63 research outputs found
Colorectal liver metastasis. An evidence based review on surgical treatment
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenLiver metastases are common in patients with colorectal cancer, liver resection being the only well documented curative treatment. In this evidence based review, improved results after liver resection are presented and stated how patients are best selected for surgery using specific selection criteria.Lífshorfur sjúklinga sem greinast með lifrarmeinvörp frá ristilkrabbameini eru slæmar og án meðferðar eru flestir dánir innan árs (1,2). Lifrarúrnám er eina læknandi meðferðin (3). Aðgerðinni má beita við endurtekin meinvörp (4,5). Lýst er tilfelli af endurteknu lifrarhöggi hér á landi
Frequency of serious complications following laparoscopic cholecystectomy
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIn the the last decade laparoscopic cholecystectomy has emerged as the prefered method in the treatment of gallbladder stones. It has proved to be safe and has a relatively low rate of complications. However, major bile duct injuries occur more frequently during laparoscopic cholecystectomy when compared to the open procedure. The aim of this study was to examine the types and frequency of complications occurring during the initial period of laparoscopic cholecystectomy (1991-1998) at Landspitali University Hospital with a special emphasis on major bile duct injuries. Materials and methods: A retrospective analysis was performed on patients charts and operative notes of those who underwent laparoscopic cholecystectomy during the years 1991-1998. Results: 1008 consecutive patients were included in the study of which 727 (72%) were females. Bile leak from the cystic duct or the gallbladder bed was the most common complication and occurred in 23 patients (2.3%). Twenty patients (2%) had an intra-abdominal bleeding postoperatively. Seventeen (1.5%) of the patients had retained stones. Four patients (0.4%) developed a haematoma in the gallbladder bed. Two patients (0.2%) had a lesion of a bile duct and three patients (3%) died in the postperative phase. One hundred and six (10.5%) laparoscopic cholecystectomies were converted to an open procedure with the number of conversions highest in the second year (23%) of the procedure but thereafter the conversion rate was between 5 and 10%. Of the operations which required conversion from a laparoscopic procedure to an open one 74 (70%) were operations done urgently or as an emergency. Conclusion: Laparoscopic cholecystectomy at Landspitali University Hospital is a safe procedure with a low incidence of complications including major biliary injury. These findings are in accordance with results from other similar studies.Tilgangur: Fyrsta gallkögunin á Íslandi var framkvæmd árið 1991. Hún er nú með algengari aðgerðum. Þekktur alvarlegur fylgikvilli aðgerðarinnar er áverki á gallpípu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tegundir og tíðni fylgikvilla gallkögunar frá 1991-1998 á Landspítalanum með sérstakri áherslu á gallgangaáverka. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða afturvirka rannsókn á öllum sjúklingum sem fóru í gallkögun á árunum 1991-1998. Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinganna en þeir voru fundnir með ICD greiningum og aðgerðarnúmerum. Skráð voru aldur og kyn, hvort um bráðaaðgerð eða valaðgerð var að ræða og hvort snúið var yfir í opna aðgerð. Fylgikvillar, þar á meðal áverki á gallpípu eftir aðgerð, voru skráðir, svo og tíðni enduraðgerða. Niðurstöður: 1008 sjúklingar komu til aðgerðar fyrstu átta árin. Af þeim voru 727 (72%) konur. Algengasti fylgikvilli reyndist vera gallleki. Tuttugu og þrír sjúklingar (2,3%) fengu gallleka frá gallpíplu eða gallblöðrubeð í kjölfar aðgerðarinnar. Tuttugu sjúklingar (2%) fengu blæðingu í kviðarhol eftir aðgerð. Steinar urðu eftir í gallpípu hjá 17 sjúklingum (1,5%). Fjórir sjúklingar (0,4%) fengu blóðkökk (hematoma) í gallblöðrubeð. Tveir sjúklingar (0,2%) fengu skaða á gallpípu og þrír sjúklingar (0,3%) létust í kjölfar aðgerðarinnar. Hundrað og sex (10,5%) gallkögunum var snúið í opna aðgerð en fjöldi þeirra var mjög mismunandi milli ára, mest 29 (23%) annað árið, en eftir það á bilinu 5-10%. Sjötíu og fjórar (70%) þeirra aðgerða sem snúið var í opna aðgerð voru bráðaaðgerðir. Ályktun: Tíðni alvarlegra fylgikvilla eftir gallblöðruaðgerðir með kviðsjá á Landspítala er lág og sambærileg við niðurstöður rannsókna erlendis frá
