85 research outputs found

    RAI fjölskyldan á Íslandi

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRAI er skammstöfun á ensku sem stendur fyrir „Resident Assessment Instrument“ sem hefur verið þýtt á íslensku sem „Raunverulegur aðbúnaður íbúa“. Annað heiti er MDS sem stendur fyrir „Minimum Data Set“ en með því er átt við að þær lágmarks upplýsingar sem þarf til þess að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið mælitækjunum

    Könnun á ástæðu gerðar vistunarmats á LSH

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenInngangur Vistunarmat aldraðra (VMA) er lögformlegt fjórþátta matskerfi, sem tekur til félagslegra þátta, líkamlegs heilsufars, andlegrar líðanar og færniþátta sem þarf að útfylla þegar sótt er um varanlegt vistunarúrræði fyrir aldraða einstaklinga1. Vistunarmatið gildir jafnframt sem umsókn um vistunarúrræði til þeirrar öldrunarstofnunar sem það er sent til. Fyrir fólk í heimahúsi sér þjónustuhópur aldraðra hvers sveitarfélags um að framkvæma matið en sérstakur matshópur fyrir Reykjavík. Fyrir sjúklinga sem ekki komast heim af sjúkrahúsi er vistunarmatið framkvæmt af þverfaglegu teymi; félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðingi og sérfræðingi í öldrunarlækningum. Ekki ber að gera vistunarmat fyrr en ljóst er um endanlega færni sjúklings að lokinni fullri endurhæfingu. Algengt er að óskir um að umsókn um vistrými komi frá fleirum en umsækjanda sjálfum. Til þess að heimilt sé að gera vistunarmat þarf skriflega beiðni sem undirrituð er af umsækjanda. Ef hann er ekki fær um að skrifa undir sjálfur, er ætlast til að umboðsaðili hans skrifi undir beiðnina. Ýmsar ástæður, aðrar en fötlun umsækjanda, geta valdið því að sjúklingur er ekki talinn geta útskrifast af sjúkrahúsinu. Í þessari könnun er gerð tilraun til að varpa ljósi á þá þætti sem geta legið að baki gerðar vistunarmatsins

    Retrospective analysis of health variables in a Reykjavík nursing home 1983-2002 (corrected)

