30 research outputs found

    Neonatal life support

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAlthough most newborn infants are vigorous at birth, some need to be resuscitated. Therefore, at least one person skilled in neonatal resuscitation should be present at every delivery and appropriate equipments for resuscitation should be available. Most infants who reqiure resuscitation only need respiratory support. Chest compressions and administration of medications are infrequently needed. This article provides guidelines on neonatal resuscitation, which are mainly based on recently published International Liasion Committee on Resuscitation (ILCOR) guidelines.Flest börn fæðast í þennan heim í góðu ástandi, en í 5-10% tilvika þarf nýburinn á aðstoð að halda fyrst eftir fæðinguna (1). Yfirleitt nægir þá að örva barnið eða veita því öndunaraðstoð í stuttan tíma. Mjög sjaldan þarf að grípa til hjartahnoðs og enn sjaldnar að gefa lyf, en í þeim tilvikum er oft tvísýnt um horfur barnsins ef endurlífgun tekst þá á annað borð (2). Gott mæðraeftirlit og góð fæðingarhjálp er hornsteinn að velferð nýburans, en jafnvel þó vel sé að því staðið verður alltaf að gera ráð fyrir að nýfætt barn geti þurft á hjálp að halda á fyrstu mínútum lífsins. Hér eru gefnar leiðbeiningar um endurlífgun nýbura. Eiga þær fyrst og fremst við um endurlífgun fyrst eftir fæðinguna, en jafnframt um endurlífgun á börnum upp að eins mánaða aldri. Byggjast þær einkum á ráðleggingum sem gefnar hafa verið út á vegum International Liaison Committee on Resuscitation (ILCOR) og voru nýlega endurskoðaðar (3-6)

    Mat á gulu hjá nýburum

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesInngangur: Nýburagula orsakast af auknum styrk gallrauða í blóði nýbura fyrstu dagana eftir fæðingu. Sýnileg gula kemur fram hjá allt að 60% nýbura. Yfirleitt þarf ekki að meðhöndla nýburagulu, en ef styrkur gallrauða í blóði verður of hár getur hann valdið varanlegum skaða á miðtaugakerfi. Mæla má styrk gallrauða í blóði með tvennum hætti; blóðmælingu og húðmælingu. Húðmæling er hentug þar sem hún er sársaukalaus og niðurstaða fæst samstundis. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áreiðanleika blossamæla við mat á styrk gallrauða í blóði nýbura. Húðmæling er framkvæmd með blossamæli. Dräger JM103 blossamælir var notaður í rannsókninni. Efni og aðferðir: Afturskyggn samanburðarrannsókn var gerð á húðmælingum og blóðmælingum á gallrauða hjá nýburum. Klínískra upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám barnanna og mæðraskrám. Upplýsingum um meðgöngu, fæðingu og mælingu gallrauða var safnað. Alls voru 122 börn í rannsókninni. Niðurstöður: Fylgni milli húðgildis og blóðgildis var R2=0.7075. Fylgnin fór minnkandi þegar styrkur gallrauðans fór yfir 250 μmól/L, þannig að blóðgildið var þá oftast hærra en húðgildið. Blossamælirinn vanmetur því styrk gallrauða í blóði sé hann umfram 250 μmól/L. Ályktanir: Við teljum að húðmælingar við mat á nýburagulu hafi ásættanlega fylgni við blóðgildi á gallrauða upp að 250 μmól/L, en við hærri húðgildi sé rétt að taka blóðsýni til staðfestingar. Hugsanlega mætti fækka börnum sem fá alvarlega gulu með því að hvetja ljósmæður til að hafa lágan þröskuld við að blossamæla í heimaþjónustu. Lykilhugtök: Nýburagula, gallrauði, nýburar, blossamælir, húðmæling

