81 research outputs found

    Thyroid cancer in Iceland in the period 1955-2004 : a clinico-pathological and epidemiological study

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Introduction: Thyroid cancer has been unusually common in Iceland. Histological classification and TNM-staging has altered somewhat in the last decades. The aim of this study was to investigate the epidemiology of thyroid cancer in Iceland over half a century and identify factors affecting survival. Material and methods: Information on all thyroid cancers diagnosed in Iceland from 1955 to 2004 was obtained from the Icelandic Cancer Registry. Tumours diagnosed post-mortem were excluded. The date of diagnosis, sex and age at diagnosis was registered. All histopathology material was re-evaluated to reclassify tumours and TNM-stage was determined. The effect of registered parameters on prognosis was determined both in uni- and multivariate analysis. Results: Out of 805 thyroid cancer cases in the study 588 were in women. The mean age was 51 years in women and 58 years in men. The oscillation of incidence was marked in the study period although it did not increase in the last decades of the study. The overall proportion of papillary carcinoma was around 80% and the proportion of T0-T2 tumours was 66%. Neither number has changed significantly in the last 40 years of the study. The overall disease specific 5 year survival was 88% and increased significantly in the study period. In a multivariate analysis patient's age, year of diagnosis, tumour type and TNM-stage were independent significant prognostic variables. Conclusion: Thyroid cancer incidence in Iceland is no longer different to that in many neighbouring countries. Sex was not an independent prognostic parameter. The year of diagnosis was an independent prognostic factor which might indicate a more efficient treatment in later years. Key words: thyroid cancer, histological classification, TNM-staging, incidence, epidemiology. Correspondence: Jon Gunnlaugur Jonasson, [email protected]: Krabbamein í skjaldkirtli eru fremur sjaldgæf æxli þó þau hafi verið óvenju algeng á Íslandi. Meinafræðiflokkun og TNM-stigun æxlanna hefur breyst á undanförnum áratugum. Tilgangur rannsóknarinnar var að endurskoða öll skjaldkirtilskrabbamein á 50 ára tímabili, meta horfur sjúklinga og kanna breytingar. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar fengust hjá Krabbameinsskrá Íslands um skjaldkirtilskrabbamein greind á Íslandi 1955-2004. Greiningardagur, kyn og aldur sjúklinga var skráð. Öll vefjasýni voru endurmetin, æxlin endurflokkuð og TNM-stig ákvarðað. Einungis æxli greind í lifandi sjúklingum komu inn í þessa rannsókn. Athugað var hvaða þættir höfðu áhrif á lifun sjúklinga og hverjir þeirra reyndust sjálfstætt marktækir. Niðurstöður: Alls greindust 805 skjaldkirtilskrabbamein á tímabilinu, þar af 588 í konum. Meðalaldur kvenna var 51 ár en karla 58 ár. Marktækar sveiflur á nýgengi komu fram en nýgengið jókst þó lítið á síðustu áratugum rannsóknartímans. Hlutfall totumyndandi krabbameins var í heild um 80% og T0-T2 stig æxla um 66%. Þessi hlutföll breyttust lítið, einkum síðustu fjóra áratugina. Æxli í konum greindust almennt á lægra TNM-stigi. Sjúkdómssértæk fimm ára lifun var 88% og jókst marktækt á rannsóknartímanum. Við fjölbreytugreiningu var aldur við greiningu, greiningarár, vefjagerð og TNM-stig allt sjálfstæðir þættir sem höfðu áhrif á horfur sjúklinga. Ályktun: Nýgengi skjaldkirtilskrabbameins hérlendis er ekki lengur hátt miðað við ýmis nágrannalönd. Kyn reyndist ekki sjálfstætt marktækur áhættuþáttur varðandi lifun. Hins vegar var greiningarár sjálfstæður þáttur sem getur bent til að meðferð hafi orðið árangursríkari