    Get PDF
    Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: A municipal nursing home with 68 beds in Reykjavík, opened in mid-year 1982. OBJECTIVES: To analyse changes in demographic, health and outcome variables over 20 years. DESIGN: Retrospective analyses of data from medical records of all diseased persons with cross-sectional comparison of five four-year intervals. SETTING: Droplaugarstadir Nursing Home in Reykjavík. The nursing home is supervised by fully qualified nurses and provides maintenance rehabilitation. Medical services are delivered from a specialist geriatric hospital department. RESIDENTS: All residents who died 1983 to 2002 [corrected]. MEASUREMENTS: Demographic data, type of dwelling before admission, Nursing Home Pre-admission Assessment Score (NAPA), mobility- and cognitive score, drug usage and a list of medical diagnoses. All recorded health events during stay, falls and fractures, medical and specialist consultations. Advance directives, as recorded and end-of-life treatment, place of death, clinical diagnosis of cause of death and length of stay. RESULTS: The total number of medical records read numbered 385, including 279 females and 106 males. The mean age on admission was 85 (+/- 7) years. During the first 4 years the majority of residents came from their own private homes or residential settings but in the last four years, 60% were admitted directly from a hospital ward. The mortality rate was 17% per year in the first period and the majority died in a hospital. This ratio took a sharp turn as the mortality rate increased to 40%, and in the last period only 2 of 97 deaths took place in a hospital. Admission mobility- and cognitive scores showed increased disability with time. The most common diagnosis on admission was dementia (56%), ischemic heart disease (46%), fractures (35%) and strokes (27%). Parkinsonism and maturity onset diabetes had a low prevalence rate of 6%. A mean NHPA of 57 (+/- 17) points confirmed a high dependency selection. The mean number of drugs per patient was 5.3 (+/- 3), including 1.1 (+/- 1) for psychoactive drugs and sedatives. The most common health events during residents? stay were urinary and respiratory infections, heart failure, cardiac- and cerebral events and pulmonary disorders. Hip fractures occurred in 45 residents (12%) and other types of fractures in 47 during their stay in the nursing home. The number of medical visits and specialist referrals increased with time. Palliative care was the most common form of treatment at end of life. Pneumonia was most commonly recorded cause of death in medical notes. The yearly mortality rate was 29% and the mean length of stay was 3 (+/- 2,9) years for the whole period. LIMITATIONS: Retrospective analyses have many inherent drawbacks and the information in medical records tend to be scanty. Analyses of disabilities, as described in the medical record, can only be descriptive and health events are likely to be underreported. Statistical methods have a less meaningful role for interpretation as only diseased persons were included and survivors excluded. However, the length of time, uniform medical care and turnover rate of residents generate useful information on the patterns of the nursing home service during a time of considerable change. CONCLUSIONS: This retrospective analysis indicates increasing frailty in nursing home patients admitted over a period of 20 years. With time the residents are more often admitted directly from a hospital rather than from an individual dwelling. Most deaths took place in the nursing home and were preceded with informal or formal palliative care directives, which was a significant change over time. The data indicates growing efficiency in the nursing home selection processes due to the NHPA and improvements in holistic geriatric care. This development is in keeping with the Icelandic health care policy for elderly people to stay longer in their own home with access to a nursing home placement when needed.Tilgangur: Á síðustu árum hafa verið gerðar miklar skipulagsbreytingar á öldrunarþjónustu á Íslandi. Þessi afturvirka rannsókn beinist að því að meta áhrif þessara breytinga á lýðfræði og heilsufarsbreytur heimilismanna á Droplaugarstöðum, hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjavík. Efniviður og aðferðir: Lesnar voru sjúkraskrár allra vistmanna sem látist höfðu á árunum 1983-2002. Þessum 20 árum var skipt niður í fimm fjögurra ára tímabil. Skráð var aldur, kyn, hvaðan fólkið kom og stig á vistunarmati aldraðra. Metin var hreyfifærni og vitræn geta með fjögurra stiga kvarða, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningar við komu. Skráðar voru algengustu heilsufarsbreytur á dvalartíma, byltur og brot, vitjanir lækna og samráðskvaðningar. Stigun meðferðar, dánarstaður og dánarmein, meðalaldur og meðaldvalartími voru skráð. Niðurstöður: Rannsóknin náði til 385 heimilismanna, 279 kvenna og 106 karla. Meðalaldur við komu var 85 (± 7) ár fyrir bæði kynin og breyttist ekki marktækt á þessum 20 árum. Fyrstu fjögur árin komu flestir heimilismanna úr heimahúsum eða úr þjónustuíbúðum fyrir aldraða en á síðasta tímabilinu komu um 60% beint frá sjúkrahúsum. Hreyfihömlun og heilabilun voru talin algengustu vandamál heimilismanna við komu og algengi þeirra fór vaxandi með árunum. Algengustu sjúkdómsgreiningar við komu voru heila­bilun (56%), kransæðasjúkdómar (46%), beinbrot (35%) og heilaáföll (27%). Parkinsonsjúkdómur og fullorðinssykursýki komu mun sjaldnar fyrir, eða í um 6% tilfella. Meðalfjöldi stiga á vistunarmati aldr­aðra (eftir 1991) var 57 stig (± 17), fjöldi lyfja á mann við komu voru 5,3 (± 3) og inntaka geð- og róandi lyfja 1,1 (±1). Algengustu heilsufarsáföll á dvalartíma voru sýkingar í þvagfærum og lungum, kviðverkir, hjartabilun, hjarta- og heilaáföll og lungnateppa. Mjaðmarbrot voru 45 (12%) og önnur beinbrot 47. Skráðar vitjanir lækna fóru vaxandi með árunum. Dánartíðni fór vaxandi fyrstu árin en var að meðaltali 29% á ári yfir allt tímabilið. Líknarmeðferð var algengasta meðferðarstig heimilismanna undir lokin. Fyrstu fjögur árin áttu 64% andláta heimilismanna sér stað á sjúkrahúsi en aðeins 2% síðustu árin. Algengasta skráða dánarmeinið var lungnabólga. Meðaldvalartími mældist lengstur á árunum 1991-94 en styttist og var 2,6 ár á síðasta tímabilinu. Ályktun: Þessi afturvirka rannsókn sýnir vaxandi hrum­leika aldraðs fólks sem vistaðist á Droplaugarstöðum hjúkrunarheimili undanfarin 20 ár. Með árunum komu heimilismenn oftar beint frá legudeild á sjúkrahúsi. Á tímabilinu breyttist dánarstaður heimilismanna frá sjúkrahúsi yfir til heimilisins sjálfs í takt við breytt viðhorf til dánarferlis og samfara umræðu um útgefnar leiðbeiningar um lífslokameðferð. Niðurstöður benda til aukinnar skilvirkni í vistunarmati og heildrænni umönnunar á hjúkrunarheimilinu. Þessi þróun samræmist þeirri hugmyndafræði heilbrigðisyfirvalda að aldraðir búi sem lengst á eigin heimilum en hafi aðgang að hjúkrunarrýmum þegar allt um þrýtur heima

