58 research outputs found
Tekist á við tíðarhvörf : um líðan og afstöðu 47 til 53 ára kvenna til tíðarhvarfa og notkunar tíðarhvarfahormóna
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBackground: The unexpected findings of the WHI-study, made public in July 2002, showed that the risk of using combined hormone therapy (HT) exceeded its benefits. This complicated women’s decision making about whether to use HT or not and makes it important to study the determinants of women’s attitudes to HT. Aim: This study sought to illuminate what influences women’s decisions about HT, describe the extent and source of menopausal education, symptom experience, health and lifestyle, knowledge about the findings of the WHI-study and attitudes towards HT and towards menopause. Methods: A self-administered questionnaire based on dichotomous questions, multiple choice questions and questions on attitudes, was mailed to 1000 women randomly selected from the National Registry of Iceland. Response rate was56%. Findings: 252 participants had used HT and 46% had stopped its use. Younger women were less likely to use HT. The reasons given for HT use were mostly symptom management. Older women and users of HT held more positive view towards HT than the comparison groups. However, never HT users held more positive attitudes towards menopause than users. 51% of participants received adequate menopausal education while 84% stated that the health authorities should provide more menopausal education. Major source of menopausal education was media and female friends. The participants discussed use of HT mostly with a physician. 65% had heard about the WHI-study and the findings influenced the decision of a large proportion of HT users as well as women intending to use HT about whether to continue, stop, or start using HT. Conclusion: Perimenopausal Icelandic women have stopped or are considering to stop using HT due to the findings of the WHI-study. They also want more menopausal education provided by the health authorities. Physicians are very influential in their decision making regarding HT use.Bakgrunnur: Notkun tíðahvarfahormóna jókst mjög upp úr 1990. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2002 sýndu óvænt að áhætta af notkun tíðahvarfahormóna var meiri en talið hafði verið. Markmið: Lýsa hvað hefur áhrif á ákvörðun kvenna um að nota tíðahvarfahormóna, líðan þeirra við tíðahvörf, viðhorfum til tíðahvarfa og til notkunar tíðahvarfahormóna, mati þeirra á fræðslu sem þær hafa fengið um tíðahvörf og afstöðu þeirra til ýmissa atriða sem tengjast þekkingu á fyrrnefndri rannsókn. Aðferð: Spurningalisti byggður á tvíkosta spurningum, einföldum fjölvalsspurningum og viðhorfaspurningum, var sendur 1000 konum á aldrinum 47-53 ára völdum af handahófi úr þjóðskrá. Svörun var 56%. Niðurstöður: 252 þátttakendur höfðu notað tíðahvarfahormón og voru 46% þeirra hættir notkun. Yngri konur höfðu síður notað hormón en þær eldri. Helstu ástæður notkunar voru hitakóf, svitakóf og svefntruflanir. Eldri konur og notendur hormóna höfðu jákvæðara viðhorf til notkunar hormóna en hinar. Hins vegar hafa þær sem aldrei hafa notað hormón jákvæðari viðhorf til tíðahvarfa en notendur hormóna. 51% þátttakenda sagðist hafa fengið næga fræðslu um tíðahvörf og 84% sögðu að fræðslan mætti vera meiri á vegum heilbrigðisyfirvalda. Eldri konur höfðu oftar fengið fræðslu en þær yngri, og notendur hormóna voru frekar á því að fræðsla á vegum heilbrigðisyfirvalda væri ekki nægileg en þær sem aldrei hafa notað hormón. Helstu uppsprettur fróðleiks um tíðahvörf eru fjölmiðlar og vinkonur. Algengast er að konur ræði við lækni um notkun hormóna. 65% hafði heyrt af ofannefndri rannsókn og sagði stór hluti notenda hormóna að niðurstöðurnar hefðu valdið því að þær hefðu hætt eða hugleitt að hætta að nota hormón. Meðal kvenna, sem hugleiða að hefja notkun hormóna, skiptir miklu máli að ekki er nóg vitað um áhættu af notkun hormóna. Lokaorð: Rannsókn þessi sýnir að íslenskar konur á tíðahvarfaaldri hafa dregið úr notkun tíðahvarfahormóna frá árinu 2002. Þær vilja fá greinargóðar upplýsingar um hormónameðferð og telja að fræðsla um tíðahvörf ætti að vera meiri á vegum heilbrigðisyfirvalda. Helst leita þær ráða hjá lækni um notkun hormóna
Rannsóknir í hjúkrun, rannsóknaraðferðir og hjúkrunarstarf 1987-2006
