34 research outputs found
Organising Pneumonia - a review and results from Icelandic studies
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOrganising pneumonia (OP) is a relatively rare interstitial lung disease. It s definition is based on a characteristic histological pattern in the presence of certain clinical and radiological features. Organising pneumonia represents also what has been called Bronchiolitis Obliterans Organising Pneumonia (BOOP). Recently it has been recommended to call OP cryptogenic organising pneumonia (COP) when no definite cause or characteristic clinical context is found and secondary organising pneumonia (SOP) when causes can be identified such as infection or it occurs in a characteristic clinical context such as connective tissue disorder. The most common clinical symptoms are dyspnea, cough, fever and general malaise. It is common that symptoms have been present for some weeks before the diagnosis is made. Patients commonly have lowered PO2 and a mildly restrictive spirometry. Radiographic features are most often patchy bilateral airspace opacities but an interstitial pattern or focal opacities can also be seen. Most of patients respond well to steroids but relapses are quite common. The aim of this paper is to present an overview of the disease and the main results from studies on OP in Iceland. The mean annual incidence for OP in Iceland was 1.97/100,000 inhabitants. Annual incidence for COP was 1.10/100,000 and 0.87/100,000 for SOP. This is higher than in most other studies. In Iceland patients with OP had a higher standardized mortality ratio than the general population despite good clinical responses. No clinical symptoms could separate between SOP and COP.Trefjavefslungnabólga er sjúkdómur í lungum, skilgreindur með klínískum einkennum, myndgreiningarrannsóknum og vefjameinafræðilegum breytingum í sameiningu. Klínísk einkenni eru hósti, mæði, hækkaður líkamshiti og almennur slappleiki. Algengt er að einkennin hafi verið til staðar í nokkrar vikur áður en greining fæst. Myndgreiningarrannsóknir geta sýnt fjölbreytt mynstur, til dæmis dreifðar millivefsíferðir, afmarkaðar lungnablöðruíferðir eða staka hnúða. Yfirleitt svarar sjúkdómurinn vel meðferð með barksterum en tekur sig upp hjá um fimmtungi sjúklinga
Chronic eosinophilic pneumonia in Iceland: clinical features, epidemiology and review
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: The objective of the study was to describe the incidence and clinical features of chronic eosinophilic pneumonia (CEP) in Iceland and review recent literature. MATERIAL AND METHODS: Retrospective study where information was obtained from clinical charts from 1990-2004. Records, imaging studies and histopathology were evaluated. RESULTS: During the study period 10 individuals were diagnosed with CEP, 7 males and 3 females. Mean age was 58 years. None of the patients was a current smoker. The incidence of CEP during the study period was 0.23 per 100,000/year but increased to 0.54 per 100,000/year during the last 5 years of the study period. Clinical symptoms were malaise, cough, dyspnea, sweating and weight loss. Sedimentation rate was 72 mm/h and C-reactive protein (CRP) 125 mg/L. Eight of the ten patients had increase in blood eosinophils. On chest auscultation crackles were heard in seven patients and wheezing in three. Forced vital capacity (FVC) was 75% of predicted value and forced expiratory volume in one second (FEV1) was 73% of predicted. Mean PO2 was 68 mmHg. All the patients had classic diffuse bilateral opacities on chest radiograph that most commonly were peripheral. All patients were treated with corticosteroids and responded well. The average initial dose of Prednisolone was 42.5 mg per day. Seven of the patients relapsed but they all responded well to repeated treatment. CONCLUSIONS: Chronic eosinophilic pneumonia is a rare disorder but it has specific radiologic and histologic features. It is important to think of the disease in patients with diffuse infiltrates that are resistant to antibiotics. CEP responds well to corticosteroids but there is a high relapse rate, which also responds to treatment.Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi langvinnrar eósínófíl lungnabólgu á Íslandi, lýsa klínískum einkennum og veita yfirlit yfir sjúkdóminn. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn þar sem upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám árin 1990-2004. Sjúkraskrár voru yfirfarnar, kannaðar voru myndgreiningarrannsóknir og vefjafræðilegar greiningar endurskoðaðar. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 10 manns, sjö karlar og þrjár konur. Meðalaldur var 58 ár. Enginn sjúklinganna reykti. Nýgengi sjúkdómsins á öllu tímabilinu var 0,23 á 100.000/ári en jókst síðustu fimm árin í 0,54 á 100.000/ári. Einkenni voru slappleiki, þreyta, hósti, mæði, og megrun. Sökk var 72 mm/klst og C-reactive protein (CRP) 125 mg/L. Átta af 10 voru með aukningu eósínófíla í blóði. Við lungnahlustun heyrðist brak hjá sjö en önghljóð hjá þremur. Forced vital capacity (FVC) var 75% af áætluðu gildi og forced expiratory volume in one second (FEV1) var 73% af áætluðu gildi. Meðalhlutþrýstingur súrefnis (pO2) var 68 mmHg. Sjúklingarnir höfðu allir dæmigerðar dreifðar íferðir beggja vegna sem voru yfirleitt útlægar. Allir fengu sterameðferð og svöruðu meðferðinni fljótt og vel. Meðaltalsskammtur af prednisólon í upphafi meðferðar var 42,5 mg. Hjá sjö kom sjúkdómurinn aftur en allir svöruðu endurtekinni sterameðferð. Ályktanir: Langvinn eósínófíl lungnabólga er sjaldgæfur sjúkdómur en þó með einkennandi myndrænt og vefjafræðilegt útlit. Mikilvægt er að hafa hann í huga hjá sjúklingum með dreifðar íferðir sem svara ekki hefðbundinni sýklalyfjameðferð. Sjúkdómurinn svarar vel meðferð með barksterum sem getur þó þurft að endurtaka
Closed needle pleural biopsy in Iceland 1990-1999
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Closed pleural biopsy is done to determine causes of pleural effusion after fluid analysis has been nondiagnostic. The aim of the study was to evaluate results of closed pleural biopsy in Iceland. Material and methods: All pathology reports of closed pleural biopsy from 1990-1999 at the Department of Pathology were reviewed. Hospital records for these patients were screened. Results: There were 130 samples from 120 individuals. There were 74 males and 46 females. Deceased are 75/120. The most common diagnosis was pleuritis or fibrosis in 85/120, cancer in 15 and three had tuberculosis but 17/120 had other results. The sensitivity of a closed pleural biopsy for diagnosing cancer was 27%. Adding cytology increased the sensitivity to 56%. Of those that had pleuritis on initial biopsy the cause was found to be cancer in 33/85, pneumonia in 11, trauma in 5 and in 8 there were other causes. In 25/85 no etiology could be found. By doing further studies it was demonstrated that the cause for the fluid was malignancy in 55/120. Of those most had lung cancer or 24/55, and the second most common cause was breast cancer in 7. Despite further studies no cause was found in 32/85. Conclusions: Closed pleural biopsy has fairly low sensitivity for diagnosis of cancer but it can be increased by adding cytologic evaluation. It is necessary to do further investigations and follow-up in patients that have inflammation in pleural biopsy.Inngangur: Lokuð fleiðrusýnataka er gerð til að finna orsök fyrir vökvasöfnun í fleiðruholi sem ekki hefur fundist skýring á með vökvarannsókn eingöngu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna niðurstöður lokaðrar fleiðrusýnatöku með nál á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Hjá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði voru athuguð vefjarannsóknasvör allra fleiðrusýna frá 1990-1999. Sjúkraskýrslur voru kannaðar. Niðurstöður: Um var að ræða 130 sýni frá 120 einstaklingum, 74 körlum og 46 konum. Látnir eru 75/120. Algengasta greiningin var fleiðrubólga eða bandvefsaukning hjá 85/120, krabbamein hjá 15 og þrír voru með berkla en hjá 17/120 voru aðrar niðurstöður. Næmi fleiðrusýnis var um það bil 27% við greiningu á illkynja vexti. Ef frumurannsókn var einnig gerð á vökvanum jókst næmið í 56%. Af þeim sem greindust með fleiðrubólgu var orsökin illkynja vöxtur hjá 33/85, lungnabólga hjá 11, fimm vegna áverka og hjá átta voru aðrar orsakir, en hjá 25/85 fannst engin skýring. Með frekari rannsóknum var hægt að sýna fram á að orsökin fyrir vökvanum var krabbamein hjá 55/120. Af þeim voru langflestir með lungnakrabbamein, eða 24/55, því næst kom brjóstakrabbamein með sjö tilfelli. Þrátt fyrir frekari rannsóknir fannst engin skýring á vökvasöfnuninni hjá 32. Ályktanir: Lokuð fleiðrusýnataka með nál hefur fremur lágt næmi í greiningu illkynja æxla en auka má næmið með því að gera frumurannsókn á vökvanum. Þörf er frekari rannsókna og eftirlits hjá þeim sem hafa bólgu í fleiðrusýni