    Expression of dementia in preadmission nursing home assessment for skilled nursing homes 1992-2001.

    Get PDF
    Objective: Dementia is a growing health issue and is currently the main reason for nursing home (NH) admission. The objective of this study is to describe the elderly who qualified for an admission to NH in the Reykjavík metropolitan area. Special attention is paid to the degree of dementia and how it affects various factors such as: waiting time for NH admission, factors that could possibly predict survival after preadmission nursing home assessment (PNHA) and survival in NH?s. Material and methods: Every PNHA evaluation is stored in a database by SKYRR Inc. Information from that database regarding all, who lived in the Reykjavík metropolitan area and had undergone their first PNHA during the period from January 1st 1992 to 31st of December 2001, was collected. Information about survival was collected from the Icelandic National Registry. There were 3417 individuals in the study group. SPSS was used for statistical analysis. Results: Dementia is a major risk factor for NH admission with about 79% of the elderly with some degree of dementia. Dementia correlated with lower age at admission for men, p<0,01. The degree of dementia had no effect on the age of women at admission. The total score of the PNHA correlated with higher degree of dementia. Higher dementia degree meant less survival for men after NH admission, p=0,02. The degree of dementia did not effect survival of women after admission. The death rate was highest in the first year after PNHA for all degrees of dementia. The ratio of men who were still alive after 3 years was 30% but 46% of the women were still alive, p<0,01. Factors predicting longer survival were lower age and good mobility for both sexes. In men with high or very high degree of dementia a high score for behavioral symptoms predicted shortened survival. Conclusions: Dementia is the main reason for NH admission in Iceland and therefore special attention must be paid to it when NH beds are assigned. The priority of males should be revised so that men with higher degree of dementia be prioritized over other males.Tilgangur: Heilabilun er vaxandi heilbrigðisvandamál og er meðal annars helsta ábendingin fyrir vistun í hjúkrunarrými í dag. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða aldraða einstaklinga með gilt vistunarmat í hjúkrunarrými á mismunandi stigi heilabilunar og at­huga tengsl stigs heilabilunar við þætti eins og lifun á hjúkrunarheimilum, biðtíma eftir vistun, afdrif aldraðra eftir vistunarmat og spáþætti fyrir lifun eftir vistunarmat. Efniviður og aðferðir: Allar umsóknir um vistunarmat aldraðra eru færðar inn í gagnabanka sem er varðveittur hjá SKÝRR hf. Fengnar voru upplýsingar úr þeim gagnabanka um alla sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu og gengust undir fyrsta vistunarmat á tímabilinu 1. janúar 1992 til 31. desember 2001 en upplýsingar um lifun voru fengnar úr þjóðskrá. Samtals voru þetta 3417 einstaklingar. Notast var við tölfræðiforritið SPSS við tölfræðilega úrvinnslu. Niðurstöður: Heilabilun er stór áhættuþáttur vistunar en 79% vistaðra voru með heilabilun á einhverju stigi. Eftir því sem heilabilun var meiri hjá körlum þá vistuðust þeir yngri, p<0,01. Stig heilabilunar hafði ekki marktæk áhrif á aldur kvenna við vistun. Heildarstig við vistun hækkuðu samfara aukinni heilabilun, p<0,01. Karlar lifðu skemur á hjúkrunarheimilum eftir því sem heilabilun var meiri við vistun, p=0,02. Stig heilabilunar hafði ekki marktæk áhrif á lifun kvenna eftir vistun. Dánartíðni eftir vistunarmat var hæst á fyrsta ári hjá báðum kynjum og öllum stigum heilabilunar. Mun fleiri karlar en konur létust á fyrsta árinu eftir vistunarmat, p<0,01. Hlutfall karla sem voru á lífi þremur árum eftir vistunarmat var 30% en hlutfall kvenna var 46%, p<0,01. Hreyfigeta og lágur aldur við mat voru sterkustu spáþættir lifunar hjá báðum kynjum en hjá körlum með mikla eða afar mikla heilabilun var óróleiki sterkasti spáþátturinn. Ályktun: Heilabilun er stærsti orsakavaldur vistunar á hjúkrunarheimili á Íslandi og verður því að taka sérstakt tillit til heilabilunar við úthlutun vistunarplássa. Endurskoða þarf forgangsröðun karla inn á hjúkrunarheimili og breyta henni þannig að karlar með hærra stig heilabilunar bíði skemur en karlar með lægra stig heilabilunar