    Hepatitis C: a clinical-histopathological study

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Hepatitis C is a common cause of chronic hepatitis and cirrhosis in Western countries. In recent years a large group of individuals have been diagnosed with the disease in Iceland. The aim of this study was to investigate histological parameters of patients with hepatitis C and to correlate histological findings with clinical findings. MATERIALS AND METHODS: In this retrospective study, all patients diagnosed with hepatitis C in Iceland that had a liver biopsy in the years 1991-2001 were included. Data on age, route of infection, duration of infection and co-infection was obtained from medical records. Liver biopsy specimens were evaluated and inflammatory activity graded and the degree of fibrosis staged. RESULTS: In all 97 patients (58 males, 39 females) were included in the study. The mean age was 35.6 years (range 11-64). Risk factors were intravenous drug abuse in 70 (72.6%), blood transfusion in 12 (12.4%) and eight had no known risk factors. Estimated duration of infection was 8.85 years (range 1-31). Average inflammatory grade was 2.84 (range 0-8) and average fibrosis stage was 0.95 (range 0-6). The majority (72.6%) of patients had minimal or no inflammation and 85.5% had minimal or no fibrosis. Only four patients had cirrhosis. Significant correlation was observed between the age at infection and the degree of fibrosis. No correlation was detected between the duration of infection or route of infection and histopathological parameters. CONCLUSION: Patients with hepatitis C that underwent a liver biopsy in 1991-2000 had mild histopathological changes in the liver. This is most likely due to short duration of infection and young age of the patients in this study.Tilgangur: Lifrarbólga C er ein algengasta orsök langvinnrar lifrarbólgu og skorpulifrar á Vesturlöndum. Á undanförnum árum hefur stór hópur Íslendinga greinst með sjúkdóminn. Þessi rannsókn miðaði að því að kanna bólguvirkni og bandvefsmyndun í vefjasýnum sjúklinga með lifrarbólgu C og athuga tengsl við klíníska þætti. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursæ og náði til allra sjúklinga með lifrarbólgu C sem fóru í lifrarsýnistöku á tímabilinu 1991-2000. Upplýsinga var aflað um aldur, smitleið, smittíma, lifrarpróf, samhliða sýkingar og fleira. Vefjasýni voru endurskoðuð og metin var bólga og bandvefsmyndun. Einnig var könnuð fylgni klínískra þátta við niðurstöður úr vefjasýnum. Niðurstöður: Alls 97 sjúklingar (58 karlar og 39 konur) uppfylltu skilmerki rannsóknarinnar og var meðalaldur 35,6 ár (bil 11-64). Sprautufíklar voru 77 (79,4%), blóðþegar 12 (12,4%) og hjá átta (8,2%) var smitleið óþekkt. Áætlaður smittími var 8,85 ár (bil 1-31). Meðaltal bólgudrepsstuðuls var 2,84 (bil 0-8) og bandvefsstuðuls 0,95 (bil 0-6). Alls voru 70 (72,6%) sjúklingar með enga/mjög væga bólgu og 83 (85,5%) með enga/mjög væga bandvefsmyndun. Einungis fjórir höfðu skorpulifur. Fylgni var á milli áætlaðs aldurs við smit og bandvefsmyndunar. Ekki var fylgni á milli smittíma eða smitleiðar og vefjameinafræðilegra þátta. Ályktun: Sjúklingar með lifrarbólgu C sem fóru í lifrarsýnistöku árin 1991-2000 höfðu væga bólgu og bandvefsmyndun í lifur. Líklegasta skýringin er tiltölulega stuttur smittími og lágur aldur

    [Adenocarcinoma of the appendix in Iceland 1990-2009. A population based study].

