10 research outputs found

    Implementing the semi-structured interview Kiddie-SADS-PL into an in-patient adolescent clinical setting: impact on frequency of diagnoses

    Get PDF
    <p>Abstract</p> <p>Background</p> <p>Research is needed to establish the utility of diagnostic interviews in clinical settings. Studies comparing clinical diagnoses with diagnoses generated with structured instruments show generally low or moderate agreement and clinical diagnostic assignment (e.g. admission or chart diagnoses) are often considered to underdiagnose disorders. The objective of this study was to evaluate the impact of implementing the Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia for School-Age Children – Present and Lifetime Version (Kiddie-SADS-PL) into an in-patient adolescent clinical setting.</p> <p>Methods</p> <p>Participants were all adolescents admitted through the years 2001–2004 (<it>N </it>= 333 admissions, age 12–17 years). The authors reviewed the charts of the previous three years of consecutive admissions, patients being evaluated using routine psychiatric evaluation, before the Kiddie-SADS-PL was introduced. They then reviewed the charts of all consecutive admissions during the next twelve months, patients being evaluated by adding the instrument to routine practice.</p> <p>Results</p> <p>The rates of several main diagnostic categories (depressive, anxiety, bipolar and disruptive disorders) increased considerably, suggesting that those disorders were likely underreported when using non-structured routine assessment procedures. The rate of co-morbidity increased markedly as the number of diagnoses assigned to each patient increased.</p> <p>Conclusion</p> <p>The major differences in diagnostic assignment rates provide arguments for the utility of diagnostic interviews in inpatient clinical settings but need further research, especially on factors that affect clinical diagnostic assignment in "real world" settings.</p

    Lyfjameðferð við kvíða

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Kvíði er óþægilegt tilfinningaástand sem einkennist af ótta við óorðna hluti, skynjun á einhvers konar ógnun, og er venjulega samfara huglægum líkamlegum óþægindum og ákveðnum líkamlegum breytingum. Þær spanna m.a. þungan hjartslátt, andvörp eða oföndun, brjóstverk, munnþurrk, óþægindatilfinningu í maga, ógleði og uppköst, uppþembu í kvið, tíðar linar hægðir, tíð þvaglát og vöðvaspennu, einkum í höfði og hálsi. Huglæg einkenni eru m.a. óttakennd, pirringur, lélegt minni, skert athygli og síðvaka (erfiðleikar við að festa svefn). í almennri kvíðaröskun er umrædd tilfinning stöðugt til staðar og menn kvarta um að vera eins og hengdir upp á þráð allan tímann. Þessi kvilli er algengari meðal karla en kvenna og verður einkum fyrst vart snemma á fullorðinsaldri. Um það bil 2-5% íbúanna kvarta um slíkan kvíða og um fjórðungur af samráðskvaðningum heimilislækna við geðlækna eru vegna þessara kvilla. Líffræðilegir þættir skipta verulegu máli, en sama á við um vandkvæði vegna ytri aðstæðna. Ferill kvíðakvilla er mismunandi, en verður oft langvarandi með skyndilegri aukningu einkenna inn á milli. Í fælni er óttinn úr samhengi við aðstæður og lýtur ekki meðvitaðri stjórn. Viðkomandi forðast þær aðstæður eða hluti sem valda honum ótta. Í víðáttufælni (agoraphobia) tengist óttinn því að fara út af heimilinu, vera á víðavangi eða í mannþröng, t.d. í verslunum. Tveir þriðju hlutar einstaklinganna eru konur og flestir fá þennan kvilla snemma á fullorðinsárum. Þeir sem eru haldnir félagslegri fælni forðast aðstæður þar sem þeir kynnu að vekja á sér athygli og sértæk fælni getur einkennst af ótta við dýr, svo sem ketti eða hunda, eða ótta við fjaðrir, hæð eða önnur efni eða aðstæður

