25 research outputs found

    Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjagjöf við tannlækningar til varnar gegn hjartaþelsbólgu

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ Landspítala-háskólasjúkrahúsi hafa verið við lýði í áratugi, vinnureglur um gjöf sýklalyfja til varnar gegn hjartaþelsbólgu. Jafnframt hafa tannlæknar unnið eftir svipuðum vinnureglum m.t.t. varnar gegn hjartaþelsbólgu1. Árið 2002 voru gefnar út ráðleggingar á LSH sem byggðu á leiðbeiningum bandarísku hjartasamtakanna (American Heart Association)2 með upplýsingum um lyfjaval og við hvaða aðstæður beita ætti sýklalyfjaforvörn. Var þem dreift til lækna, tannlækna og sjúklinga sem voru með aukna hættu á að fá hjartaþelsbólgu. Svipaðar vinnureglur hafa einnig verið gefnar út af European Cardiac Society og British Cardiac Society3. Þessi samtök hafa reglulega endurskoðað ráðleggingarnar og nýlega hefur vinnuhópur á vegum British Society for Antimicrobial Chemotherapy lokið slíkri endurskoðun og hefur verið byggt á þeim við endurgerð íslensku leiðbeininganna4. Vinnuhópurinn lagði mat á allar birtar rannsóknir (hjá mönnum og í dýralíkönum) sem tengdu ýmsar gerðir inngripa við hættu á hjartaþelsbólgu hjá einstaklingum í aukinni áhættu. Hafa ber í huga að þrátt fyrir „viðeigandi“ sýklalyfjaforvörn geta einstaklingar samt sem áður fengið hjartaþelsbólgu. Forvörn byggir ekki einungis á gjöf varnandi sýklalyfja. Lögð er áhersla á að menn haldi vöku sinni varðandi hættu á hjartaþelsbólgu hjá öllum sem njóta þjónustu heilbrigðiskerfisins. Má þar nefna viðeigandi meðferð sýkinga sem leitt geta til bakteríublóðsmits (bacteremia), tafarlaust brottnám sýktra æðaleggja og markvissa meðferð við aðstæður sem geta leitt til langvinnra eða endurtekinna sýkinga