    Get PDF
    Adenocarcinoma of the appendix is less than 0.5% of all gastrointestinal cancers. The aim of this study was to analyse the incidence, symptoms, pathology and treatment of appendiceal adenocarcinoma in a well defined cohort as well as the prognosis of the patients.This is a retrospective study on all patients diagnosed with adenocarcinoma of the appendix in Iceland from 1990-2009. Information on epidemiological factors, survival and treatment was collected. All histological material was reviewed. Overall survival was estimated with median follow up of 15 months (range, 0-158).A total of 22 patients were diagnosed with appendiceal adenocarinoma in the study period (median age 63 yrs, range: 30-88, 50% males). Age-standardized incidence was 0.4/100,000/year. The most common symptom was abdominal pain (n=10). Eight patients had clinical signs of appendicitis. Most patients were diagnosed at operation or at pathological examination but one patient was diagnosed at autopsy. Five patients had an appendectomy and 11 a right hemicolectomy. One patient was not operated on and in three patients only a biopsy was taken. Twelve patients had chemotherapy and seven of them for metastatic disease. Eight patients had adenocarcinoma, seven mucinous adenocarcinoma, three signet ring adenocarcinoma, one mixed goblet cell carcinoid and mucinous adenocarcinoma,one mixed adenocarcinoma and signet ring adenocarcinoma and two a mucinous tumour of unknown malignant potential. In eight cases the tumor originated in adenoma. Most of the patients had a stage IV disease (n=13), three stage III, three stage II and three stage I. Operative mortality was 4.8% (n=1). Disease specific five year survival was 54% but overall five year survival was 44% respectively.Adenocarcinoma of the appendix is a rare disease. No patients were diagnosed pre-operatively. Over half of the patients presented with stage IV disease.Tilgangur: Kirtilkrabbamein í botnlanga er innan við 0,5% krabbameina í meltingarvegi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða nýgengi, einkenni, meinafræði, meðferð og horfur sjúklinga hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem greindust með kirtilkrabbamein í botnlanga á Íslandi 1990-2009. Skoðaðir voru faraldsfræðilegir þættir, meðferð og lifun. Öll vefjasýni voru skoðuð og meinafræði endurmetin. Meðaleftirfylgni lifandi greindra var 15 mánuðir (bil: 0-158). Niðurstöður: Alls greindust 22 sjúklingar með kirtilkrabbamein í botnlanga (miðaldur 63 ár, bil: 30-88, 50% karlar). Aldursstaðlað nýgengi var 0,4/100.000 á ári. Algengasta einkennið var kviðverkur (n=10) en átta sjúklingar höfðu klínísk einkenni botnlangabólgu. Flestir sjúklingar greindust í aðgerð eða við vefjagreiningu en einn við krufningu. Fimm sjúklingar fóru í botnlangatöku og 11 í brottnám á hægri hluta ristils. Einn sjúklingur fór ekki í skurðaðgerð og hjá þremur var eingöngu tekið vefjasýni. Tólf sjúklingar fengu krabbameinslyfjameðferð, þar af sjö við dreifðum sjúkdómi. Átta sjúklingar höfðu kirtilkrabbamein, sjö slímkrabbamein, þrír sigðfrumukrabbamein, einn blandað krabbalíkisæxli af slímfrumugerð og slímkrabbameini, einn kirtilkrabbamein með sigðfrumukrabbameini og tveir höfðu slímæxli af óvissri illkynja hegðan. Í átta tilvikum var æxlið upprunnið í kirtilsepaæxli. Flestir höfðu sjúkdóm á stigi IV (n=13), 3 á stigi III, 3 á stigi II og 3 á stigi I. Skurðdauði var 4,8% (n=1). Sjúkdómssértæk fimm ára lifun var 54% en heildar fimm ára lifun 44%. Ályktun: Kirtilkrabbamein í botnlanga eru sjaldgæf. Allir sjúklingar greindust fyrir tilviljun. Rúmlega helmingur sjúklinga var með dreifðan sjúkdóm við greiningu