    Lágur blóðsykur hjá nýburum

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnEftirlit með blóðsykri er mikilvægt fyrst eftir fæðingu hjá ákveðnum hópum nýbura. Hins vegar greinir fræðimenn á um skilgreiningu of lágs blóðsykurs hjá nýburum og hver gildi hans þurfi að vera til að tryggja eðlilega líkamsstarfsemi. Óvissa einkennir því ákvarð- anatöku um eftirlit með blóðsykri nýbura: hverja eigi að mæla og hvenær og við hvaða gildi blóðsykurs eigi að hefja íhlutun. Algengi lágs blóðsykurs hjá nýburum hér á landi er ekki þekkt. Markmið þessarar rannsóknar var því að greina það og bera saman við niðurstöður erlendra rannsókna og kanna hvernig staðið sé að eftirliti með blóðsykri nýbura. Rannsóknin var lýsandi, afturskyggn og upplýsinga aflað úr sjúkraskrám. Almennar upplýsingar um börnin voru skráðar ásamt blóðsykursgildum og framkvæmd eftirlits með þeim. Í úrtaki voru þeir nýburar sem gengist höfðu undir eftirlit með blóðsykri fyrstu þrjá sólarhringana eftir fæðingu á Landspítala, alls 955 af 3468 sem þar fæddust árið 2010. Meðgöngulengdin var frá 24–42 vikum og rúm 77% voru fullburða (> 37 vikur). Meðal fæðingarþyngd var 3273 g (530–5280 g), 32,5% lögðust inn á nýburagjörgæslu og 30,2% komu þangað í stutt eftirlit. Algengi lágs blóðsykurs ( 37 weeks). Average birthweight was 3273 g (530–5280 g), 32,5% were admitted to the neonatal intensive care unit and 30,2% were observed there for a short period of time. The total prevalence of hypoglycemia (< 2,2 mmol/L) was found to be 21,2% and 19,1% in fullterm newborns. The first measurement was obtained within an hour of birth in 60% of newborns. Blood glucose was measured only once in 16,4% but median number of measurements was four during the first 72 hours. Approximately 55% had their lowest levels within two hours of birth. Being late preterm, large for gestational age and having a mother treated with insulin due to diabetes was significantly related to lower blood glucose. The prevalence of hypoglycemia was high compared to studies from other countries. This can be explained partly by the cohort being not only healthy newborns. Blood glucose monitoring was found to be in part ineffectual with a large proportion of measurements taking place within an hour of birth, making it difficult to distinguish between pathological hypoglycemia and normal adaptation to extrauterine life

    The effect of maternal weight on pregnancy outcome

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: To examine the frequency of adverse outcome during pregnancy and delivery and neonatal complications among normal weight, overweight and obese women at the beginning of pregnancy. MATERIAL AND METHODS: The study is a retrospective cohort study of 600 women, divided in 3 groups on the basis of maternal body mass index (BMI) at the beginning of pregnancy; 300 normal weight women (BMI 19.0-24.9), 150 overweight women (BMI 25.0-29.9) and 150 obese women (BMI ≥ 30). Maternal and neonatal complications were compared between groups. RESULTS: Obese women have a significantly increased risk of; essential hypertension prior to pregnancy (p<0.001), developing gestational hypertension (p=0.03), pre-eclampsia (p=0.007), gestational diabetes (p<0.001), musculoskeletal symptoms (p=0.04), requiring induction of labour (pp=0.006) and being delivered by cesarean section (p<0.001), both emergent (pp=0.012) and elective (pp=0.008) compared to mothers of normal weight and overweight. Neonates of obese mothers have significantly higher birth weight (pp=0.004), larger head circumference (p<0.001) and are more likely to require admission to neonatal ward compared with neonates of normal weight and overweight mothers (pp=0.004). CONCLUSIONS: Obesity carries a significant risk to maternal and neonatal health. During pregnancy maternal complications are increased causing adverse effects for both mother and infant. Women of reproductive age need counselling regarding the adverse effects of obesity on pregnancy outcome.Tilgangur: Að kanna tíðni fylgikvilla á meðgöngu, í fæðingu og hjá nýburum kvenna í kjörþyngd, of þungra og of feitra við upphaf meðgöngu. Þátttakendur og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og tilfellaviðmiðuð. Upplýsingum um þyngd við upphaf meðgöngu var safnað hjá 600 konum; þar af voru 300 í kjörþyngd (þyngdarstuðull (ÞS) 19,0-24,9), 150 of þungar (ÞS 25,0-29,9) og 150 of feitar (ÞS ³30). Tíðni fylgikvilla var borin saman milli hópanna. Niðurstöður: Of feitar konur eru líklegri til að hafa langvinnan háþrýsting (p<0,001) fyrir þungun, fá meðgönguháþrýsting (p=0,03), meðgöngueitrun (p=0,007), meðgöngusykursýki (p<0,001), einkenni frá stoðkerfi (p=0,04), að framkalla þurfi fæðingu (p=0,006) og að fæða með keisaraskurði (p<0,001), bæði bráða- (p=0,012) og valkeisaraskurði (p=0,008), samanborið við mæður í kjörþyngd og ofþyngd. Nýburar of feitra kvenna eru þyngri (p=0,004), með stærra höfuðummál (p<0,001) og eru oftar lagðir inn á nýburagjörgæslu (p=0,004) en börn mæðra í kjörþyngd og ofþyngd. Ályktun:Offita hefur óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og barna þeirra. Áhrifin koma fram á meðgöngu, í fæðingu og hjá börnum þeirra. Mikilvægt er að konur á barneignaraldri fái upplýsingar um hvaða áhrif offita hefur á meðgöngu, fæðingu og nýbura

