracetamol overdoses. The annual population incidence for all drug-related overdoses over the six years declined from 200.5 to 117.3 per 100,000 inhabitants (p<0.001). Likewise, the annual incidence of paracetamol overdoses declined from 32.8 to 17.3 per 100,000 inhabitants (p<0.05). The female/male ratio in the paracetamol cases was 2.8. The largest age-group by far was 16-25 years with 40% of the total cases. There were 290 index visits by patients over the age of ten. The female to male ratio was 2.7. Of the total cohort 22% were admitted to the acute medical ward, and 11% needed intensive care. N-acetylcysteine was administrated in 59% of the cases. Twenty-five percent were discharged directly home after presentation to the emergency room. There was acute ethanol consumption in 41% of the cases. Visits caused by accidental overdoses constituted 7% (20/285) of the total cohort. Males were more likely to overdose due to therapeutic misadventures for medical effects (p<0.05). The accidental group had higher peak aminotransferase levels (p<0.005) in spite of lower serum paracetamol P<0.05). There was acute liver failure (ALF) in 3.1% (9/290) of the index visits. The proportion of males was higher although not significantly so (p=0.07). The median age for males was also higher (p<0.05). In the intentional group 1.5% developed ALF, compared to 15% of the accidental group (p<0.05). Only one patient died from ALF. Conclusions: The annual incidence of paracetamol toxicity was high in this population-based study but declined over the period. Young females with intentional toxicity accounted for most of the cases, whereas accidental toxicity was more common in older males. The occurrence of ALF was low and associated with accidental overdose. The use of NAC was very frequent, and serious outcomes were very rare. Most patients had favourable outcomes.Inngangur: Parasetamól er algengasta orsök bráðrar lifrarbilunar í Bandaríkjunum og mörgum löndum Evrópu en þetta hefur ekki verið rannsakað á Íslandi. Flestar eitranir af völdum parasetamóls tengjast of háum skömmtum af lyfinu. Það er óljóst hversu stór hluti sjúklinga með lyfjaeitrun af völdum parasetamóls hlýtur lifrarskaða og hverjar horfur sjúklinganna eru. Það er ennfremur óljóst hve stór hluti sjúklinga hefur fengið eitrun af völdum sjálfskaða eða óhapps. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lýðgrundað nýgengi eitrana af völdum parasetamóls. Einnig að rannsaka afleiðingar parasetamóleitrunar svo sem áhættuþætti lifrarskaða, algengi bráðrar lifrarbilunar og afdrif sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var lýðgrunduð afturskyggn og lýsandi cohort rannsókn sem náði yfir upptökusvæði Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) sem taldi u.þ.b. 220.000 manns. Gagna var aflað úr tölvukerfum LSH um alla þá sem leitað höfðu til spítalans vegna eitrana af völdum lyfja eða voru greindir með lifrarbilun á árunum 2004 til 2009. Upplýsingar um inntekin lyf, einkenni og blóðgildi sjúklinga voru unnar úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Í fyrri hluta rannsóknarinnar voru 1913 tilfelli vegna lyfjaeitrana frá 2004 – 2009 og þar af 346 (18%) af völdum parasetamóls. Nýgengi lyfjaeitrana fækkaði úr 200,5 í 117,3 fyrir 100.000 íbúa (p<0.001) á 6 árum. Einnig fækkaði nýgengi eitrana af völdum parasetamóls úr 32,8 í 17,3 fyrir hverja 100.000 íbúa, (p<0,05). Hlutfall kvenna á móti körlum var 2,8:1 og hlutfallslega flestar eitranir voru í aldurshópnum 16-25 ára. Annar hluti rannsóknarinnar tók aðeins til fyrstu komu vegna parasetamól-eitrunar á LSH á árunum 2004 – 2009. Af 290 komum var hlutfall kvenna á móti körlum 2,7:1. Hlutfall sjúklinga sem lagðir voru inn á lyfjadeildir í kjölfar skoðunar var 22% og 11% þurftu að leggjast inn á gjörgæslu. Alls fengu 58% meðferð með N-acetylcysteine (NAC). Sjúklingar útskrifaðir beint heim eftir komu á bráðamótttöku voru 25%. Í sjö prósentum tilfella (20/285) var um óhappaeitrun að ræða og i þeim hópi var hlutfall karla hærra (p<0,05). Í óhappatilvikunum voru lifrarensím hærri (p<0,005) þrátt fyrir að blóðgildi parasetamóls hafi verið lægra. Bráð lifrarbilun var í 3,1% tilfella (9/290). Karlar voru marktækt eldri og hlutfall þeirra hærra en kvenna, en ekki var marktækur munur þar á, (p=0,07). Í vísvitandi tilfellum fengu 1,5% bráða lifrarbilun en í 15% óhappatilfella. Einn sjúklingur lést vegna bráðrar lifrabilunar af völdum parasetamóls. Ályktanir: Nýgengi eitrunar af völdum parasetamóls var nokkuð hátt en tilfellum fækkaði á rannsóknartímabilinu. Konur í aldurshópnum 16-25 ára voru hlutfallslega flestar af þeim sem vísvitandi tóku inn ofskammt parasetamóls en í óhappatilvikunum var hlutfall eldri karla hærra. Tilfelli bráðrar lifrarbilunar voru fá og frekar tengd óhappaeitrunum. Notkun NAC var algeng og alvarleg tilfelli fá. Afdrif flestra sjúklinga voru góð