    The Preadmission Nursing Home Assessment (PNHA) in Iceland in 1992-2001 - Relationship to survival and admission to a long term care facility

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: PNHA is a standardized evaluation of the elderly which everyone who applies for an admission to long term care (LTC) in Iceland must undergo. The objective of this study is to describe the elderly who asked for an admission to LTC in The Reykjavík metropolitan area and in Akureyri over a 10 year period. A special attention is paid to factors that could possibly predict survival after PNHA. Material and methods: Every PNHA evaluation is stored in a database by SKYRR Inc. Information from that database regarding all who lived in the greater Reykjavík area and Akureyri and had undergone their first PNHA during the period from January 1st 1992 to 31st of December 2001, was collected. Information about survival was collected from the the Icelandic national registry. There were 4272 individuals in the study group. SPSS was used for statistical analysis. Results: The average enrolment age of men in nursing homes(NH) in Reykjavík was 82.7 -/+ 0.5 years and for women 84.4 -/+ 0.4 (p<0.01). Men were about one third of residents in NH's. The average waiting time for men from the first PNHA to NH placement was 219 -/+ 20 days and for women 290 -/+ 22 days (p<0.01). Of those who were waiting for NH's, 22% of men and 14% of women died without being admitted (p<0,01). The mean survival of men in NH's in Reykjavík was 2.5 -/+ 0.2 years and for women 3.1 -/+ 0.2 years (p<0.01). Factors predicting longer survival for men in Reykjavík were lower age, good mobility and being able to eat but for women the factors were lower age and good mobility. Conclusions: It's in all stakeholders' interest that elderly people are enabled to live at home for as long as possible. Factors that predict survival should be taken into account when the elderly are prioritized for admission to NH's so that elderly who are predicted to have the lowest survival rate of assessed are those admitted first.Tilgangur: Vistunarmat aldraðra er staðlað mat sem allir þeir sem óska varanlegrar vistunar á stofnun fyrir aldraða á Íslandi þurfa að undirgangast. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa þeim öldruðu sem óskuðu eftir varanlegri vistun á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri á 10 ára tímabili. Þá eru skoðaðir sérstaklega þeir þættir vistunarmatsins sem kynnu að hafa forspárgildi fyrir lifun. Efniviður og aðferðir: Allar umsóknir um vistunarmat aldraðra eru færðar inn í gagnabanka sem er varðveittur hjá SKÝRR hf. Fengnar voru upplýsingar úr þeim gagnabanka um alla sem bjuggu á tilgreindu svæði og gengust undir fyrsta vistunarmat á tímabilinu 1. janúar 1992 til 31. desember 2001 en upplýsingar um lifun voru fengnar úr þjóðskrá. Samtals voru þetta 4272 einstaklingar. Notast var við tölfræðiforritið SPSS® við tölfræðilega úrvinnslu. Niðurstöður: Meðalaldur karla sem voru vistaðir á hjúkrunarheimili í Reykjavík var 82,7 ár ± 0,5 en hjá konum var meðalaldur 84,4 ár ± 0,4 sem er marktækur munur, p<0,01. Karlar voru um þriðjungur vistaðra. Meðalbiðtími vistaðra frá fyrsta mati í hjúkrunarþörf í Reykjavík var 219 ± 20 dagar hjá körlum og 290 ± 22 dagar hjá konum og er munurinn marktækur, p<0,01. Af þeim sem biðu vistunar í Reykjavík létust 22% karla og 14% kvenna á fyrsta árinu án þess að til vistunar kæmi og er munurinn marktækur, p<0,01. Karlar lifðu að meðaltali í 2,5 ± 0,2 ár á hjúkrunarheimilum í Reykjavík en konur 3,1 ± 0,2 ár sem er marktækur munur, p<0,01. Þeir þættir sem spáðu marktækt fyrir um lifun hjá körlum í Reykjavík voru aldur, hreyfigeta og hæfni til að matast en hjá konum voru spáþættirnir aldur og hreyfigeta. Ályktun: Það er hagur allra að aldraðir geti dvalið sem lengst heima en þegar þörf hefur myndast fyrir varanlega vistun væri réttmætt að forgangsraða þannig að þeir sem skemmst eiga ólifað samkvæmt spáþáttum lifunar fengju úthlutað vistrými fyrst