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur þessarar greinar er að fjalla um átök og umræður innan hjúkrunar um rannsóknaraðferðir í hjúkrun, eðli þekkingar og hjúkrunarstarf á árunum 1987-2006. Við upphaf þess tímabils voru rannsóknahefðir í hjúkrun á Íslandi ómótaðar og rannsóknaraðferðir lítt til umræðu. Umfjöllun var rétt að hefjast innan hjúkrunarfræðinnar um hvaða rannsóknaraðferðir endurspegluðu starfsaðferðir í hjúkrun best við að lýsa, skýra og skilgreina fyrirbæri í hjúkrun. Ágreiningur var um aðferðir, þá sérstaklega hvort eigindlegar eða megindlegar aðferðir ættu betur við í hjúkrun. Fjallað er m.a. um þessi átök og reynt að varpa ljósi á hvort þau liggi í aðferðinni eða hugmyndafræðinni að baki hennar. Um aldamótin færðist umræðan frá aðferðunum yfir í að skýra eðli og nýtingu þekkingar í hjúkrunarstarfinu. Sú umræða tengdist tilkomu klínískra leiðbeininga og hvað teldist gagnreynd þekking. Hjúkrunarfræðingar hafa bent á að til sé aðstæðubundin þekking sem sé í grundvallaratriðum frábrugðin þekkingu sem byggist á hinni vísindalegu aðferð en sé ekki síður mikilvæg í klínísku starfi. Fjallað verður um þessa gagnrýni og réttmæti hennar. Í lokin er fjallað um hvernig hugmyndafræðileg umræða um aðferðir og eðli þekkingar gagnist klínískt starfandi hjúkrunarfræðingum
Day patients recovery after general anaesthesia: comparison of patients undergoing gynaecologic surgery and orthopaedic surgery
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnDagskurðaðgerðum hefur fjölgað á Íslandi og um allan heim. Dagaðgerðasjúklingar þurfa oft að kljást við fylgikvilla eftir aðgerð og svæfingu á borð við verki, ógleði, uppköst og þreytu. Markmið þessarar framsýnu ferilrannsóknar var að lýsa og greina mun á líðan dagaðgerðasjúklinga sem fara í svæfingu vegna kvensjúkdómaaðgerðar annars vegar og bæklunaraðgerðar hins vegar. Dagaðgerðasjúklingum, sem fóru í kvensjúkdóma- eða bæklunaraðgerð á Landspítala á fjögurra mánaða tímabili, var boðin þátttaka. Gagna var aflað úr sjúkraskrá og með spurningalistum að morgni aðgerðardags (T1), daginn eftir aðgerð (T2) og fjórum dögum eftir aðgerð (T3). Á T1 var spurt um sjálfmetna andlega og líkamlega heilsu, á T2 var mælitækið QoR-40 lagt fyrir auk spurninga um hæsi, þorsta og þreytu. Á T3 var spurt sömu spurninga og á T1 og T2 auk bakgrunnsspurninga. QoR-40 inniheldur 40 spurningar sem skiptast í 5 flokka: Líkamlega líðan, líkamlegt sjálfstæði, tilfinningalegt ástand, sálfélagslegan stuðning og verki. Til að greina mun á hópunum var notað t-próf óháðra úrtaka og kí-kvaðratpróf. Miðað var við marktektarmörkin 0,05. Sjúklingar, sem fóru í kvensjúkdómaaðgerð, voru 59 og í bæklunaraðgerð 62. Meðalstigafjöldi á QoR-40 hjá sjúklingum, sem fóru í kvensjúkdómaaðgerð, var á T2 180,6 (sf=15,5) og á T3 184,8 (sf=12,7). Sambærileg stig fyrir þá sem fóru í bæklunaraðgerð voru 169,1 (sf=19,0) og 171,6 (sf=19,9). Bæklunaraðgerðir voru marktækt lengri en kvensjúkdómaaðgerðir. Sjúklingar, sem fóru í bæklunaraðgerð, þurftu frekar aðstoð við daglegar athafnir á T3, komu marktækt verr út á undirflokkum QoR-40 og greindu frekar frá þreytu, hæsi og þorsta heldur en þeir sem fóru í kvensjúkdómaaðgerð. Niðurstöðurnar benda til þess að sjúklingar, sem fara í bæklunaraðgerð, séu mun lengur að ná sér eftir dagskurðaðgerðir heldur en sjúklingar sem fara í kvensjúkdómaaðgerð. Hjúkrunarfræðingar þurfa að greina þá sjúklinga fyrir aðgerð sem hætta er á að muni eiga í erfiðleikum með að ná bata og undirbúa þá í tíma fyrir það sem koma skal.Same day surgery has been increasing in Iceland as globally. Day patients frequently suffer from complications after surgery and anaesthesia, such as pain, nausea, vomiting and tiredness. The aim of this descriptive cohort study was to explore the difference of the quality of recovery of same day surgery patients who underwent gynaecologic and orthopaedic surgery in anaesthesia. Same day surgery patients at Landspitali in Reykjavik, over a period of four months, were invited to participate. Data were collected from patients records and with questionnaires on the day of the operation (T1), the day after surgery (T2), and four days after surgery (T3). The questions applied on T1 were on selfassessed mental and physical health. On T2 the QoR-40 was applied with additional questions about hoarseness, thirst and tiredness. On T3 questions about background were asked and the same questions as on T1 and T2. QoR-40 contains 40 questions in 5 dimensions: Physical comfort, physical independence, emotional state, psychological support and pain. When differences were recognized t-test and chi-squared were applied. Significance level is 0.05. The patients who underwent gynaecologic surgery were 59 and orthopaedic surgery 62. Medium score of QoR-40 with the patient who