37 research outputs found

    Prevalence of disability in Iceland in December 2002

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To determine the size and main medical and social characteristics of the group of individuals receiving disability benefits in Iceland in December 2002 and compare the results with figures from 1996. Material and methods: The study includes all those receiving disability benefits on December 1st 2002 and December 1st 1996 as ascertained by the disability register at the State Social Security Institute of Iceland. Information on age and gender distribution of the Icelandic population was obtained. Age-standardized risk ratio between the years 1996 and 2002 was calculated for both pension levels combined and for full disability pension alone. Results: On December 1st 2002 there were 11,791 individuals receiving disability benefits, 7044 women (59.7%) and 4747 men (40.3%). Of these there were 10,960 individuals receiving full disability pension, 6500 women (59.3%) and 4460 men (40.7%). The prevalence of all disability pension was 6.2%; full disability pension 5.8% and partial disability pension 0.4%. The prevalence of disability was lower in the capital region compared with other regions of Iceland among women, but among men there was no significant difference in the prevalence of disability according to residence. The prevalence of disability increased with age. On the whole disability was more common among women than men, but in the age group 16-19 years it was more common among men than women. Mental and behavioural disorders and diseases of the musculoskeletal system and connective tissue were the most prevalent causes of disability. The standardized risk ratio showed a significantly increased risk for both pension levels combined and for full disability pension alone both for men and women in the year 2002 as compared with the year 1996. Conclusion: The increase in the prevalence of disability in Iceland between the years 1996 and 2002 is probably mainly due to the introduction of a new method of disability evaluation in 1999 and increased pressure from the labour market, with increasing unemployment and competition. Mental and behavioural disorders are the most common cause of disability in Iceland and there has been a marked increase in disability due to these disorders since 1996.Tilgangur: Að kanna umfang og einkenni örorku á Íslandi í desember 2002 og hvaða breytingar hafi orðið frá því í desember 1996. Efniviður og aðferðir: Unnar voru upplýsingar úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins um aldur, kyn, búsetu, örorkumat og helstu sjúkdómsgreiningu öryrkja búsettra á Íslandi 1. desember 2002 og 1. desember 1996 og aflað var upplýsinga um aldursdreifingu Íslendinga eftir kynjum á sama tíma. Reiknað var aldursstaðlað áhættuhlutfall fyrir örorku vegna helstu sjúkdómsgreiningarflokka. Niðurstöður: Þann 1. desember 2002 hafði 11.791 einstaklingi búsettum á Íslandi verið metin örorka vegna lífeyristrygginga almannatrygginga, 7044 konum (59,7%) og 4747 körlum (40,3%). Þar af hafði 10.960 verið metið hærra örorkustigið (að minnsta kosti 75% örorka), 6500 konum (59,3%) og 4460 körlum (40,7%). Algengi örorku var 6,2%, þar af hærra örorkustigsins 5,8% en þess lægra 0,4%. Algengi örorku var hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu hjá konum, en hjá körlum var ekki marktækur munur á algengi örorku eftir búsetu. Algengi örorku óx með aldri. Í heildina var örorka marktækt algengari hjá konum en körlum, en í aldurshópnum 16-19 ára var tíðnin hærri meðal karla en kvenna. Geðraskanir og stoðkerfisraskanir voru algengustu orsakir örorku. Marktæk aukning varð á örorku hjá báðum kynjum á milli áranna 1996 og 2002, bæði hærra örorkustigsins og örorku í heild. Ályktun: Líklegt er að aukna tíðni örorku á milli áranna 1996 og 2002 megi einkum rekja til gildistöku örorkumatsstaðals árið 1999 og breyttra aðstæðna á vinnumarkaði með auknum kröfum um vinnuafköst og auknu atvinnuleysi. Geðraskanir eru algengasta orsök örorku á Íslandi og veruleg aukning hefur orðið á örorku vegna þeirra frá árinu 1996