    Lonely older persons in home care

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl einmanakenndar við andlega, líkamlega og félagslega þætti aldraðra sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar árið 1997 Efniviður og aðferð: 257 einstaklingar sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar á Reykjavíkursvæðinu haustið 1997 voru metnir með MDS-RAI HC (Minimum Data Set- Resident Assessment Instrument for Home Care) mælitækinu. Tengsl við einmanakennd eru skoðuð með ein og fjölþáttagreiningu. Leitað var staðfestingar á algengi einmanakenndar í sambærilegri könnun 5 árum síðar. Niðurstöður: Af heildarhóp þeirra sem nutu heimahjúkrunar upplifðu 20,3% einmanakennd, 18,3% karla, 20,9% kvenna. Ekkjufólk var marktækt líklegra til að vera einmana en fólk í hjúskap, p=0,013. Ekki var munur á milli kynja með tilliti til einmanakenndar og færni til frumathafna daglegs lífs (ADL) en hins vegar höfðu eimana karlar marktækt meiri líkur á erfiðleikum í almennum athöfnum daglegs lífs (IADL). Konur með vitræna skerðingu voru marktækt líklegri til að finna fyrir einmanakennd, p=0,022. Konur, en ekki karlar, sem voru með einmanakennd voru líklegri til að hafa jafnframt depurðareinkenni, p=0,025. Konur með fleiri lyf en sex voru marktækt líklegri til þess að vera einmana, (79,2% vs. 20,8%, p=0,018) og þær voru líklegri til að taka sterk geðlyf ( p=0,007) en einmana karlar voru líklegri til að taka svefnlyf (p=0,046). Þeir sem mátu eigið heilsufar lélegt voru líklegri til að vera einmana, p=0,042. Þeir sem fóru aldrei út fyrir hússins dyr á einum mánuði voru ekki líklegri til að vera einmana og ekki kom fram munur á tíma formlegrar þjónustu milli þeirra sem voru einmana og ekki einmana. Þegar spurt er um hvort einstaklingur telji sig betur kominn annars staðar, svöruðu 43,5% kvenna með einmanakennd játandi á móti 12,7% kvenna án einmanakenndar, p<0,0001. Sambærilegar tölur fyrir karla eru ómarktækar, 18,2% á móti 14,3%. ADHOC rannsóknin fimm árum síðar sýnir að algengi einmanakenndar er 18,4% í algerlega sambærilegum hópi. Ályktanir: Einmanakennd greindist hjá fimmta hluta þeirra einstaklinga sem njóta heimaþjónustu heilsugæslunnar, og það algengi er staðfest fimm árum síðar. Einmanakennd sást oftar hjá ekkjufólki og konum með vitræna skerðingu. Þeir sem mátu heilsufar sitt lélegt voru líklegri til að vera einmana. Kynjamunur kom fram með tilliti til andlegrar líðanar og lyfjainntöku. Skoða þyrfti nánar hvernig þörfum þessara einstaklinga verði best mætt.Objective: The purpose of this study was to explore the association between loneliness and affective, cognitive, physical and social factors for older persons in home care in 1997 in Reykjavík. Materials and method: 257 individuals who received home care in the Reykjavik area in autumn of 1997 were assessed with the MDS-RAI HC (Minimum Data Set – Resident Assessment Instrument for Home Care) instrument. Association of loneliness was evaluated in uni- and multivariate analysis. Prevalence of loneliness was reassessed 5 years later with the same methodology. Results: Of the total group that received home care, 20.3% expressed loneliness, 18.3 of males and 20.9% of females. Widowed persons were significantly more likely to be lonely than married persons, p=0.013. There was no sex difference with regards to loneliness and primary ADL, but lonely males were significantly more likely to have IADL difficulties. Females with cognitive impairment were more likely to be lonely, p=0.022. Females, but not males, who were lonely were more likely to have depressive symptoms, p=0.025. Females who took more than six medications were significantly more likely to be lonely (79.2% vs. 20.8%, p=0.018) and were more likely to take neuroleptic medications (p=0.007). Lonely males were more likely to take sleeping medications (p=0.046). Those who assessed their health as poor were more likely to be lonely, p=0.042. Those who never went out of their home in one month were not more likely to be lonely and there was no difference in the use of formal care services with regards to loneliness. When females were asked if she thought she would be better of elsewhere, 43.5% of the females with loneliness agreed with the statement versus 12.7% of women without loneliness, p<0.0001. Similar numbers for males were non significant, 18.2% and 14.3%, respectively. In the ADHOC study, 5 years later, the prevalence of loneliness was 81.4%. Conclusion: Loneliness was identified in one fifth of persons in home care and that prevalence was confirmed 5 years later. Loneliness was more often seen among widowed persons and females with cognitive impairment. Those who assessed their health as being poor were more likely to be lonely. Sex difference was seen with regards to affective symptoms and medication use. Further studies are needed to understand how the needs of lonely persons in home care can be best met