    Innleiðing BIM á Íslandi og tenging þess við lean construction

    Full text link
    Fyrirtæki og stofnanir innan íslenska byggingariðnaðarins hafa sýnt upplýsingalíkönum mannvirkja áhuga á undanförnum árum, jafnvel innleitt það og beitt við nokkur verkefni. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvar íslenski byggingariðnaðurinn stendur við innleiðingu upplýsingalíkana mannvirkja eða eins og það nefnist á ensku, Building Information Modelling, skammstafað BIM. Skammstöfunin BIM hefur fengið alþjóðlega útbreiðslu og verður því notuð í rannsókn þessari. Innleiðingarferli opinberra stofnanna á Íslandi og í nágrannalöndum verða skoðuð sem og Bandaríkjanna og þau borin saman og bil tilgreind. Niðurstöðurnar gefa í skyn að bil sé í innleiðingarferlinu á Íslandi, þar sem engar reglugerðir um notkun BIM eru í gildi. Opinberar stofnanir geta því aðeins sóst eftir að BIM sé notað, en ekki krafist þess. Framkvæmd var könnun innan fyrirtækja og stofnanna innan íslenska byggingar-iðnaðarins til að varpa ljósi á hverjir notast við BIM og að hvaða marki. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á samvirkni milli lean construction og BIM. Í tengslum við það verður einnig kannað hvort íslenskur byggingariðnaður sé að tileinka sér aðferðir lean construction og þá að hvaða marki. Af þátttakendum segjast 40% nota BIM, mest arkitektar og verkfræðingar. Niður-stöðurnar gefa í skyn að þroskastig BIM á Íslandi liggur á milli þroskastigs 1 og 2, þar sem enginn verktaki notast við BIM og aðeins eitt fyrirtæki segist notast lean construction. Innleiðendur BIM á Íslandi sem og verkkaupar almennt, gætu hugsanlega nýtt sér niðurstöður rannsóknar þessarar við ákvörðun á innleiðingu BIM sem og næstu skrefum ferlisins. Niðurstöðurnar munu vonandi gefa skýrari mynd á stöðuna hérlendis og hvort eitthvað vantar uppá við innleiðingaferli BIM sem hefur það að leiðarljósi að stuðla að bættu ferli mannvirkjagerðar