Organising pneumonia in connection with Amiodarone treatment. Case reports and review
Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: The objective of the study was to describe case reports of organising pneumonia in Iceland induced by the drug amiodarone. MATERIAL AND METHODS: Retrospective study where information was obtained from clinical charts from 1984-2003. Medical records, imaging studies and histopathology were re-evaluated. RESULTS: Described are three case reports of organising pneumonia associated with amiodarone use in two males and one female. Diagnostic methods and treatment are described and current literature is discussed. CONCLUSIONS: It is important for physicians to be aware of lung changes that amiodarone can cause and the importance of monitoring these patients.Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa sjúkratilfellum trefjavefslungnabólgu sem tengdust notkun lyfsins amíódarón á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn þar sem upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám árin 1984-2003. Sjúkraskrár voru yfirfarnar og kannaðar myndgreiningarniðurstöður, vefjafræðilegar niðurstöður og meðferð sjúklinga. Niðurstöður: Lýst er þremur tilfellum trefjavefs-lungnabólgu hjá tveimur körlum og einni konu og greiningu og meðferð þeirra. Gefið er yfirlit yfir stöðu þekkingar. Ályktanir: Nauðsynlegt er fyrir lækna að vera meðvitaðir um að amíódarón getur valdið lungnabreytingum og að mikilvægt er að fylgjast vel með sjúklingum sem taka lyfið
Sublobar resection for non-small cell lung cancer in Iceland
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Introduction: A sublobar resection is performed on patients with non-small cell lung cancer (NSCLC) who are not candidates for a lobectomy due to reduced pulmonary function or comorbid disease. The aim of this study was to investigate the outcomes of these operations in Iceland. Material and methods: A retrospective study of all patients with NSCLC who underwent wedge resection or segmentectomy with curative intent during 1994-2008. Data on indication, pathological TNM-stage, complications and overall survival was analyzed. All histological samples were re-evaluated. Results: Forty four patients underwent 42 wedge and 5 segmental resections (age 69.1 yrs, 55.3% female), with 38.3% of cases detected incidentally. The majority of patients (55.3%) had a history of coronary artery disease and 40.4% had chronic obstructive pulmonary disease. Mean operative time was 83 minutes (range 30-131), mean intraoperative bleeding was 260 ml (range 100-650) and median hospital stay was 9 days (range 4-24). Pneumonia (14.9%) and prolonged air leakage (12.8%) were the most common complications. Two patients had major complications and 36.2% stayed in the intensive care unit overnight. No deaths occurred within 30 days of surgery. Adenocarcinoma was the most common histological type (66.7%). Most cases were stage IA/IB (78.7%), 17.0% were stage IIA/IIB and 4.3% were stage IIIA. One and 5 year survival was 85.1% and 40.9% respectively. Conclusion: In Iceland, both survival and complication rate after sublobar resection for NSCLC are comparable to results published for lobectomies, even though a higher percentage of patients have underlying cardiopulmonary disease.Inngangur: Hefðbundin aðgerð við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini er blaðnám. Í völdum tilvikum, einkum þegar lungnastarfsemi er mikið skert, er gripið til fleyg- eða geiraskurðar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir fleyg- eða geiraskurð vegna lungnakrabbameins af öðrum toga en smáfrumukrabbameini á Íslandi 1994-2008. Kannaðar voru ábendingar aðgerðar, stigun eftir aðgerð, fylgikvillar og heildarlífshorfur. Öll vefjasýni voru endurskoðuð. Niðurstöður: Alls gengust 44 sjúklingar (52,3% konur) undir samtals 47 fleyg- eða geiraskurði. Meðalaldur var 69,1 ár og greindust 38,3% tilfella fyrir tilviljun. Saga um kransæðasjúkdóm (55,3%) og langvinn