    Disability due to mental and behavioural disorders in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAims: To determine the prevalence of disability in Iceland on December 1st 2002 due to mental and behavioural disorders according to gender, place of residence and marital status and main subcategories. Material and methods: The disability register of the State Social Security Institute was used to obtain information on the number, gender, age, place of residence, marital status and main diagnosis of recipients of disability pension. From Statistics Iceland the same information was obtained for the Icelandic population between the age of 16 and 66. Results: The prevalence of disability due to mental and behavioural disorders was 2.32% for females and 1.98% for males. For males receiving disability pension the proportion having mental disorders as the main cause of disability was larger than for females. Among females the most common cause of disability was mood disorders whereas among males it was schizophrenia, schizotypal and delusional disorders. Most of those with schizophrenia, schizotypal and delusional disorders in Iceland receive full disability pension. The prevalence of disability due to mental and behavioural disorders was significantly higher in the capital region than in the rest of the country. Marriage and registered co-habitation was considerably less common among recipients of disability pension due to mental and behavioural disorders than among the nation in general. Conclusion: The prevalence of disability due to mental and behavioural disorders in the capital region is in excess of what is to be expected from the prevalence of these disorders and from disability in general in Iceland. The relatively high prevalence of disability due to mental and behavioural disorders among males is in line with epidemiological data. The prevalence of disability due to mental and behavioural disorders in Iceland has been rising. This needs to be addressed by improving vocational rehabilitation programs for those suffering from these disorders.Tilgangur: Að kanna umfang örorku vegna geðraskana á Íslandi, hvernig hún skiptist eftir kyni, búsetu og hjúskaparstöðu og hvaða geðraskanir það eru sem einkum valda örorku. Efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr gagnasafni Tryggingastofnunar ríkisins um örorku­stig, kyn, aldur, búsetu, hjúskaparstöðu og helstu sjúk­dómsgreiningu hjá þeim sem voru öryrkjar 1. des­em­ber 2002. Fengnar voru upplýsingar frá Hagstofu Íslands um fjölda Íslendinga á aldrinum 16-66 ára og dreif­ingu þeirra eftir kyni, aldri, búsetu og hjú­skaparstöðu. Reiknað var algengi örorku vegna geð­raskana. Niðurstöður: Algengi örorku vegna geðraskana á Íslandi þann 1. desember 2002 var 2,32% hjá konum og 1,98% hjá körlum. Þótt fleiri konur en karlar séu öryrkjar vegna geðraskana, þá er hlutfall geðraskana af allri örorku hærra hjá körlum en konum. Hjá konum var örorka algengust vegna lyndisraskana, en hjá körlum vegna geðklofa og annarra hugvilluraskana. Flestir sem hafa geðklofagerðar- og hugvilluröskun á Íslandi eru öryrkjar. Örorka vegna geðraskana var marktækt algengari á höfuðborgarsvæðinu en á öðrum landssvæðum. Hjá öryrkjum með geðraskanir var mun minna um hjúskap eða skráða sambúð en hjá þjóðinni almennt. Ályktun: Mikil örorka vegna geðraskana á höfuðborgarsvæðinu er umfram það sem við er að búast út frá algengi geðraskana í þjóðfélaginu og algengi örorku almennt. Tiltölulega mikil örorka vegna geðraskana hjá körlum er í samræmi við hærri tíðni geðraskana hjá körlum en konum. Örorka vegna geðraskana hefur farið vaxandi hér á landi. Þörf er á að sporna við þeirri þróun með aukinni áherslu á starfsendurhæfingu sem miðast sérstaklega við þarfir fólks með geðraskanir og aukinni áherslu á að greina og meðhöndla alvarlegar geðraskanir snemma

    Incidence of disability in Iceland before and after introduction of a new method of disability evaluation