    Study of medications use of elderly admitted to acute care hospital

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The prevalence of diseases increases with age and so does use of medications. Thus illness related to medications use does also become more prevalent. This study aims at evaluating medications of elderly people admitted to an acute care hospital, and demonstrate adverse reactions and quality indicators. Material and methods: This is a study of patients 75 years of age and older admitted acutely to internalmedicine at the Reykjavik Hospital over a three month period in the spring of 1995. All medications and diagnoses were registered and the medical records reviewed. The contribution of adverse medication effects to the admission was assessed. Quality of treatment was evaluated according to evidence based medicine for the diagnoses chosen. The study included 208 individuals, 133 women and 75 men with the mean age of 82.4 years. Results: Mean length of stay for women was 19.9 days and men 15.2 days. Number of drugs on admission and discharge ranged from 0 to 18. The mean number of drugs were for women 5.8 and 6.9 and men 6.6 and 7.7 on admission and discharge, respectively. In 16 cases or 7.7% it was judged that there was a high likelihood of the admission being due to an adverse effect. Potential drug interactions according to a computer software package were not judged to be of clinical importance in any case. Conclusions: Treatment for coronary heart disease, heart failure, osteoporosis, insomnia and long term prednisolon treatment is not completely optimal according to evidence based medicine. The results of this study indicate that treatment could be improved for example with use of clinical guidelines.Tilgangur: Með hækkandi aldri vex algengi sjúkdóma og jafnframt lyfjanotkun. Veikindi sem tengjast lyfjanotkun verða því tíðari meðal aldraðra. Rannsóknin lýsir lyfjanotkun aldraðra á bráðasjúkrahúsi, aukaverkunum og gæðavísum. Efniviður og aðferðir: Þessi rannsókn tekur til allra aldraðra, 75 ára og eldri, sem lögðust inn brátt á lyflækningadeildir Borgarspítalans á þriggja mánaða tímabili vorið 1995. Öll lyf og allar sjúkdómsgreiningar voru skráð og sjúkraskrár yfirfarnar. Lagt var mat á það hvort lyfjanotkun ætti þátt í innlögn. Gæði lyfjameðferðar voru metin meðal annars með tilliti til fyrri og núverandi sjúkdómsgreininga. Niðurstöður: Könnunin náði til 208 einstaklinga, 133 kvenna og 75 karla á aldrinum 75 til 98 ára, meðalaldur 82,4 ár. Meðallegudagar kvennanna voru 19,9 dagar og karlanna 15,2 dagar. Skráður fjöldi lyfja við innskrift var á bilinu 0 til 18 lyf og við útskrift mest 18. Meðalfjöldi lyfja hjá konum við innskrift var 5,8 lyf og við útskrift 6,9. Karlar höfðu 6,6 lyf við innskrift að meðaltali og 7,7 við útskrift. Í 16 tilvikum eða 7,7% voru taldar miklar líkur á að sjúklingur hefði lagst inn vegna aukaverkana lyfja. Engin vísbending um milliverkun samkvæmt tölvuútskrift reyndist hafa klíníska þýðingu að mati höfunda. Ályktanir: Aldraðir sem leggjast inn á bráðasjúkrahús eru á fjölda lyfja og eiga aukaverkanir lyfja nokkurn þátt í innlögnum. Hvað varðar meðferð á kransæðasjúkdómi, hjartabilun, beinþynningu, svefntruflunum og langtímameðferð með sykursterum kom fram að all nokkuð vantar upp á að bestu meðferð, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, sé beitt. Niðurstöður rannsóknarinnar, ásamt þeim grófu gæðavísum sem beitt var, benda til að gera megi betur til dæmis með klínískum leiðbeiningum