    Severe adverse effects of quinine: Report of seven cases

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Quinine is a drug which is mainly used for prevention of nocturnal leg cramps. Serious side effects of this drug have been described in recent years, including cytopenias and the hemolytic-uremic syndrome. We report seven cases of severe adverse effects of quinine. Material and methods: Seven patients who were hospitalized with adverse effects of quinine during the period 1978-2000 are described. Medical records were reviewed with respect to clinical and laboratory features. Serum samples from three patients were tested for quinine-dependent antibodies against platelets and/or granulocytes by flow cytometry. Results: All patients were females aged 52 to 79 years, who were taking quinine for nocturnal leg cramps. Five of the patients experienced recurrent episodes of fever, chills, nausea and vomiting, and three had abdominal pain as well. Two of these patients had pancytopenia, one of whom had evidence for disseminated intravascular coagulation. One had leukopenia and thrombocytopenia. Two patients developed hemolytic-uremic syndrome associated with disseminated intravascular coagulation. One of them suffered irreversible renal failure requiring maintenance hemodialysis. One year later she underwent successful kidney transplantation. All patients had taken quinine several hours prior to the onset of symptoms. In two cases the clinical findings were reproduced by the administration of quinine. Quinine-dependent IgG antibodies against platelets were detected in two patients and against granulocytes in one patient. Conclusions: These cases illustrate the severe adverse effects that can be caused by quinine. Five patients had solid evidence for side effects of quinine being the cause of their illness and strong suggestions of association with the drug were present in two patients. In view of potentially life-threatening side effects, it appears prudent to prohibit the availability of quinine over the counter. Furthermore, it is important that physicians thoroughly consider the indication for each prescription of quinine and remain vigilant toward its side effects.Inngangur: Kínín er lyf sem nú er einkum notað til að fyrirbyggja vöðvakrampa í ganglimum að næturlagi. Á síðustu árum hefur verið lýst svæsnum aukaverkunum af völdum lyfsins, svo sem blóðkornafæð og blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni. Við greinum frá sjö tilfellum alvarlegra aukaverkana kíníns. Efniviður og aðferðir: Lýst er sjö sjúklingum sem voru lagðir inn á sjúkrahús vegna aukaverkana kíníns á árunum 1978-2000. Aflað var upplýsinga úr sjúkraskrám um klínísk einkenni og niðurstöður rannsókna. Hjá þremur sjúklingum var gerð leit að kínínháðum mótefnum gegn blóðflögum og/eða kleyfkyrningum í sermi með flæðisfrumugreiningu. Niðurstöður: Allir sjúklingarnir voru konur á aldrinum 52-79 ára sem tóku kínín vegna vöðvakrampa í ganglimum. Fimm kvennanna fengu endurtekin skammvinn köst að næturlagi með hita, hrolli, ógleði og uppköstum og voru þrjár einnig með kviðverki. Tvær höfðu enn fremur blóðkornafæð og hafði önnur þeirra merki um blóðstorkusótt. Þá var ein kvennanna með fækkun á blóðflögum og hvítum blóðkornum. Tvær kvennanna fengu blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni ásamt blóðstorkusótt. Svæsin nýrnabilun annarrar konunnar var óafturkræf og fékk hún blóðskilunarmeðferð um tíma en gekkst síðar undir nýrnaígræðslu með góðum árangri. Allir sjúklingarnir reyndust hafa tekið kínín fáeinum klukkustundum fyrir upphaf einkenna. Hjá tveimur sjúklingum voru klínísk einkenni framkölluð með gjöf kíníns. Þá fundust kínínháð IgG mótefni gegn blóðflögum hjá tveimur sjúklingum og gegn kleyfkyrningum hjá einum. Ályktanir: Þau tilfelli sem hér er lýst endurspegla vel þær alvarlegu aukaverkanir sem kínín getur valdið. Hjá fimm sjúklingum var sýnt fram á aukaverkun kíníns með traustum rökum og hjá tveimur voru sterkar vísbendingar um tengsl við lyfið. Með hliðsjón af lífshættulegum aukaverkunum lyfsins verður það að teljast skynsamleg ráðstöfun að heimila ekki sölu þess án ávísunar læknis. Mikilvægt er að læknar ígrundi vel hverja ábendingu fyrir ávísun kíníns og séu á varðbergi gegn hættulegum aukaverkunum þess

    Smitsjúkdómar og sýkingavandamál : hvað er á döfinni? : hvers er að vænta? [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAllmörg læknatímarit hafa ákveðið aö helga nokkur eintök á árinu 1996 sama viðfangsefni. Það er við hæfi að sýkingar og sýkingavandamál hafi orðið fyrir valinu til að hleypa þessu samstarfi af stokkunum því að á síðustu árum hefur öllum orðið ljóst að á þessu sviði eru mörg óleyst verkefni bæði gömul og ný. Lyfjaónæmi sýkla er líklega það vandamál sem vekur mestan ugg meðal lækna. Hérlendis hefur mest verið fjallað um penicillin ónæma pneumókokka. Rannsóknir Karls G. Kristinssonar og félaga hafa vakið heimsathygli. Ekki sér fyrir endanlega lausn á þeim vanda en líklegt er þó að lykilinn sé að finna í skynsamlegri notkun sýklalyfja. Það verður eitt af höfuðviðfangsefnum smitsjúkdómalækna og annarra sem málið varða að stuðla að beinskeyttari notkun sýklalyfja bæði innan jafnt sem utan sjúkrahúsa