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To assess changes in disability evaluation, since the introduction on September 1st 1999 of a new assessment method based on the British functional capacity evaluation, "All work test". Previously, the disability assessment was based on the applicant's medical, social and financial circumstances. Material and methods: The study includes all those having their disability assessed for the first time at the State Social Security Institute of Iceland in 1997, 1998 and 2000. Information was obtained from the disability register on degree of disability, gender, age and primary diagnoses. Results: After the introduction of the new assessment method, there has been a significant increase in the number of women who have disability more then 75% (p<0.0001). This increase occurs amongst women older than 30 years, having musculoskeletal disorders (mainly soft tissue disorders). There has also been a slight (statistically insignificant) increase in more than 75% disability amongst men (p=0.25). The number of people who have had their disability evaluated as 50-65% has decreased (p<0.0001). No significant change in the total number of new disability pensioners (having their disability assessed as being more than 75% or 50-65%) was observed. Conclusions: The new method of disability assessment has resulted in a significant rise in the number of women who have had their disability assessed as being more than 75%, but there has not been a rise in the total number of new disability pensioners, as the increased number of women with the higher degree of disability has been balanced by a significant fall in the number of new disability pensioners with the lower degree of disability.Tilgangur: Að kanna hvaða áhrif örorkumatsstaðall hefur haft á niðurstöður örorkumats. Efniviður og aðferðir: Úr upplýsingakerfi Tryggingastofnunar ríkisins (TR) voru unnar upplýsingar um fjölda nýrra öryrkja árin 1997, 1998 og 2000 og skiptingu þeirra með tilliti til örorkustigs, kyns, aldurs og fyrstu (helstu) sjúkdómsgreiningar. Niðurstöður: Í kjölfar gildistöku örorkumatsstaðalsins hefur orðið marktæk fjölgun á konum sem metnar eru til 75% örorku (p<0,0001). Fjölgunin er hjá konum eldri en 30 ára með stoðkerfisraskanir (einkum mjúkvefjaraskanir). Körlum hefur einnig fjölgaði lítillega, en sú aukning er ekki tölfræðilega marktæk (p=0,25). Marktæk fækkun hefur orðið hjá bæði konum og körlum sem fá metna 50-65% örorku (p<0,0001), en ekki hefur orðið marktæk breyting á heildarfjölda nýrra öryrkja (þeirra sem fá metna 50%, 65% eða meira en 75% örorku). Ályktanir: Martæk fjölgun hefur orðið á konum sem metnar eru til meira en 75% örorku eftir tilkomu örorkumatsstaðalsins, en ekki hefur orðið marktæk breyting á heildarfjölda nýrra öryrkja, því lítil breyting hefur orðið á fjölda karla sem metnir eru til meira en 75% örorku og marktæk fækkun hefur orðið á þeim sem metnir eru til 50-65% örorku

    Transcranial magnetic stimulation

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTranscranial Magnetic Stimulation (TMS) is a new non-invasive method to investigate the central nervous system. Initially it was used to assess the functional integrity of the pyramidal pathways but more recently various other aspects of brain function have been studied including cortical excitability. By localised interference with brain function, it is possible to use TMS to assess the relationship between various brain regions and cognitive functions. The therapeutic effect of TMS has been explored in the treatment of neurological diseases and psychiatric disorders such as epilepsy, cerebellar ataxia and depressive illness.Segulörvun heila í gegnum höfuðkúpu er notuð til rannsókna á miðtaugakerfi. Upphaflega var þessi aðferð þróuð til að meta starfsemi og ástand hreyfitauga­brauta milli heila og mænu, en er nú einnig notuð til margvíslegra rannsókna á heilastarfsemi. Meta má hömlunar- og örvunarástand heilabarkar sem getur breyst vegna heilasjúkdóma og við lyfjagjöf. Með staðbundinni truflun á starfsemi taugafrumna eftir segulörvun hefur verið hægt að kanna tengsl milli heilasvæða og hugrænna ferla. Í ljós hefur komið möguleg notkun segulörvunar í meðferð taugasjúkdóma og geðraskana. Rannsóknir hvað þetta varðar hafa meðal annars beinst að flogaveiki, mænu- og hnykilhrörnun og djúpri geðlægð

