39 research outputs found

    No academic work during hospital hours

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa

    Vísindastörf íslenskra lækna - framþróun fræðanna

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked File

    The relationship between educational level, physical activity and mortality

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjectives: The relationship between educational level and mortality is well known. This has been shown in the Reykjavik Study and was only partly accounted for by unequal distribution of known risk factors. The objective of the present study was to explore the relationship between educational level and physical activity and whether that relationship could partly explain differences in mortality. Material and methods: This is a part of the Reykjavik Study. Presented is data from 18,912 participants, divided into four groups by educational level. Physical activity was assessed by questionnaire. The relationship between physical activity and educational level was assessed by logistic regression and between mortality and educational level by Cox regression analysis. Adjustments were made for age, year of examination, known risk factors (serum lipids, blood pressure, height, weight, smoking, use of anti-hyertensive drugs and 90 min glucose tolerance) and physical activity. Results: There was a positive relationship between physical activity and educational level (p<0.001). By adding adjustments for physical activity to a multiple regression analysis containing other known risk factors the relationship between total mortality and educational level was reduced. For highest versus lowest educational group hazard ratio was elevated from 0.77 to 0.80 for men and from 0.91 to 0.93 for women. Same trend existed for cardiovascular mortality and to a less extent for cancer mortality. Conclusion: The association between educational level and mortality can be partly explained by differences in leisure-time physical activity. In spite of adjustments for known risk factors and physical activity there remains a statistically significant relationship between educational level and mortality.Inngangur: Vel þekkt er sambandið á milli lengdar skólagöngu og lífslíkna. Við höfum sýnt fram á þetta samband í Hóprannsókn Hjartaverndar. Það skýrðist aðeins að hluta til af mismunandi vægi þekktra áhættuþátta eftir skólagöngu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort ástundun líkamshreyfingar væri mismikil eftir lengd skólagöngu og hvort slíkur mismunur gæti skýrt frekar samband skólagöngu og dánartíðni. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var hluti af Hóprannsókn Hjartaverndar. Til grundvallar þessara niðurstaðna eru gögn 18.912 þátttakenda, skipt í fjóra hópa eftir lengd skólagöngu. Allir þátttakendur svöruðu spurningalista um eigið heilsufar og fleira, meðal annars ástundun líkamsæfinga. Reiknað var samband skólagöngu og ástundunar líkamsæfinga með aðhvarfsgreiningu (logistic regression). Reiknuð var út dánaráhætta með áhættulíkani Cox. Leiðrétt var fyrir aldri, skoðunarári, þekktum áhættuþáttum (blóðfitu, blóðþrýstingi, hæð, þyngd, reykingum, notkun háþrýstingslyfja og sykurþoli) og ástundun líkamsæfinga. Niðurstöður: Sýnt var fram á marktækt jákvætt samband á milli reglulegrar ástundunar líkamsæfinga og menntunar (p<0,001). Þegar leiðréttingu fyrir ástundun líkamsæfinga var bætt við leiðréttingu fyrir þekktum áhættuþáttum, aldri og skoðunarári minnkaði samband skólagöngu og heildardánartíðni hjá báðum kynjum (fyrir karla úr 23% mismuni á stystu og lengstu skólagöngu í 20%. Fyrir konur voru samsvarandi tölur 9% og 7%). Sama tilhneiging var til staðar varðandi kransæðadauða hjá körlum og að minna leyti hvað varðaði dauða af völdum krabbameins. Ályktanir: Mismunandi ástundun líkamsæfinga eftir lengd skólagöngu á hlut í að skýra samband dánartíðni og skólagöngu hvað varðar heildardánartíðni og kransæðadauða. Enn stendur þó eftir marktækur mismunur á dánartíðni eftir lengd skólagöngu sem er óútskýrður

    In search for explanatory factors in the relationship between educational level and mortality

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The connection between socioeconomic status and mortality is well known in Western countries. Educational level has frequently been used as a socioeconomic indicator. In a recent Icelandic prospective study, an inverse relationship between educational level and mortality was shown. The objective of the present study is to consider possible explanatory factors. Material and methods: This study was a part of the Reykjavík Study. A stratified sample of 400 people was taken from one of six study groups. The sample was equally divided between the sexes and four educational levels. Mean age of the sample was 72.7 years. Participants completed a questionnaire concerning knowledge of risk factors for coronary heart disease, expected response to symptoms of cardiac infarction, social network and use of health care. Response rate was 78.5%. The relationship between answers and educational level was assessed with logistic regression. Results: People with higher education were more likely to be in personal contact with nurses and doctors and receive advice concerning health and treatment from them. Participants were generally satisfied with the Icelandic health care system and seemed generally to have good access to it. A relationship with educational level was not shown. A larger proportion of those with lower education had regular communication with their general practician. Conclusions: Our results suggest that certain health care services are integrated into the social network of those with higher education. This may lower their morbidity and mortality. Other hypotheses concerning possible explanatory factors for differences in health were not supported.Tilgangur: Sambandið milli þjóðfélagsstöðu og dánartíðni er vel þekkt á Vesturlöndum. Í rannsóknum síðari ára hefur menntun oft verið notuð sem mælikvarði á þjóðfélagsstöðu. Í nýlegri íslenskri framskyggnri rannsókn var sýnt fram á öfugt samband menntunar og dánartíðni. Tilgangur eftirfarandi rannsóknar var að kanna mögulega skýringarþætti þess. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var hluti af hóprannsókn Hjartaverndar. Tekið var 400 manna lagskipt úrtak úr einum sex rannsóknarhópa. Úrtakið skiptist jafnt milli kynja og fjögurra menntahópa. Meðalaldur úrtaks var 72,7 ár. Þátttakendur svöruðu spurningalista sem sneri að þekkingu á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma, væntanlegum viðbrögðum við einkennum hjartadreps, félagslegum tengslum og samskiptum við heilbrigðiskerfið. Svarhlutfall var 78,5%. Fundið var hvort samband væri á milli menntunar og svara með línulegri aðhvarfsgreiningu (logistic regression). Niðurstöður: Ekki fannst marktækt samband milli menntunar og þekkingar á eigin áhættuþáttum kransæðasjúkdóma (blóðþrýstingur, blóðfitur, líkamsþyngd) eða væntanlegra viðbragða við einkennum hjartadreps. Meira menntaðir voru líklegri til að þekkja heilbrigðisstarfsfólk persónulega og njóta ráðlegginga þess varðandi heilsufar og meðferð sjúkdóma. Ánægja þátttakenda með heilbrigðisþjónustuna var almennt mikil og aðgengi að henni virtist lítt takmarkað en ekki var sýnt fram á samband við menntun hvað þetta varðar. Stærra hlutfall minna menntaðra átti regluleg samskipti við heimilislækni. Fleirum meðal minna menntaðra þótti heilbrigðiskerfið óaðgengilegt. Ályktun: Niðurstöður okkar vekja þá spurningu hvort viss heilbrigðisþjónusta sé innbyggð í félagsleg tengsl meira menntaðra og stuðli að betri heilsu þeirra. Aðrar tilgátur um hugsanlega skýringarþætti voru ekki studdar

    Survival and trends of ocurrence of left ventricular hypertrophy, gender differences during 1967-1992. The Reykjavík Study

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: We estimated the prevalence and incidence of left ventricular hypertrophy (LVH) in this large prospective cohort study of almost 20,000 participants and identified risk factors in them. Predictive factors of its appearance were evaluated along with morbidity and mortality calculations. Material and methods: LVH was defined as Minnesota Code 310 on ECG. Everyone with this code at first visit was defined as a prevalence case and those who developed it between subsequent visits were incidence cases. Risk factors at the time of the diagnosis of LVH were determined with logistic regression. Predictive factors for acquiring this ECG abnormality were determined by Poisson regression. The comparison cohort were all other participants in the Reykjavík Study stages I-V. Results: Two hundred ninety-seven men and 49 women were found to have LVH or 3.2% and 0.5%, respectively. The incidence was 25/1000/year among men and 6/1000/ year among women. Prevalence in both genders increased with increasing age. Risk factors at the time of diagnosis were systolic blood pressure (odds ratio pr. mmHg (OR) 1.02; 95% confidence interval (CI): 1.01-1.03), age (OR pr. year: 1.04; 95% CI: 1.02-1.05), silent myocardial infarction (MI) (OR: 3.18; 95% CI: 1.39-7.27) and ST-T changes (OR: 3.06; 95% CI: 2.14-4.38) among men and systolic blood pressure and age for women with similar odds ratio. Predictive factors for acquiring LVH were systolic blood pressure (incidence ratio (IR): 1.01; 95% CI: 1.01-1.02) and angina with ECG changes (IR: 2.33; 95% CI: 1.08-5.02) among men and systolic blood pressure among women (IR: 1.03; 95% CI: 1.01-1.04). In men severe smoking seemed to have a protective effect against developing LVH (IR: 0.36; 95% CI: 0.18-0.71). The risk for coronary mortality was significantly increased among women with hypertrophy (hazard ratio (HR): 3.07; 95% CI: 1.5-6.31) and their total survival was poorer with increasing time from diagnosis of LVH (HR: 2.17; 95% CI: 1.36-3.48). Conclusions: We conclude that the presence of LVH and its appearance is associated with age and increased blood pressure among both genders. Women with LVH have poorer survival than other women and they are at threefold risk of dying of ischemic heart disease. This could indicate that criteria for detecting LVH on ECG detect both mild and severe hypertrophy among men but only the severe hypertrophy cases among women. More sensitive ECG methods may have to be used to detect mild, moderate and severe LVH among both genders in order to differentiate the severity of LVH based on the ECG diagnosis.Tilgangur: Áður hefur verið sýnt fram á að þykknun vinstri slegils ein og sér, óháð öðrum þekktum áhættuþáttum hjartasjúkdóma, er áhættuþáttur hjartasjúkdóms. Við mátum algengi og nýgengi þykknunar vinstri slegils (ÞVS) í hóprannsókn Hjartaverndar og mátum áhættuþætti þátttakenda með þykknun vinstri slegils. Forspárþættir þykknunar á vinstri slegli voru einnig athugaðir auk mats á dánartíðni og dánarorsökum þátttakenda. Efniviður og aðferðir: Þykknun vinstri slegils var skilgreind samkvæmt Minnesota kóda 310 á hjartarafriti. Þátttakendur með kódann 310 við fyrstu heimsókn tilheyrðu algengishópi og þeir sem síðar fengu kódann 310 nýgengishópi. Áhættuþættir við greiningu þykknunar á vinstri slegli voru metnir með fjölþáttagreiningu en forspárþætttir með Poisson aðhvarfsgreiningu. Til samanburðar voru aðrir þátttakendur í hóprannsókninni, áföngum I-V. Niðurstöður: Tvö hundruð níutíu og sjö karlar og 49 konur greindust með þykknun á vinstri slegli eða 3,2% karla og 0,5% kvenna. Nýgengi var 25 á 1000 á ári meðal karla og sex á 1000 á ári meðal kvenna. Algengi þykknunar á vinstri slegli jókst með auknum aldri meðal beggja kynja. Áhættuþættir við greiningu voru slagbilsþrýstingur, aldur, þögul kransæðastífla og ST-T breytingar á EKG meðal karla og slagbilsþrýstingur og aldur meðal kvenna. Forspárþættir fyrir tilkomu þykknunar á vinstri slegli voru hár slagbilsþrýstingur og hjartaöng án hjartarafritsbreytinga meðal karla og hár slagbilsþrýstingur meðal kvenna. Hins vegar virtust miklar reykingar karla verndandi gegn tilkomu þykknunar á vinstri slegli. Áhætta á kransæðadauða var marktækt aukin meðal kvenna (áhættuhlutfall 3,07; 95% vikmörk 1,50-6,31) en ekki meðal karla. Heildarlifun kvenna fór einnig versnandi eftir því sem lengri tími leið frá greiningu þykknunar á vinstri slegli (áhættuhlutfall 2,17; 95% vikmörk 1,36-3,48). Ályktun: Við teljum að þykknun á vinstri slegli og tilkoma þess síðar tengist aldri og háum slagbilsþrýstingi meðal beggja kynja. Konur með þykknun á vinstri slegli hafa verri horfur en aðrar konur og eru í þrefaldri hættu á að deyja úr kransæðasjúkdómi. Slík áhætta sást ekki meðal karla. Þetta gæti bent til þess að greining þykknunar á vinstri slegli á hjartarafriti sé ábótavant meðal kvenna og greini því einungis alvarlega þykknun á hjartaraafriti kvenna á meðan unnt sé að greina bæði væga og alvarlega þykknun vinstri slegils á hjartarafriti karla. Finna þarf næmari aðferðir á hjartarafriti til að greina þykknunina og alvarleika þykknunarinnar fyrir bæði karla og konur

    The relationship between QRS voltage on ECG (the Minnesota code) and cardiac mortality amongst males. The Reykjavik Study

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpensOBJECTIVE: Left ventricular hypertrophy (LVH) is important clinically because it is associated with heart failure, arrhythmia, myocardial infarction and stroke. The purpose of this study was to assess how well traditional ECG voltage criteria predict coronary heart disease mortality amongst males and to find the QRS voltages that best combine sensitivity and specificity in this sense. MATERIAL AND METHODS: Our study is a random population cohort study initiated in 1967. The study group included males that had been diagnosed with LVH on ECG using the Minnesota code (n=206). The other male participants of the study (n=8595) comprised the control group. The ECG voltage criteria of the Minnesota code were systematically narrowed and the mortality of those who fulfilled the stricter criteria compared with those who did not. RESULTS: There was no significant increase in coronary heart disease mortality difference between those who fulfilled the criteria of the Minnesota code for LVH and those who did not. When the criteria were narrowed there was a trend towards increased mortality with larger QRS voltages, but the trend was not strong. CONCLUSION: The correlation between large QRS voltage on ECG and mortality in males is limited. QRS voltage is an imperfect tool for prediction of cardiac mortality amongst males.Tilgangur: Þykknun vinstri slegils er mikilvægt teikn þar sem því fylgja auknar líkur á hjartabilun, takttruflunum, kransæðastíflu, skyndidauða og heilaáfalli. Hefð er fyrir að greina þykknaðan vinstri slegil með stórum QRS útslögum á hjartalínuriti og eru ýmis líkön notuð í þeim tilgangi, þar á meðal Minnesota-líkanið sem Hjartavernd styðst við. Rannsóknin fólst í því að kanna forspárgildi líkansins varðandi dánartíðni karla og vegna hjartasjúkdóma og finna þá stærð QRS útslaga sem hefðu mest næmi og sértæki þar að lútandi. Efniviður og aðferðir: Í tilfellahópnum voru þeir karlar sem greindust með þykknaðan vinstri slegil samkvæmt hjartalínuriti í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar (n=206). Samanburðarhópinn skipuðu hinir þátttakendur rannsóknarinnar (n=8595). Skilmerki varðandi stærð QRS útslaga samkvæmt Minnesota líkaninu voru þrengd kerfisbundið og dánartíðni þeirra sem uppfylltu þrengri skilmerki borin saman við hina. Niðurstöður: Ekki fannst marktækur munur á dánartíðni þeirra sem uppfylltu skilmerki Minnesota-líkansins um þykknun vinstri slegils og þeirra sem gerðu það ekki. Þegar skilmerkin voru þrengd sást leitni í þá átt að stærri útslögum fylgdi aukning á dánartíðni, en sú leitni var ekki sterk. Eins fannst engin samsetning skilmerkja sem sameinaði gott næmi og sértæki. Ályktun: Stærstu QRS útslög á hjartalínuriti hafa takmarkaða fylgni við dánartíðni karla af völdum hjartasjúkdóma og því má segja að þau séu ónothæft tæki til slíkrar forspár

    Health-related quality of life of patients before and after treatment

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Health-related quality of life (HRQL) is increasingly used to estimate needs for medical treatment, to evaluate its outcome and quality of care. The aim of this study was to compare the HRQL of several diagnostic groups before and after treatment with the HL-test (HL = IQL, Icelandic Quality of Life test) and to study its validity for measuring changes in quality of life. Material and methods: Patients on waiting lists for coronary catheterization, orthopedic or urologic operations, patients in psychiatric out-patient treatment and patients entering treatment for alcohol dependence were asked to fill in the HL-test, a total of 1195 patients. Three months after treatment they were retested. The results of tests were standarized with population norms available to make them directly comparable with those of the general population. Results: The response rate was 75% in each round. The HRQL of all patients was reduced in all aspects compared to that of the general population, that of the heart and urology patients less so than that of the orthopedic and psychiatric patients. Each group had a specific profile, especially marked for the orthopedic and psychiatric patients. Following treatment the HRQL or some aspects of it improved in all groups, especially for those which it had been most impaired. Conclusions: Studies of HRQL provide information useful for planning and delivery of health services. The HL-test is an instrument with good validity and reliability which is easy to use for such studies.Tilgangur: Heilsutengd lífsgæði (HL) hafa í vaxandi mæli verið notuð til að meta þörf fyrir læknismeðferð, árangur hennar og gæði umönnunar. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman heilsutengd lífsgæði nokkurra sjúklingahópa fyrir og eftir meðferð með HL-prófinu og athuga frekar réttmæti þess og getu til að mæla breytingar á líðan fólks. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem biðu hjartaþræðingar, aðgerða á bæklunar- eða þvagfæraskurðdeild, voru í meðferð á göngudeild geðdeildar eða voru að byrja í meðferð vegna áfengissýki, samtals 1195 sjúklingar, voru beðnir að svara HL-prófinu. Þremur mánuðum eftir meðferð voru þeir beðnir að svara prófinu aftur. Niðurstöður prófanna voru staðlaðar samkvæmt viðmiðum eftir kyni og aldri svo að hægt væri að sjá beint hvernig þær viku frá því sem almennt gerist. Niðurstöður: Heildarsvörun var 75% í hvorri umferð. Allir sjúklingarnir voru með skert lífsgæði á öllum þáttum prófsins miðað við jafnaldra þeirra, hjarta- og þvagfærasjúklingar minna en bæklunar- og geðsjúklingar. Skerðingin var sérkennandi fyrir hvern hóp, sérstaklega aðgreindust bæklunar- og geðsjúklingarnir greinilega hvor frá öðrum og frá hinum. Eftir meðferð bötnuðu lífsgæðin eða einhverjir þættir þeirra hjá öllum hópunum, mest þeir sem höfðu verið lakastir fyrir. Ályktanir: Með rannsóknum á heilsutengdum lífsgæðum er unnt að afla frekari þekkingar sem nýtist við skipulagningu og framkvæmd heilbrigðisþjónustu. HL-prófið er einfalt tæki til slíkra rannsókna, réttmætt og áreiðanlegt

    Tíðkanleg meðferð hjartakveisu

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe drug treatment of angina pectoris was investigated in a sample of 150 patients undergoing coronary angiography in the years 1983, 1988 and 1992, 50 each year. The use of betablockers has declined from 83% to 60%. There has been no change in the use of long acting nitrates while the use of calciumblockers has increased from 14% to 52%. Aspirin was taken by 2% in 1983 and 78% in 1992. In 1983 the combination of betablockers and long acting nitrates was taken by 36% and few patients were given betablockers and calciumblockers together. In 1992 the latter combination was common. The mean daily dose of atenolol has decreased from 128 mg in 1983 to 47 mg in 1992 while the mean dose of diltiazem increased from 118 mg in 1988 to 178 mg in 1992. Each drug is dominant within its group. Drug sales figures show an increasing role of calciumblockers and a slowly declining role of betablockers. Iceland is at the forefront in Europe regarding the frequency of coronary arteriography, coronary bypass surgery and percutaneous transluminal angioplasty.Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig meðferð hjartakveisu er háttað á Íslandi um þessar mundir. Rannsóknarþýði var 150 sjúklingar sem komu til kransæðaþræðingar árin 1983, 1988 og 1992, 50 sjúklingar hvert ár. Notkun betablokka minnkaði úr 83% í 60% á þessu árabili. Engin breyting varð á notkun langvirkra nítrata, en notkun kalsíumblokka jókst úr 14% í 52%. Einungis 2% sjúklinga tóku aspirin árið 1983, en 78% árið 1992. Árið 1983 tóku 36% sjúklinga betablokka og langverkandi nítröt saman og fáir sjúklingar tóku samtímis betablokka og kalsíumblokka. Arið 1992 var hið síðarnefnda algengt. Meðaldagskammtur atenólóls minnkaði úr 128 mg á dag 1983 í 47 mg á dag árið 1992, en á sama tíma jókst meðaldagskammtur diltíazems úr 118 mg f 178 mg. Af betablokkum er atenolol langmest notað og diltíazem af kalsíumblokkum. Lyfjasölutölur sýna vaxandi sölu kalsíumblokka og hægt minnkandi sölu betablokka. Íslendingar eru í fararbroddi í Evrópu hvað snertir tíðni kransæðarannsókna, kransæðaaðgerða og útvíkkunaraðgerða

    Controversies in hypertrophic cardiomyopathy [editorial]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenNýlega var haldin í Reykjavík 22. norræna ráðstefnan um hjartasjúkdóma. Þar var þess meðal annars minnst að hálf öld er síðan Eugene Braunwald greindi fyrst sjúkdóm í hjartavöðva sem nú nefnist ofþykktarsjúkdómur hjartavöðva (OH) eða hypertrophic cardiomyopathy á ensku. OH er algengastur meðfæddra hjartasjúkdóma og má ætla að 500-2500 Íslendingar séu haldnir honum.1, 2 Ljóst varð af umræðum á þinginu að ýmis óvissa tengist þessum sjúkdómi. Þessum leiðara er ætlað að reifa nokkur slík álitamál. Í flestum tilvikum er OH arfgengur sjúkdómur3 þótt hann geri oftast fyrst vart við sig á unglingsárum eða síðar. Lengi stóðu vonir til þess að unnt væri að sýna fram á góða fylgni tiltekinnar stökkbreytingar og sjúkdómsmyndar. Búist var við því að í sumum tilvikum væri hægt að fullvissa fólk á erfðafræðilegum grundvelli um að sjúkdómstjáning þess yrði aldrei svæsin. Í öðrum tilvikum mætti búast við alvarlegri framvindu sem krefðist nákvæms eftirlits. Þessar vonir hafa brugðist og erfðamengið gefur enn sem komið er litlar sem engar vísbendingar um einkennamynstur sjúkdómsins eða horfur. Sjúkdómsgreiningin byggist oftast á óeðlilegri þykknun á hjartavöðvanum án þess að fyrir liggi augljósar orsakir. Sé ómskyggni takmarkað eða þykknunin á óvenjulegum stað í hjartavöðvanum getur segulómun verið gagnleg

    Lyfjameðferð hjartakveisu [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Lauder Brunton, frumkvöðull í notkun nítrata við hjartakveisu, taldi að verkun nítrata byggðist á blóðþrýstingslækkun. Þetta var merkileg hugmynd, ekki síst vegna þess að í þá daga (1867) var ekki hægt að mæla blóðþrýsting í fólki, en einnig vegna þeirrar nýstárlegu forsendu Bruntons, áð blóðþrýstingslækkun drægi úr vinnuafköstum hjartans. Thomas Lewis (1933) andmælti Brunton og taldi nítröt víkka kransæðar og draga þannig úr hjartakveisu. Af þessu spruttu áretugalanger deilur, sem leystust með jafntefli. Báðir höfðu rétt fyrir sér. Deilurnar juku þó skilning manna á verkun lyfja við hjartakveisu, því að öll verka þau á annan hvorn veginn eða báða. Þetta er í samræmi við meingerð hjartakveisu, sem stafar ýmist af skertu framboði eða aukinni eftirspurn eftir súrefnisríku blóði í hjartavöðva. Dæmi um hið fyrrnefnda eru þrengsli í kransæðum vegna æðakölkunar og samdráttar í kransæðum, en hið síðarnefnda getur hlotist af lokugöllum, t.d. ósæðarlokuþrengslum, sjúkdómi í hjartavöðva og sjúkdómum sem auka fráfall hjartans t.d. blóðleysi, lungnaþembu með súrefnisskorti í slagæðablóði, ofstarfsemi skjöldungs, sjúkdómi Pagets og fleiru. Sjúklinga með hjartakveisu þarf að rannsaka með alia þessa möguleika í huga, en telja ekki sjálfgefið í öllum tilvikum, að um kransæðasjúkdóm sé að ræða. Auk sjúkrasögu og almennrar skoðunar eru þolpróf og oft hjartaþræðing hornsteinar læknisfræðilegs mats á sjúklingum með hjartakveisu
    corecore