underwent gynaecologic surgery was on T2 180,6 (SD=15,5) and on T3 184,8 (SD=12,7). Score for the patients who underwent orthopaedic surgery were 169,1 (SD=19,0) and 171,6 (SD=19,9) respectively. The orthopaedic surgeries were significantly longer than the gynaecology surgeries. Patients who underwent orthopaedic surgery needed more help with daily activities on T3, their outcome on the dimensions of QoR-40 was significantly worse and they reported tiredness, hoarseness and thirst worse than gynaecology patients. The results suggest that patients who have orthopaedic surgery are longer to recover after same day surgery than patients who undergo gynaecologic surgery. Nurses need to detect patients, before surgery, who are at risk for bad recovery and prepare them timely.Vísindasjóður Landspítala,
B-hluti vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðing
Menstrual pain among young women and their relationship with objectification, attitudes towards menstruation, lifestyle, health and menstruation
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesBakgrunnur: Blæðingar eru þungamiðja í líffræði konunnar og þar með því hvernig konur tengjast líkama sínum og einkennum líkamans eins og verkjum. Orsakir tíðaverkja án meinafræðilegra orsaka eru ekki þekktar. Markmið: Að skoða samband heilsutengdra lífsgæða, viðhorfa til blæðinga, hlutgervingar, upphafs blæðinga, núverandi blæðinga, líkamsþyngdar og lífshátta hjá íslenskum konum á aldrinum 18 til 40 ára við tíðaverki og greina hvað spáir fyrir um styrk tíðaverkja hjá konum. Aðferð: Lýsandi þversniðskönnun og var gagna aflað með spurningalista sem innihélt auk spurninga um meginbreytur rannsóknarinnar mælitækið SF-36v2 sem metur heilsutengd lífsgæði. Þátttakendur (N=319) voru valdir handahófskennt úr þjóðskrá og endurspegluðu þeir þýðið með tilliti til aldurs. Gagna var aflað haustið 2013. Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði var notuð við úrvinnslu gagna. Línuleg aðhvarfsgreining var gerð til að greina marktæka spáþætti um styrk tíðaverkja. Niðurstöður: Marktækt samband var á milli tíðaverkja og heilsutengdra lífsgæða, því að telja blæðingar valda skapraun, að telja þær veita forskrift að hegðun, líkamsskammar, styrks tíðaverkja, óreglulegra blæðinga, notkunar verkjalyfja og þess að tapa úr vinnu eða skóla vegna verkjanna. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar voru að því meiri áhrif sem viðkomandi telur tíðaverki hafa á líf sitt, notkun verkjalyfja vegna verkjanna oft eða mjög oft, lægri aldur og mjög eða frekar óreglulegar blæðingar spá fyrir um meiri styrk tíðaverkja hjá konum með verki. Niðurstöðurnar skýra 55,6% af breytileika í styrk tíðaverkja. Ályktun: Rannsóknir á heilsu kvenna eiga að taka tillit til sérstakra aðstæðna þeirra og heilbrigðisfræðsla til handa konum og stúlkum ætti að taka tillit til hins margþætta sambands sem konur hafa við líkama sinn. Lykilorð: Tíðaverkir, heilsutengd lífsgæði, hlutgerving, blæðingar, viðhorf.ENGLISH SUMMARY Background: Menstruation plays a pivotal role in female biology and therefore in women’s relationship to their bodies and symptoms like pains. Causes of secondary dysmenorrhea are unknown. Aim: To investigate the relationship between health related quality of life, attitudes towards menstruation, objectification, menarche, present menstruation, BMI and lifestyle among women aged 18 to 40 years with presence of menstrual pain and detect predictors of severity of menstrual pain among women with the pain. Method: Cross sectional descriptive survey that used a questionnaire to collect data about the main variables of the study and included the instrument SF-36v2 that assesses health related quality of life. Participants (N=319) were selected randomly from the National Registry in Iceland and represented the population by age. Data were collected in fall 2013 and was analysed by use of descriptive and inferential statistics. Linear regression model was employed to calculate significant predictors of menstrual pain. Findings: Significant associations were found between presence of menstrual pain and health related quality of life, believing that menstruation is annoying and hold a prescriptive role, body shame, intensity of menstrual pain, irregular menstrual pattern, use of pain medication and absence from school or work due to pain. Predictors of severity of menstrual pain among women experiencing the pain were found to be influence of menstrual pain on life, use of pain medication often or very often, younger age and very or rather irregular menstrual pattern. These findings explained 55.6% of the variance in intensity of menstrual pain. Conclusion: Studies on women’s health should consider the specific context of women’s lives and health education for women and girls should take into account the various relationship’s women have with their bodies. Key words: Menstrual pain, health related quality of life, objectification, menstruation, attitudes
