4 research outputs found
Sjúklingatilfelli frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands - Tannfylling
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin
Erosive capacity of dry mouth treatments in the Nordic countries
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að mæla sýrustig efna sem notuð eru í meðhöndlun á munnþurrki á Norðurlöndunum og meta áhrif þeirra með tilliti til glerungseyðingar. Efniviður og aðferðir: Þrettán vörur á Norðurlandamarkaði sem notaðar eru við munnþurrki voru valdar fyrir rannsóknina og sýrustig þeirra mælt með pH mæli. Sítrónusafi var notaður sem jákvæð viðmiðunarlausn og kranavatn sem neikvæð viðmiðunarlausn. 14 krónuhlutar voru sagaðir í tvennt og vigtaðir. Hver krónuhluti var settur í 2mL lausn af efnunum sem sett var á veltigrind. Skipt var um lausnirnar á sólarhringsfresti og hver krónuhluti vigtaður eftir tvær vikur. Notast var við Spearmans fylgnistuðul til að meta samband sýrustigs og glerungseyðandi áhrifa lausnanna á þyngdarbreytingar á krónuhlutunum. Niðurstöður: Tvær vörur sýndu meiri glerungseyðandi áhrif en aðrar, GUM Hydral munnskol og úði, sem ollu 7.7% og 5.63% þyngdartapi. Af þeim 13 vörum sem rannsakaðar voru innihalda einungis GUM Hydral vörurnar sítrónusýru. HAp+ molarnir og Elmex sýndu litla glerungseyðingu miðað við lágt sýrustig en samspil innihaldsefnanna skipa þar stórt hlutverk. Sítrónusafinn mældist með sýrustig 2,3 og olli 64,86% þyngdartapi á tveim vikum á meðan kranavatn var með sýrustig 7,5 og olli engri eyðingu. Markverð neikvæð fylgni mældist milli sýrustigs og þyngdartaps (rs = −0.5456; p = 0.0289). Ályktanir: Flestar prófaðar vörur eru með öruggasta móti, með tveimur undantekningum (Gum Hydral munnskol og úði). Sjúklingar sem þjást af munnþurrki hafa skertar varnir gegn glerungseyðingu og tannátu. Því ætti hvorki að mæla með, né skrifa upp á, meðferð með efnum sem innihalda sítrónusýru.Introduction: The aim of this study was to measure pH values of moisturizers commonly used in the Nordic countries and medications used in dry mouth treatments and to evaluate their erosive capacity via gravimetric analysis. Materials and methods: A pH analysis was performed for 13 different available products on the market in the Nordic countries. Lemon juice and tap water were used as positive and negative controls. Crowns of 14 molars were sectioned with a low speed saw through the middle and thereafter each specimen was weighed. The specimens were submerged in 2 mL of each test product which was renewed every 24 hours for two weeks. After two weeks the specimens were rinsed, dried and weighed. Spearman correlation coefficient was used to assess the relationship between the pH values and the erosive potential. Results: Two products from GUM Hydral caused the most weight loss, the mouthwash 7.7% and spray 5.6%. The products from GUM Hydral were the only ones containing citric acid of all tested products. HAp+ and Elmex showed low erosive potential despite having pH values 3.4 and 4 which can be explained by the complex interplay of their ingredients. The lemon juice showed a pH value of 2.3 and caused 64.86% weight loss while the tap water showed a pH value of 7.5 and caused no erosion. A significant negative correlation exists between the pH value and the erosive potential of products (rs = −0.5456; p = 0.0289). Conclusion: Most products are relatively safe with two exceptions (GUM Hydral mouthwash and spray). Since patients suffering from dry mouth are more susceptible to caries and erosion, products containing low pH values should not be recommended if possible
Randomized Clinical Trial Comparing Preheated and Room Temperature Class II Composite Resin Restorations
Introduction: Placing composite resin restorations is a technique-sensitive and time-consuming process. Dentists must consider many factors simultaneously, i.e., proper isolation, adhesion protocols, and incremental layering. The success and longevity of the restoration are largely dependent on the execution by the clinician, and the handling properties of the composite resin used can strongly influence clinical application. Preheating composite resins is among several methods proposed to improve material handling and adaptation to cavity walls. Improved physical properties when preheating composite resins have been reported in numerous in vitro studies, but little information exists on the influence of preheating composite resins on clinical performance.
Objectives: The objective of this study was to evaluate the clinical performance of preheated and room temperature Class II composite resin restorations. The primary endpoint was the evaluation of restoration survival based on the FDI criteria, and the secondary endpoint was the evaluation of restoration quality based on the same criteria.
Materials and Methods: Fifty adults who met the inclusion criteria and needed two Class II restorations were included in the study. A split-mouth study was conducted where two operators placed the restorations at their private practices. An independent blinded evaluator evaluated the restorations at 6 months, 12 months, and 24 months.
