1 research outputs found

    Byggð og náttúruvá. Viðhorf íbúa á ofanflóðasvæðum til áhættu og öryggis

    No full text
    Ofanflóð eru ein tegund náttúruvár hér á landi. Byggð teygir sig víða upp í hlíðar fjalla þar sem ofanflóðahætta er fyrir hendi. Mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum árið 1995 urðu til þess að andvaraleysi gagnvart hættunni var viðurkennt. Hættusvæði eru talin mun fleiri og stærri en áður var álitið og þykir því nauðsynlegt að reisa varnir til að koma í veg fyrir skaða í framtíðinni. Í rannsókninni eru könnuð viðhorf íbúa Bolungarvíkur og Patreksfjarðar til áhættu, öryggis og varna gegn ofanflóðum. Tekin voru opin viðtöl við 64 einstaklinga. Stuðst var við viðmiðunarpunkta með helstu atriðum en lögð áhersla á að viðmælandinn kæmi sínum sjónarmiðum á framfæri. Markmiðið er að draga upp mynd af tilteknum veruleika út frá þeim sem hann upplifa. Snjóflóðahætta hefur lengi verið viðurkennd á Patreksfirði auk þess sem krapaflóð urðu fjórum að bana árið 1983. Í Bolungarvík var byggð lengst af ekki talin stafa ógn af snjóflóðum en hættan hefur verið endurmetin og er nú talin veruleg. Undanfarin ár hefur verið snjólétt á Patreksfirði á sama tíma og hús hafa margoft verið rýmd í Bolungarvík vegna hættu á snjóflóðum. Þessar ólíku aðstæður endurspeglast að sumu leyti í viðhorfum íbúa. Afstaða til ofanflóðahættu, sem og varna gegn henni, ræðst meðal annars af staðbundnum aðstæðum í náttúrufari og samfélagi, svo sem hvort snjóflóðahætta hafi skapast nýlega. Í Bolungarvík eru íbúar ekki í vafa um að bregðast eigi við hættunni en íbúar Patreksfjarðar telja annan vanda brýnni úrlausnar. Áhrif rýminga eru víðtækari en virst getur í fyrstu. Íbúar voru flestir sammála um að auðveldara sé fyrir íbúa að ákvörðun um rýmingu sé tekin fjarri staðnum. Íbúar telja margir vinnu sérfræðinga nauðsynlega til að reyna að tryggja öryggi vegna ofanflóða. Þeir fylgjast einnig mjög vel sjálfir með veðri, veðurspám og snjóalögum og reyna að meta hættuna upp á eigin spýtur. Viðtölin gáfu til kynna að konur meti hættu meiri heldur en karlar. Íbúar telja hættu af umhverfisvá í öðrum landshlutum jafn mikla eða meiri heldur en á Vestfjörðum. Ástæðu þessa má rekja annars vegar til þess að fólk óttist það sem það þekkir ekki og hins vegar að afneitun geri fólki mögulegt að búa við hættu sem annars væri óbærileg. Íbúar töldu að ofanflóðahætta hefði ekki umtalsverð áhrif á brottflutning. Efnisorð: Náttúruvá, áhætta, ofanflóð, snjóflóð, snjóflóðavarnir, Bolungarvík, Patreksfjörður, viðtöl.Avalanches are among potential natural hazards in Iceland. In many areas the settlement stretches up to the slopes of mountains where avalanche risk is present. Fatal avalanches in the region of Vestfirðir in 1995 led to the general acknowledgement of apathy towards avalanche risk. Potentially dangerous zones are now considered more numerous and larger than was thought before. To ensure sufficient safety for the inhabitants of those areas, the building of avalanche defence structures is considered necessary. In the research project, attitudes of the inhabitants of the villages of Bolungarvík and Patreksfjörður towards risk, safety and avalanche defences were studied. Open-ended, qualitative interviews were conducted with 64 individuals. A guiding list was used during the interviews but emphasis was put on eliciting the personal opinions of those interviewed. The purpose of this method is to convey the reality of people’s lived experiences. The inhabitants and authorities of Patreksfjörður have for a long time admitted an existing avalanche risk. Slushflow demanded 4 lives there in 1983. The settlement in Bolungarvík was not thought to be in an avalanche danger zone, but following a re-evaluation, the risk of catastrophic avalanches is now considered quite high. Recent years have been favourable for Patreksfjörður with regards to snowfall, as the snow-cover has been thin and not caused any major problems. On the other hand, houses in Bolungarvík have been evacuated frequently because of avalanche risk. These different situations are reflected to some extent in the different attitude of the inhabitants. Among the factors influencing attitudes towards avalanche risk and avalanche defences are local physical and social circumstances, and recent experiences of risk situations. The inhabitants of Bolungarvík are in no doubt that response to the risk is necessary, whereas the inhabitants of Patreksfjörður feel that solving other acute problems in their community is more important. The influence of evacuation seems to be more disturbing than one imagines at first. Those interviewed agreed that it is easier for the community if an outside authority takes the decision to evacuate. They also agreed that analysis and investigation done by specialists is necessary to ensure safety from avalanche risk. In general, people pay close attention to weather forecasts and snow conditions in order to evaluate the potential hazard by themselves. The interviews suggested that women are more sensitive towards the risk than men. Those interviewed consider the danger of environmental hazards in other parts of the country to be equally or even more serious than in their own region. People thus fear what they do not know by their own experience. A degree of denial makes it possible for them to live with risk which under other circumstances would be considered unacceptable. Many concluded that avalanche risk did not contribute to the population decline which those communities have experienced recently. Keywords: Environmental hazard, risk, slushflows, snow avalanches, avalanche defences, Bolungarvík, Patreksfjörður, interviews
    corecore