    Útrýming algengustu kynsjúkdómanna : órar eða raunhæfur möguleiki? [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenFundurinn var haldinn í lok áttunda áratugarins og var dæmigerður fyrir norrænt samstarf. Fulltrúar Norðurlandanna stóðu upp hver af öðrum og skýrðu hvers vegna tíðni lekanda hafði minnkað verulega seinustu tvö til þrjú árin, eða allt aö 40 til 50%. Daninn taldi árangurinn tvímælalaust vera því að þakka að leit að rekkjunautum hafi verið efld, Finninn tók í sama streng og minntist einnig á eflingu kynsjúkdómadeilda í stærstu borgum Finnlands. Norðmaðurinn benti hróðugur á að við þjóðvegina í kringum Osló hefðu verið sett upp vegaskilti (í landi þar sem slíkt er annars harðbannað, samanber málverkið af Gro Harlem á fjósveggnum), þar sem lesa mátti uggvænlegar staðreyndir eins og „19 Norðmenn fá lekanda í kvöld". Á öðrum skiltum var áróður fyrir smokkanotkun. Svíar voru djarfari enda var þetta á þeim tíma sem alheiminum var talin trú um ótrúlegt frjálslyndi þeirra í ástamálum sem líklega var mýta ættuð frá meistara Bergmann. Þeir sýndu auglýsingar sem höfðu verið sýndar í sjónvarpi og í kvikmyndahúsum. Ein var um þau skötuhjú, Rómeó og Júlíu, þar sem Júlía hvíslar í eyra riddarans að hér verði ekki gert do-do nema verja sé með í för og Rómeó sést síðan klifra niður af svölunum sneyptur á svip. Landinn hafði stórbætt greiningaraðferðir og hafið skimun hjá ófrískum konum

    Smitsjúkdómar og sýkingavandamál : hvað er á döfinni? : hvers er að vænta? [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAllmörg læknatímarit hafa ákveðið aö helga nokkur eintök á árinu 1996 sama viðfangsefni. Það er við hæfi að sýkingar og sýkingavandamál hafi orðið fyrir valinu til að hleypa þessu samstarfi af stokkunum því að á síðustu árum hefur öllum orðið ljóst að á þessu sviði eru mörg óleyst verkefni bæði gömul og ný. Lyfjaónæmi sýkla er líklega það vandamál sem vekur mestan ugg meðal lækna. Hérlendis hefur mest verið fjallað um penicillin ónæma pneumókokka. Rannsóknir Karls G. Kristinssonar og félaga hafa vakið heimsathygli. Ekki sér fyrir endanlega lausn á þeim vanda en líklegt er þó að lykilinn sé að finna í skynsamlegri notkun sýklalyfja. Það verður eitt af höfuðviðfangsefnum smitsjúkdómalækna og annarra sem málið varða að stuðla að beinskeyttari notkun sýklalyfja bæði innan jafnt sem utan sjúkrahúsa

    Útrýming algengustu kynsjúkdómanna : órar eða raunhæfur möguleiki? [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenFundurinn var haldinn í lok áttunda áratugarins og var dæmigerður fyrir norrænt samstarf. Fulltrúar Norðurlandanna stóðu upp hver af öðrum og skýrðu hvers vegna tíðni lekanda hafði minnkað verulega seinustu tvö til þrjú árin, eða allt aö 40 til 50%. Daninn taldi árangurinn tvímælalaust vera því að þakka að leit að rekkjunautum hafi verið efld, Finninn tók í sama streng og minntist einnig á eflingu kynsjúkdómadeilda í stærstu borgum Finnlands. Norðmaðurinn benti hróðugur á að við þjóðvegina í kringum Osló hefðu verið sett upp vegaskilti (í landi þar sem slíkt er annars harðbannað, samanber málverkið af Gro Harlem á fjósveggnum), þar sem lesa mátti uggvænlegar staðreyndir eins og „19 Norðmenn fá lekanda í kvöld". Á öðrum skiltum var áróður fyrir smokkanotkun. Svíar voru djarfari enda var þetta á þeim tíma sem alheiminum var talin trú um ótrúlegt frjálslyndi þeirra í ástamálum sem líklega var mýta ættuð frá meistara Bergmann. Þeir sýndu auglýsingar sem höfðu verið sýndar í sjónvarpi og í kvikmyndahúsum. Ein var um þau skötuhjú, Rómeó og Júlíu, þar sem Júlía hvíslar í eyra riddarans að hér verði ekki gert do-do nema verja sé með í för og Rómeó sést síðan klifra niður af svölunum sneyptur á svip. Landinn hafði stórbætt greiningaraðferðir og hafið skimun hjá ófrískum konum

    Analysis of antibiotic utilization review at Landspitalinn, the University Hospital in Iceland