    Prevalence of disability pension related to obesity in Iceland 1992-2004

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVES: To investigate changes in the prevalence of disability pension related to obesity in Iceland from 1992 to 2004. MATERIAL AND METHODS: Data were obtained from the disability register of the State Social Security Institute and Statistics Iceland for the years 1992 and 2004. Prevalence of disability pension related to obesity and of disability pension in general was calculated for both years. Statistical significance was assessed by calculating chi square and standardized risk ratios. RESULTS: From 1992 to 2004 the number of recipients of disability pension with obesity as a primary diagnosis increased from 37 to 111, amounting to 183% increase for females and 263% for males. This increase is significantly greater than the increase in disability pension in general during this period. Age standardized risk ratio showed increased disability related to obesity for both genders. Among males it was greater than the general increase in disability, while among females it was less. There was a significantly greater increase in disability related to obesity in areas outside the capital compared with Reykjavík and surrounding areas among females. The increase in disability related to obesity far surpasses the increase in obesity in the population, according to population surveys, suggesting that severe and morbid obesity may be particularly on the rise. CONCLUSION: There has been a significant increase in the prevalence of disability pension related to obesity in Iceland from 1992 to 2004. It is possible that increased social awareness of obesity during the study period has influenced diagnostic habits of physicians and thus increased the use of obesity as a diagnosis in medical certificates and disability assessment. In all likelihood, however, there has been an increase in disabling obesity in Iceland, indicating that obesity is an increasing public health problem demanding appropriate intervention.Tilgangur: Að kanna algengi örorku í tengslum við offitu á Íslandi og hvort algengi hafi breyst á milli áranna 1992 og 2004. Efniviður og aðferðir: Aflað var upplýsinga úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins og þjóðskrá Hagstofu Íslands fyrir árin 1992 og 2004. Reiknað var algengi örorku í tengslum við offitu og örorku almennt fyrir bæði þessi ár. Kannað var hvort marktækar breytingar hefðu orðið á algengi örorku með kí-kvaðrat prófi og með því að reikna aldursstaðlað áhættuhlutfall fyrir örorku á milli áranna. Niðurstöður: Á milli 1992 og 2004 fjölgaði öryrkjum sem höfðu offitu sem fyrstu sjúkdómsgreiningu í örorkumati úr 37 í 111. Aukningin var 183% hjá konum og 263% hjá körlum. Þessi aukning var marktækt meiri en aukning örorku almennt á þessu tímabili. Aldurstengd fjölgun öryrkja sem höfðu offitu á meðal greininga í örorkumati var einnig umfram fjölgun öryrkja almennt. Körlum sem höfðu offitu á meðal greininga í örorkumati fjölgaði meira en karlkyns öryrkjum almennt, en á meðal kvenna var þessi aukning minni en hjá öðrum öryrkjum. Örorka tengd offitu var hjá konum marktækt algengari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ályktun: Marktæk aukning hefur orðið á örorku í tengslum við offitu á Íslandi. Hugsanlegt er að aukin umræða um offituvandann á rannsóknartímabilinu hafi haft einhver áhrif á greiningarvenjur lækna og þar með á tíðni offitugreininga í örorkuvottorðum og örorkumati. Allar líkur eru þó á að fjöldi þeirra sem hafa mikla eða sjúklega offitu hér á landi fari vaxandi og þar með að offita sé vaxandi lýðfræðilegt vandamál sem bregðast þurfi við á viðeigandi hátt

