4 research outputs found

    Munur á afkomu kvæma af íslensku birki í 14-ára tilraun á Miðnesheiði.

    Get PDF
    Afforestation in southwest Iceland is hindered by eroded, infertile soils and salt deposition from strong oceanic winds. A trial plot of 25 provenances of native downy birch collected throughout Iceland was established in 1998 near Keflavik International Airport to identify the best adapted stock. Seedlings were fertilized in the early years; in 2003 lupine was transplanted into the plot. In 2012, the 25 provenances differed significantly in growth and survival. Both seedling height and survival correlated with latitude of provenance origin, but not with longitude, elevation, or distance from the Keflavik plot. Southern provenances performed better than other regions, with Thórsmörk best in both growth and survival. Local provenances were poorer in performance than many other southern provenances. For afforestation with downy birch, it is recommended that high-performing provenances be planted with initial artificial fertilization, accompanied by simultaneous seeding of lupine.Á Reykjanesskaga stendur ófrjósemi jarðvegs og sterkir hafvindar með saltákomu skógrækt fyrir þrifum. Árið 1998 var komið á fót samanburðartilraun við Keflavíkurflugvöll, með 25 kvæmum af íslensku birki víðsvegar að af landinu, í þeim tilgangi að finna kvæmi sem best væru aðlöguð svæðinu. Borið var á trjáplönturnar í tilrauninni fyrstu árin eftir gróðursetningu. Árið 2003 voru lúpínuplöntur gróðursettar innan um birkið. Fjórtán árum eftir gróðursetningu (2012) reyndist marktækur munur í vexti og lifun kvæmanna. Bæði hæð gróðursettra plantna og lifun þeirra tengdust breiddargráðu upprunastaðar. Engin tengsl voru á milli hæðar og lifunar annars vegar og lengdargráðu, hæðar yfir sjávarmáli og fjarlægð frá tilraunastaðnum við Keflavíkurflugvöll hins vegar. Sunnlensk kvæmi reyndust betur en kvæmi úr öðrum landshlutum og var hæð og lifun kvæmisins Þórsmörk best. Staðarkvæmi þrifust verr en önnur sunnlensk kvæmi. Þegar rækta á birkiskóg á ófrjósömum jarðvegi á Suðurnesjum, er mælt með því að leggja áherslu á þau kvæmi sem sýnt hafa besta frammistöðu í tilrauninni. Einnig er mælt með að bera á plöntur fyrstu ár eftir gróðursetningu og um leið að sá lúpínu.Peer Reviewe

    Trjámörk alaskaaspar nærri hafi

    Full text link
    Maritime tree limits are rarely defined or addressed in the scientific literature. It has been proposed that maritime tree limits are ultimately set by airborne salt inducing top shoot dieback. The maritime tree limit would then be at the point of zero average net height increment. In order to evaluate this hypothesis, survival, top shoot lengths, shoot dieback and net height increment were monitored during a six year period in an experimental belt of black cottonwood (Populus trichocarpa) clones extending 693 m inland from an exposed 29 m high sea cliff on Heimaey Island off the south coast of Iceland (63° 26’ N, 20°18’ W, 37-50 m a.s.l.). Survival and net height increment increased with distance from the coast line. Zero net height increment during six consecutive years of study was at 510 m from the coastline. Annual net increment at 600 and 693 m from the coast was 1.6 and 3.3 cm year-1, respectively. Survival rate of all clones combined was significantly explained by a logit model of the inverse of the distance to the coast. According to that model estimated limits of 1%, 50% and 75% survival were at 109, 280 and 448 m from the cliff, respectively.Trjámörk við sjó eru sjaldséð umræðuefni í vísindaritum. Á það hefur verið bent að nærri opnu hafi setji kalskemmdir á toppsprotum vegna sjávarseltu trjágróðri hæðarmörk. Trjámörk við sjó verða þar sem kalskemmdir eru jafnar eða meiri en hæðarvöxtur trjánna þannig að trén hækka ekkert. Til að meta þessa tilgátu var fylgst með lifun, lengdarvexti toppsprotans, lengd sprotakals og hækkun trjánna á sex ára tímabili í klónatilraunabelti af alaskaösp (Populus trichocarpa) sem náði 693 m frá skjóllausum 29 m háum sjávarhömrum á Heimaey (63° 26’ N, 20°18’ W, 37-50 m y.s.). Trén hækkuðu hraðar og lifun var betri með aukinni fjarlægð frá hafi. Nær ströndinni en 510 m hækkuðu trén ekkert á þessu sex ára tímabili. Árleg hækkun trjánna var 1,6 cm ár-1 við 600 m en 3,3 cm ár-1 693 m frá ströndinni. Lifun allra asparklóna mátti skýra með logit-falli af andhverfu fjarlægðar að hafi. Samkvæmt þessu falli voru mörk 1%, 50% og 75% lifunar við 109, 280 og 448 m fjarlægð frá bjargbrúninni
    corecore