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To describe the application of and analyze the cost effects of antibiotic utilization review at Landspitalinn, the National University Hospital in Iceland, and review the use of prophylactic antibiotics in a general surgical ward. Material and methods: The study was undertaken during a two month period in 1996. Patients in wards 11-A and 11-B (general medical floors), ward 12-G (general surgery service) and 11-E (hematology service) were enrolled. A specialist in infectious diseases and a clinical pharmacist reviewed the antibiotic treatment daily. If felt appropriate a recommendation to change treatment was forwarded. The number of patients treated with antibiotics, recommendations, recommendations accepted, and types of suggestions were recorded. Minimal savings per day were calculated by subtracting the cost of the antibiotic treatment after recommended modifications from the cost of the previous treatment. Prophylactic surgical treatment was examined in ward 12-G during an additional month. Results: One hundred and fifty patients were treated with antibiotics during January and February 1996. The percentage of cases where changes in antibiotic treatment was recommended was 74% in 12-G, 65% in 11-E but 33% and 32% in 11-A and 11-B respectively. In ward 11-E, 80% of the recommendations were accepted and appropriate changes made, corresponding figures for the other wards were 93-100%. The most frequently recommended changes were stopping antibiotics (33%), reducing doses (31%) and switching to oral agents (19%). The minimum savings were estimated at ISK 210 000 per month if the effects of recommendations that were accepted were presumed to have lasted three days. Four percent of prescribed prophylactic surgical treatment was according to approved standards. Conclusions: The results confirm the need to optimize the use of antibiotics at The National University Hospital. The antibiotic utilization review was well received and acceptance of recommendations was high. The application of antibiotic utilization review to the entire hospital could reduce antibiotic cost by as much as 30-36%.Markmið: Að gera grein fyrir framkvæmd og kanna kostnaðaráhrif sýklalyfjaeftirlits á Landspítalanum. Einnig var könnuð notkun sýklalyfja í varnandi skyni á skurðdeild. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framkvæmd í janúar til mars 1996. Fylgst var með sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum á deild-um 11-A og 11-B (almennar lyflækningadeildir), 12-G (almenn handlækningadeild) og 11-E (blóðfræðideild). Sérfræðingur í smitsjúkdómum og klínískur lyfjafræðingur fóru yfir sýklalyfjameðferðina daglega. Ef ástæða þótti til var lögð fram ráðlegging um breytingu á sýklalyfjameðferð. Læknar sjúklings ákváðu hvort ráðleggingum var fylgt. Skráður var fjöldi sjúklinga á sýklalyfjum, fjöldi ráðlegginga, eðli þeirra og hlutfall sem var fylgt. Lágmarkssparnaður var fundinn með því að draga kostnað við sýklalyfjameðferð eftir breytingu frá kostnaði fyrir breytingu. Skráð var varnandi sýklalyfjameðferð sem beitt var á deild 12-G í mars 1996 og hún borin saman við samþykktar leiðbeiningar um slíka meðferð í lyfjalista Landspítalans.Niðurstöður: Eitthundrað og fimmtíu sjúklingar voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum í janúar og febrúar 1996. Hlutfall ráðlegginga um breytingu á meðferð var 74% á deild 12-G, 65% á 11-E en 33% og 32% á 11-A og 11-B. Fylgt var 80% ráðlegginga á deild 11-E en 93-100% á öðrum deildum. Algengustu ástæður ráðlegginga um breytingar á sýklalyfjameðferð voru: stöðvun meðferðar (33%), lækkun skammta (31%) og breytingar á meðferð úr stungulyfi í meðferð um munn (19%). Lágmarkssparnaður var metinn 70-210.000 krónur á mánuði ef reiknað var með að ráðleggingar hefðu áhrif í einn til þrjá daga. í mars voru 4% varnandi meðferðar fyrir skurðaðgerðir á deild 12-G í samræmi við samþykktar leiðbeiningar. Ályktanir: Niðurstöður okkar styðja nauðsyn þess að bæta sýklalyfjameðferð á Landspítalanum. Sýklalyfjaeftirliti var vel tekið og ráðleggingum fylgt í 80-100% tilvika. Eftirlit með sýklalyfjanotkun á Landspítalanum öllum gæti leitt til sparnaðar sem næmi allt að 30-36% sýklalyfjakostnaðar