    Prevalence of disability in Iceland in December 2005

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: To determine the size and main medical and social characteristics of the group of individuals receiving disability benefits in Iceland in December 2005. MATERIAL AND METHODS: The study includes all those receiving disability benefits in Iceland on December 1st 2005 as ascertained by the disability register at the State Social Security Institute of Iceland classified by gender, age and place of residence. Similar information was obtained on the Icelandic population. The prevalence of disability pension was calculated. RESULTS: On December 1st 2005 the prevalence of disability pension was 8.6% for females (8.0% for the higher and 0.6% for the lower pension level) and 5.5% for males (5.2% for the higher and 0.3% for the lower pension level). For females the prevalence of disability was lower in the capital region than in other regions, but this was not the case for males. The prevalence of disability increased with age. On the whole disability was more common among females than males. Mental and behavioural disorders and diseases of the musculoskeletal system and connective tissue were the most prevalent causes of disability. CONCLUSION: The prevailing trend over the last decade of increasing disability in Iceland has continued. Iceland appears to lag behind the other Nordic countries in the use of vocational rehabilitation and labour marked activation to prevent disability. Ample opportunities to slow down this trend are therefore available by greater emphasis on such measures.Tilgangur: Að kanna algengi örorku á Íslandi í desember 2005 og dreifingu öryrkja með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og helstu sjúkdómsgreininga. Efniviður og aðferðir: Unnar voru upplýsingar úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins um kyn, aldur, búsetu, örorkumat og helstu sjúkdómsgreiningu öryrkja búsettra á Íslandi 1. desember 2005 og aflað var upplýsinga frá Hagstofu Íslands um fjölda Íslendinga á aldrinum 16-66 ára á sama tíma og dreifingu þeirra eftir kyni, aldri og búsetu. Reiknað var algengi örorku. Niðurstöður: Þann 1. desember 2005 var algengi örorku hjá konum 8,6% (vegna hærra örorkustigsins 8,0%, vegna þess lægra 0,6%) og hjá körlum 5,5% (vegna hærra örorkustigsins 5,2%, vegna þess lægra 0,3%). Hjá konum var örorka algengari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, en svo var ekki hjá körlum. Þegar horft er á einstaka landshluta var örorka hjá konum algengust á Reykjanesi og fátíðust á Vestfjörðum, en hjá körlum var örorka algengust á Norðurlandi og Suðurlandi og fátíðust á Austurlandi. Algengi örorku óx með aldri og í heildina var örorka algengari hjá konum en körlum. Geðraskanir og stoðkerfisraskanir voru algengustu orsakir örorku. Ályktun: Áframhald hefur orðið á þeirri þróun síðustu ára að öryrkjum fjölgi á Íslandi. Mikil tækifæri eru til að draga úr þessari þróun með eflingu starfsendurhæfingar og virkniaukandi aðgerða á vinnumarkaði, enda minna í slík úrræði lagt hér á landi en á hinum Norðurlöndunu

    Educational level, occupation and income of those who became disability pensioners in Iceland in the year 1997