lungnateppa (40,4%) voru algengustu áhættuþættirnir og meðal ASA-skor var 2,6. Aðgerðirnar tóku að meðaltali 83 mínútur (bil 30-131) og miðgildi legutíma var 9 dagar (bil 4-24). Helstu fylgikvillar voru lungnabólga (14,9%) og langvarandi loftleki (12,8%). Tveir sjúklingar fengu alvarlegan fylgikvilla en enginn lést innan 30 daga frá aðgerð. Meðalstærð æxlanna var 2,3 cm (bil 0,8-5,0) og var kirtilmyndandi krabbamein (66,7%) algengasta vefjagerðin. Stigun eftir aðgerð sýndi að 78,7% tilfella voru á stigi IA/IB, 17,0% á stigi IIA/IIB og tveir á stigi IIIA. Eins árs og 5 ára lífshorfur voru 85,1% og 40,9%. Ályktun: Lífshorfur eftir fleyg- og geiraskurði á Íslandi eru góðar og tíðni fylgikvilla lág. Þessar niðurstöður eru svipaðar og sést hafa eftir blaðnám hér á landi þótt hátt hlutfall þessara sjúklinga hafi þekkta hjarta- og æðasjúkdóma og skerta lungnastarfsem
Comparison of video-assisted thoracoscopic surgery and limited axillary thoracotomy for spontaneous pneumothorax
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Historically, surgery for SP has been performed with open thoracotomy. Today video-assisted thoracoscopic surgery (VATS) has replaced open surgery for SP in most centers. Long-term results (i.e. recurrent pneumothorax) following VATS have been debated. In Iceland surgery for SP has been performed with both VATS and limited axillary thoracotomy (LAT). The aim of this study was to compare these two approaches, especially reoperations for prolonged airleakage and late recurrences. MATERIAL AND METHODS: This is a retrospective non-randomized study on all patients operated first time for SP at our institution between 1991-2005. Out of 210 patients that underwent 234 procedures (160 males, mean age 29 yrs.), 200 had primary SP (95%) and 10 secondary SP. The cases were divided into two groups; 134 VATS procedures and 100 thoracotomies (LAT). Three surgeons performed a LAT and four performed VATS. RESULTS: Wedge resection was performed in all cases and mechanical pleurodesis was added in 25% of the VATS and 67% of the LAT cases. Median operation time was 20 minutes longer for VATS (p=0.006). Reoperations for late recurrent pneumothorax were 10 vs. 3 in the VATS and LAT group, and reoperations for persistent airleakage 3 vs. 0, respectively (p=0.03). Operative mortality within 30 days from surgery was 0%. Median hospital stay was one day longer after LAT. CONCLUSION: Reoperations following VATS for SP are more common compared to open thoracotomy, explained by a higher rate of both late recurrent pneumothoraces and prolonged early postoperative airleakage. Both approaches are safe and major complications are infrequent. Hospital stay is shorter after VATS, however, VATS takes longer and the higher reoperation rate is a shortcoming and is of concern.Inngangur: Á síðasta áratug hafa aðgerðir með brjóstholssjá rutt sér til rúms við sjálfkrafa loftbrjósti. Umdeilt er hvort langtímaárangur sé jafn góður og eftir hefðbundna opna aðgerð. Hérlendis hafa báðar aðgerðirnar verið framkvæmdar jöfnum höndum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna árangur þessara aðgerða og bera þær saman, sérstaklega með tilliti til tíðni enduraðgerða vegna viðvarandi loftleka og endurtekins loftbrjósts. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra sjúklinga sem fóru í aðgerð vegna sjálfkrafa loftbrjósts á Landspítala 1991-2005. Alls fóru 210 sjúklingar í 234 aðgerðir, þar af tíu með þekktan lungnasjúkdóm. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa: sjúklinga sem fóru í aðgerð með speglun (n=134) og 100 sjúklinga sem fóru í brjóstholsskurð (mini-axillary thoracotomy). Þrír skurðlæknar framkvæmdu opna aðgerð og fjórir brjóstholsspeglun. Niðurstöður: Fleygskurður á lungnatoppi var framkvæmdur í öllum aðgerðum og fleiðruertingu bætt við í 25% brjóstholsspeglana og í 67% opnu aðgerðanna. Aðgerðartími var 20 mínútum lengri fyrir speglunarhópinn (p=0,006). Enduraðgerðir vegna síðkomins endurtekins loftbrjósts voru þrjár eftir opna aðgerð og tíu eftir brjóstholsspeglun og vegna viðvarandi loftleka voru þær engar og þrjár hjá sjúklingum í sömu hópum (p=0,03). Enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð. Legutími (miðgildi) var einum degi lengri eftir opna aðgerð. Ályktanir: Enduraðgerðir eru algengari eftir brjóstholsspeglanir og skýrist aðallega af hærra hlutfalli viðvarandi loftleka og endurtekins loftbrjósts. Báðar aðgerðir eru öruggar og meiriháttar fylgikvillar eru sjaldgæfir. Legutími er styttri eftir brjóstholsspeglun, en á móti kemur að aðgerðartími er lengri. Brýnt er að finna lausnir á því hvernig lækka megi tíðni enduraðgerða eftir brjóstholsspeglun