    Hepatocellular carcinoma in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: The incidence of hepatocellular carcinoma (HCC) varies throughout the world, being relatively low in Northern Europe (less than five per 100,000 population) where the majority of the patients have cirrhosis. In Iceland the prevalence of viral hepatitis and cirrhosis, the main risk factors for HCC, is lower than reported in many other countries. The aim of our study was to investigate the incidence and etiology of HCC in Iceland. Material and methods: All patients diagnosed with HCC in Iceland in 1984-1998 were included in the study. Histologic diagnosis was required for inclusion. Patients were identified from the Icelandic Cancer Registry and by reviewing autopsy and histopathology reports. Further information was obtained from medical records. Results: A total of 71 cases of HCC were identified, 51 males and 20 females. The mean age for males was 69.3 years (18-95) and 73 years (52-89) for females. The age-standardized annual incidence rate of HCC was 1.08/100,000 (males 2.10, females 0.67). The incidence did not increase significantly during the study period. Alcohol abuse (15.5%) and hemochromatosis (11%) were the most common risk factors. Twenty-three (32%) had cirrhosis but 39 (55%) had no known risk factors. Of 55 cases where non-neoplastic tissue was available for examination, 27 had liver disease. Conclusions: 1) The incidence of HCC in Iceland is lower than reported in other countries. 2) Alcohol abuse and hemochromatosis are the most common risk factors. 3) The ratio of patients with cirrhosis is low

    Colon cancer in Iceland 1955-2004. Study on epidemiology, histopathology and gender difference

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Colon cancer is the third most common cancer in Iceland. The aim of this study was to analyze the epidemiology and histopathology of colon cancer in Iceland, resection rate and the difference between men and women. MATERIAL AND METHODS: Pathology and autopsy reports for all patients diagnosed with colon cancer between 1955 and 2004 where reviewed. All the histopathology material was re-evaluated. Demographical information and pathological findings were registered. Age-standardized incidence was calculated for both men and women. Gender difference was evaluated. Time trend was evaluated by linear regression. RESULTS: After re-evaluation 2293 cases remained (1148 males and 1145 females). The incidence increased for men from 7.5, to 22.2/105 and for women from 8.6 to 15.1/105. Most tumors were located in the sigmoid colon (35%). Surgical rate increased from 50% to 85%. Adenocarcinomas where 84% and mucinous adenocarcinoma 7%. Altogether 7% of cases were TNM-stage I, 32% were stage II, 24% stage III, 21% in stage IV and stage was unknown in 16% of cases. Slight gender difference was observed regarding grade, vessel invasion, depth of invasion and anatomic subsite. CONCLUSION: Incidence of colon cancer increased considerably, mainly for men. Surgical rate and pathology of colon cancer is similar to that reported elsewhere except that there are somewhat fewer cases in TNM-stage I. Little gender difference was observed in the pathological parameters analysed.Inngangur: Krabbamein í ristli er þriðja algengasta krabbamein á Íslandi. Þessi rannsókn gerir grein fyrir faralds- og meinafræði ristilkrabbameins á Íslandi, skurðtíðni og kynjamun. Efniviður og aðferðir: Vefjasvör og krufningaskýrslur þeirra sem greindust með ristilkrabbamein á árunum 1955-2004 voru yfirfarin. Vefjasýni sjúklinga voru endurskoðuð og meinafræðilegir og lýðfræðilegir þættir skráðir. Aldursstaðlað nýgengi var reiknað fyrir bæði kyn. Meinafræðilegir þættir voru athugaðir með tilliti til kyns. Breyting yfir tíma var skoðuð með línulegri aðhvarfsgreiningu og kynjamunur með kí-kvaðratsprófi. Niðurstöður: Eftir endurmat urðu eftir 2293 ristilkrabbamein (karlar 1148, konur 1145). Nýgengi jókst hjá körlum úr 7,5 í 22,2/105 og hjá konum úr 8,6 í 15,1/105. Flest æxlin voru í bugaristli (35%). Skurðtíðni jókst úr 50% í 85%. Kirtilkrabbamein voru 84% æxla en slímkirtilkrabbamein 7%. Alls voru 7% sjúklinga á TNM-stigi I, 32% á stigi II, 24% á stigi III, 21% á stigi IV en stig var óþekkt hjá 16%. Lítilsháttar kynjamunur var á gráðu, æðaíferð, íferðardýpt og staðsetningu. Ályktun: Nýgengi ristilkrabbameins jókst verulega á tímabilinu, aðallega hjá körlum. Skurðtíðni og meinafræðileg birtingarmynd er svipuð því sem lýst hefur verið erlendis fyrir utan heldur færri tilfelli á TNM-stigi I. Lítill munur er á kynjum með tilliti til einstakra meinafræðiþátta