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: All claims for disability benefits in Iceland are managed by the State Social Security Institute of Iceland. The decision to grant a claimant disability benefits was until September 1999 mainly based on medical certificates but social and economic factors were also taken into consideration. As information on social and economic conditions in medical certificates is limited it was decided to investigate these factors particularly. In this paper a comparison of educational level, employment, and income is made between new recipients of disability benefits and a random sample of the Icelandic nation. Material and methods: All new recipients of disability benefits (full disability pension, partial disability pension and rehabilitation pension) in 1997 were contacted by phone and asked to answer a questionnaire. Their answers were compared with those obtained in a national survey carried out by the Institute of Social Sciences at the University of Iceland in 1996 and 1997 with a sample representing accurately the Icelandic population in terms of gender, age and place of residence. Information about average income of disability pensioners was obtained and compared to that of people in employment. Results: Educational level of those receiving disability benefits was considerably lower than expected in comparison with the population and unskilled workers were overrepresented. Contrary to what might be expected a larger proportion of the recently disabled have been employed at some time than is the case for the national sample, even though 63.6% of the new disability pensioners were women. Considerable number of those receiving disability benefits were still in employment, particularly those with partial disability pension. Mean monthly income of Icelanders participating in the labour market was almost twice that received by those on disability benefits. Conclusions: Since lower educational level and more restricted employment opportunities characterize disability pensioners as compared to the nation, it seems likely that more varied occupational rehabilitation and educational opportunities could improve the situation of those who have had to leave the labour market because of ill health, lack of education and poor working conditions.Inngangur: Umtalsverðar upplýsingar eru til um heilsufar öryrkja á Íslandi, en minni um félagslegar aðstæður þeirra. Félagslegar aðstæður voru því kannaðar og er hér lýst menntunarstigi, störfum og tekjum einstaklinga sem nýlega voru metnir til örorku. Þegar könnunin var gerð var örorka ennþá metin á grundvelli heilsufarslegra, félagslegra og fjárhagslegra forsendna. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna í hve miklum mæli félagslegar aðstæður nýskráðra öryrkja eru frábrugðnar aðstæðum þjóðarinnar almennt. Efniviður og aðferðir: Í símtali var lagður fyrir listi með spurningum um félagslegar aðstæður. Í úrtaki voru allir sem fengu á árinu 1997 í fyrsta sinn örorkulífeyri, örorkustyrk eða endurhæfingarlífeyri. Svör öryrkjanna voru borin saman við svör við þjóðmálakönnunum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, þar sem svarendahópurinn endurspeglaði vel þjóðina eftir kyni, aldri og búsetu. Aflað var upplýsinga um meðaltekjur öryrkja og þær bornar saman við meðaltekjur vinnandi fólks. Niðurstöður: Menntunarstig öryrkjanna reyndist lægra og þeir höfðu í meiri mæli unnið við ófaglærð störf en gengur og gerist hjá þjóðinni. Minna var um að öryrkjarnir hefðu einungis unnið heima en þjóðin almennt. Nokkuð var um að öryrkjarnir væru enn í launaðri vinnu, einkum örorkustyrkþegar. Meðaltekjur Íslendinga sem virkir eru á vinnumarkaði virðast vera nær tvöfalt hærri en meðaltekjur öryrkja. Ályktanir: Þar eð saman fara lægra menntunarstig og þrengri atvinnutækifæri hjá öryrkjum en hjá þjóðinni almennt, má álykta að aukin starfsendurhæfing og fjölbreyttari námstækifæri kynnu að geta bætt stöðu þeirra sem eru að detta út af vinnumarkaði vegna heilsubrests, lágs menntunarstigs og erfiðra starfa