    Analysis of antibiotic utilization review at Landspitalinn, the University Hospital in Iceland

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To describe the application of and analyze the cost effects of antibiotic utilization review at Landspitalinn, the National University Hospital in Iceland, and review the use of prophylactic antibiotics in a general surgical ward. Material and methods: The study was undertaken during a two month period in 1996. Patients in wards 11-A and 11-B (general medical floors), ward 12-G (general surgery service) and 11-E (hematology service) were enrolled. A specialist in infectious diseases and a clinical pharmacist reviewed the antibiotic treatment daily. If felt appropriate a recommendation to change treatment was forwarded. The number of patients treated with antibiotics, recommendations, recommendations accepted, and types of suggestions were recorded. Minimal savings per day were calculated by subtracting the cost of the antibiotic treatment after recommended modifications from the cost of the previous treatment. Prophylactic surgical treatment was examined in ward 12-G during an additional month. Results: One hundred and fifty patients were treated with antibiotics during January and February 1996. The percentage of cases where changes in antibiotic treatment was recommended was 74% in 12-G, 65% in 11-E but 33% and 32% in 11-A and 11-B respectively. In ward 11-E, 80% of the recommendations were accepted and appropriate changes made, corresponding figures for the other wards were 93-100%. The most frequently recommended changes were stopping antibiotics (33%), reducing doses (31%) and switching to oral agents (19%). The minimum savings were estimated at ISK 210 000 per month if the effects of recommendations that were accepted were presumed to have lasted three days. Four percent of prescribed prophylactic surgical treatment was according to approved standards. Conclusions: The results confirm the need to optimize the use of antibiotics at The National University Hospital. The antibiotic utilization review was well received and acceptance of recommendations was high. The application of antibiotic utilization review to the entire hospital could reduce antibiotic cost by as much as 30-36%.Markmið: Að gera grein fyrir framkvæmd og kanna kostnaðaráhrif sýklalyfjaeftirlits á Landspítalanum. Einnig var könnuð notkun sýklalyfja í varnandi skyni á skurðdeild. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framkvæmd í janúar til mars 1996. Fylgst var með sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum á deild-um 11-A og 11-B (almennar lyflækningadeildir), 12-G (almenn handlækningadeild) og 11-E (blóðfræðideild). Sérfræðingur í smitsjúkdómum og klínískur lyfjafræðingur fóru yfir sýklalyfjameðferðina daglega. Ef ástæða þótti til var lögð fram ráðlegging um breytingu á sýklalyfjameðferð. Læknar sjúklings ákváðu hvort ráðleggingum var fylgt. Skráður var fjöldi sjúklinga á sýklalyfjum, fjöldi ráðlegginga, eðli þeirra og hlutfall sem var fylgt. Lágmarkssparnaður var fundinn með því að draga kostnað við sýklalyfjameðferð eftir breytingu frá kostnaði fyrir breytingu. Skráð var varnandi sýklalyfjameðferð sem beitt var á deild 12-G í mars 1996 og hún borin saman við samþykktar leiðbeiningar um slíka meðferð í lyfjalista Landspítalans.Niðurstöður: Eitthundrað og fimmtíu sjúklingar voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum í janúar og febrúar 1996. Hlutfall ráðlegginga um breytingu á meðferð var 74% á deild 12-G, 65% á 11-E en 33% og 32% á 11-A og 11-B. Fylgt var 80% ráðlegginga á deild 11-E en 93-100% á öðrum deildum. Algengustu ástæður ráðlegginga um breytingar á sýklalyfjameðferð voru: stöðvun meðferðar (33%), lækkun skammta (31%) og breytingar á meðferð úr stungulyfi í meðferð um munn (19%). Lágmarkssparnaður var metinn 70-210.000 krónur á mánuði ef reiknað var með að ráðleggingar hefðu áhrif í einn til þrjá daga. í mars voru 4% varnandi meðferðar fyrir skurðaðgerðir á deild 12-G í samræmi við samþykktar leiðbeiningar. Ályktanir: Niðurstöður okkar styðja nauðsyn þess að bæta sýklalyfjameðferð á Landspítalanum. Sýklalyfjaeftirliti var vel tekið og ráðleggingum fylgt í 80-100% tilvika. Eftirlit með sýklalyfjanotkun á Landspítalanum öllum gæti leitt til sparnaðar sem næmi allt að 30-36% sýklalyfjakostnaðar

