7 research outputs found
Svellþol nytjaplantna, uppsöfnun öndunarefna undir svellum á Íslandi og áhrif væntanlegra loftslagsbreytinga
Ice tolerance of meadow plants and winter cereals was tested in field and also in artificial ice encasement experiments at -2°C in the laboratory. In general the ice tolerance was on the order of: Grass species > clover species > brassicae species, alpine plant and winter cereal species. Within the grasses the ice tolerance of Bering hairgrass and timothy was higher than in other grass species tested, such as cocksfoot and perennial ryegrass. White clover has significantly higher tolerance than red clover, and winter rye is slightly more tolerant than winter wheat and winter barley. In timothy carbohydrates were metabolised during ice encasement, resulting in carbohydrate decrease and accumulation of metabolites. Accumulation of metabolites in grasses, clover and winter cereals during ice encasement at -2°C was also measured in laboratory tests. All plant species tested accumulated CO2 , ethanol and lactate. Timothy and winter wheat also accumulated malate. On a dry weight basis grasses accumulated metabolites to higher concentrations than winter cereals, and in general the more ice tolerant winter rye accumulated metabolites to higher concentrations than winter wheat. Bering hairgrass accumulated CO2 to higher concentrations than timothy, indicating a faster metabolism. The winter temperature in Northern Iceland has increased substantially during recent decades as a result of climate change. Winter damage caused by ice cover is therefore almost eliminated from the agricultural lowland areas. However, there are indications that higher winter temperatures may increase ice damage in alpine areas and harm snow-loving snowbed plants that previously have been protected by a snow layer and therefore have low ice tolerance.Svellþol túnjurta og vetrarkorns og nokkurra fleiri tegunda var metið í vallartilraunum og einnig í vinnustofutilraunum við -2°C. Í heild reyndist svellþolsröðin þessi: Grastegundir > smárategundir> krossblómategundir, fjallaplanta, vetrarkorn. Innan grastegunda voru beringspuntur og vallarfoxgras svellþolnari en aðrar grastegundir eins og axhnoðapuntur og vallarrýgresi. Hvítsmári var marktækt þolnari en rauðsmári, og vetrarrúgur heldur þolnari en vetrarhveiti og vetrarbygg. Orkuforði vallarfoxgrass brotnar niður undir svelli við -2°C og öndunarefni safnast fyrir. Allar tegundir sem mældar voru mynduðu CO2 , etanól og mjólkursýru, og vallarfoxgras og vetrarhveiti mynda einnig eplasýru. Grös safna öndunarefnum í meiri styrkleika en vetrarkorn og í heild er uppsöfnun meiri í vetrarrúgi en vetrarhveiti og beringspuntur safnar CO2 í meiri styrkleika en vallarfoxgras, til merkis um örari efnaskipti. Vetrarhiti á norðanverðu Íslandi hefur hækkað talsvert á síðari árum í tengslum við loftslagsbreytingar. Svellkal hefur því nær alveg horfið af ræktunarsvæðum á láglendi, en búast má við að svellkal geti í framtíðinni ógnað sumum snjódældaplöntum sem hafa lágt svellþol og hafa hingað til verið verndaðar af snjóalögum
Impact of afforestation on earthworm populations in Iceland
Earthworms were collected from different vegetation types in East and West Iceland. The vegetation types in East Iceland were Siberian larch (Larix sibirica) forests, native mountain birch (Betula pubescens) woodlands and open heathlands. The study areas in West Iceland were Sitka spruce (Picea sitchensis), lodgepole pine (Pinus contorta) forests, mountain birch woodlands and open heathlands. Four earthworm species (Dendrobaena octaedra, Dendrodrilus rubidus, Aporrectodea caliginosa, Lumbricus rubellus) were identified at both study areas and two additional ones in the West Iceland (Aporrectodea rosea and Octolasion cyaneum). No significant differences were detected in average earthworm species number and biomass between treeless heathlands and forests in East or West Iceland. There