3 research outputs found

    Retrospective analysis of health variables in a Reykjavík nursing home 1983-2002 (corrected)

    Get PDF
    Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: A municipal nursing home with 68 beds in Reykjavík, opened in mid-year 1982. OBJECTIVES: To analyse changes in demographic, health and outcome variables over 20 years. DESIGN: Retrospective analyses of data from medical records of all diseased persons with cross-sectional comparison of five four-year intervals. SETTING: Droplaugarstadir Nursing Home in Reykjavík. The nursing home is supervised by fully qualified nurses and provides maintenance rehabilitation. Medical services are delivered from a specialist geriatric hospital department. RESIDENTS: All residents who died 1983 to 2002 [corrected]. MEASUREMENTS: Demographic data, type of dwelling before admission, Nursing Home Pre-admission Assessment Score (NAPA), mobility- and cognitive score, drug usage and a list of medical diagnoses. All recorded health events during stay, falls and fractures, medical and specialist consultations. Advance directives, as recorded and end-of-life treatment, place of death, clinical diagnosis of cause of death and length of stay. RESULTS: The total number of medical records read numbered 385, including 279 females and 106 males. The mean age on admission was 85 (+/- 7) years. During the first 4 years the majority of residents came from their own private homes or residential settings but in the last four years, 60% were admitted directly from a hospital ward. The mortality rate was 17% per year in the first period and the majority died in a hospital. This ratio took a sharp turn as the mortality rate increased to 40%, and in the last period only 2 of 97 deaths took place in a hospital. Admission mobility- and cognitive scores showed increased disability with time. The most common diagnosis on admission was dementia (56%), ischemic heart disease (46%), fractures (35%) and strokes (27%). Parkinsonism and maturity onset diabetes had a low prevalence rate of 6%. A mean NHPA of 57 (+/- 17) points confirmed a high dependency selection. The mean number of drugs per patient was 5.3 (+/- 3), including 1.1 (+/- 1) for psychoactive drugs and sedatives. The most common health events during residents? stay were urinary and respiratory infections, heart failure, cardiac- and cerebral events and pulmonary disorders. Hip fractures occurred in 45 residents (12%) and other types of fractures in 47 during their stay in the nursing home. The number of medical visits and specialist referrals increased with time. Palliative care was the most common form of treatment at end of life. Pneumonia was most commonly recorded cause of death in medical notes. The yearly mortality rate was 29% and the mean length of stay was 3 (+/- 2,9) years for the whole period. LIMITATIONS: Retrospective analyses have many inherent drawbacks and the information in medical records tend to be scanty. Analyses of disabilities, as described in the medical record, can only be descriptive and health events are likely to be underreported. Statistical methods have a less meaningful role for interpretation as only diseased persons were included and survivors excluded. However, the length of time, uniform medical care and turnover rate of residents generate useful information on the patterns of the nursing home service during a time of considerable change. CONCLUSIONS: This retrospective analysis indicates increasing frailty in nursing home patients admitted over a period of 20 years. With time the residents are more often admitted directly from a hospital rather than from an individual dwelling. Most deaths took place in the nursing home and were preceded with informal or formal palliative care directives, which was a significant change over time. The data indicates growing efficiency in the nursing home selection processes due to the NHPA and improvements in holistic geriatric care. This development is in keeping with the Icelandic health care policy for elderly people to stay longer in their own home with access to a nursing home placement when needed.Tilgangur: Á síðustu árum hafa verið gerðar miklar skipulagsbreytingar á öldrunarþjónustu á Íslandi. Þessi afturvirka rannsókn beinist að því að meta áhrif þessara breytinga á lýðfræði og heilsufarsbreytur heimilismanna á Droplaugarstöðum, hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjavík. Efniviður og aðferðir: Lesnar voru sjúkraskrár allra vistmanna sem látist höfðu á árunum 1983-2002. Þessum 20 árum var skipt niður í fimm fjögurra ára tímabil. Skráð var aldur, kyn, hvaðan fólkið kom og stig á vistunarmati aldraðra. Metin var hreyfifærni og vitræn geta með fjögurra stiga kvarða, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningar við komu. Skráðar voru algengustu heilsufarsbreytur á dvalartíma, byltur og brot, vitjanir lækna og samráðskvaðningar. Stigun meðferðar, dánarstaður og dánarmein, meðalaldur og meðaldvalartími voru skráð. Niðurstöður: Rannsóknin náði til 385 heimilismanna, 279 kvenna og 106 karla. Meðalaldur við komu var 85 (± 7) ár fyrir bæði kynin og breyttist ekki marktækt á þessum 20 árum. Fyrstu fjögur árin komu flestir heimilismanna úr heimahúsum eða úr þjónustuíbúðum fyrir aldraða en á síðasta tímabilinu komu um 60% beint frá sjúkrahúsum. Hreyfihömlun og heilabilun voru talin algengustu vandamál heimilismanna við komu og algengi þeirra fór vaxandi með árunum. Algengustu sjúkdómsgreiningar við komu voru heila­bilun (56%), kransæðasjúkdómar (46%), beinbrot (35%) og heilaáföll (27%). Parkinsonsjúkdómur og fullorðinssykursýki komu mun sjaldnar fyrir, eða í um 6% tilfella. Meðalfjöldi stiga á vistunarmati aldr­aðra (eftir 1991) var 57 stig (± 17), fjöldi lyfja á mann við komu voru 5,3 (± 3) og inntaka geð- og róandi lyfja 1,1 (±1). Algengustu heilsufarsáföll á dvalartíma voru sýkingar í þvagfærum og lungum, kviðverkir, hjartabilun, hjarta- og heilaáföll og lungnateppa. Mjaðmarbrot voru 45 (12%) og önnur beinbrot 47. Skráðar vitjanir lækna fóru vaxandi með árunum. Dánartíðni fór vaxandi fyrstu árin en var að meðaltali 29% á ári yfir allt tímabilið. Líknarmeðferð var algengasta meðferðarstig heimilismanna undir lokin. Fyrstu fjögur árin áttu 64% andláta heimilismanna sér stað á sjúkrahúsi en aðeins 2% síðustu árin. Algengasta skráða dánarmeinið var lungnabólga. Meðaldvalartími mældist lengstur á árunum 1991-94 en styttist og var 2,6 ár á síðasta tímabilinu. Ályktun: Þessi afturvirka rannsókn sýnir vaxandi hrum­leika aldraðs fólks sem vistaðist á Droplaugarstöðum hjúkrunarheimili undanfarin 20 ár. Með árunum komu heimilismenn oftar beint frá legudeild á sjúkrahúsi. Á tímabilinu breyttist dánarstaður heimilismanna frá sjúkrahúsi yfir til heimilisins sjálfs í takt við breytt viðhorf til dánarferlis og samfara umræðu um útgefnar leiðbeiningar um lífslokameðferð. Niðurstöður benda til aukinnar skilvirkni í vistunarmati og heildrænni umönnunar á hjúkrunarheimilinu. Þessi þróun samræmist þeirri hugmyndafræði heilbrigðisyfirvalda að aldraðir búi sem lengst á eigin heimilum en hafi aðgang að hjúkrunarrýmum þegar allt um þrýtur heima