Training nurses to new responsibilities: Nurses’ assessment of patients sustaining minor ankle and foot injury using the Ottawa ankle rule
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSífellt fleira fólk leitar á slysa- og bráðamóttökur ár hvert og má búast við frekari fjölgun vegna skorts á heimilislæknum. Erlendis hafa slysa- og bráðamóttökur brugðist við auknu álagi með því að auka sérhæfingu hjúkrunarfræðinga á þáttum sem áður voru skilgreindir sem læknisverk. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig nýta megi menntun, reynslu og þjálfun hjúkrunarfræðinga til hagsbóta fyrir sjúklinga á slysa- og bráðamóttökum. Framsæ samanburðarrannsókn var gerð á fjögurra mánaða tímabili á slysa- og bráðamóttöku FSA. Borið var saman sjálfstætt mat hjúkrunarfræðinga og unglækna á þörf fyrir myndgreiningu hjá sjúklingum sem komu á bráðamóttökuna með áverka á ökkla og fæti. Við matið studdust hjúkrunarfræðingar við Ottawagátlistann til að meta þörf á myndgreiningu en unglæknar við hefðbundið mat. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður röntgensérfræðings og settar fram sem næmi (e. sensitivity) og sérhæfni (e. specificity) skoðunarinnar með 95% öryggisbili. Notast var við Kí-kvaðratpróf til að skoða mun á samræmi í mati milli hópanna og til að lýsa styrk tengsla. 48 af 109 sjúklingum, sem leituðu á deildina vegna áverka á ökkla og fæti, uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Tíu unglæknar og 13 hjúkrunarfræðingar tóku þátt. Næmi skoðunar hjúkrunarfræðinga með hjálp Ottawa-gátlistans var 1.0 og sérhæfni 0,40 borin saman við næmi 0,90 og sérhæfni 0,35 hjá unglæknum. Þessi munur milli hópa var ekki marktækur. Við skoðun á fæti var næmi 1.0 hjá báðum hópum og sérhæfni 0,21. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa tilefni til hagræðingar innan slysa- og bráðamóttöku FSA. Í framtíðinni ætti breytt vinnulag að gera þjónustu við sjúklinga með áverka á ökkla og fæti markvissari, stytta biðtíma og leiða til aukinnar ánægju sjúklinga slysa- og bráðamóttökunnar.An increasing number of people visit emergency departments (ED) every year and the number is expected to grow due to the lack of general practitioners. This trend has been met in many countries by training nurses for new responsibilities and thereby extending their expertise in areas previously covered by physicians. The purpose of this research was to study how the education, experience and training of nurses can be effectively utilized for the benefits of patients seeking help in the ED. A prospective comparative study was conducted during a four month period at the Akureyri Hospital’s emergency department. The independent evaluation of nurses and physicians of the need for a radiography for patients suspected of having a fractured ankle or foot was compared. Nurses based their evaluation on the Ottawa ankle rules to assess the need for a radiography while physicians used conventional clinical examination. The evaluations of both nurses and physicians were compared to the findings of a radiologist and put forward as sensitivity and specificity of the study with 95% confidence interval, Chisquare (χ²) were used to describe differences between the two groups. 48 of the 109 patients admitted to the ED with an injury to an ankle or foot met the criteria for the study. Ten medical residents and 13 nurses participated in the study. The sensitivity of the nurses’ examination based on the Ottawa ankle rules was 1.0 and specificity 0.40 compared to the medical residents’ sensitivity 0.90 and specificity 0.35. When examining the foot, the sensitivity for both groups was 1.0 and specificity 0.21. This difference was not significant between the two groups. The findings indicate that services can be changed at the ED at Akureyri Hospital. In the future, this new work process might improve the service provided to patients who have sustained injuries to their ankle or foot, make it more specific and cut the waiting time as well as achieving greater patients’ satisfaction
Working proficiently in an ever-changing environment : nurses in surgical wards
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Umræða um hjúkrun er oft einsleit og snýst oft um annríki hjúkrunarfræðinga. Mikilvægt er að koma með fleiri sjónarhorn í þá umræðu, greina í hverju annríkið felst og gefa skýra mynd af fjölbreyttum störfum hjúkrunarfræðinga. Störf hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeildum fela í stórum dráttum í sér að annast sjúklinga sem þarfnast skurðaðgerðar. Ekki er þó vitað með vissu hvað starfið felur nákvæmlega í sér enda hefur það lítt verið kannað hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að greina hvað felst í störfum hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeildum. Gagnasöfnun var eigindleg en myndaður var einn rýnihópur með tíu hjúkrunarfræðingum frá átta deildum á skurðlækningasviði. Hópurinn hittist tíu sinnum þar sem þátttakendur greindu nákvæmlega frá einni vakt í starfi sínu og atvikum sem þar höfðu komið upp, staldrað var við ákveðin atriði og kafað dýpra í þau. Umræður hópsins voru teknar upp á segulband, afritaðar, þemagreindar og þemun borin undir þátttakendur. Greind voru fimm meginþemu og eitt yfirþema: „Í hringiðu faglegrar færni“ og stendur það fyrir fjölbreytt störf hjúkrunarfræðinga sem unnin eru af fagmennsku í síbreytilegu umhverfi. Meginþemun eru: 1) að vinna margslungin verk af færni, 2) að finna hið sérstæða meðal hins almenna, 3) að fást við flæði upplýsinga og samskipti, 4) að hrærast í síbreytilegu umhverfi og láta hlutina ganga og 5) að nýta starfsþroskann og njóta hans. Þemun endurspegla að þungamiðjan í starfi hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði er samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Starfið felur einnig í sér að beita tæknilegri færni, hafa eftirlit með hugsanlegum fylgikvillum aðgerða og óeðlilegu ástandi, svo og að bregðast sífellt við breyttu ástandi á deildinni.Discourse about nursing often concentrates on the workload of nurses. It is important to introduce a different perspective on that discourse by presenting a clear picture of the diversity of their work. Being a nurse within a surgical division includes caring for surgical patients. As this aspect has not been studied in great detail in Iceland, it is unclear what precisely the work encompasses. The aim of this study was to identify what the practices of nurses within the surgical wards of Landspítali -University Hospital comprise. Data were collected by qualitative methods. One focus-group was formed with ten nurses who worked at eight wards within the surgical division of Landspítali -University Hospital. The group met ten times and each participant described in detail one shift and the eventful incidences that took place during their working day. The discussions were tape-recorded, analysed, themes detected and verified by the participants. Five main themes emerged with the overarching theme “in the flow of professional competence” entailing a multifaceted and complex work, performed in a ever-changing environment. The main themes are 1) Performing manifold nursing tasks proficiently; 2) To find the particular within the ordinary; 3) To master the flow of information and communication; 4) Existing within an unpredictable environment and getting the work done; 5) To make use of and enjoy one’s professional development. These themes reveal that the essence of the nurses’ practice is communication with patients, relatives and co-workers. However, applying technological competency, surveillance, management and constant adaptation to altered circumstances is also a part of their work
Delirium after open cardiac surgery: systematic review of prevalence, risk factors and consequences
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÓráð er bráð og yfirleitt tímabundin truflun á meðvitund, athygli, hugsun, skynjun og tilfinningum. Orsakir þess eru ekki að fullu þekktar en truflanir á taugaboðefnum og bólguviðbrögð eru mögulegir orsakaþættir. Óráð er algengt vandamál eftir opnar hjartaaðgerðir og afleiðingar geta verið alvarlegar. Þrátt fyrir það sýna rannsóknir að vandamálið er vangreint og fyrirbyggingu og meðferð er ábótavant. Tilgangurinn með þessari yfirlitsgrein er að varpa ljósi á algengi, áhættuþætti og afleiðingar óráðs í kjölfar opinna hjartaaðgerða. Gerð var kerfisbundin fræðileg samantekt á rannsóknargreinum frá árunum 2005-2013 til að skoða algengi, útsetjandi og útleysandi áhættuþætti og afleiðingar óráðs eftir opnar hjartaaðgerðir. Leitað var í gagnagrunnunum Web of Science, PubMed og Cinahl. Tæpur þriðjungur sjúklinga fær óráð eftir opna hjartaaðgerð. Útsetjandi áhættuþættir eru