    Birth asphyxia, neonatal risk factors for hypoxic ischemic encephalopathy

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Neonates suffering from severe birth asphyxia may develop hypoxic ischemic encephalopathy (HIE), some of which develop permanent neurological damage. As the incidence of asphyxia and HIE in Iceland is unknown, this study was conducted. Furthermore, we evaluated the association between some neonatal risk factors and the development of HIE. MATERIAL AND METHODS: All term infants born at LSH from 1997-2001 with birth asphyxia, defined as 5 minute Apgar score or=<6, were included in the study. Clinical information, length and weight, Apgar scores at 1, 5 and 10 minutes normoblasts count, initial pH and hemoglobin levels were retrospectively collected. RESULTS: The incidence of HIE after birth asphyxia was 1.4/1000. The infants who developed HIE had significantly lower birth weight and Apgar scores at one, five and ten minutes. They also had lower umbilical artery pH, had more base deficit and lower serum bicarbonate concentrations than the infants who did not develop HIE. CONCLUSION: The incidence of HIE was low compared to other studies. Birth asphyxia resulting in HIE is associated with lower birth weight, Apgar scores, pH and neonatal hemoglobin levels at birth. We conclude that neonates with low hemoglobin level are at increased risk for developing HIE and that low pH and Apgar scores may predict worse outcomes after birth asphyxia.Tilgangur: Þeirri spurningu er enn ósvarað hvers vegna sum börn sem verða fyrir fósturköfnun (asphyxia perinatalis) við fæðingu fá í kjölfarið heilakvilla af völdum súrefnisþurrðar (hypoxic ischemic encephalopathy, HIE) á meðan önnur ná fullum bata. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni fósturköfnunar HIE í kjölfar á Landspítala á árunum 1997-2001 auk þess að leita að forspárþáttum hjá barninu sem auka líkurnar á fósturköfnun og HIE í kjölfarið. Efniviður og aðferðir: Sjúklingahópurinn samanstóð af þeim börnum sem fengu greininguna fósturköfnun, voru fullburða, fædd á Kvennasviði Landspítala 1997-2001 að báðum árum meðtöldum, með Apgar stig <6 við fimm mínútna aldur. Upplýsingum var safnað á afturskyggnan hátt úr sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra. Apgar stig voru skráð við einnar, fimm og tíu mínútna aldur. Jafnframt sýrustig blóðs, blóðgös, fjöldi kjarnaðra rauðra blóðkorna og magn blóðrauða úr fyrsta blóðsýni. Einnig voru lengd og þyngd barnanna við fæðingu skráð. Niðurstöður: Nýgengi HIE meðal fullburða barna var 1,4/1000 á rannsóknartímabilinu. Börn sem fengu HIE reyndust hafa marktækt meiri blóðsýringu eftir fæðingu ásamt því sem basaskortur (base deficit) var marktækt og bíkarbónat var marktækt lægra hjá þeim börnum sem fengu HIE en þeim sem einungis fengu fósturköfnun. Gildi blóðrauða reyndist marktækt lægra hjá þeim sem fengu HIE en þeim sem ekki fengu HIE. Apgarstig voru einnig marktækt lægri hjá börnum sem fengu HIE. Ályktanir: Tíðni HIE í þessari rannsókn var lág miðað við samanburðarrannsóknir. Lág Apgar stigun, mikil blóðsýring og lægri fæðingarþyngd við fæðingu hafa forspárgildi um hvaða börn fá HIE eftir fósturköfnun. Öfug fylgni er á milli magns blóðrauða barns við fæðingu og hættu á HIE í kjölfar fósturköfnunar