Case report: facial skin metastasis from rectal adenocarcinoma
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)This case report describes an 82 year old male who sought medical attention for changes in bowel habits. Colonoscopy revealed a tumor located 10 to 15cm from the anus. Biopsy showed signetring cell adenocarcinoma. The tumor was not resected due peritoneal dissemination and a tumor invasion into the urinary bladder, found intraoperatively. During hospital stay a skin lesion of the face was removed at the request of the patient. Biopsy showed metastatic signetring adenocarcinoma. Colorectal metastatic lesions to the skin are rare findings, especially metastasis to the face. Skin examination in patients with suspected or known malignancies is an important part of the clinical examination. Key words: Rectal cancer, metastases, skin.Hér er rakin saga áttatíu og tveggja ára karlmanns sem leitaði til heimilislæknis vegna hægðabreytinga. Ristilspeglun sýndi æxlisvöxt 10-15cm frá endaþarmsopi. Vefjasýni sýndi kirtilfrumukrabbamein af signethringsfrumugerð. Við aðgerð var sjúklingur með óskurðtækt krabbamein vegna útsæðis í lífhimnu og krabbameinsvaxtar í þvagblöðru. Í síðari legu var fjarlægð húðbreyting í andliti sjúklings sem við vefjaskoðun reyndist vera meinvarp. Húðmeinvörp frá ristil- og endaþarmskrabbameini eru sjaldgæf. Skoðun á húð er mikilvæg í uppvinnslu sjúklinga með grun um eða staðfest krabbamei
Results of pneumonectomy for non-small cell lung cancer in Iceland
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: Study the indications, complications and surgical outcome of pneumonectomy for non small cell lung cancer (NSCLC) in Iceland MATERIAL AND METHODS: A retrospective study of all pneumonectomies performed for NSCLC in Iceland from 1988 to 2007. Information was obtained from medical records and data on operative indications, postoperative TNM stage, complications, survival and survival predictors was analysed. RESULTS: 77 patients (64% males) with mean age of 62.3 yrs. were operated on, 44% on the right side. Mediastinoscopy was performed in 31% of cases. Most patients were stage I or II (58%), but 17 and 21% were stage III A and IIIB, respectively. Mean operation time was 161 min., bleeding 1.1 L and hospital stay 11 days. Atrial fibrillation (21%), pneumonia (6.5%), empyema (5.5%) and respiratory failure (5%) were the most common complications. Three (3.9%) patients died within 30 days from surgery. Five year survival was 20.7%. Age, history of COPD, adenocarcinoma histology and advanced TNM stage were independent predictors of poor survival. CONCLUSIONS: Pneumonectomies for NSCLC in Iceland have a low rate of complications and operative mortality. However, long term survival is lower than expected, and many patients (27%) were in advanced stages. This is most likely due to inadequate preoperative staging.TILGANGUR: Kanna árangur og ábendingar lungnabrottnámsaðgerða (pneumonectomy) við lungnakrabbameini á Íslandi.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins á Íslandi 1988-2007. Kannaðar voru ábendingar aðgerðar, TNM-stig, fylgikvillar, lífshorfur og forspárþættir lífshorfa.
NIÐURSTÖÐUR: 77 sjúklingar (meðalaldur 62,3 ár, 64% karlar) gengust undir lungnabrottnám, í 44% tilfella hægra megin. Miðmætisspeglun var gerð í 31% tilfella. Stigun eftir aðgerð sýndi að 41 sjúklingur (54%) var á stigi I+II, 27 (38%) á stigi IIIA/B og 6 á stigi IV. Í 17% tilfella sást krabbamein í skurðbrún. Aðgerðartími var að meðaltali 161 mínúta, blæðing í aðgerð 1,1 L og miðgildi legutíma 11 dagar. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru gáttatif/flökt (21%), lungnabólga (6,5%), fleiðruholssýking (5,2%) og öndunarbilun (5,2%). Þrír sjúklingar (3,9%) létust <30 daga frá aðgerð og fimm ára lífshorfur voru 20,7%. Hækkandi aldur, saga um lungnateppu, kirtilmyndandi vefjagerð og hátt TNM-stig höfðu neikvæð áhrif á lífshorfur samkvæmt fjölþáttagreiningu.