    Microscopic colitis - review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMicroscopic colitis (MC) is an encompassing term for two diseases; collagenous colitis and lymphocytic colitis. The colon appears normal by colonoscopy and a diagnosis is only obtained with a biopsy. The histopathology of collagenous colitis is mainly characterized by a thickening of the subepithelial basement membrane of the colonic mucosa with a band of collagen. Lymphocytic colitis is mainly characterized by an intraepithelial lymphocytosis without the collagen thickening. Even though the two diseases have a distinctive pathology their clinical symptoms are characterized by chronic watery diarrhea without bleeding. Microscopic colitis is thought to cause about 4-13% of all chronic diarrhea but their relative frequency is much higher among older people. The mean annual incidence for collagenous and lymphocytic colitis has been increasing. Steroids are the most effective treatment for microscopic colitis and budesonide is the most studied and effective therapy for MC. The aim of this paper is to give a review of two relatively new diseases which are among the most common cause of chronic diarrhea, especially among older people.Hugtakið smásæ ristilbólga er samnefnari fyrir tvo sjúkdóma; bandvefsristilbólgu og eitilfrumu-ristilbólgu. Við ristilspeglun er slímhúðin eðlileg en greining fæst með sýnatöku á ristilslímhúð. Meinafræðilega einkennist bandvefsristilbólga einkum af þykknuðu kollagenlagi undir yfirborðsþekju slímhúðar ristilsins en eitilfrumuristilbólga af eitilfrumuíferð í yfirborðsþekju, kirtilþekju og eiginþynnu slímhúðar án aukningar á kollageni í ristilslímhúðinni. Þó að sjúkdómarnir tveir hafi nokkuð aðgreinanlegt meinafræðilegt mynstur er megineinkenni þeirra beggja langvinnur vatnskenndur niðurgangur án blóðs. Smásæ ristilbólga er talin orsaka um 4-13% langvinns niðurgangs en algengi hennar er mun hærra meðal eldra fólks. Nýgengi bandvefsristilbólgu og eitilfrumuristilbólgu hefur farið mjög hækkandi á síðustu árum. Steralyf eru áhrifaríkustu lyfin við smásærri ristilbólgu og búdesóníð er mest rannsakaða og best staðfesta meðferðin. Tilgangur þessarar yfirlitsgreinar er að kynna tvo tiltölulega nýja sjúkdóma sem eru ein algengasta ástæða langvinns niðurgangs, sérstaklega meðal eldra fólks

    Appendicitis and appendectomy in children in Reykjavik Hospitals in 1996 and 2006