    Pediatric life support

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenDiseases which result in respiratory failure or hypotension are the most common cause of cardiac arrest in children. Whereas heart diseases are the most common cause of cardiac arrest in adults, they are uncommon cause in children. Accidents are the most common cause of out-of-hospital cardiac arrest. Prompt and skilled resuscitation efforts are important for favourable resuscitation outcome. This article provides guidelines for resuscitation in children from one month of age for health care providers. They are mainly based of recently published International Liaison Committee on Resuscitation (ILCOR) guidelines on resuscitation in children.Inngangur Sem betur fer er sjaldgæft að endurlífga þurfi börn, ef frá eru taldir nýburar sem geta þurft öndunaraðstoð í stuttan tíma fyrst eftir fæðinguna. Árangur endurlífgunartilrauna á börnum sem komin eru af nýburaskeiði er því miður ekki góður, einkum ef hjartastopp verður utan sjúkrahúsa (1-3). Hins vegar hefur sýnt sig að auknar líkur eru á að endurlífgun takist ef hún er hafin sem fyrst eftir að öndunar- eða hjartastopp verður (4). Því er mikilvægt að sem flestir kunni til verka á þessu sviði og að sérhæfð hjálp berist sem fyrst við öndunar- og hjartastopp. Gerður er greinarmunur á grunnendurlífgun (basic life support) sem framkvæmd er án sérhæfðs búnaðar og sérhæfðri endurlífgun (ad-vanced life support) þar sem notuð eru lyf og sérhæfður endurlífgunarbúnaður. Hér verður bæði fjallað um grunn- og sérhæfða endurlífgun miðað við þarfir heilbrigðisstarfsfólks, en áður hafa verið gefnar út leiðbeiningar um grunnendurlífgun fyrir almenning á vegum Skyndihjálparráðs Íslands (5). Einkum er stuðst við endurskoðaðar leiðbeiningar um endurlífgun á börnum sem gefnar voru út í lok síðasta árs á vegum European Resuscitation Council (6, 7) og American Heart Association (8-10). Í þeim er ráðlagt að nota endurlífgunarleiðbeiningar fyrir börn að kynþroskaaldri, eða ef viðkomandi lítur út fyrir að vera barn. Þetta er ólíkt eldri leiðbeiningum þar sem miðað var við ákveðið aldursmark. Hér eru gefnar leiðbeiningar um endurlífgun á börnum sem komin eru af nýburaskeiði (>1 mánaðar gömul)

    Birth asphyxia and hypoxic ischemic encephalopathy, incidence and obstetric risk factors