    Changes in the prevalence of disability pension in Iceland 1976-1996.

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To determine changes in the prevalence of disability pension in Iceland and to describe the distribution of those receiving disability pension according to gender, age and main diagnoses between the years 1976 and 1996. Material and methods: The study includes all those receiving disability pension on the 1st of December in the years 1976 and 1996 as ascertained by the disability register at the State Social Security Institute of Iceland. There are two levels of disability pension, full disability pension (disability assessed as being more than 75%) and reduced disability pension (disability assessed as being 50% or 65%). Information on age and gender distribution of the Icelandic population was obtained. Age-standardized risk ratio between the years 1976 and 1996 was calculated for both pension levels combined and for full disability pension alone. Results: There was no significant change in crude prevalence rate for both pension levels combined between the years 1976 and 1996, when the increase in the population was accounted for but without paying attention to changes in gender or age distribution. However, the standardized risk ratio showed a significantly decreased risk for both pension levels combined both for men and women in the year 1996 as compared with the year 1976, the age-standardized risk ratio being 0.95 and 0.93 respectively. It also showed a significant change between pension levels with an increased risk of full disability pension and a decreased risk of reduced disability pension. The increase in full disability pension was noted for both males and females and was largely independent of age. There was a significant increase in full disability pension in most disease categories. Disability due to diseases of the nervous system and sense organs and injury and poisoning increased amongst women only. A significant decrease in full disability pension due to infections and diseases of the digestive system occurred in both men and women. Conclusion: The prevalence of a disability pension amongst men and women in the year 1996 as compared to the year 1976 was significantly decreased when changes in population size and age distribution had been accounted for. This is particularly interesting because unemployment was increasing just prior to the year 1996. The prevalence of full disability pension had however significantly increased in 1996 compared with 1976. A plausible explanation for the observed change in disability pension levels is a pressure from the labour market, with increasing unemployment and competition. Also, the introduction of a disability card for those with full disability pension in 1980, which granted lower price for medication and the services of physicians, is likely to have increased the pressure for the higher level of disability pension (full disability pension). It seems unlikely that the increase in full disability pension and the decrease in reduced disability pension is due to a deterioration of health of the Icelandic population. Increased disability due to injury and poisoning amongst women is probably a result of their increased participation in the labour market. The decrease in disability due to infections is a result of a reduction in the number of cases of tuberculosis and poliomyelitis. The decrease in disability due to diseases of the digestive system is probably a result of improvement in the treatment of oesophageal reflux and peptic ulcer.Tilgangur: Að kanna hvaða breytingar hafi orðið á algengi örorku á Íslandi og dreifingu öryrkja með tilliti til kyns, aldurs og helstu sjúkdómsgreiningar á milli áranna 1976 og 1996. Efniviður og aðferðir: Unnar voru upplýsingar um örorkumat, aldur og helstu sjúkdómsgreiningu öryrkja úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins, eins og hún var 1. desember árin 1976 og 1996 og aflað var upplýsinga um aldursdreifingu Íslendinga eftir kynjum á sama tíma. Reiknað var aldursstaðlað áhættuhlutfall fyrir alla örorku og örorku sem var yfir 75% vegna nokkurra aðalsjúkdómsgreiningarflokka. Niðurstöður: Ekki varð marktæk breyting á hrá algengitölu fyrir alla örorku á milli áranna 1976 og 1996, að teknu tilliti til fólksfjölgunar en ekki skiptingar eftir kynjum eða aldri. Hins vegar varð innbyrðis breyting á örorkustigi, það er marktækt fleiri höfðu verið metnir til örorku yfir 75% og marktækt færri til 50% eða 65% örorku á árinu 1996 miðað við á árinu 1976. Aukningin á örorku yfir 75% kom fram hjá báðum kynjunum og var í stórum dráttum óháð aldri. Marktæk aukning varð hjá báðum kynjum á örorku yfir 75% vegna flestra sjúkdómaflokka. Vegna sjúkdóma í taugakerfi og skynfærum og slysa og eitrana varð einungis marktæk aukning á örorku hjá konum. Marktæk minnkun varð á örorku yfir 75% vegna smitsjúkdóma og meltingarsjúkdóma hjá báðum kynjum. Örorka í heild var marktækt fátíðari meðal kvenna sem karla árið 1996 en árið 1976, aldursstöðluðu áhættuhlutföllin voru 0,95 fyrir konur og 0,93 fyrir karla. Ályktanir: Líklegt er að rekja megi það að hærra örorkustigið varð tíðara og að lægra örorkustigið varð fátíðara til tilkomu örorkuskírteinis árið 1980, sem lækkaði greiðsluþátttöku örorkulífeyrisþega í læknisþjónustu og lyfjaverði. Að öðru leyti er líklegt að rekja megi umrædda breytingu til breytinga á vinnumarkaðnum, það er aukins atvinnuleysis og aukinnar samkeppni á vinnustöðum. Ólíklegt er að rekja megi þessa breytingu til þess að heilsufar Íslendinga hafi versnað. Aukna örorku vegna slysa og eitrana hjá konum má væntanlega rekja til aukinnar atvinnuþátttöku þeirra. Minnkun örorku vegna smitsjúkdóma hjá báðum kynjum má rekja til fækkunar tilvika berkla og mænusóttar og minnkun örorku vegna meltingarsjúkdóma væntanlega til bættrar meðferðar vélindabakflæðis og sárasjúkdóms í maga og skeifugörn. Örorka í heild meðal kvenna sem karla er marktækt fátíðari árið 1996 heldur en árið 1976 þegar tekið hefur verið tillit til fólksfjölda og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar, þrátt fyrir að aukið atvinnuleysi hefði ríkt um nokkurt árabil fyrir 1996

    Conversion disorder - review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIn modern medicine the term "functional symptoms" is usually used to refer to symptoms where an organic cause cannot be found. Studies have shown that up to half of all patients consulting their family physician and approximately one third of all those attending neurology outpatient clinics present with such symptoms. These patients commonly go between doctors, repeatedly undergo unnecessary tests, even surgery, and various drugs are tried with limited success. These problems tend to be prolonged and greatly reduce the quality of life for the patients involved. Both the DSM IV and ICD 10 classifications include a group for the so-called medically unexplained disorders. Among these disorders is conversion disorder where patients present with neurological symptoms, affecting motor or sensory function, but with no neurological explanation. Here we provide an overview of the current ideas on the aetiology, diagnosis, treatment and prognosis of conversion disorder.Í nútímalæknisfræði er oft talað um starfrænar truflanir þegar vísað er til einkenna sem ekki finnst vefræn skýring á. Rannsóknir hafa sýnt að allt að helmingur sjúklinga sem leitar sér læknisaðstoðar hjá sérfræðingum í heimilislækningum og um þriðjungur allra sjúklinga sem sækja til taugalækna utan spítala hafa slík einkenni. Þessir sjúklingar ganga oft á milli lækna og undirgangast óþarfa rannsóknir og meðferðir með litlum árangri. Vandinn getur orðið langvinnur og haft í för með sér færniskerðingu og minnkuð lífsgæði. Til er flokkun í bæði DSM IV og ICD 10 greiningarkerfunum sem inniheldur raskanir er fela í sér líkamleg einkenni þar sem ekki er hægt að sýna fram á vefræna orsök. Til þessa hóps raskana telst hugbrigðaröskun þar sem einstaklingar hafa einkenni frá taugakerfinu á borð við lamanir og skyntruflanir án þess að vefræn orsök finnist. Hér verður veitt yfirlit yfir nútímahugmyndir um orsök, greiningu, meðferð og horfur hugbrigðaröskunar

    Comparison of the first medical assessment for rehabilitation benefits and disability pension in Iceland September 1st 1999 to November 30th 2003

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAims: To evaluate the main characteristics which differentiate between those who are considered to benefit from rehabilitation and those for whom disability pension is thought more appropriate. Material and methods: The study includes all those fulfilling the medical criteria for rehabilitation benefits or full disability pension in their first assessment at the State Social Security Institute of Iceland between September 1st 1999 and November 30th 2003. Results: Rehabilitation benefits were mainly awarded in younger age groups; disability pension in older age groups. Mental and behavioural disorders were the most common medical reasons for granting rehabilitation benefits among both genders, followed by disorders of the musculoskeletal system and connective tissue, malignant neoplasms and injuries. Among females disorders of the musculoskeletal system and connective tissue were the most common medical reason for granting full disability pension, but this group of disorders was a less common reason for rehabilitation benefits. Those who fulfilled the medical criteria for rehabilitation benefits due to disorders of the musculoskeletal system and connective tissue were markedly older than those who fulfilled the medical criteria for rehabilitation benefits due to mental and behavioural disorders. Conclusion: In Iceland rehabilitation benefits are most likely to be awarded to relatively young claimants suffering from psychiatric disorders.Tilgangur: Að bera saman fyrsta læknisfræðilegt mat vegna endurhæfingarlífeyris og vegna örorkulífeyris á Íslandi á tímabilinu 1. september 1999 til 30. nóvember 2003 í því skyni að kanna hvar áherslur í endurhæfingu liggja. Efniviður og aðferðir: Unnar voru upplýsingar úr skrám Tryggingastofnunar ríkisins um aldur, kyn og fyrstu sjúkdómsgreiningu þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til endurhæfingarlífeyris eða örorkulífeyris á Íslandi á ofangreindu tímabili. Niðurstöður: Endurhæfingarlífeyrir var einkum metinn yngri aldurshópunum og örorka eldri aldurshópunum. Geðraskanir voru algengasta læknisfræðileg forsenda endurhæfingarlífeyris hjá báðum kynjum, en næst komu stoðkerfisraskanir, illkynja sjúkdómar og áverkar. Hjá konum voru stoðkerfisraskanir algengasta læknisfræðileg forsenda örorkulífeyris, en þessi sjúkdómaflokkur hafði mun minna vægi hjá þeim sem forsenda endurhæfingarlífeyris. Þeir sem metnir voru til endurhæfingarlífeyris vegna stoðkerfisraskana voru talsvert eldri en þeir sem metnir voru vegna geðraskana. Ályktun: Í matsgerðum tryggingalækna er lögð því meiri áhersla á endurhæfingu sem lengra er eftir af væntanlegri starfsævi
    corecore