Hirschprung' disease in Iceland 1969-1998
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: Hirschprung s disease (HD) is a congenital disease characterized by the absence of myenteric and submucosal ganglion cells in the distal alimentary tract and results in decreased motility in the affected bowel segment. The purpose of this study was to review the incidence, presentation, treatment and operative results in children with Hirschprung's disease in Iceland. Material and methods: Thirteen infants with Hirschprung s disease (11 boys and two girls) were treated in Landspítalinn University Hospital between January 1969 and December 1998. The records of these patients were reviewed retrospectively. Results: The incidence of Hirschprung's disease in Iceland is 1/10,000 and 85% of those are boys. All the infants were born full term. No family history and no associated abnormalities were noted. The mean age at first admission was 20 (1-136) days and mean age at diagnosis was 166 (5-623) days. Swenson's pull-through (two- or three-stage procedure) was carried out in all patients at the mean age of 18.6 months. The extent of aganglionosis was rectosigmoid colon in 10 patients (77%) and one patient had total colonic aganglionosis. Postoperative complications occurred in seven patients (53%), adhesion ileus being the most common complication. Long term bowel function was satisfactory in 85% of the patients. Conclusions: The incidence of Hirschprung's disease in Iceland is low. Mean age at diagnosis is six months. Sixty percent of the children are discharged with a wrong diagnosis after first admission to hospital and this could be improved by diagnosing the disease at an earlier stage. Postoperative complications are common but no deaths occurred. Bowel function following definitive correction is good compared to other studies.Inngangur: Hirschprungs sjúkdómur er meðfæddur garnasjúkdómur þar sem taugahnoðafrumur (ganglion cells) vantar í vöðvahjúps- (Auerbach) og slímhúðarbeðs- (Meissner) taugaflækjur garnaveggsins. Sjúkdómurinn einkennist af garnastíflu og afleiðingum hennar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni sjúkdómsins á Íslandi, einkenni og aldur sjúklinga við greiningu, tegund og árangur aðgerða og fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Um afturskyggna rannsókn er að ræða. Allar sjúkraskrár barna (n=13; 11 drengir, tvær stúlkur) sem lögðust inn á Landspítalann (síðar Landspítala Hringbraut) með greininguna Hirschprungs sjúkdómur frá 1. janúar 1969 til 31. desember 1998 voru yfirfarnar. Niðurstöður: Tíðni Hirschprungs sjúkdóms á Íslandi er eitt af 10.000 fæddum börnum, af þeim eru 85% drengir. Öll börnin fæddust fullburða eftir eðlilega meðgöngu. Ekki kom fram fjölskyldusaga um Hirschprungs sjúkdóm. Meðalaldur við fyrstu innlögn á sjúkrahús var 20 (1-136) dagar og meðalaldur við greiningu 166 (5-623) dagar. Í öllum tilfellum var meðferð hafin með ristilraufun og endanleg skurðaðgerð að hætti Swensons var gerð við 18,6 mánaða meðalaldur. Útbreiðsla Hirschprungs sjúkdóms í görn var hjá 10 sjúklingum (77%) bundin við endaþarm og bugaristil og hjá einum sjúklingi náði sjúkdómurinn til alls ristilsins. Fylgikvillar eftir aðgerð urðu hjá 53% sjúklinganna og var samvaxtagarnastífla algengust. Hægðavenjur eftir aðgerð voru eðlilegar hjá 85% barnanna. Ályktanir: Tíðni Hirschprungs sjúkdóms á Íslandi er lægri en annars staðar. Meðalaldur við greiningu er sex mánuðir, en henni mætti flýta með því að fá grun um sjúkdóminn fyrr, en rúmlega 60% barna með Hirschprungs sjúkdóm útskrifast með ranga greiningu eftir fyrstu innlögn á sjúkrahús. Fylgikvillar eftir aðgerð eru algengir, en sumum þeirra gæti fækkað í framtíðinni með tilkomu kviðsjáraðgerða. Árangur aðgerðanna með tilliti til hægðavenja er góður samanborið við önnur uppgjör