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Modern medical practice has changed dramatically during the past decades because of improved technology. Still, fetal surveillance during labor is relatively unchanged since 1960 s when fetal heart rate monitoring (FHR) became standard practice. Newborn infants are still suffering from birth asphyxia and in severe cases leading to hypoxic ischemic encephalopathy (HIE) which sometimes results in permanent neurological damage. The incidence of birth asphyxia and HIE in Iceland is unknown and so are the risk factors for severe asphyxia. The objective of this study was to assess the incidence, obstetric risk factors and the sequela of severe asphyxia at Landspitali university hospital (LSH). Material and methods: All term infants born at LSH from 1.1.1997- 31.12.2001 with birth asphyxia, defined as five minute Apgar score %lt;6, were included in the study (n=127). Clinical information were collected retrospectively from maternal records on maternal diseases during pregnancy, cardiotocogram (CTG), type of birth, the presence of meconium and operative delivery rates. Information was also collected regarding birth asphyxia and HIE in the neonatal period. Results: The incidence of birth asphyxia was 9.4/1000 live term births during the study period, with increasing incidence during the three last years. The incidence of HIE was 1.4/ 1000 live term births. Severe maternal diseases during pregnancy were not a significant risk factor for asphyxia. The amniotic fluid was meconium stained in fifty percent of cases and the umbilical cord was wrapped around the fetal neck in 41% of cases. Abnormal CTG tracing was observed in 66% of cases in the study group and in 79% of the HIE cases. Operative deliveries were significantly more common in the study cohort compared with other deliveries at LSH at the same time: ventouse delivery 22% vs 6.8% (p37 vikur) sem fengið höfðu greininguna fósturköfnun (Apgar stig <6 við 5 mínútna aldur;) á tímabilinu 1.1.1997-31.12.2001 voru athuguð. Upplýsingum um sjúkdóma á meðgöngu, fósturhjartsláttarrit í fæðingu (FHR), legvatnslit, tegund fæðingar, fæðingaratburði og fæðingarinngrip var safnað á afturskyggnan máta úr sjúkraskrám barnanna og mæðraskrám, auk þess sem skráð var hvort barnið hefði orðið fyrir fósturköfnun og greinst með heilkenni HIE á nýburaskeiði. Niðurstöður: Nýgengi fósturköfnunar var 9,4/1000 fullburða fædd börn og fór vaxandi á tímabilinu. Nýgengi HIE var 1,4/1000 fullburða fædd börn. Sjúkdómar móður á meðgöngu voru sjaldgæfir í rannsóknarhópnum. Barnabik í legvatni var til staðar í helmingi tilvika og naflastrengur reyndist vafinn um háls hjá 41%. Afbrigðilegt fósturhjartsláttarrit var til staðar hjá 66% og hjá 79% þeirra sem síðar greindust með HIE. Inngrip í fæðingar voru marktækt algengari í rannsóknarhópnum en í öðrum fæðingum á Landspítala á sama tímabili; það er að segja notkun sogklukku 22% vs 6,8% (p<0,001), fæðingartangar 6,3% vs 1,03% (p<0,001) og fæðing með bráðakeisaraskurði 19,7% vs 11,4% (p=0,008). Ályktun: Nýgengi fósturköfnunar á Landspítala er í efri viðmiðunarmörkum. Óeðlilegt FHR og tíðni fæðingarinngripa er algengt. Til er hópur fóstra þar sem ekki finnast merki um fósturstreitu í fæðingu með þeim aðferðum sem nú eru notaðar við eftirlit í fæðingu. Alvarlegir sjúkdómar móður tengjast ekki hærri tíðni fósturköfnunar, líklega vegna aukins eftirlits á meðgöngu og að lægri þröskuldur er fyrir inngrip í fæðingu. Meðal kvenna án áhættuþátta á meðgöngu vantar aðferðir, með háu næmi og sértæki, til að greina fósturköfnun í fæðingu

    Vaginal birth after one previous cesarean section

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To evaluate the frequency of different modes of delivery after one previous cesarean section and those factors which may influence mode of delivery. Material and methods: During the study period (1.1.2001-31.12.2005) 925 women with a previous cesarean section and a following singleton pregnancy were identified and included. Information regarding mode of delivery, induction of labor, instrumental delivery, the urgency and indications for first and second cesarean section, birth weight and Apgar scores were collected retrospectively. Results: Trial of labor (TOL) was initiated for 564 women of which 61% were successful while 39% delivered by an emergent cesarean section. In total, 346 women delivered vaginally (37%), 341 women (37%) delivered with an elective cesarean section and 238 (26%) underwent an emergency cesarean section. The VBAC rate increased during the study period, from 35% to 46%. Women who underwent an elective cesarean section due to fetal malpresentation (most often breech) in their first pregnancy were significantly more likely to have a successful VBAC in their second pregnancy (53%) compared with women who had an elective cesarean section for any other indication (21%) (p4000 grams compared with 4000 grömm samanborið við fæðingarþyngd <4000 grömm (p<0,01). Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að fæðing um leggöng sé raunhæfur valkostur fyrir konur sem fætt hafa eitt barn með keisaraskurði svo fremi sem aðstaða er á fæðingarstað til að gera keisaraskurð án tafar