meðal annars hár aldur, vitræn skerðing, gáttatif, þunglyndi og saga um heilablóðfall. Útleysandi áhættuþættir eru meðal annars tími á hjarta- og lungnavél og öndunarvél, lágt útfall hjarta eftir aðgerð, öndunarbilun, lungnabólga, sýkingar, þörf fyrir blóðgjöf og hjartsláttaróregla eftir aðgerð. Óráð leiðir til lengri sjúkrahúslegu, skertrar sjálfsbjargargetu og hærri dánartíðni. Hægt er að fyrirbyggja óráð með því að sporna við þekktum áhættuþáttum. Óráð er algengur og alvarlegur fylgikvilli opinna hjartaaðgerða. Með aukinni þekkingu á áhættuþáttum, auk reglubundinnar skimunar fyrir einkennum, mætti draga úr algengi og flýta fyrir greiningu og meðferð.Delirium is a sudden and usually transient disturbance in consciousness, attention, cognition, perception and emotions. The pathophysiology is unknown but possible causes include neurotransmitter disturbances and inflammation reaction. Delirium is common in patients after open cardiac surgeries and can lead to serious consequences. Research shows that delirium is an underdiagnosed and undertreated problem. The purpose of this systematic review is to illuminate the prevalence, risk factors and outcome of postoperative delirium following open cardiac surgery. A systematic literature review from 2005-2013 was performed aiming to determine the prevalence, predisposing and precipitating factors and outcome after postoperative delirium following cardiac surgery. Web of Science, PubMed and Cinahl were searched. Findings of the systematic review shows that about one third of patients become delirious after cardiac surgery. Primary predisposing factors are advanced age, cognitive impairment, atrial fibrillation, depression and prior history of stroke. Among precipitating factors are pulmonary bypass, duration of mechanical ventilation, low cardiac output, respiratory failure, pneumonia, infections, blood cell transfusion and post-operative arrhythmias. Delirium causes prolonged hospital stay, reduced activity and higher mortality. Delirium prevention includes reducing risk factors. Delirium is a common and serious complication of open cardiac surgery. Knowledge of risk factors of delirium and regular screening for symptoms of delirium are important to reduce prevalence and to facilitate diagnosis and treatment
Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni: Lýsandi þversniðsrannsókn
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadTilgangur: Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita
skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar
landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum
og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.
Aðferð: rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn sem gerð var vorið
2016. notuð var íslensk þýðing mælitækisins nurse Competence Scale
(nCS) sem samanstendur af 73 spurningum sem skiptast í sjö hæfni -
þætti. Spurningalisti var sendur til 87 hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni
sem taka á móti og sinna að minnsta kosti tíu bráðveikum
og slösuðum sjúklingum á mánuði. Svörun var 60%. gögnin voru
greind með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði.
Niðurstöður: hjúkrunarfræðingar mátu hæfni sína mesta og framkvæmdu
oftast verkefni í hæfniþættinum stjórnun í aðstæðum. Þeir
mátu hæfnina minnsta í tryggingu gæða en framkvæmdu sjaldnast
verkþætti í kennslu- og leiðbeinandahlutverki. Í einstökum hæfniverkefnum
mátu þeir hæfni mesta og framkvæmdu oftast hæfniverkefnið
sjálfstæði í störfum. hjúkrunarfræðingar með meira en fimm ára
starfsaldur meta hæfni sína marktækt meiri í fimm hæfniþáttum
(stjórnun í aðstæðum, starfshlutverk, greiningarhlutverk, hjúkrunaríhlutanir
og kennslu- og leiðbeinandahlutverk) en þeir sem hafa styttri
starfsaldur. hjúkrunarfræðingar sem höfðu lokið viðbótarnámi í
hjúkrun að loknu B.S. prófi mátu hæfni sína marktækt meiri í öllum
hæfniþáttum en þeir sem höfðu ekki lokið viðbótarnámi.
Ályktanir: niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að
viðbótarnám og starfsreynsla hafi áhrif á hvernig hjúkrunarfræðingar
sem sinna bráðatilvikum á landsbyggðinni meta hæfni sína. Stjórnendur
stofnana almennt ættu að gera hjúkrunarfræðingum fært að
sækja sér endurmenntun og leitast við að halda í þá sem hafa mikla
starfsreynslu.
Lykilorð: hæfni, bráðamóttaka, landsbyggð, hjúkrunarfræðingar,Aim: rural emergency departments are designed to provide shortterm
emergency care for seriously ill or injured patients. The purpose
of this study was to explore rural emergency nurses’ selfassessment
of competence.
Method: This descriptive cross-sectional study was conducted in
the spring of 2016. a survey, including the nurse Competence
Scale (nCS), was distributed to 87 icelandic rural nurses who provided
emergency care to a minimum of ten acutely ill or injured
patients each month. The nSC scale contains 73 questions in seven
nursing domains. The return rate was 60%. The data was analysed
using descriptive and inferential statistics.
Results: The nurses assessed their competence highest, and their
frequency of actions most, in the category managing situations.
They assessed their competency lowest in ensuring quality and their
frequency of actions least in teaching-coaching. Looking at specific
competency items, they assessed their competence highest, and
their frequency of actions most, in acting autonomously. nurses
with more than five years of work experience assessed their competence
significantly higher in five domains (managing situations,
work role, diagnostic functions, therapeutic interventions and teaching-
coaching) than those with shorter work experience. nurses with
post graduate education in nursing, assessed their competence significantly
higher in all competency categories than nurses without
post graduate education.
Conclusion: The findings indicate that post graduate education
and work experience influence the self-perceived competence of
nurses who provide emergency care in rural settings. administrators
of health institutions should enable nurses to seek further education
and attempt to hold on to those with long work experience
Surgical patients´ assessment of their pain and pain
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Góð verkjameðferð er mikilvæg fyrir skjótan og góðan bata sjúklinga. Framfarir hafa orðið á síðustu árum í verkjameðferð skurðsjúklinga en íslenskar og erlendar rannsóknir á reynslu þeirra sýna þó að sjúklingar hafa talsverða verki eftir skurðaðgerð. Markmið þessarar lýsandi þversniðskönnunar var að kanna hve algengir og miklir verkir eru hjá sjúklingum fyrir og eftir aðgerð; samband verkja við daglegar athafnir, líðan sjúklinga og samskipti við aðra; mat þeirra á fræðslu um verki og verkjameðferð; viðhorf sjúklinga til verkja og verkjalyfja; ánægju sjúklinga með verkjameðferð og væntingar sjúklinga til verkjameðferðar eftir aðgerð. Úrtak rannsóknarinnar voru 216 sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð á Landspítala í febrúar 2006. Gagna var aflað með spurningalista byggðum á spurningalista bandarísku verkjasamtakanna og með viðbótarspurningum frá höfundum. Spurt var um bæði styrk verkja og áhrif verkjanna með notkun tölukvarða. Spurningalistinn var afhentur sjúklingum að kvöldi aðgerðardags eða daginn eftir aðgerð. Meirihluti sjúklinganna (61,6%) gerði ráð fyrir því að hafa verki eftir aðgerð að meðalstyrk 5,4. Mikill meirihluti sjúklinga (80,8%) hafði haft verki síðastliðinn sólarhring þegar spurningalista var svarað. Meðaltalsstyrkur verkja var að jafnaði 4,0 og meðaltalsstyrkur versta verkjar 5,9. Konur og yngri sjúklingar greindu frá verri verkjum en karlar og eldri sjúklingar. 90,7% þátttakenda voru ánægðir eða mjög ánægðir með verkjameðferð. Upplýsingar um verki eftir skurðaðgerð fengu 76,3% sjúklinga og um mikilvægi verkjameðferðar 50,5%. Sjúklingar, sem voru með verki fyrir aðgerð, gerðu ráð fyrir meiri verkjum eftir aðgerð, greindu frá verri verkjum eftir aðgerð og höfðu neikvæðari viðhorf til verkja og verkjalyfja. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að ástæða sé til að bæta verkjameðferð skurðsjúklinga og fræðslu um verki og verkjameðferðGood pain management is important for patients’ successful recovery. In recent years progress has been made in postoperative pain management. However, studies of patients’ experiences indicate that they have considerable pain after surgery. The objective of this descriptive cross-sectional study is to explore the incidence and intensity of pain experienced by patients before and after surgery, the relationship of patients’ pain to their daily activities, their wellbeing and interactions with other people after surgery, patients’ assessment of education received on pain and pain management, patients’ attitudes towards pain and pain management, patients’ satisfaction with their pain management and their expectations towards postoperative pain experience. The sample included 216 patients who had surgery at Landspitali University Hospital, Iceland, in February 2006. Data were gathered using a questionnaire from the American Pain Society and with additional questions from authors. Patients were asked about the effects of pain and to define the intensity of their pain on a scale from 0 to 10 under various conditions. The questionnaire was delivered to the patients on the evening of the day of surgery, or the following day. The majority of patients (61.6%) expected pain after surgery with the average score of expected pain being 5.4. The majority of the patients (80.8%) had experienced pain during the past 24 hours when the questionnaire was administered. The average score of pain over the previous 24 hours was 4.0 and average score of worst pain was 5.9. Women and younger patients reported greater intensity of pain than men and older patients. Most patients (90.7%) were satisfied or very satisfied with the pain management they received. The majority of them had received information on pain after surgery (76.3%) and about the importance of pain management (50.5%). Patients who experienced pain before surgery, expected greater intensity and experienced higher intensity of pain after surgery, and showed negative attitudes to pain and pain medication. The findings of the study indicate that there is a need to improve pain management among surgical patients and their education on pain and pain management
Surgery related information : content, satisfaction and influential factors
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Rannsóknir hafa sýnt margháttaðan ávinning sjúklingafræðslu en lítið er vitað um gagnsemi fræðslu eða ánægju skurðsjúklinga á Íslandi með veitta fræðslu. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa fræðslu sem skurðsjúklingar á Landspítala telja sig fá á sjúkrahúsi og heima fjórum vikum síðar og meta hvað hefur áhrif á ánægju þeirra með fræðsluna. Úrtakið var 733 innkallaðir sjúklingar sem fóru í valaðgerð 15. janúar til 15. júlí 2007. Svörun var 74%. Gagna var aflað með tveim spurningalistum, á sjúkrahúsinu og heima fjórum vikum eftir heimkomu. Spurt var um sjúklingafræðslu og ánægju með hana, kvíða og þunglyndi, verki og önnur einkenni, aðdraganda sjúkrahúsvistar og sjúkrahúsdvöl, heilsufar og árangur aðgerða, ánægju með umönnun og stuðning og bakgrunn þátttakenda. Almennt voru sjúklingar ánægðir með fræðsluna. Þeir voru þó ánægðari aðspurðir á spítalanum heldur en heima. Atriði, sem sjúklingar óskuðu frekari fræðslu um á sjúkrahúsinu, voru einkum fylgikvillar aðgerðar, hreyfing, sjúkdómur og verkir en eftir heimkomu ýmislegt sem tengist verkjum og afturbata. Minni ánægja með fræðslu fyrir aðgerð tengdist meiri sársauka á spítalanum, minni gagnsemi upplýsinga fyrir aðgerð, minni stuðningi vina og ættingja á spítala og minni ánægju með umönnun á spítalanum. Þættir, sem höfðu áhrif á minni ánægju með fræðslu á spítala um ferlið eftir að heim var komið, tengdust meðal annars kvíðaeinkennum á spítala og heima, þunglyndiseinkennum á spítala og heima, sársauka á spítala og almennt einkennum fyrir aðgerð og heima. Aðrir þættir, sem þessu tengdust, voru að vilja fá betri upplýsingar, hafa ekki náð sér eftir aðgerð, minni ánægja með stuðning vina og ættingja svo og minni ánægja með umönnun. Þá voru yngri sjúklingar og konur óánægðari. Fræðsluþarfir skurðsjúklinga eru umfangsmiklar og vara fram yfir sjúkrahúsvistina. Bæta þarf einstaka þætti fræðslunnar og skipuleggja sérstaklega mat, fræðslu og eftirfylgd sjúklinga sem fyrirsjáanlega vegnar ver. Ávinningur gæti orðið aukin ánægja sjúklinga og ódýrari heilbrigðisþjónusta vegna fækkunar einkenna, fylgikvilla og endurinnlagna.Research has shown various benefits of patient education. However little is known about its effectiveness and about Icelandic surgical patients’ satisfaction with the education. This study aims to describe the perceived information surgical patients at Landspítali – University hospital receive at the hospital and at home four weeks later and assess what affects their satisfaction with received information. The sample included 733 patients admitted for planned surgery from January 15th to July 15th 2007. The response rate was 74%. Information was collected with two questionnaires, administered at the hospital and at home four weeks later, addressing symptoms, patient information, support, satisfaction, disease, surgery, situation at home, and background. Generally the patients were satisfied with the information received. At the hospital the patients most often wanted more information about complications of surgery, movement, disease, and pain. At home they wanted more information about pain and the period of recovery. Less satisfaction with information was related to more pain at the hospital, less beneficial information before surgery, less support of friends and family at the hospital and less satisfaction with the care they received at the hospital. Less satisfaction with information they received at the hospital about post-discharge recovery was for example related to anxiety at the hospital and at home, depression at the hospital and home and pain at the hospital. Less satisfaction with information they received at the hospital was also related to symptoms in general before surgery and at home, wanting better information, not having recovered after surgery and less satisfaction with the support of friends and family. Women and younger patients were more dissatisfied. Surgical patients have extensive educational needs. Special consideration must be given to the information and follow-up of patients at risk for negative outcome and those who are dissatisfied with care. The benefits could be more satisfied patients and less health care related expenses because of fewer symptoms, complications and readmissions to hospital
- …