    Hvaða kostum vilja eldri borgarar hafa úr að velja ef heilsan brestur á efri árum?

    Full text link
    Ritgerð þessi byggir á megindlegri rannsókn, þar sem einstaklingar á aldrinum 55 til 80 ára eru spurðir hvernig þeir vilja sjá umönnun aldraðra á komandi árum og hjúkrunarheimili framtíðarinnar. Hvaða val vilja einstaklinga hafa um búsetu ef og þegar veikindi steðja að á efri árum. Sendir voru 600 spurningalistar til einstaklinga á stór-Reykjavíkursvæðinu og þeir spurðir 10 spurninga um hver stærð hjúkrunarheimila ætti að vera, hvar þau ættu að vera staðsett, hvor þau leggðu áherslu á sér herbergi og sér baðherbergi eða hvort þeim finnist í lagi að deila herbergjum með öðrum. Einnig hvaða stærð af íbúð eða herbergi væri ákjósanlegust og hvort það væri mikilvægt að halda ellilífeyri sínum og greiða svo það sem hverjum ber eins og flestir hafa gert alla ævi. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær helstar að það er krafa mikils meirihluta þátttakenda að hafa sitt eigið herbergi og eigið baðherbergi. Einnig að lítil heimili í hverfum borga og bæja væru ákjósanlegri en stór hjúkrunarheimili. Það skiptir líka miklu máli að geta búið áfram í sínu hverfi. Tillögur eru settar fram um nýjar leiðir við umönnun og hjúkrun og reynt að finna hvaða kostnaður liggur að baki hverri hugmynd fyrir sig. This paper is build on quantitative research where individuals, 55 to 80 years old are asked how they want nursing homes to be in the coming years. What kind of choice do they prefer if and when they get sick in old age. 600 questionnaires to individuals in the big - Reykjavík area were sent by post. 10 question’s where asked about sizes of nursing homes, where they should be located, if they prefer single or shared rooms and bathrooms. Also witch size of flat or room they prefer and if it is important for them to keep their insurance benefits, and pay by them self as they have done all their lives. The main part of the results is requirement from the largest part of participants to have single rooms and bathrooms and to have small nursing homes, not large ones. It is also very important to them to have the possibility to live in the neighborhood they prefer. Proposals are made for new ways to nurse and care for elderly, and tried to find witch cost is behind each of these new ways

    Effects of patient vulnerability, and main effect strength and valence, on side-effect intentionality judgements