    Endurlífgun nýbura: Klínískar leiðbeiningar

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadÞó svo flestir nýburar séu í góðu ástandi við fæðingu verðum við alltaf að vera undir það búin að nýfætt barn sé óvænt slappt. Því þarf í öllum tilvikum að vera til staðar tækjabúnaður til endurlífgunar og í það minnsta einn sem kann til verka á því sviði. Í flestum tilvikum þurfa börnin aðeins öndunaraðstoð, sjaldan þarf að beita hjartahnoði og enn sjaldnar að gefa lyf. Í þessari grein eru gefnar leiðbeiningar um endurlífgun nýbura sem byggjast einkum á nýjustu leiðbeiningum Evrópska endurlífgunarráðsins

    The efficacy of high frequency ventilation in severe neonatal respiratory failure

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: To evaluate the efficacy of high frequency ventilation (HFV) in infants failing conventional ventilator therapy at our institution. STUDY GROUP AND METHODS: Medical records of all infants managed on HFV after having failed conventional ventilator management from 1994-2004 were reviewed. Ventilatory settings, blood gases and pH just prior to starting HFV, and two and four hours after starting HFV were recorded. RESULTS: Sixty one infants met the study criteria. At two hours of HFV there was a significant improvement in oxygenation (Alveolar to arterial oxygen tension difference), ventilation and acid-base balance. These values were not significantly different between two and four hours of HFV. There was no significant difference in oxygenation between survivors (n=41) and non-survivors (n=20) prior to HFV, but after two hours of HFV the survivors had significant improvement in oxygenation. Thirty one of the survivors had improved oxygenation at two and four hours of HFV, but only eight of the nonsurvivors (p=0.03). CONCLUSIONS: HFV results in significant improvements in oxygenation, ventilation and acid-base balance in most infants failing conventional ventilatory management. The immediate response to HFV may be a predictor of survival in infants with severe hypoxic respiratory failure.Tilgangur rannsóknar: Kanna árangur meðferðar með hátíðniöndunarvél (HTÖ) hjá nýburum með alvarlega öndunarbilun. Tilfelli og aðferðir: Afturvirk rannsókn sem tók til tímabilsins 1994 til 2004. Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám barnanna. Í rannsókninni voru eingöngu börn þar sem meðferð með hefðbundinni öndunarvél hafði ekki borið tilætlaðan árangur. Blóðildun, loftun og sýru-basavægi voru metin rétt áður en HTÖ meðferðin var hafin, tveimur og fjórum klukkustundum eftir að hún hófst. Niðurstöður: Sextíu og einn nýburi uppfyllti þátttökuskilyrði. Eftir tvær klukkustundir á HTÖ var blóðildun (A-a pO2 mismunur), loftun og sýru- og basavægi marktækt betra en fyrir meðferð með HTÖ. Ekki reyndist marktækur munur á mæl­ingunum við tvær og fjórar klukkustundir. Fyrir meðferð með HTÖ var blóðildun þeirra sem lifðu (41 barn) og þeirra sem létust (20 börn) svipuð, en eftir tvær klukkustundir á HTÖ var hópurinn sem lifði með marktækt betri blóðildun. Þrjátíu og eitt barn af þeim sem lifðu höfðu betri blóðildun eftir að HTÖ meðferð var hafin, en aðeins átta af þeim sem létust (p=0,03). Ályktun: Meðferð með HTÖ bætir blóðildun, loftun og sýru-basavægi flestra nýbura með alvarlegan lungnasjúkdóm þegar meðferð með hefðbundinni öndunarvél ber ekki tilætlaðan árangur. Svörun við meðferð með HTÖ hefur visst forspárgildi um horfur nýbura með alvarlega öndunarbilun
    corecore