Cure after re-resection of colorectal liver metastases in a 28 year old woman. A case report
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenLiver resection is the only well documented curative treatment for colorectal liver metastases but without surgery survival is dismal. Liver resections can be done for re-metastatic colorectal cancers if the tumors are localized in the liver. The first case of re-resection of colorectal liver metastases in Iceland is presented.Lífshorfur sjúklinga sem greinast með lifrarmeinvörp frá ristilkrabbameini eru slæmar og án meðferðar eru flestir dánir innan árs (1,2). Lifrarúrnám er eina læknandi meðferðin (3). Aðgerðinni má beita við endurtekin meinvörp (4,5). Lýst er tilfelli af endurteknu lifrarhöggi hér á landi
Primary pancreatic lymphoma causing obstructive jaundice in a 71 year old man. A case report and review of the literature
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPrimary lymphoma of the pancreas is a very rare disease. They are difficult to diagnose and have good prognosis, due to their sensitivity to chemotherapy and radiation. As compared to the more common pancreatic adenocarcinomas which usually have bad prognosis. Histological diagnosis relies on good biopsy. We report a case of primary pancreatic non-Hodgkin s lymphoma diagnosed in a 71 year old icteric man. Chemotherapy and radiation therapy was started after relieving the jaundice with a PTC-introduced stent through the pancreatic part of the choledochus. This is the first reported case of pancreatic lymphoma in Iceland.Eitilfrumukrabbamein (lymphoma) upprunnið í briskirtli er afar sjaldgæft krabbamein. Líkt og kirtilkrabbamein í briskirtilhöfði getur það orsakað stíflugulu og kviðverki. Horfur eitilfrumuæxlanna eru hins vegar miklu betri þar sem þau svara yfirleitt vel meðferð með frumudrepandi lyfjum og geislun. Lýst er fyrsta tilfellinu sem greinst hefur hér á landi. Tilfellið sýnir hversu mikilvægt er að fá gott vefsýni fyrir rétta greiningu
Rectal cancer at Landspítalinn 1980-1995
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Surgery for rectal cancer is difficult and complications following surgery frequent. In the longer perspective a local recurrence is a serious problem. With better operative strategy and local radiation preoperatively a considerable progress has been made in treatment of this disease in large cancer centers. The aim of this study was to investigate symptoms, diagnostic delay, treatment, complications and survival of patients with rectal cancer treated at our institution. Material and methods: A retrospective study of 43 consecutive patients (22 males, 21 females, mean age 73 years) diagnosed with rectal adenocarcinoma at Landspítalinn between 1980 and 1995 was performed. Results: The most common symptoms were rectal bleeding (77%), change of bowel habits (63%) and abdominal pain (37%). More than 80% of the patients had a delay of more than one month before diagnosis and 53% of the tumors were located in the lower third of the rectum. One third of the patients were diagnosed with disease outside the rectum (Duke's-stage C and "D") and 54% were Duke's stage B. Of 43 patients 41 were operated, 30 (73%) with curative surgery. Low anterior resection of rectum was the most commonly performed procedure (n=17) with two cases of anastomostic leakage. Eleven patients underwent abdominoperineal resection and four patients were operated on because of metastasis with colostomy only. Surgical mortality was 0%. Five-year survival was 30% for the whole group and 52% for patients in stage B. Conclusion: There was no operative mortality in this series. Long-term survival for patients in comparable stages is inferior to recently published studies from larger and more specialized centers. The different results obtained could be explained by standardized surgical procedures and routine preoperative radiotherapy. Similar emphasis will be adopted to standardize rectal cancer surgery.Inngangur: Skurðaðgerðir við endaþarmskrabbameini eru flóknar og fylgikvillar tíðir í kjölfar aðgerða. Þegar líður frá aðgerð er staðbundið endurvakið krabbamein algengt vandamál. Með bættri aðgerðatækni og geislameðferð fyrir skurðaðgerð hefur tekist að sýna fram á umtalsvert betri árangur í meðferð þessara krabbameina erlendis. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna einkenni, greiningartíma, meðferð, fylgikvilla og lifun sjúklinga með endaþarmskrabbamein á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og tekur til allra sjúklinga sem greindust með endaþarmskrabbamein á Landspítalanum frá 1. janúar 1980 - 31. desember 1995. Alls greindust 43 sjúklingar, 22 karlar og 21 kona, og var meðalaldur þeirra 73 ár (bil 54-96). Niðurstöður: Algengasta einkennið var blóð í hægðum (77%) en hægðabreytingar (63%) og verkir í kvið/grindarholi (37%) komu þar næst á eftir. Rúmlega 80% sjúklinganna höfðu haft einkenni í meira en mánuð fyrir greiningu. Helmingur æxlanna var staðsettur í neðsta þriðjungi endaþarmsins. Þriðjungur sjúklinganna var með sjúkdóm á Dukes-stigi C og D en 54% á stigi B. Af 43 sjúklingum gekkst 41 undir skurðaðgerð, þar af 30 (73%) undir læknandi aðgerð. Flestir (n=17) fóru í lágt fremra endaþarmshögg/úrnám. Næstflestir (n=11) fóru í algert/gagngert brottnám á endaþarmi og fjórir sjúklingar með ólæknandi sjúkdóm fengu ristilstóma. Enginn lést af völdum skurðaðgerðar. Fimm ára lífshorfur reyndust 30% fyrir allan hópinn en 52% fyrir sjúklinga á stigi B. Ályktun: Skurðdauði var ekki til staðar í þessari rannsókn. Lífshorfur sjúklinga á sömu stigum í rannsókninni eru lakari samanborið við rannsóknir frá stærri og sérhæfðari stofnunum erlendis. Munurinn gæti að hluta skýrst af stöðluðum skurðaðgerðum og geislameðferð æxlanna fyrir skurðaðgerð í erlendu rannsóknunum. Svipaðar áherslur verða nú teknar upp í meðferð endaþarmskrabbameins hér á landi
Carcinoma of the colon in Iceland 1955-1989. A study on pathology
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The objective of this study was to investigate various pathological parameters of colon carcinoma in Iceland in the 35 year time period from 1955-1989, and changes in these parameters during the study period. Material and methods: Information on all patients diagnosed with colon carcinoma in the study period was obtained from the Icelandic Cancer Registry. All pathology reports and autopsy reports were checked. All pathology samples were reviewed and the tumours reevaluated, reclassified, tumour location determined, the tumours graded and Dukes staged and age standardized incidence was calculated according to revised diagnosis. Cancers in polyps are included in the study. The study period was separated into seven five year periods and changes in pathological parameters investigated according to time periods. Results: After reevaluation of the tumours 1205 fulfilled the criteria for the diagnosis of colon carcinoma, 572 in men and 633 in women. The incidence increased in the study period for men from 8.2 to 21.5/105 and for women from 7.9 to 15.8/105. The pathological parameters were determined for 1109 tumours. Adenocarcinoma NOS was the most common diagnosis or 90.1% of the tumours and mucinous carcinomas came second. Most of the tumours were located in the sigmoid colon (38.6%), 19.1% in the coecum and 14.5% in the ascending colon. No significant observed changes occurred in tumour location in the study period. The mucinous histological type and signet ring tumour type were more common in the right colon. In Dukes staging of the tumours 9.1% were in stage A, 32.1% in stage B, 24.6% in stage C and 22.7% in stage D, whereas 11.5% proved indeterminate. A minimal trend to increase in Dukes A tumours was observed in the latter half of the study period, overall no significant changes in Dukes classification could be pinpointed in the time period. Most of the tumours were of intermediate tumour grade or 70.1%, but 16.5% were well differentiated and 13.4% were poorly differentiated. A much higher percentage of poorly differentiated tumours were present in the right colon in comparison to the left colon. A poorer differentiation of the tumours went hand in hand with worse Dukes stage of tumours. Conclusions: We conclude