    A century of psychiatric services [editorial]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ nítjándu öld voru stofnuð geðveikrahæli víða um Evrópu. Formleg geðheilbrigðisþjónusta hófst á Íslandi með stofnun Kleppsspítalans sem opnaður var formlega 26. maí 1907. Fljótlega kom í ljós að húsakostur sjúkrahússins dugði skammt og máttu sjúklingar og starfsmenn búa við veruleg þrengsli um langa hríð. Veruleg lagfæring fékkst með stofnun nýja Klepps árið 1929 en á næstu áratugum sótti aftur í sama farið. Á 7. áratugnum munu um 300 sjúklingar hafa vistast hverju sinni á spítalanum. Reyndar var almennur skortur á sjúkrarýmum hér á landi allt frá því Landspítalinn var reistur 1930 og fram yfir miðja síðustu öld

    Geðhvarfasjúkdómar

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Í geðhvarfasjúkdómum ber mest á truflunum í geðslagi, annað hvort djúpri geðlægð eða oflæti. Sjúkdómurinn einkennist venjulega af óeðlilegu hugsanaferli og skynjun, sem orsakast af undirliggjandi truflun í geðslagi. Í hverju tilviki getur geðslagstruflunin verið samfara ýmsum fylgikvillum, bæði líkamlegum og geðrænum. Í hverju sjúkdómstímabili er geðslagið annað hvort stöðugt lækkað eða hækkað, þó blönduð sjúkdómsmynd sé einnig til, þ.e. sami einstaklingurinn getur upplifað sjúkdómstímabil af hvorri gerð sem er og þar af leiðir nafn sjúkdómsins geðhvarfasjúkdómur (manic depressive psychosis). Þunglyndi er áberandi í geðhvarfasjúkdómi, en skilgreiningar þess eru mismunandi og þess vegna er erfitt að meta nákvæmlega tíðni veikindanna. Talið er að um það bil þrír eða fjórir af hverjum þúsund einstaklingum þurfi á geðlæknismeðferð vegna þunglyndis að halda á hverjum tíma, en veikindin eru að líkindum vangreind og ekki leita allir læknis sem þyrftu á aðstoð að halda. Konur eru tvöfalt líklegri en karlar til þess að fá þunglyndi og tíðnin vex með aldrinum, en algengast er að veikindin byrji á bilinu 55-65 ára. Geðhvarfasjúkdómur byrjar reyndar oft mun fyrr eða upp úr tvítugsaldri, en síðan geta liðið mörg ár þar til næsta veikindatímabil gerir vart við sig. Erfðaþættir eru almennt taldir áberandi í alvarlegri tilvikum geðhvarfasjúkdóma sem styður aðaltilgátuna um lífefnafræðilegar orsakir veikindanna, þ.e. afbrigðileg efnaskipti taugaboðefna svo sem noradrenalíns (NA) og serótóníns (5-HT). Truflanir á hormónum og saltbúskap koma einnig til álita, en erfitt er að gera sér grein fyrir því hvort um er að ræða aðalorsakir eða ósértækar aukabreytingar vegna veikindanna. Sálfræðilegar og félagslegar kenningar fjalla m.a. um þýðingu lífsreynslu snemma í bernsku, svo sem að foreldri sé fjarverandi og einnig virðast atburðir síðar á æviskeiðinu hafa áhrif á byrjun sumra tegunda þunglyndis