    The epidemiology of AIDS in Iceland. The first ten years

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective. To describe the epidemiology of AIDS and HIV infection in Iceland with demographic characteristics and associated risk factors. Design. Survey of national data reported to the Office of the Director General of Public Health in Iceland from November 1985 to December 311994. The dates of diagnosis of HIV infection, AIDS and death due to AIDS were collected from the patients physicians. Patients. All patients diagnosed with HIV and AIDS in Iceland during the study period. Methods. The expanded European AIDS surveillance case definition was used (Lancet 1993 ;341:441). Reporting of individuals with AIDS and HIV infection is semianonymous in Iceland according to the act of law on sexually transmitted diseases. Results. As of December 31 1994 overall 79 males and 14 females were diagnosed with HIV infection. Of those infected 30 males and five females were diagnosed with AIDS. Most of those infected with HIV were 20-29 years old (44%) and most of those diagnosed with AIDS were 30-39 years old (40%). The incidence of AIDS (number of cases/100,000/ year) was 1.36 (2.3 for males and 0.4 for women) during the first 10 years. Of those 35 diagnosed with AIDS 26 died (74%) during this period. The median survival time after the diagnosis of AIDS was 22 months (95% CI; 16-28 months). The majority of the patients with AIDS (91%) and the HIV infected cases (65%) were homosexual or bisexual males but the proportion of those infected by heterosexual contact has been increasing and was at the end of the study period 16%. HIV infection among i.v. drug abusers has been rare in Iceland hitherto. No paediatric cases were observed. Conclusion. The spread of AIDS in Iceland is not as rapid as in many other countries. The incidence rate has not changed significantly during the study period. At the same time the death rate of AIDS patients has been increasing indicating a slowing of the AIDS epidemic. The major changes regarding transmission categories are the increasing proportion of heterosexuals and decreasing proportion of homosexual and bisexual males.Lýst er faraldsfræði alnæmis og smits af völdum alnæmisveiru fyrstu 10 árin sem sjúkdómurinn hefur verið þekktur á Íslandi. Stuðst var við tilkynningar um alnæmi og smit af völdum veirunnar sem bárust landlæknisembættinu. Aflað var upplýsinga hjá meðhöndlandi læknum um tímasetningar sjúkdómsgreiningar, áhættuþætti og afdrif sjúklinga. Alnæmi var skilgreint í samræmi við aðferð Evrópustofnunarinnar um faraldsfræði alnæmis (European Centre for Epidemiological Monitoring of AIDS, Saint- Maurice, Frakklandi). Í árslok 1994 höfðu greinst 79 karlar og 14 konur með smit af völdum alnæmisveiru. Af þeim greindust 30 karlar og fimm konur með alnæmi. Flestir þeirra sem höfðu smitast voru á aldrinum 20-29 ára (44%) og flestir þeirra sem greindust með alnæmi voru á aldrinum 30-39 ára (40%). Nýgengi alnæmis (fjöldi tilfella á 100.000 íbúa á ári) var 1,36 (2,3 hjá körlum og 0,4 hjá konum) á fyrstu 10 árunum. Af þeim 35 sem greindust með alnæmi dóu 26 (74%) á tímabilinu. Miðgildi lifunar eftir að alnæmi greindist reyndist 22 mánuðir (95% öryggismörk; 16-28 mánuðir). Flestir þeirra sem greindust með alnæmi (91%) og alnæmissmit (65%) voru samkynhneigðir karlmenn. Hlutfall gagnkynhneigðra fór þó vaxandi á tímabilinu og var 16% í lok tímabilsins. Útbreiðsla smits var hraðari í þeim hópi en meðal samkynhneigðra. Smit af völdum veirunnar var fátítt meðal fíkniefnaneytenda sem nota sprautur. Engin börn eða dreyrasjúklingar smituðust. Útbreiðsla alnæmis er ekki eins ör á Íslandi og í mörgum öðrum löndum. Nýgengi sjúkdómsins breyttist ekki marktækt á tímabilinu. Á sama tíma óx dánartalan hraðar en nýgengi sjúkdómsins sem bendir til þess að dregið hafi úr útbreiðslu smits. Helstu breytingarnar á tímabilinu voru vaxandi hlutur gagnkynhneigðra meðal smitaðra einstaklinga og minnkuð útbreiðsla smits meðal samkynhneigðra karla