    Reikni-leikni

    Full text link
    Margmiðlunarefnið Reikni-leikni og greinargerð tengd því er efni sem tengist stærðfræðikennslu barna á yngsta stigi grunnskólans. Efnið er ætlað kennurum, foreldrum og nemendum til fræðslu og kynningar á nokkrum aðferðum við reikning sem nemendur kynnast í grunnskólum í dag. Verkefnið er lokaverkefni okkar af stærðfræðikjörsviði til B.Ed. gráðu við Kennaraháskóla Íslands vorið 2007 og samanstendur af greinargerð og margmiðlunardisk. Greinargerðin fjallar um mikilvægi þess að kynna mismunandi reikningsaðferðir í grunnaðgerðunum fjórum: samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu. Vitnað er í rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu efni og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér fyrir nemendur að fá ekki tækifæri að þróa með sér sínar eigin leiðir. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að byggja upp góðan talnaskilning hjá nemendum. Leitast er við að rökstyðja það að fái nemendur að þróa sínar eigin aðferðir þá byggi þeir upp betri skilning sem þeir eigi auðveldar með að yfirfæra á mismunandi aðstæður. Margmiðlunarefnið Reikni-leikni er forrit þar sem kynntar eru nokkrar aðferðir við lausn á samlagningar-, frádráttar-, margföldunar- og deilingardæmum. Dæmi um aðferðir sem sýndar eru á margmiðlunardisknum eru: talnalína, að brjóta upp tölur, hefðbundin uppsetning dæma, dálkareikningur, strikamargföldun og að skipta tölum í hundruð, tugi og einingar. Við gerð þess er stuðst við Aðalnámskrá grunnskóla, rannsóknir sem gerðar hafa verið á stærðfræðinámi barna, námsefnið sem kennt er í skólum í dag auk annarra fræðibóka. Efnið er á margmiðlunarformi þar sem aðferðir eru sýndar á myndrænan hátt og talað er undir til útskýringar. Notað var forritið Macromedia Flash 8 við gerð margmiðlunarefnisins

    Hvað vitum við um nemendur okkar? Könnun um aðstæður nemenda og viðhorf þeirra til náms á Menntavísindasviði

    Full text link
    Við Menntavísindasvið (MVS) Háskóla Íslands (HÍ) er starfshópur að störfum við verkefni sem fengið hefur heitið Þróum fjarnámið og gengur meðal annars út á að þróa nokkur skýr líkön fyrir nám og kennslu á námsleiðum sviðsins. Markmið verkefnisins er að finna nýjar leiðir í kennslu, skapa nemendum og kennurum skýrari ramma varðandi nám og kennslu og auka gæði námsins. Verkefnið fékk fjögurra milljóna styrk úr Kennslumálasjóði HÍ í apríl 2017. Starfshópurinn vinnur í anda aðferða skapandi lausnaleitar (e. creative problem solving) þar sem fyrsta skrefið er að skapa skýra mynd af stöðunni, hið næsta að safna hugmyndum til lausnar, þriðja skrefið snýst um að velja og þróa valdar leiðir og það fjórða að þróa þær og útfæra. Mikill tími hefur farið í fyrsta skrefið að útbúa skýra mynd af stöðunni. Aðferðirnar sem hafa verið notaðar til að afla gagna felast í að leggja spurningakannanir fyrir nemendur MVS, framkvæma símakannanir fyrir bæði nemendur MVS og skólastjóra grunnskóla, auk þess að safna upplýsingum um fyrirkomulag kennslu á fjölda námskeiða við MVS og greina skýrslur um nám við Kennaraháskóla Íslands og MVS undanfarin tíu ár. Helstu niðurstöður úr rannsókninni voru kynntar á málstofu um háskólakennslu1á Menntakviku 2018. Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum spurningakönnunar sem nemendur á MVS svöruðu um aðstæður sínar og viðhorf til námsins.Óritrýn

    Uppeldisaðstæður og kannabisnotkun unglinga

    Full text link
    Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort stuðningur og eftirlit foreldra og samsetning fjölskyldunnar hefði áhrif á kannabisnotkun unglinga. Notast var við gögn úr rannsókninni „Heilsa og lífskjör skólanema“. Þátt tóku 1918 nemendur í 10. bekk og af þeim svöruðu 1897, eða 98,9%. Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi: Er kynjamunur á kannabisnotkun unglinga? Hefur stuðningur og aðhald foreldra áhrif á kannabisnotkun unglinga? Eru tengsl á milli uppeldishátta foreldra og kannabisnotkunar unglinga? Höfundar töldu megindlega aðferð henta best til að svara rannsóknarspurningunum. Við úrvinnslu gagna var kannabisnotkun unglinga borin saman við kyn, fjölskyldugerð, stuðning, aðhald og uppeldishætti foreldra. Þótt drengir greindu oftar frá notkun kannabisefna en stúlkur var munurinn ekki marktækur. Einnig kom fram að unglingar sem búa hjá báðum líffræðilegum foreldrum sínum neyta sjaldnast kannabisefna. Því meira eftirlit sem foreldrar hafa með unglingum, þeim mun ólíklegra er að þeir neyti kannabisefna. Neikvætt samband var á milli stuðnings foreldra og kannabisnotkunar unglinga. Niðurstöður leiddu í ljós að unglingar sem fá mikinn stuðning frá foreldrum sínum eru líklegri til að neyta kannabisefna. Börn staðfastra foreldra neyta sjaldnast kannabisefna, en börn hinna vanrækslusamari neyta þeirra oftast