Kaplan-Meier estimates of the survival curves for both groups were performed, and the survival curves were compared using a Cox proportional hazards model. Due to the paired design, a Wilcoxon signed-rank test was performed separately after each follow-up visit. To adjust for multiple comparisons, the two-sided significance level of 5% was adjusted using the Holm-Bonferroni method.
Results: Forty-eight of the fifty restorations were analyzed in each group, with the dropout rate being only 4% after 24 months. For both test and control groups, there was a significant difference between baseline and 24-month scores for the following parameters: surface luster, surface staining, marginal staining, color match and translucency, marginal adaptation, tooth integrity, periodontal response, and adjacent mucosa. For the control group, there was a significant difference in anatomical form between baseline and 24 months scores with a p-value of 0.0066. At the 24-month evaluation, none of the restorations were considered a failure. Therefore, the survival rate for both groups at 24 months was 100%. Conclusion: This is the first randomized clinical trial comparing the performance of preheated and room temperature composite resin Class II restorations. Based on our results, we cannot confirm the reported advantages of preheating composite resin from in vitro studies. This study highlights the safe usage of preheated composite resin. There were no reports of adverse events with preheating, and there was no difference between groups for postoperative sensitivity and vitality.Inngangur: Aðferðin við að setja plastblendisfyllingu í tönn er bæði tæknilega erfið og tímafrek. Tannlæknar þurfa að hafa nokkur atriði í huga, þ.e. einangra vinnusvæði fyrir raka, fylgja leiðbeiningum framleiðanda fyrir bindiefnið og að byggja fyllinguna upp í lögum. Árangur og líftími fyllinga veltur að miklu leiti á vinnu tannlæknisins og meðhöndlunareiginleikum plastblendisins sem getur haft mikil áhrif á klíníska notkun. Að hita plastblendið fyrir notkun er ein margra leiða til að auðvelda meðhöndlun þess og til að aðlaga það að tannskurði. Rannsóknir hafa sýnt fram á bætta efniseiginleika plastblendis þegar það er hitað fyrir notkun en litlar upplýsingar liggja fyrir um klínísk áhrif þess. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta klínísk áhrif þess að hita plastblendi fyrir notkun í II. klassa fyllingum. Líftími og gæði fyllinganna voru metin samkvæmt skilmerkjum FDI.
Efniviður og aðferðir: Þeir fimmtíu þátttakendur sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku og þurftu tvær klassa II. fyllingar voru teknir með í rannsóknina. Hver þátttakandi fékk eina hitaða plastblendisfyllingu og aðra við stofuhita til samanburðar. Tveir rannsakendur gerðu fyllingarnar, hvor á sinni tannlæknastofu. Fyllingarnar voru metnar af óháðum rannsakanda eftir 6 mánuði, 12 og 24 mánuði og var honum ekki kunnugt hvor fyllingin tilheyrði rannsóknarhópnum.
Líftími plastblendisfyllinga fyrir báða hópa var metinn með aðferð Kaplan-Meier og kúrfurnar bornar saman með Cox aðhvarfslíkani. Við eftirlit var samanburður innan hópa metinn með Wilcoxon-prófum. Leiðrétt var fyrir fjölda samanburða með Holm-Bonferroni leiðréttingu. Tölfræðileg marktekt miðaðist við 95% öryggismörk.
Niðurstöður: Fjörutíu og átta af 50 fyllingum voru metnar í hvorum hópi og því var brottfallshlutfallið eftir 24 mánuði fjögur prósent. Fyrir báða hópana var marktækur munur innan hvors hóps á fyllingum eftir 24 mánuði samanborið við grunnskoðun fyrir eftirtaldar breytur: Yfirborðsgljáa, mislitun yfirborðs, mislitun brúna, litaval og gegnumskin, aðlögun fyllinga að tannskurði, ástandi tannar, ástandi tannholds og aðlægrar slímhúðar. Fyrir samanburðarhópinn var marktækur munur innan hóps fyrir anatómískt form fyllinga eftir 24 mánuði samanborið við grunnskoðun (p-gildi 0,0066). Við 24 mánaða skoðun voru allar fyllingarnar metnar ásættanlegar og því var lifunarhlutfallið fyrir báða hópana 100 prósent.
Ályktun: Þetta er fyrsta slembna íhlutunarrannsóknin þar sem borin er saman ending á II. klassa plastblendisfyllingum, hituðum og við stofuhita. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er ekki unnt að sjá ávinninginn af hitun plastblendis sem in vitro rannsóknir hafa sýnt fram á. Niðurstöður benda til að það sé öruggt að nota hitað plastblendi þar sem engin meintilvik voru tilkynnt og enginn munur var á milli hópa með tilliti til viðkvæmni tanna eftir viðgerðartímann.3M Oral Car
Sjúklingatilfelli frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands - Tannfylling
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin