17 research outputs found

    Diagnosis, treatment and prognosis of community acquired pneumonia - results from three primary care centers in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur: Að rannsaka hvernig heimilislæknar á höfuðborgarsvæðinu greina og meðhöndla samfélagslungnabólgu hjá fullorðnum og kanna útkomu. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn sjúkraskrárskoðun yfir eitt ár hjá sjúklingum 18 ára og eldri sem greindir voru með samfélagslungnabólgu á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður: Alls voru 215 sjúklingar greindir með samfélagslungnabólgu. Af þeim voru 195 bæði greindir og meðhöndlaðir í heilsugæslu og 20 sjúklingum var vísað til eftirfylgni. Meðalaldur var 50,3 ár (SD=21,0) og 126 (65%) voru konur. Flestir sjúklingarnir höfðu verið veikir í minna en viku og voru ekki með greindan lungnasjúkdóm áður. Hósti var algengasta skráða einkennið (71%) og 96% voru með óeðlilega lungnahlustun. Lífsmörk voru sjaldan skráð. Röntgenmynd af lungum var gerð í þriðjungi tilfella og var óeðlileg í yfir 80% tilvika. Flestir sjúklingar (94%) voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum og penicillinlyf með aukinni virkni var oftast notað. Símasamskipti voru algengasta form samskipta eftir greiningu og hjá 12% einstaklinga var sýklalyfjum breytt og hjá 10% var röntgenmynd gerð eftir greiningu. Enginn lést af völdum samfélagslungnabólgu á rannsóknartímabilinu. Ályktanir: Samfélagslungnabólga var greind klínískt og meðhöndluð í heilsugæslu í flestum tilvikum. Hún var algengari hjá konum og minnihluti sjúklinga hafði undirliggjandi lungnasjúkdóm. Lífsmörk voru mæld sjaldnar en búast mætti við. Breiðvirk sýklalyf voru mikið notuð. Enginn lést af völdum samfélagslungnabólgu.To study how general practitioners diagnose and treat adult patients with community acquired pneumonia (CAP) and evaluate outcomes. Retrospective chart review for one year on patients 18 years and older diagnosed with CAP in three different primary care centers in Iceland. A total of 215 patients were diagnosed with CAP. Of those 195 were both diagnosed and treated in the primary health care and 20 patients were referred for specialized care. Mean age was 50.3 years (SD= 21.0) and 126 (65%) of the patients were women. Most patients had been ill for less than a week and did not have a previously diagnosed lung disease. Cough was the most common symptom (71%) and 96% had abnormal chest auscultation. Vital signs were frequently not recorded. A chest radiograph was done in third of the cases and showed abnormality in over 80%. Most patients (94%) were treated with antibiotics usually extended spectrum penicillin. Phone consultations were the most common form of communication after diagnosis and about 12% of subjects had their antibiotics changed and about 10% had a chest radiograph done after diagnosis had been made. There was no mortality from CAP during the study period. CAP was diagnosed clinically and managed in primary care in most cases. CAP was more common in women and a minority of patients had underlying lung diseases. Vital sign measurements were used less than expected. Broad spectrum antibiotics were widely used for treatment. CAP had no mortality

    Sugar-stimulated CO2 sequestration by the green microalga Chlorella vulgaris

    Get PDF
    Post-print (lokagerð höfundar) opið á: https://systemsbiology.hi.is/wp-content/uploads/2018/11/Sugar-stimulated-CO2-sequestration-by-the-green-microalga-Chlorella-vulgaris-draft.pdfTo convert waste CO2 from flue gases of power plants into value-added products, bio-mitigation technologies show promise. In this study, we cultivated a fast-growing species of green microalgae, Chlorella vulgaris, in different sizes of photobioreactors (PBRs) and developed a strategy using small doses of sugars for enhancing CO2 sequestration under light-emitting diode illumination. Glucose supplementation at low levels resulted in an increase of photoautotrophic growth-driven biomass generation as well as CO2 capture by 10% and its enhancement corresponded to an increase of supplied photon flux. The utilization of urea instead of nitrate as the sole nitrogen source increased photoautotrophic growth by 14%, but change of nitrogen source didn't compromise glucose-induced enhancement of photoautotrophic growth. The optimized biomass productivity achieved was 30.4% higher than the initial productivity of purely photoautotrophic culture. The major pigments in the obtained algal biomass were found comparable to its photoautotrophic counterpart and a high neutral lipids productivity of 516.6 mg/(L·day) was achieved after optimization. A techno-economic model was also developed, indicating that LED-based PBRs represent a feasible strategy for converting CO2 into value-added algal biomass.This research was supported by the Icelandic Technology Development Fund, the Geothermal Research Group (GEORG) Fund and NYUAD faculty research funds (AD060).Peer Reviewe

    Characterization of carotenoids in Rhodothermus marinus

    Get PDF
    Rhodothermus marinus, a marine aerobic thermophile, was first isolated from an intertidal hot spring in Iceland. In recent years, the R. marinus strain PRI 493 has been genetically modified, which opens up possibilities for targeted metabolic engineering of the species, such as of the carotenoid biosynthetic pathway. In this study, the carotenoids of the R. marinus type‐strain DSM 4252T, strain DSM 4253, and strain PRI 493 were characterized. Bioreactor cultivations were used for pressurized liquid extraction and analyzed by ultra‐high performance supercritical fluid chromatography with diode array and quadropole time‐of‐flight mass spectrometry detection (UHPSFC‐DAD‐QTOF/MS). Salinixanthin, a carotenoid originally found in Salinibacter ruber and previously detected in strain DSM 4253, was identified in all three R. marinus strains, both in the hydroxylated and nonhydroxylated form. Furthermore, an additional and structurally distinct carotenoid was detected in the three strains. MS/MS fragmentation implied that the mass difference between salinixanthin and the novel carotenoid structure corresponded to the absence of a 4‐keto group on the ß‐ionone ring. The study confirmed the lack of carotenoids for the strain SB‐71 (ΔtrpBΔpurAcrtBI’::trpB) in which genes encoding two enzymes of the proposed pathway are partially deleted. Moreover, antioxidant capacity was detected in extracts of all the examined R. marinus strains and found to be 2–4 times lower for the knock‐out strain SB‐71. A gene cluster with 11 genes in two operons in the R. marinusDSM 4252T genome was identified and analyzed, in which several genes were matched with carotenoid biosynthetic pathway genes in other organisms.Vetenskapsrådet, Grant/Award Number: 622-2010-333; Svenska Forskningsrådet Formas, Grant/Award Number: 239-2013-971 and 942-2015-1952; Seventh Framework Programme, Grant/Award Number: 311932Peer Reviewe

    Reglur og grafísk hönnun

    Full text link
    Ef reglurnar væru ekki til staðar væru hlutirnir öðruvísi og líklega til hins verra. Hlutir væru ekki eins aðgengilegir og þegar þeir eru skipulagðir með reglum. Í reynd geta reglur skapað frelsi, t.d. í umferðinni, því ef það væru engar umferðarreglur væri eflaust torsótt að komast á milli staða, því virðist sem reglur séu nauðsynlegar. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða reglur í hönnun og hvort þær séu frelsandi. Skoðað er uppruna grindarinnar og stefnu sem kveiknaði út frá henni sem nefnist „Swiss style“. Einnig er komið inn á hvernig grindin virkar og hvernig reglur hafa haft áhrif í hönnun á síðari hluta tuttugustu aldar. Farið er yfir Wim Crowel sem var talsmaður Swiss Style stefnunar á sjöunda áratug og Norm, sem er hönnunarstofa sem var stofnuð árið 1999 og er starfandi en í dag. Undir lokin er skoðað David Carson sem þekktur fyrir að „brjóta reglurnar“. Höfundur las bækur, greinar, horfði á heimildamyndir og viðtöl í sinni rannsóknarvinnu. Höfundur telur að fegurð sé huglæg og það sem einum finnst fallegt finnst öðrum ekki eins spennandi. Það eru ekki reglurnar sjálfar sem búa til fallega hönnun heldur eru það hönnuðir sem nýta sér þær sem verkfæri

    Svarthol

    Full text link
    Ferlið sem lokaverkefnið til BA gráðu í Grafískri hönnun er langt og mikið. Í þessari skýrslu er greint frá hvernig ferlið var frá byrjun til enda. Það er byrjað á að útskýra hvaðan hugmyndin kom og almennt um svarthol. Síðar er farið djúpt í hönnunina, umbrot, pappírsval og bókbindingu og í lokin er fjallað um ráðgjöfina fyrir verkefnið og loks lærdóminn sem höfundur öðlaðist á sínu hönnunarferli

    Vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa í stjórnsýslumálum: Tengsl hæfisreglna sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 við hæfisreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993

    Full text link
    Ljóst er að málefnaleg og óhlutdræg stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga er grunnundirstaða réttaröryggis borgaranna. Við meðferð mála, þar sem tekin er ákvörðun um réttindi og skyldur íbúa ríkis, verður að teljast nauðsynlegt skilyrði að þeir aðilar sem fari með stjórnsýsluvald láti ekki ómálefnaleg og hlutdræg sjónarmið hafa áhrif á niðurstöðu máls. Ríkir hagsmunir eru fyrir því að starfsmenn og nefndarmenn stjórnsýslunnar komist að réttri niðurstöðu í ákvörðunartöku mála. Til þess standa vörð um hagsmuni fólks og stjórnsýslu, hafa hæfisreglur þróast með tilliti til þjóðfélagslegra breytinga. Þá hefur einnig talsverð breyting átt sér stað á sveitarstjórnarlögum, hvað varðar hæfi sveitastjórnafulltrúa. Í tengslum við viðfangsefnið getur því verið áhugavert að rekja þær breytingar sem hafa átt sér stað hvað varðar hæfi þeirra sem taka ákvarðanir um rétt og skyldur fólks í stjórnsýslumálum. Síðan á tímum Grágásar og frá upphafi stjórnsýslu á Íslandi hafa hæfisreglur mótast og breyst í takt við samtímann. Í þessari ritgerð er m.a. gert grein fyrir þeirri þróun sem hefur átt sér stað varðandi hæfisreglur, þá sérstaklega í tengslum við hæfi sveitarstjórnarfulltrúa í stjórnsýslumálum

    Án dóms og laga. Um nafnbirtingar grunaðra afbrotamanna

    Full text link
    Nafnbirting grunaðra sakamanna í fjölmiðlum er vandmeðfarið efni. Grundvallarsjónarmið togast á þegar tekin er ákvörðun um að birta nafn við slíkar aðstæður og mannréttindi hinna grunuðu eru oftar en ekki lögð undir. Starfsemi fjölmiðla og sá megintilgangur þeirra að upplýsa alla alþýðu manna um gang samfélagsins situr hinum megin borðsins og verður tæplega varpað fyrir róða enda fjölmiðlar gjarnan nefndir hið fjórða vald vestrænna þjóða sem hafa skuli eftirlit með hinum þremur og veita þeim aðhald. Í þessari rannsókn er spurningalisti lagður fyrir 50 Íslendinga sem hafa verið nafngreindir í fjölmiðlum vegna gruns um afbrot. Sumir þeirra reyndust sýknir saka, aðrir ekki. Allir hafa þó skoðanir og hér eru þær dregnar fram. Útkoman varð sú að 66 prósent þeirra sem nafngreindir hafa verið í íslenskum sakamálum eru ósáttir við þau örlög og var ýmist brugðið eða þeir reiddust. Það sama gildir um 78 prósent ættingja þeirra og 66 prósent vina. Neikvætt viðhorf samfélagsins töldu 60 prósent sig skynja og 14 prósent fundu fyrir neikvæðara viðhorfi vinnuveitanda. Við sama tækifæri var skoðað hvaða starfsreglur íslenskir fjölmiðlar hefðu sett sér um nafnbirtingu grunaðra manna, hvað íslensk lög segðu um málið, hvað væri að finna í starfsreglum Blaðamannafélags Íslands og hvernig dómstólar rökstyddu mál er af þessu risu. Svo var sambúð þessara þátta könnuð. Starfsreglur ríkisfjölmiðils og eins einkarekins miðils í átta erlendum ríkjum voru kannaðar um leið. Reglur íslenskra fjölmiðla eru almennt taldar hófsamar, DV, Stöð 2, Vísir og Bylgjan ganga lengst, Fréttablaðið fetar milliveginn en Morgunblaðið, Ríkisútvarpið og Víkurfréttir gæta mests hófs. Erlendir fjölmiðlar hafa sett sér mismunandi reglur og virðast Danir, Írar og Norðmenn síst birta nöfn en Bretar ganga lengst. Hollendingar birta almennt fornafn og upphafsstaf eftirnafns nema þegar augljóst er við hvern er átt. Allir aðspurðir hlífa börnum og fórnarlömbum ofbeldis og helstu viðmiðunarreglur eru svipaðar hjá öllum

    Kinetic analysis of gluconate phosphorylation by human gluconokinase using isothermal titration calorimetry.

    Full text link
    To access publisher's full text version of this article click on the hyperlink at the bottom of the pageGluconate is a commonly encountered nutrient, which is degraded by the enzyme gluconokinase to generate 6-phosphogluconate. Here we used isothermal titration calorimetry to study the properties of this reaction. ΔH, KM and kcat are reported along with substrate binding data. We propose that the reaction follows a ternary complex mechanism, with ATP binding first. The reaction is inhibited by gluconate, as it binds to an Enzyme-ADP complex forming a dead-end complex. The study exemplifies that ITC can be used to determine mechanisms of enzyme catalyzed reactions, for which it is currently not commonly applied.info:eu-repo/grantAgreement/EC/FP7/232816 RANNIS grant number: 130591-053

    CREST Explorer : self discovery API explorer

    Full text link
    Heildartexti lokaskýrslu. Prentuð útgáfa og öll fylgiskjöl á CD eru varðveitt í bókasafni HR.CREST Explorer is a API discovery tool for CCP´s RESTful HTTP service, CRESTDiskur fylgir me

    The effects of payment card fraud on consumer behaviour

    Full text link
    Payment card fraud has increased significantly in the past decade due to technological innovations and increased usage of payment cards. Fraudsters are becoming more sophisticated in their attacks, finding new ways of bypassing security systems to access card information. Previous research has focused on the direct cost of fraud and its prevention, rather than the indirect cost. This study examines one such potential cost: the change in a victim’s purchasing behaviour following payment card fraud. It is a research area that is often neglected or overlooked, though not ignored. Earlier research explores how the perception of safety, security, and trust affect payment modes and concludes that these factors impact purchase behaviour. The study concludes that in order to minimise the adverse effects of fraud, financial institutions should focus on improving trust among victims of fraud
    corecore