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Appendicitis is a common disease and can be life-threatening if not adequately treated. Studies have shown that if less than 20% of appendices removed are normal it indicates missing or delaying the diagnosis of appendicitis, resulting in an increased incidence of perforation. The purpose of this study was to analyze appendicitis in children during two separate time periods in the pediatric wards of the hospitals in Reykjavík and to increase our knowledge of appendicitis in children in the country. MATERIALS AND METHODS: Patients entering this study are two groups of 100 children (< or =16 years) consecutively undergoing appendectomy in the Reykjavik hospitals, one group in 1996 and the other in 2006. Data on sex, age, clinical symptoms and treatment was obtained from patients records. The impression of the surgeon at time of operation on the inflammation of the removed appendix was compared with results of histopathology analysis. All histopathology slides from appendices from 2006 were re-evaluated. The parameters in open appendectomies were compared to those in laparoscopic appendectomies. The two study periods were compared. RESULTS: The proportion of normal appendices was similar in both periods of the study, 18% in 2006 and 20% in 1996. The appendices were more often normal in female patients (p<0.05) and the large majority of those were removed by laparoscopic surgery. Perforation was present in 17% of inflamed appendices in both study groups. The time from patients arrival to hospital until surgery surpassed 10 hours in only one case in each study group. A discrepancy between the surgeon's assessment and the pathology result was noted only once in 2006 and in one additional case was the histopathological diagnosis altered following re-evaluation of the pathology slides. DISCUSSION: The proportion of non-inflamed appendices in appendectomies in children in Reykjavik is in accordance with that reported elsewhere and perforation is not common. There is a good concordance between surgical and pathological assessment with regard to inflammation of the appendices.Inngangur: Botnlangabólga er algengur sjúkdómur og lífshættulegur ef ekki er brugðist rétt við. Rannsóknir hafa sýnt að ef minna en fimmti hver fjarlægður botnlangi reynist óbólginn er fylgni við hækkun á hlutfalli rofinna botnlanga. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hlutfall óbólginna fjarlægðra botnlanga á Barnaspítala Hringsins og barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á tveimur árum með 10 ára millibili og auka þekkingu á botnlangabólgu barna á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Alls 100 börn (?16 ára) sem fóru í botnlangatöku á árinu 2006 og 100 börn frá árinu 1996 komu inn í rannsóknina, en hópurinn var samfelldur og því ekki valinn. Upplýsingum um kyn, aldur, klínísk einkenni og meðferð var safnað úr sjúkraskýrslum. Klínísk greining og mat skurðlækna á ástandi botnlanga í aðgerð var borin saman við vefjagreiningarniðurstöður. Öll vefjasýni ársins 2006 voru endurskoðuð af rannsakendum og matið borið saman við fyrri vefjagreiningar. Niðurstöður frá árunum tveimur voru bornar saman. Niðurstöður: Hlutfall óbólginna botnlanga var svipað bæði rannsóknarárin, eða 18% árið 2006 og 20% árið 1996. Botnlangi í stúlkum reyndist marktækt oftar eðlilegur (p<0,05) og nær eingöngu stúlkur fóru í aðgerð með kviðsjá. Bólgnu botnlangarnir reyndust rofnir í 17% tilvika bæði árin. Biðtími sjúklinga frá komu á sjúkrahús að aðgerð var aðeins í eitt skipti hvort árið lengri en 10 klst. Í einu tilviki 2006 kom fram misræmi milli mats skurðlæknis og niðurstöðu vefjagreiningar og meinafræðiáliti var breytt í eitt skipti eftir endurmat vefjasneiða. Ályktanir: Hlutfall óbólginna botnlanga í þessari rannsókn er í samræmi við það sem hingað til hefur verið viðurkennt að erfitt sé að komast hjá og rof á botnlanga reyndist ekki algengt. Gott samræmi er milli mats skurðlækna á botnlanga í aðgerð og meinafræðiniðurstöðu