were, however, significant differences between the native deciduous forests and the coniferous plantations in West, but not East Iceland. Time since afforestation was found to have a significant effect on both earthworm diversity and density and should always be included in future studies. All earthworm parameters were positively related to soil N and amount of monocots, but negatively related to soil C/N ratio, tree LAI and tree height. Soil pH had no significant influence on any of the earthworm parameters. The most noteworthy finding was that earthworms were generally found in similar biomass and species richness in the exotic coniferous plantations in Iceland compared to the treeless heathlands, even if earthworm species composition showed strong changes. The findings apply to the first 50 years after establishment of coniferous trees, but an unexpected, large increase in earthworm biomass and species richness in the oldest thinned Siberian larch forests in East Iceland make any generalisation about future trends uncertain. Further earthworm studies in the oldest coniferous forests in Iceland are therefore still needed.Áhrif skógræktar á tegundafjölda, þéttleika og lífmassa ánamaðka á Íslandi
Ánamöðkum var safnað í mismunandi gróðurlendum á Austur- og Vesturlandi í verkefninu SkógVist. Á Austurlandi voru rannsakaðir rússalerki- og birkiskógar, auk beitts mólendis. Á Vesturlandi voru það sitkagreni-, stafafuru- og birkiskógar og beitt mólendi. Fjórar ánamaðkategundir fundust í báðum landshlutum (mosa-, grá-, garð- og svarðáni) og tvær til viðbótar á Vesturlandi (blá- og rauðáni). Ekki reyndist vera neinn marktækur munur á tegundafjölda, þéttleika eða lífmassa ánamaðka á milli skóglauss mólendis og ræktaðra barrskóga eða birkiskóga á Austur- og Vesturlandi. Á Vesturlandi var tegundafjöldi, þéttleiki og lífmassi ánamaðka marktækt lægri í greni- og furuskógunum miðað við birkiskógana, en á Austurlandi var lífmassi ánamaðka marktækt hærri í (gömlum) lerkiskógum. Ánamaðkar sýndu jákvætt samband með nitri í jarðvegi og magni einkímblöðunga í botngróðri, en neikvætt samband við kolefnis/nitur hlutfall í jarðvegi, laufflatarmálsstuðul og yfirhæð skóga. Sýrustig jarðvegs hafði engin markæk áhrif á ánamaðkasamfélagið. Það vekur athygli hversu hár tegundafjöldi og lífmassi ánamaðka var í íslenskum barrskógum, eða síst minni en í mólendi, þrátt fyrir að tegundasamsetning þeirra breyttist mikið. Niðurstöðurnar sýna hvað gerist fyrstu 50 árin eftir að barrskógar eru gróðursettir, en þær miklu breytingar sem komu fram á ánamaðkasamfélaginu í elstu lerkiskógunum gera allar spár erfiðar um hvað gerist í framhaldinu. Þörf er því á frekari ánamaðkarannsóknum í elstu barrskógum landsins
Mordýr (Collembola) í túnum og úthaga á norðanverðu Íslandi
Surface-living invertebrates in grassland habitats were collected in pitfall traps for one year in three hayfields and three pastures in northern Iceland. Hayfields and pastures were on three different soil types; sand, silt and peat. Traps were renewed at weekly intervals during summer (six replicates) but at longer and variable intervals during winter (two replicates). Collembolans were counted and grouped to families or subclasses. During the summer season Collembola were most abundant in late summer and early autumn (second part of July to end of August) and Isotomidae and Symphypleona dominated. Onychiuridae and Entomobryidae culminated in spring, Hypogastruridae and Symphypleona in late summer and Istomidae in early autumn. During summer Collembolans dominated by Onychiuridae, Isotomidae and Entomobryidae were significantly more abundant in pastures than hayfields, indicating that hayfield cultivation (fertilization and mowing) disturbs the natural pasture habitat. Hypogastruridae and Symphypleona were not significantly more abundant in hayfields. Isotomidae and Symphypleona thrived significantly best in peat soil and Onychiuridae in silt soil. The number