    Comparison of MDS-AC registration and conventional medical records in Iceland and other Nordic countries. A part of a Nordic study

    Get PDF
    Neðst á síðuni er hægt er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Complex functional decline and comorbid state is an important indicator of outcome for hospital care of older adults. In today acute care it is important to quickly be able to target those who might benefit from geriatric assessment. The MDS-AC is an evaluation system for geriatric acute care patients that records functional impairment and co-morbid states. The object of this study was to compare the MDS-AC registration with the traditional nurses and doctors records for chosen variables important to older patient care in Iceland and other Nordic countries. METHODS: This was a randomised prospective Nordic study. The study took place in Reykjavík, Copenhagen, Umeå, Oslo and Helsinki. Participants in each country were chosen from 75 year old and older patients admitted to acute care medical wards, 160 patients from each country. The results presented here show data from selected variables collected with the MDS-AC instrument version 1,1 in the first 24 hours of admission, compared with hospital notes for the first 48 hours. RESULTS: For ADL and IADL impairments the medical record missed between 20 to 96% of items registered with the MDS-AC and between 33 to 100% when there is no impairment detected. This was true for all the participating Nordic countries but the Icelandic medical records were in comparison more often incomplete for the variables chosen. CONCLUSION: The MDS-AC documents better than traditional medical records several important variables relating to function among the elderly. It may be possible to improve documentation with a standardized instrument such as the MDS-AC.Tilgangur: Fjölþættur vandi og færniskerðing eru mikilvægir spáþættir fyrir horfur eldri sjúklinga eftir bráð veikindi. Til að sjúkrahúsþjónusta verði skilvirk og fullnægjandi er mikilvægt að greina þá fljótt sem hefðu ávinning af heildrænu öldrunarmati við bráð veikindi. Minimal Data set for Acute Care (MDS AC) er tæki til heildræns öldrunarmats á bráðasjúkrahúsum. Í þessari rannsókn er hefðbundin skráning lækna og hjúkrunarfræðinga á bráðadeild borin saman við skráningu með MDS-AC tækinu á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Efniviður og aðferð: Rannsóknin var framkvæmd á bráðalyflæknisdeildum sjúkrahúsa í Reykjavík, Umeå, Kaupmannahöfn, Oslo og Helsinki. Í hverju landi voru valdir 160 bráðasjúklingar 75 ára og eldri með slembiúrtaki. MDS-AC gerð 1,1, var notuð við gagnasöfnun. MDS-AC skráning fyrstu 24 klukkustundir í legunni var borin saman við hefðbundna skráningu lækna og hjúkrunarfræðinga fyrstu 48 klukkustundirnar. Niðurstöður: Skráningu á færnitengdum atriðum hjá öldruðum vantar í hefðbundna sjúkraskrá í 20 til 96% tilfella þegar skerðing er til staðar og 33 til 100% tilfella þegar skerðing er ekki til staðar borið saman við MDS-AC. Svipað mynstur sést á öllum Norðurlöndunum en skráning er í mörgum atriðum lakari á Íslandi. Ályktun: MDS-AC skráir betur en hefðbundin sjúkraskrá mörg mikilvæg atriði tengd færni hjá öldruðum. Til álita kemur að bæta skráningu færni­atriða og meðvirkra sjúkdóma með stöðluðu mats­tæki eins og MDS-AC