    Desmoid tumor of chest wall--an important differential diagnosis to malignancies

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenDesmoid tumors are rare solid tumors that arise from musculoaponeurotic tissues. They are classified as benign as they do not metastasize. Desmoid tumors can, however, exhibit rapid local growth and clinically they can mimic sarcomas. Their histological appearance can also resemble some malignant neoplasms such as low grade sarcomas, rendering the differential diagnosis difficult. The present report describes a 60-year-old woman with a history of left mastectomy, performed for a lymph node negative adenocarcinoma. At follow-up 4 years later, a solid nodule was palpated below the right breast. The tumor increased in size over several weeks and caused local radiating chest pain. Clinically a breast cancer metastasis was suspected. Open biopsy revealed a desmoid tumor. The tumor was resected together with a part of the anterior hemithorax, and the defect in the chest wall covered with a Goretex-patch. Six months postoperatively, the patient is doing well with no signs of locally recurrent disease.Desmoid-æxli eru sjaldgæf æxli sem eiga uppruna sinn í mjúkvefjum. Þau eru flokkuð sem góðkynja æxli þar sem þau sá sér ekki með meinvörpum. Engu að síður geta þau vaxið ífarandi, líkt og sum illkynja mjúkvefjaæxli og valda þá oft svipuðum staðbundnum einkennum. Að auki er vefjafræðilegt útlit desmoid-æxla oft áþekkt útliti sumra sarkmeina og því erfitt að greina þar á milli við smásjárskoðun. Hér er lýst sextugri konu sem gengist hafði undir brottnám á vinstra brjósti fjórum árum áður vegna staðbundins brjóstakrabbameins. Við eftirlit þreifaðist fyrirferð við neðanvert hægra brjóst. Fyrirferðin óx hratt á nokkrum vikum og olli staðbundnum eymslum. Upphaflega var talið að um meinvarp frá fyrra brjóstakrabbameini væri að ræða. Opin sýnistaka leiddi í ljós desmoid-æxli. Æxlið var fjarlægt með skurðaðgerð þar sem hluti hægri brjóstveggjar var fjarlægður og gatinu lokað með Goretex®-bót. Hálfu ári frá aðgerð er sjúklingur einkennalaus og engin merki um endurtekinn æxlisvöxt

    Survival and causes of death in children diagnosed with cancer in Iceland 1981-2006

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: Of children diagnosed with cancer, approximately one fourth die of the disease or disease related complications. The aim of this study was to investigate survival and causes of death in children with cancer in Iceland. METHODS: This study is retrospective; population based and includes all children, less than 18 years of age, diagnosed with cancer in Iceland from 1981 to 2006. Information was extracted from the Icelandic Cancer Registry, patients hospital records and data from Statistics Iceland. RESULTS: Of 279 children diagnosed with cancer in the research period 215 were alive at the end of 2008. The overall 5-year survival was 81.2% and 10-year survival was 76.7%. There was not a significant survival difference with respect to age at diagnosis, year of diagnosis, gender or geographical residence. The small cohort size could be the explanation. Eleven individuals developed secondary neoplasm, eight of whom died. Sixteen of the 64 nonsurvivors were treated with curative intent until death, 12 of them died of therapy related complications. CONCLUSIONS: Survival rate in childhood cancer in Iceland is comparable to other Western countries. As previously reported, prognosis of patients with secondary neoplasm is unfavorable. Therapy related complications are the most common cause of death in patients treated with curative intent.Inngangur: Um fjórðungur barna sem greinist með krabbamein deyr vegna sjúkdóms síns eða meðferðartengdra fylgikvilla. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna lifun og dánarorsakir barna sem greinst hafa með krabbamein á Íslandi. Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, lýðgrunduð og náði til allra einstaklinga yngri en 18 ára sem greindust með krabbamein á Íslandi frá upphafi árs 1981 til loka ársins 2006. Upplýsingum var safnað frá Krabbameinsskrá Íslands, sjúkraskrám og Hagstofu Íslands. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust 279 börn með krabbamein á Íslandi. Af þeim voru 215 á lífi í lok árs 2008. Á tímabilinu var fimm ára lifun 81,2% og 10 ára lifun 76,7%. Ekki var marktækur munur á lifun milli kynja, greiningartímabila, aldurs eða búsetu. Gæti það skýrst af smæð þýðisins. Lifun var mismunandi eftir krabbameinstegundum. Ellefu einstaklingar greindust síðar með meðferðartengd krabbamein, átta þeirra létust. Sextán þeirra 64 sem létust voru í læknandi meðferð fram að andláti. Var dánarorsök meðferðartengdir fylgikvillar hjá 12 úr þeim hópi. Ályktun: Horfur barna og unglinga á Íslandi með krabbamein eru sambærilegar við önnur vestræn ríki. Horfur eru mun verri í meðferðartengdum krabbameinum samanborið við frumkrabbamein. Meðferðartengdir fylgikvillar eru algengasta dánarorsök ef krabbameinsmeðferð er gefin með læknanlegum tilgangi