    Erfðafræði geðklofa

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Geðklofi er alvarlegur sjúkdómur sem hrjáir tæplega 1% mannkyns og einkennist m.a. af ranghugmyndum, skyntruflunum og ýmsum truflunum á vitrænni starfsemi (1). Það hefur lengi verið vitað að erfðaþættir gegna hlutverki í orsökum geðklofa. Fjölskyldurannsóknir hafa sýnt að nánustu ættingjar fólks með geðklofa eru fimm til fimmtánfalt líklegri til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki eiga ættingja með geðklofa (2). Rannsóknir á eineggja og tvíeggja tvíburum benda einnig til erfðaþátta í geðklofa. Eineggja tvíburar hafa sömu gen en hjá þeim tvíeggja eru 50% genanna eins. Hjá eineggja tvíburum eru 45-75% líkur á því að báðir fái sjúkdóminn ef annar veikist, en hjá tvíeggja tvíburum eru líkurnar þær sömu og hjá öðrum nánustu ættingjum eða 5-15% (3). Þegar niðurstöður tvíburarannsókna eru vegnar saman (meta-analysis) sést að hlutur erfðaþátta í geðklofa er um 80%. Hafa ber í huga að í fjölskyldu- og tvíburarannsóknum er ekki hægt að útiloka áhrif sameiginlegra umhverfisþátta svo sem uppeldisaðferða, áfalla og næringar. Þessir þættir eru síður til staðar í ættleiðingarannsóknum en þær hafa gefið sannfærandi niðurstöður um þátt erfða í geðklofa. Einstaklingar sem eru ættleiddir frá foreldrum með geðklofa eru mun líklegri til þess að fá geðklofa en þeir sem eru ættleiddir frá foreldrum sem ekki hafa sjúkdóminn. Einnig hefur fundist hærri tíðni geðklofa hjá líffræðilegum ættingjum ættleiddra einstaklinga með geðklofa en hjá ættingjum heilbrigðra sem voru ættleiddir (4). Það er því ljóst að erfðir eiga stóran þátt í orsökum geðklofa en jafnframt er ljóst að fleira þarf að koma til. Búseta í þéttbýli, neysla kannabisefna og flutningur til ólíks menningarsamfélags eru þættir sem virðast auka hættu á geðklofa. Einnig eru vísbendingar um að hættan sé aukin við sýkingar á meðgöngu og áföll í fæðingu (5). Nýlegar rannsóknir benda til þess að hættan á því að fá geðklofa tengist samspili erfða- og umhverfisþátta (6)

    Erfðafræði geðklofa

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Geðklofi er alvarlegur sjúkdómur sem hrjáir tæplega 1% mannkyns og einkennist m.a. af ranghugmyndum, skyntruflunum og ýmsum truflunum á vitrænni starfsemi (1). Það hefur lengi verið vitað að erfðaþættir gegna hlutverki í orsökum geðklofa. Fjölskyldurannsóknir hafa sýnt að nánustu ættingjar fólks með geðklofa eru fimm til fimmtánfalt líklegri til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki eiga ættingja með geðklofa (2). Rannsóknir á eineggja og tvíeggja tvíburum benda einnig til erfðaþátta í geðklofa. Eineggja tvíburar hafa sömu gen en hjá þeim tvíeggja eru 50% genanna eins. Hjá eineggja tvíburum eru 45-75% líkur á því að báðir fái sjúkdóminn ef annar veikist, en hjá tvíeggja tvíburum eru líkurnar þær sömu og hjá öðrum nánustu ættingjum eða 5-15% (3). Þegar niðurstöður tvíburarannsókna eru vegnar saman (meta-analysis) sést að hlutur erfðaþátta í geðklofa er um 80%. Hafa ber í huga að í fjölskyldu- og tvíburarannsóknum er ekki hægt að útiloka áhrif sameiginlegra umhverfisþátta svo sem uppeldisaðferða, áfalla og næringar. Þessir þættir eru síður til staðar í ættleiðingarannsóknum en þær hafa gefið sannfærandi niðurstöður um þátt erfða í geðklofa. Einstaklingar sem eru ættleiddir frá foreldrum með geðklofa eru mun líklegri til þess að fá geðklofa en þeir sem eru ættleiddir frá foreldrum sem ekki hafa sjúkdóminn. Einnig hefur fundist hærri tíðni geðklofa hjá líffræðilegum ættingjum ættleiddra einstaklinga með geðklofa en hjá ættingjum heilbrigðra sem voru ættleiddir (4). Það er því ljóst að erfðir eiga stóran þátt í orsökum geðklofa en jafnframt er ljóst að fleira þarf að koma til. Búseta í þéttbýli, neysla kannabisefna og flutningur til ólíks menningarsamfélags eru þættir sem virðast auka hættu á geðklofa. Einnig eru vísbendingar um að hættan sé aukin við sýkingar á meðgöngu og áföll í fæðingu (5). Nýlegar rannsóknir benda til þess að hættan á því að fá geðklofa tengist samspili erfða- og umhverfisþátta (6)