ÁLYKTUN: Skammtímaárangur lungnabrottnáms-aðgerða er góður hér á landi og tíðni alvarlegra fylgikvilla lág. Lífshorfur eru hins vegar lakari en búast mætti við, eða 20,7% eftir fimm ár. Skýring á þessu gæti falist í ófullnægjandi stigun, en aðeins þriðjungur sjúklinga gekkst undir miðmætisspeglun fyrir aðgerð.
Pulmonary resections for metastatic renal cell carcinoma in Iceland
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: At the time of diagnosis, approximately 20% of renal cell carcinoma (RCC) patients have pulmonary metastasis. These patients have poor survival with less than 10% of the patients being alive 5 years after diagnosis. However, recent studies have reported 30-49% 5-year survival in selected patients that underwent pulmonary resection for RCC metastases. The aim of this study was to analyse the outcome of this patient group in Iceland over a 23 year period. MATERIALS AND METHODS: This is a retrospective population-based study including all patients in Iceland that underwent pulmonary resection for RCC metastasis between 1984 and 2006. Complications were tabulated and the histology of all tumors reviewed by a pathologist. The renal tumors were classified and staged according to the TNM staging system (WHO). Crude survival was calculated using 1st of March 2007 as an endpoint, with mean follow up of 82 months. RESULTS: A total of 14 patients were identified, 10 males and 4 females with an average age of 59 years (range 45-78). One patient had pulmonary metastases at the diagnosis of RCC. In the other patients, metastasectomy was performed on average 39 months after the nephrectomy (range 1-132 months). Most of these patients (n=11) had a single metastasis, with an average size of 27 mm (range 8-50). Lobectomy was the most common procedure (n=7), wedge resection and pulmectomy were performed in three cases each, and one patient underwent both lobectomy and wedge resection. There were no major surgical complications. and all patients survived surgery. Today, four of the 14 patients (29%) are alive with 2- and 5-year survival of 64% and 29%, respectively. CONCLUSION: In this retrospective study, every third patient survived five years after pulmonary resection of RCC metastases. This is a favorable survival-rate when compared to patients with metastases not operated on (9.8% survival). These operations seem to be safe and complications are most often minor. It should be kept in mind, however, that a selected cohort was studied and a well defined control group was absent.Inngangur: Við greiningu nýrnafrumukrabbameins eru tæplega 20% sjúklinga með lungnameinvörp. Lífshorfur þessara sjúklinga eru slæmar og aðeins tíundi hver sjúklingur með meinvörp er á lífi fimm árum eftir greiningu. Nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á umtalsvert betri lífshorfur hjá völdum hópi sjúklinga sem hefur gengist undir brottnám á lungnameinvarpi nýrnafrumukrabbameins (30-49% sjúkdómsfríar fimm ára lífshorfur). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna umfang þessara aðgerða hér á landi og afdrif sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aftur-skyggn og náði til allra sjúklinga sem gengust undir brottnám á lungnameinvörpum nýrnafrumukrabbameins á tímabilinu 1984-2006. Vefja-fræði æxla var yfirfarin af meinafræðingi og æxlin flokkuð samkvæmt TNM-stigunarkerfi. Farið var yfir aðgerðarlýsingar, skráðir fylgikvillar og reiknaðar hráar lífshorfur. Niðurstöður: Alls gengust 14 sjúklingar undir lungnaaðgerð vegna meinvarpa frá nýrnafrumukrabbameini á 23 ára tímabili og var meðalaldur við greiningu 59 ár (bil 45-78 ár). Allir sjúklingarnir höfðu áður gengist undir nýrnabrottnám að meðaltali 39 mánuðum áður (bil 1-132 mánuðir). Flestir þessara sjúklinga (n=11) voru með stakt meinvarp og var meðalstærð þeirra 27 mm (bil 8-50 mm). Helmingur sjúklinganna gekkst undir brottnám á lungnalappa (lobectomy) (n=7), þrír fóru í fleygskurð og aðrir þrír í lungnabrottnám. Fylgikvillar eftir aðgerð