    Hjartaþelsbóla á Íslandi 1976-1985 : nýgengi - orsakir - afdrif

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)A retrospective analysis of all cases of infective endocarditis in Iceland 1976-1985 was carried out. Hospital and autopsy records from all over the country were reviewed. During the 10 year period 71 infections in 67 patients fulfilled the set criteria, giving an incidence of 2.96/105 inhabitants/year, in a population of 240 thousand. Most infections (30) were due to streptococci. S. viridans was the causative organism in 14 cases and nonhemolytic streptococci in 8 cases. S. aureus was the causative organism on 17 occasions. Most of the infections were on the left side of the heart and in 8 cases a prostethic valve was infected. Forty four (62%) of the patients had an identifiable risk factor of infective endocarditis and on two occasions, no antibiotic prophylaxis during dental procedure in patients with known heart disease may have contributed to infection. On admission 34 patients (47,8%) had ten thousand or fewer white blood cells per microliter and 15 (21.2%) had erythrocyte sedimentation rate of less than 20 mm/hour. Echocardiogram was done on 29 patients, twenty one of them (72,4%) had positive signs of infective endocarditis and in some instances the diagnosis was based on the results of the echocardiogram. In 9 patients a valve operation was required because of the infection. Twenty four patients (33,8%) died, and in 14 of these the diagnosis of infective endocarditis was first made at autopsy. Of those who died, five had been treated with appropriate antibiotics for more than 3 days before death.Tíðni hjartaþelsbólgu á Íslandi árin 1976-1985 var könnuð með athugun sjúkraskýrslna á sjúkrahúsum landsins, auk þess sem krufningaskýrslur voru kannaðar. Á þessu 10 ára tímabili fannst 71 sýking hjá 67 einstaklingum. Nýgengi hjartaþelsbólgu var 2,96/100 þúsund íbúa/ár. Algengustu sýklategundir voru streptokokkar, alls 30 tilfelli, þar af vírídans streptókokkar í 14, og ekki blóðleysandi (nonhemólýtískir) streptokokkar í 8 tilfellum. Staphylococcus aureus ræktaðist í 17 sýkingum. Langflestar sýkinganna voru í vinstri hjartalokum og í 8 tilfellum var um sýkingu í gerviloku að ræða. Af þeim sem veiktust voru 44 (62%) í áhættuhópi hjartaþelsbólgu vegna hjartasjúkdóms eða af öðrum ástæðum og í tveimur tilvikum virtist skortur á forvarnarsýklalyfjagjöf við tannaðgerðir hafa stuðlað að sýkingu. Við innlögn var ekki lýst hjartaóhljóði hjá 20 sjúklingum og skráning á skoðun m.t.t. húð- og augnbotnabreytinga er fylgt geta hjartaþelsbólgu var oft ónákvæm. Við innlögn voru 34 sjúklingar (47,8%) með 10 þúsund hvít blóðkorn/míkrólítra blóðs eða færri og 15 þeirra (21,2%) höfðu sökk undir 20 mm/klst. Hjartaómskoðun var gerð á 29 sjúklingum. Tuttugu og einn (72,4%) hafði jákvæð teikn um hjartaþelsbólgu og í nokkrum tilvikum var sjúkdómsgreiningin byggð á niðurstöðum ómskoðunar. Alls þurftu 9 sjúklingar lokuaðgerð vegna hjartaþelsbólgu. Tuttugu og fjórir sjúklingar (33,8%) dóu og í 14 tilvikum greindist sjúkdómurinn fyrst við krufningu. Af þeim 24 sjúklingum sem dóu, höfðu fimm fengið viðeigandi sýklalyf lengur en þrjá daga fyrir andlátið
    corecore