that: 1. the incidence of colon carcinoma has much increased during the study period for both sexes, 2. observed changes in studied pathological parameters over the study period were minimal. Of interest is the minimal change in Dukes stages of colon cancer in the study period.Markmið: Í þessari rannsókn var markmiðið að kanna ýmsa meinafræðilega þætti ristilkrabbameina á Íslandi á 35 ára tímabili frá 1955-1989 og þær breytingar sem orðið hafa á þessum þáttum á tímabilinu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar fengust frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands um alla þá er greindust með krabbamein í ristli á rannsóknartímabilinu. Öll vefjasvör og krufningaskýrslur voru yfirfarin. Öll vefjasýni voru endurskoðuð og meinin endurmetin með tilliti til vefjagerðar, staðsetningar í ristli, þroskunargráðu æxlanna og Dukes flokkunar auk þess sem aldursstaðlað nýgengi var reiknað eftir endurskoðun greininga. Illkynja æxli í sepum eru með í rannsókninni. Rannsóknartímabilinu var skipt í sjö fimm ára tímabil og breytingar meinafræðilegra þátta á tímabilunum kannaðar. Niðurstöður: Alls voru eftir endurmat æxlanna 1205 æxli sem uppfylltu skilmerki þess að teljast ristilkrabbamein, 572 í körlum og 633 í konum. Nýgengi jókst á rannsóknartímabilinu hjá körlum úr 8,2 í 21,5/105 og hjá konum úr 7,9 í 15,8/105. Unnið var meinafræðilega úr 1109 æxlum. Hefðbundin kirtlakrabbamein (adenocarcinoma NOS) voru 90,1% æxlanna en næst algengasta vefjagerðin var slímkrabbamein (mucinous carcinoma). Flest æxlin voru staðsett í bugaristli (sigmoid colon) (38,6%) en næst á eftir voru botnristill (coecum) (19,1%) og risristill (ascending colon) (14,5%). Staðsetningar æxlanna breyttust ekki á rannsóknartímabilinu. Slímkrabbamein og signethringsfrumukrabbamein (signet ring carcinoma) voru tíðari í hægri hluta ristils. Dukes flokkun æxlanna sýndi að 9,1% voru á stigi A, 32,1% á stigi B, 24,6% á stigi C og 22,7% á stigi D, en 11,5% reyndist ekki unnt að ákvarða. Lítilsháttar aukning varð á hlutfalli æxla á stigi A á síðari hluta tímabilsins en þó voru í heild ekki marktækar breytingar á Dukes stigun á rannsóknartímabilinu. Langflest æxlin voru meðalþroskuð eða 70,1%, en 16,5% vel þroskuð og 13,4% illa þroskuð. Mun hærra hlutfall illa þroskaðra æxla var hægra megin í ristli en vinstra megin. Verri þroskunargráða æxlanna fylgdi vel verra Dukes stigi æxla. Ályktanir: Við ályktum að: 1. nýgengi ristilkrabbameina hafi aukist verulega á tímabilinu fyrir bæði kyn, 2. breytingar á meinafræðilegum þáttum æxlanna sem metin voru vefjafræðilega hafi orðið litlar. Sérstaka athygli vekur lítil breyting á Dukes stigun æxlanna
The results of surgical treatment for cryptorchidism at Landspitalinn, 1970-1993
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Cryptorchidism is a common congenital genito-urological anomali in males with increased risk of infertility and testicular cancer. In this retrospective study the results of operations for undescended testis at Landspitalinn University Hospital were reviewed with special emphasis on patients diagnosed with testicular cancer later in life. Material and methods: The study includes 593 males with undescended testis who were operated on between 1970 and 1993. Information was gathered from hospital records, including birth-weight, age at diagnosis and operation, localization of the testes and complications to surgery. Information on patients diagnosed with testicular cancer was aquired from the Icelandic Cancer Registry. Results: The average birth-weight was 3461 g, including 58 boys (10%) with low birth-weight (Inngangur: Launeista er algengur meðfæddur galli hjá drengjum og eru helstu fylgikvillar ófrjósemi og krabbamein í eistum. Tilgangur þessarar rannsóknar var annars vegar að kanna árangur aðgerða vegna launeista og hins vegar hverjir sjúklinganna hafa greinst með krabbamein í eistum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og náði til 593 sjúklinga sem greindust með launeista eða gengust undir launeistaaðgerð á Barnaspítala Hringsins á tímabilinu 1. janúar 1970 til 31. desember 1993. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, meðal annars um fæðingarþyngd, aldur við greiningu og aðgerð, staðsetningu eistans og fylgikvilla við aðgerðina. Með upplýsingum úr krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands var athugað hverjir þessara sjúklinga höfðu greinst með eistnakrabbamein fram til 31. desember 2000. Niðurstöður: Meðalfæðingarþyngd var 3461 g, þar af 58 drengir (10%) með fæðingarþyngd 2500 g. Meðalaldur við greiningu var 3,0 ár (bil 0-14 ár) og við aðgerð 7,5 ár (bil 0-51 ár). Launeista var algengara hægra megin (61%) (p<0,01) en 18% drengjanna voru með launeista beggja vegna. Við aðgerð var eistað í náragangi í 50% tilvika, í kviðarholi hjá 10% sjúklinga og í 34% tilvika utan leiðar (ectopic). Fylgikvillar sáust eftir 29 aðgerðir (5%) þar sem blóðgúll (2,7%) og skurðsýking (1,2%) voru algengastar. Rúmur helmingur (52%) drengjanna reyndist einnig hafa nárakviðslit. Af þessum 593 sjúklingum hafa tveir greinst með krabbamein í eistum, báðir með fósturvísiskrabbamein, 13 og 14 árum eftir launeistaaðgerð. Ályktanir: Árangur launeistaaðgerða er góður í þessari rannsókn. Greiningaraldur er tiltölulega hár (3,0 ár) en fer lækkandi. Aðgerðaraldur er sömuleiðis hár (7,5 ár) og töf á meðferð (4,5 ár) er óþarflega löng. Í þessari rannsókn var hlutfall þeirra sem greindust með eistnakrabbamein mjög lágt, eða 0,3%. Upplýsingar um ófrjósemi liggja ekki fyrir í þessari rannsókn
Acute pancreatitis. Prospective study of incidence, aetiology, severity, and mortality in Iceland
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To evaluate the aetiology, severity and mortality of patients with acute pancreatitis at Landspítali - University Hospital (LSH) and to estimate the incidence in Iceland. Material and methods: A prospective study of all patients diagnosed with acute pancreatitis LSH during the one-year period October 1998 - September 1999 inclusive. The main outcome measures were APACHE II, Ranson, and Imrie scores, and C-reactive protein (CRP) concentrations. The Balthazar - Ranson criteria were used for scoring of computed tomograms (CT). Results: Twenty seven of the 50 patients were male. The median age of the whole series was 60 years (range 19-85). The estimated incidence was 32/100000 for the first attack of acute pancreatitis. The causes were; gallstones 42%, alcohol 32%, miscellaneous 24%, and idiopathic 2%. Thirty three percentage of the patients had APACHE II scores 9, 38% had Ranson scores of 3, 50% had Imrie scores of 3, and 34% had CRP concentrations >210 mg/L during the first 4 days or >120 mg/L during the first week. Seven patients had severe pancreatitis. Two patients in the whole group died, and both had clinically severe pancreatitis. Conclusions: Incidence and aetiology of acute pancreatitis in Iceland is in concordance to that described in other studies. Prospective assessment makes it possible to evaluate the aetiological factors more accurately. Measurement of the CRP concentration is an attractive and simple alternative to the severity scoring systems currently in use
Ritstjórnargrein [ritstjórnargrein]
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Ég vil þakka þann heiður, sem mér er sýndur með því að vera orðinn meðritstjóri Læknablaðsins. Mig grunar þó að þessi bikar geti orðið nokkuð beiskur ef ekki er gætt hófs í gagnrýni. Skurðlæknar áttu síðast fulltrúa í ritstjórn blaðsins 1965-66 (Árna Björnsson). Það er ljóst að skurðlækningar hafa verið í nokkrum öldudal »akademískt« þótt faglega hliðin hafi kannski verið í nokkurri sókn uppá síðkastið (til dæmis hjartaskurðlækningar). Framlag skurðlækna til Læknablaðsins hefur verið fremur fátæklegt að undanförnu. Ég gerði mér það til dundurs að fara yfir árganga 1985-89 og kanna framlag skurðlækna. Einungis er tekið með efni þar sem skurðlæknir er fyrsti höfundur eða greinin unnin af skjólstæðingi (súperkandídat/ aðstoðarlækni) skurðlæknis. Ekki er talið efni frá öðrum deildum þó svo að einhver skurðlæknir eigi nafn á greininni í krafti embættis sins. Í ljós kemur að framleiðslan er næsta lítil. (Augndeild Landakots er ekki talin með hér en þaðan hafa komið fimm greinar á þessu tímabili.
- …