    Þróun vitrænnar getu hjá börnum Alzheimers-sjúklinga

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRannsóknir á einstaklingum með ættarsögu um Alzheimers-sjúkdóm hafa sýnt fram á aukna áhættu á að þeir þrói með sér heilabilunarsjúkdóm. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að undirliggjandi vitræn skerðing sé greinanleg með taugasálfræðilegum prófum nokkru áður en klínísk einkenni koma fram. Rannsóknir á börnum Alzheimers-sjúklinga eru af skornum skammti. Markmið rannsóknarinnar var að skoða þróun vitrænnar getu hjá miðaldra börnum Alzheimerssjúklinga, yfir 7 ára tímabil. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr íslenskri erfðarannsókn sem verið hefur í gangi frá árinu 1998. Þátttakendur voru 83 börn Alzheimerssjúklinga á aldrinum 47-73 ára og 30 einstaklingar í viðmiðunarhópi á aldrinum 48- 73 ára sem höfðu enga ættarsögu um heilabilunarsjúkdóm. Vitræn geta var metin tvisvar yfir 7 ára tímabil með taugasálfræðilegum prófum sem mæla áttun, yrt og óyrt minni, mál, einbeitingu, hugrænan hraða og sjónrænan hraða og úrvinnslu. Þátttakendur með þekktan mið- eða úttauga sjúkdóm voru útilokaðir frá rannsókninni. Niðurstöður gáfu ekki til kynna mun á frammistöðu hópanna tveggja á taugasálfræðilegu prófunum yfir 7 ára tímabil. Þessar niðurstöður gefa til kynna að undirliggjandi vitræn skerðing hefjist eftir 60 ára aldur hjá börnum Alzheimers-sjúklinga, ólíkt niðurstöðum margra annarra rannsókna

    Development of a novel benchmark method to identify and characterize best practices in home care across six European countries: design, baseline, and rationale of the IBenC project

    Get PDF
    Publisher's version (útgefin grein)Background: Europe's ageing society leads to an increased demand for long-term care, thereby putting a strain on the sustainability of health care systems. The 'Identifying best practices for care-dependent elderly by Benchmarking Costs and outcomes of Community Care' (IBenC) project aims to develop a new benchmark methodology based on quality of care and cost of care utilization to identify best practices in home care. The study's baseline data, methodology, and rationale are reported. Methods: Home care organizations in Belgium, Finland, Germany, Iceland, Italy, and the Netherlands, home care clients of 65 years and over receiving home care, and professionals working in these organizations were included. Client data were collected according to a prospective longitudinal design with the interRAI Home Care instrument. Assessments were performed at baseline, after six and 12 months by trained (research) nurses. Characteristics of home care organizations and professionals were collected cross-sectionally with online surveys. Results: Thirty-eight home care organizations, 2884 home care clients, and 1067 professionals were enrolled. Home care clients were mainly female (66.9%), on average 82.9 years (± 7.3). Extensive support in activities of daily living was needed for 41.6% of the sample, and 17.6% suffered cognitive decline. Care professionals were mainly female (93.4%), and over 45 years (52.8%). Considerable country differences were found. Conclusion: A unique, international, comprehensive database is established, containing in-depth information on home care organizations, their clients and staff members. The variety of data enables the development of a novel cost-quality benchmark method, based on interRAI-HC data. This benchmark can be used to explore relevant links between organizational efficiency and organizational and staff characteristics.The IBenC project was funded by the 7th Framework Programme of the European Commission (Grant No. 305912) [20]. The contents of this article reflect only the authors’ views and the European Commission is not liable for any use that may be made of the information contained therein.Peer Reviewe
    corecore