    Childhood cancer in Iceland 1981-2006

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)BACKGROUND: Childhood cancer is the second most common cause of death in children. The aim of this study was to gather epidemiological information on childhood cancer in Iceland. METHODS: The study was population based and included all children younger than 18 years of age, diagnosed with cancer in Iceland from 1981 to 2006. Information was extracted from the Icelandic Cancer Registry and patient hospital records. RESULTS: During the study period 288 cancer cases were diagnosed in 279 children, 10 cases were secondary neoplasms. Age standardized incidence was 16.1 per 100.000 (95% CI 13,6-18,6) for boys and 12.8 per 100.000 (95% CI 10,5-15,0) for girls. There was no significant difference in the incidence rate between the first and second half of the study period. For children aged 0-14 years, the age standardized incidence was 13.6 per 100.000. The incidence was highest in the 0-4 year age group (17.3 per 100.000) and in the 15-17 year age group (19.6 per 100.000). Brain tumors (27.1%) and leukemia (25.0%) were the most common cancer groups diagnosed. Lymphoid leukemia was the most common cancer type (17.9%) and astrocytoma (13.1%) came second. CONCLUSIONS: The incidence of childhood cancer in Iceland is similar to other Western countries. Long-term follow-up is very important in childhood cancer survivors.Inngangur: Krabbamein er næst algengasta dánarorsök barna á eftir slysum. Tilgangur rann-sóknarinnar var að kanna nýgengi krabbameina hjá börnum á Íslandi.
 Aðferðir: Rannsóknin var lýðgrunduð og náði til allra <18 ára sem greindust með krabbamein á Íslandi frá upphafi árs 1981 til ársloka 2006. Upplýsingum var safnað frá Krabbameinsskrá Íslands og úr sjúkraskrám.
 Niðurstöður: Alls greindust 288 krabbameinstilfelli á tímabilinu hjá 279 börnum. Í 10 tilvikum var um meðferðartengd krabbamein að ræða. Árlegt aldursstaðlað nýgengi hjá drengjum var 16,1 af 100.000 (95% CI; 13,6-18,6) en hjá stúlkum 12,8 af 100.000 (95% CI; 10,5-15,0) en ekki var marktækur munur á nýgengi milli fyrri og seinni hluta rannsóknartímabilsins. Fyrir aldursbilið 0-14 ára var árlegt aldursstaðlað nýgengi 13,6 af 100.000. Miðtaugakerfisæxli og hvítblæði voru samanlagt 52,1% allra krabbameinstilvika. Algengasta grein-ingin var bráða eitilfrumuhvítblæði (17,9%) og stjarnfrumnaæxli (13,1%) næstalgengust. Nýgeng-ið var hæst hjá aldursbilunum 0-4 ára (17,3 af 100.00) og 15-17 ára (19,6 af 100.000). Tíu börn voru með þekkta meðfædda áhættuþætti.
 Ályktun: Nýgengi krabbameina hjá börnum á Íslandi er sambærilegt við nágrannalöndin. Mikilvægt er að fylgja vel eftir börnum sem gengið hafa í gegnum krabbameinsmeðferð og þeim sem hafa þekkta meðfædda áhættuþætti.

    corecore