    Tíðni sjálfsvíga hjá þeim sem áður hafa reynt sjálfsvíg

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open1433 persons who were referred to the psychiatric emergency ward at the Borgarspitalinn Hospital in Reykjavik, in the years 1983-1985, were divided into two groups: parasuicides and others. On the first of december 1991, 11.2% had died in all, which is significantly higher than expected from normal population incidence. The suicide-rate in the parasuicide-group was 3.8%, which is significantly higher than in the other group. Suicide was the most common cause of death in the parasuicide-group, but cardiovascular diseases in the other. The prime method of suicide among males was CO-poisoning, but drowning among females. The highest suicide risk was in the first year after the attempt, where 0.8% of the parasuicide-group committed suicide.Hópi 1433 einstaklinga, sem komu á bráðamóttöku geðdeildar Borgarspítalans á árunum 1983-1985, var skipt í tvennt, eftir því hvort komuástæðan var sjálfsvígstilraun eða ekki. Þann 1. desember 1991 voru 11,2% hópsins látin, sem er marktækt hærri tíðni en í samsvarandi hópi úr almennu þýði. Tíðni sjálfsvíga í sjálfsvígstilraunahópnum var 3,8%, sem var marktækt hærra en í hinum hópnum. Sjálfsvíg var langalgengasta dánarorsökin í sjálfsvígstilraunahópnum en hjarta- og æðasjúkdómar í hinum. Algengustu sjálfsvígsaðferðir voru eitrun með kolmónoxíði hjá körlum og drukknun hjá konum. Úr sjálfsvígstilraunahópnum frömdu 0,8% einstaklinganna sjálfsvíg innan árs

    Tíðni sjálfsvíga hjá þeim sem áður hafa reynt sjálfsvíg

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open1433 persons who were referred to the psychiatric emergency ward at the Borgarspitalinn Hospital in Reykjavik, in the years 1983-1985, were divided into two groups: parasuicides and others. On the first of december 1991, 11.2% had died in all, which is significantly higher than expected from normal population incidence. The suicide-rate in the parasuicide-group was 3.8%, which is significantly higher than in the other group. Suicide was the most common cause of death in the parasuicide-group, but cardiovascular diseases in the other. The prime method of suicide among males was CO-poisoning, but drowning among females. The highest suicide risk was in the first year after the attempt, where 0.8% of the parasuicide-group committed suicide.Hópi 1433 einstaklinga, sem komu á bráðamóttöku geðdeildar Borgarspítalans á árunum 1983-1985, var skipt í tvennt, eftir því hvort komuástæðan var sjálfsvígstilraun eða ekki. Þann 1. desember 1991 voru 11,2% hópsins látin, sem er marktækt hærri tíðni en í samsvarandi hópi úr almennu þýði. Tíðni sjálfsvíga í sjálfsvígstilraunahópnum var 3,8%, sem var marktækt hærra en í hinum hópnum. Sjálfsvíg var langalgengasta dánarorsökin í sjálfsvígstilraunahópnum en hjarta- og æðasjúkdómar í hinum. Algengustu sjálfsvígsaðferðir voru eitrun með kolmónoxíði hjá körlum og drukknun hjá konum. Úr sjálfsvígstilraunahópnum frömdu 0,8% einstaklinganna sjálfsvíg innan árs
    corecore