reyndust fátíðir og minniháttar (gáttaflökt, vökvi í fleiðru). Allir sjúklingarnir lifðu af aðgerðina. Nú eru fjórir sjúklinganna á lífi (meðaleftirfylgni 82 mánuðir), en tveggja og fimm ára lífshorfur voru 64% og 29%. Ályktun: Þriðjungur sjúklinga í þessari rann-sókn var á lífi fimm árum eftir greiningu lungnameinvarpa sem verður að teljast góður árangur borið saman við lifun þeirra sem fóru ekki í aðgerð (fimm ára sjúkdóma-sértækar lífshorfur 9,8%). Aðgerðirnar eru öruggar og fylgikvillar oftast minniháttar. Hafa verður þó í huga að hér um valinn efnivið að ræða og vel skilgreindur samanburðarhópur ekki til staðar. Ljóst er þessar aðgerðir eru tiltölulega fátíðar hér á landi en í því sambandi er rétt að benda á að rannsóknin nær rúma tvo áratugi aftur í tímann og vitneskja um gagnsemi þessara aðgerða er tiltölulega ný af nálinni
Postoperative complications following lobectomy for lung cancer in Iceland during 1999-2008
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: Non small cell lung cancer (NSCLC) is the second most common cancer in Iceland. We studied the indications and surgical outcome of lobectomy for NSCLC in Iceland. MATERIALS AND METHODS: 213 consecutive patients underwent lobectomy for NSCLC between 1999 and 2008. Data on indications, histology, TNM-stage and complications were analysed, and logistic regression used to assess outcome predictors. RESULTS: The majority of patients (60%) were referred because of symptoms, whereas 40% were asymptomatic. Adenocarcinoma (62%) and squamous cell carcinoma (29%) were the most frequent histological types. Operative staging showed that 59.6% of cases were stage I, 17.8% were stage II, 7% were stage IIIA and 14.6% were stage IIIB or IV. Mediastinoscopy was performed in 13.6% of cases. Mean operative time was 128 min., operative bleeding 580 ml and median hospital stay 10 days. Sixteen patients (7.5%) had major complications and 36 (17.5%) had minor complications, such as atrial fibrillation and pneumonia. Twelve patients required reoperation, most often due to bleeding, but two had empyema and one had a bronchopleural fistula. Older patients with high ASA scores and extensive smoking history were at increased risk for complications. No patient died within 30 days of surgery whereas two (0,9%) died within 90 days of surgery. CONCLUSIONS: The results of lobectomy for NSCLC in Iceland are excellent in relation to operative mortality and short term complications.Inngangur: Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbamein á Íslandi og það sem dregur flesta til dauða. Skurðaðgerð er helsta meðferðin og langoftast er beitt blaðnámi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ábendingar og snemmkomna fylgikvilla blaðnáms á Íslandi. Efniviður og aðferðir: 213 sjúklingar sem gengust undir blaðnám vegna lungnakrabbameins á árunum 1999-2008. Kannaðar voru ábendingar, fylgikvillar, æxlisgerð og TNM-stigun. Aðhvarfsgreining var notuð til að meta áhættuþætti fylgikvilla. Niðurstöður:85 sjúklingar (40%) greindust fyrir tilviljun en aðrir vegna einkenna sjúkdómsins. Kirtilmyndandi krabbamein (62%) og flögu-þekjukrabbamein (29,1%) voru algengust. Flestir greindust á stigi I (59,6%) og stigi II (17,8%), 7% á stigi IIIA og 14,8% á stigum IIIB-IV. Miðmætisspeglun var gerð hjá 13,6% sjúklinga fyrir blaðnám. Meðalaðgerðartími var 128 mínútur og blæðing í aðgerð 580 ml. Sextán sjúklingar (7,5%) fengu alvarlega fylgikvilla og 36 (17%) minniháttar fylgikvilla, oftast lungnabólgu (6,1%) og gáttatif/flökt (6,1%). Tólf sjúklingar þurftu enduraðgerð, tveir vegna fleiðruholssýkingar og einn vegna berkjufleiðrufistils. Eldri sjúklingar með hátt ASA-skor og langa reykingasögu voru í aukinni hættu á að fá fylgikvilla eftir aðgerð. Legutími eftir aðgerð var 10 dagar (miðgildi). Enginn sjúklingur lést <30 daga frá aðgerð en tveir (0,9%) <90 daga frá aðgerð. Ályktun:Skammtímaárangur blaðnámsaðgerða vegna lungnakrabbameins er góður hér á landi samanborið við aðrar rannsókni