of collected Collembolans was about nine times higher during the summer than in the winter. During winter Entomobryidae were also more abundant in pastures than in hayfields and also more abundant than Hypogastruridae in hayfields. In soil samples collected in September four species dominated: the Hypogstruridae species Ceratophysella denticulata in hayfields on peat soil, the Onychiuridae species Protaphorura bicampata on silt soil and mainly in pastures, and the Isotomidae species Isotoma caerulea on peat soil. The fourth species, the Isotomidae Parisotoma notabilis, was not attracted by a specific environment.Hryggleysingjum sem lifa á jarðvegsyfirborði var safnað í eitt ár í fallgildrur í þremur túnum og þremur sambærilegum úthagaspildum á Norðurlandi. Túnin og beitilöndin voru á þrenns konar jarðvegi; sandi, mólendi og mýri. Fallgildrur voru tæmdar vikulega að sumri (sex endurtekningar) en með breytilegu og lengra millibili að vetri (tvær endurtekningar). Mordýr voru talin og flokkuð í ættir eða undirflokka. Heildarfjöldi mordýra varð mestur síðla sumars og að hausti (síðari hluti júlí til ágústloka) og mordýr af undirflokknum kúlumor (Symphypleona) og af ættinni stökkmor (Isotomidae) voru ríkjandi. Mordýr af pottamorsættinni (Onychiuridae) ásamt kengmori (Entomobryidae) náðu hámarki að vori en blámor (Hypogastruridae) og kúlumor síðla sumars og stökkmor snemma að hausti. Yfir sumartímann voru pottamor, stökkmor og kengmor marktækt algengari í úthaga en túnum, sem bendir til þess að ræktun (áburður og sláttur) trufli náttúrulegt búsvæði þessara mordýraætta. Blámor og kúlumor voru heldur algengari í túnum en úthaga. Stökkmor og kúlumor döfnuðu best í mýrlendi en pottamor í mólendi. Fjöldi stökkmora var um það bil níu sinnum meiri að sumri en vetri. Kengmor var einnig að vetri algengara í úthaga en túnum en blámor hins vegar í túnum. Í jarðvegssýnum sem safnað var í september voru fjórar mordýrategundir ríkjandi, Ceratophysella denticulata (blámor), Protaphorura bicampata (pottamor) í úthaga á mólendi og Isotoma caerulea (stökkmor) á mýrlendi. Fjórða algengasta tegundin, Parisotoma notabilis (stökkmor) virðist ekki laðast að neinum sérstökum jarðvegi eða meðferð
Icelandic Agricultural Sciences: Alþjóðlegt tímarit á ensku fyrir vísindagreinar í lífvísindum
Hér er fjallað um alþjóðlega vísindaritið Icelandic Agricultural Sciences (IAS) sem gefið er út af Bændasamtökum Íslands, Hólaskóla – Háskólanum á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum, Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, Landgræðslu ríkisins og Veiðimálastofnun. Megin áhersla er lögð á efnistök og birtingar í ritinu síðustu fimm árin (2003-2007) og grein gerð fyrir því hversu auðfundið efnið er í leitarvélum. IAS hefur sína eigin heimasíðu, www.ias.is þar sem hægt er að fá leiðbeiningar um birtingar í ritinu og nálgast rafræn afrit af öllum vísindagreinum sem birst hafa í því
Icelandic Agricultural Sciences er nú viðurkennt ISI-vísindarit
Íslensk náttúra á margt sameiginlegt með náttúru annarra landa. Erlendar rannsóknaniðurstöður eru íslenskum vísindamönnum gagnlegar og þeim kynnast þeir í námi, í erlendum ritum, prentuðum eða rafrænum, og með alþjóðlegu samstarfi til dæmis á ráðstefnum. Á hinn bóginn er mikilsvert fyrir íslenska vísindamenn að koma sínum rannsóknaniðurstöðum til skila á erlendum vettvangi og þá helst í viðurkenndum miðlum en um leið þar sem mestar líkur eru á því að alþjóðasamfélagið finni íslenskar rannsóknaniðurstöður. Mikið er skrifað um okkar málaflokk á íslensku en umræða innan samfélagsins er á okkar máli og er þá ekki aðgengileg fyrir erlenda fræðimenn utan okkar málsvæðis. Icelandic Agricultural Sciences býður upp á að merkustu niðurstöður íslenskra rannsókna komist á framfæri á alþjóðavettvangi og opnar fyrir faglega umræðu og innlegg erlendis frá. Ritið styrkir íslenska menningu og vísindastarf með því að gera okkar fræðasvið sýnilegt á einum stað í frumskógi vísindarita