    Lífsgæði eftir gerviliðaaðgerð hné : huglægt mat sjúklinga

    Full text link
    Verkefnið er lokaðTilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um huglægt mat á líðan þeirra einstaklinga sem gengust undir gerviliðaaðgerð á hné með því markmiði að meta lífsgæði þeirra fyrir og eftir aðgerð. Tilgáta rannsakenda var að lífsgæði þeirra sem gangast undir gerviliðaaðgerð á hné aukist verulega, einkum hvað varðar verki og hreyfifærni. Þessi rannsókn var forprófun á spurningalistum vegna áframhaldandi rannsóknar Þorvaldar Ingvarssonar, Önnu Lilju Filipsdóttur og Jónasar Hvannberg sem starfa við Sjúkrahúsið á Akureyri. Notast var við megindlegt rannsóknarsnið og gerð var afturvirk þýðisrannsókn á öllum þeim sem gengust undir gerviliðaaðgerð á hné á Sjúkrahúsinu á Akureyri á tímabilinu 7. maí 2007 til 12. nóvember 2007. Þátttakendur fengu afhenta spurningalista þrisvar sinnum, fyrir aðgerð, að þremur mánuðum liðnum og að sex mánuðum liðnum frá aðgerð. Spurningalistinn var samsettur úr The Western Ontario MacMaster Universities Osteoarthritis Index (WOMAC) og SF-12 spurningalistunum auk lýðfræðilegra og almennra spurninga frá forsvarsmönnum rannsóknar. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðast lífsgæði þátttakenda hafa verið verst fyrir aðgerð en tekið marktækum framförum þremur mánuðum eftir aðgerð. Marktækur munur var á svörum karla og kvenna þremur mánuðum eftir aðgerð bæði samkvæmt WOMAC og SF-12 sem sýndi að meðalstigafjöldi kvenna var almennt hærri en karla og bendir það til þess að konur upplifi minni lífsgæði en karlar. Þátttakendur tóku miklum framförum varðandi verki og óþægindi, hreyfigetu og virkni. Geta til sjálfsumönnunar og geta til þess að sinna venjubundnum störfum hafði einnig aukist talsvert þremur mánuðum eftir aðgerð. Gerviliðaaðgerðir virðast hafa einhver áhrif til þess að bæta sálrænt ástand þátttakenda. Tilgáta rannsakenda stóðst þar sem niðurstöður benda eindregið til þess að lífsgæði aukist verulega þremur mánuðum eftir gerviliðaðgerð en þörf er á endurbótum varðandi uppsetningu og innihald spurningalistans sem notaður var

    Hraunprýði 3

    Full text link
    Lokaverkefni þetta felst í hönnun og teikningu á tveggja hæða húsi með sambyggðri bílgeymslu á lóð sem er í Hraunprýði 3, 210 Garðabæ. Fyrirskrifaðar kröfur eru að húsið skuli vera á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu. Grunnflötur skal ekki vera stærri en 150 m². Neðri hæð skal vera steypt og efri hæð byggð úr timbri. Frjálst val um gerð og staðsetningu einangrunar. Útveggir klæddir loftræstri klæðningu sem skal vera viðhaldslítil í a.m.k. 35 ár. Sama gildir um gólfefni og innréttingar. Við val á kerfi til upphitunar er gerð krafa til skjótrar svörunar til hækkunar og lækkunar á hita í rýmum, bæði með ofnakerfi og gólfhitakerfi en þó aðeins annað hvort kerfið í hvert rými Þá skulu hljóðvistarkröfur tryggðar og gott inniloft tryggt. Fyrsta hæð er staðsteypt, léttir gifsklæddir milliveggir og staðsteypt milliplata. Efri hæð er úr CLT krosslímdum timbureiningum. Allir útveggir eru einangraðir að utan. Veðurkápa hússins er læst álklæðning. Loftskiptakerfi er í húsinu
    corecore