    Full text link
    Hið svokallaða Knobe-effect á sér stað þegar neikvæðar afleiðingar af gjörðum annarra eru metnar af meiri ásetningi en jákvæðar afleiðingar (Knobe, 2003a; Feltz, 2007). Knobe (2010) hélt því fram að lykilatriði í því að meta hvort afleiðingar eru metnar af meiri eða minni ásetningi snúi að því hversu vel þær endurspegla kjarnann (e. essence) í gjörðum þess sem framkvæmir þær. Fjöldi rannsakenda hafa haldið því fram að siðferðislegt mat hafi áhrif á mat á ásetningi (Cova & Naar, 2012; Knobe, 2003b; Knobe, 2010; Pettit & Knobe, 2009; Tannenbaum et al., 2007, e.g.,), en samkvæmt kenningunni um dyadic morality er eitt af því sem hefur áhrif á mat á siðferði það hversu berskjaldaður hópurinn er sem verður fyrir skaða (Schein & Gray, 2018). Í þessari rannsókn skoðuðum við hvort styrkleiki neikvæðra megináhrifa og hversu berskjaldaðir hóparnir voru sem neikvæðu afleiðingarnar komu niður á hafi áhrif á mat fólks á ásetningi, þegar neikvæðu afleiðingarnar eru alltaf þær sömu. Nánar tiltekið vildum við athuga hvort að styrkur neikvæðra megináhrifa (þ.e. í þeim tilfellum sem gjörðir eru gríðarlega slæmar), muni valda því að neikvæðar afleiðingar falli í skuggann af megináhrifunum og hafi þannig áhrif á mat fólks á ásetningi. Við skoðuðum einnig hvort að það hversu berskjaldaður hópurinn er sem verður fyrir neikvæðu afleiðingunum hafi áhrif á mat á ásetningi þegar afleiðingarnar eru alltaf þær sömu. Einnig athuguðum við hvort megináhrif siðferðislegra gilda hafi áhrif á mat fólks á ásetningi og hvort og hvernig þetta tengist styrkleika megináhrifa þegar neikvæðu afleiðingarnar eru alltaf þær sömu. Notuð var netkönnun þar sem þátttakendur (N=141) voru beðnir um að meta ásetning á neikvæðum afleiðingum í mismunandi dæmum þar sem við höfðum stjórnað breytum fyrir styrk og gildi megináhrifa auk þess hversu berskjaldaðir hóparnir voru. Niðurstöður á mati þátttakenda á ásetningi neikvæðu afleiðinganna sýndu að ekki voru áhrif af afar slæmum megináhrifum, sem og áhrifum af því hversu berskjaldaðir hóparnir voru. Þetta gefur til kynna að styrkleiki megináhrifa gegni ekki lykilhlutverki þegar kemur að mati þátttakenda á því að hversu miklu leyti afleiðingarnar tengjast megináhrifunum þegar þær eru alltaf þær sömu. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að forþekking á neikvæðu afleiðingunum virðist nægja til þess að gerandanum sé kennt um afleiðingarnar og því séu þær dæmdar sem ásetningur óháð því hversu siðferðislega jákvæð eða neikvæð upphaflegu markmið gerandans voru og hversu berskjaldaður hópurinn er sem varð fyrir afleiðingunum. Lykilhugtök: Knobe áhrifin, mat á ásetningi, megináhrif, afleiðingarThe so-called Knobe effect occurs when bad side-effects of an action are considered to be brought about intentionally, but good side-effects of the same action are considered to be less intentional (Knobe, 2003a; Feltz, 2007). Knobe (2010) suggested that a key factor in determining whether a side-effect is judged to be intentional or not may be the extent to which it is perceived as essential to the action undertaken by an agent. Additionally, a number of researchers have argued that moral judgement plays an important role in judgements of intentionality (Cova & Naar, 2012; Knobe, 2003b; Knobe, 2010; Pettit & Knobe, 2009; Tannenbaum et al., 2007, e.g.,). According to the Theory of Dyadic Morality, vulnerability of the patient is a way to affect how morally bad an action is perceived to be (Schein & Gray, 2018). In this research we examined whether the intensity of a negative main effect and the vulnerability of a patient affected, affects people’s judgement of intentionality when the negative side-effect is held constant. Our intuition was that if the intensity of a negative main- effect is extremely high (i.e., in case of an extremely bad action), a negative side-effect should be overwhelmed by the main effect, becoming less essential to the action, and that this should affect intentionality judgements. Further, the vulnerability of the patient should also affect how intentional the negative side-effect of an action is thought to be, owing to its effect on the perceived morality of the action. We also examined whether main effect valence affects people’s judgements of intentionality and whether and how this interacts with the intensity of the main effect when the negative side-effect is held constant. To examine these issues, we designed an online survey and created scenarios where we manipulated strength and valence of the main effect as well as the vulnerability of a patient. We asked participants (N=141) to give their judgement of intentionality of the negative side-effect. We found evidence against an effect of an extremely negative main effect, as well as evidence against an effect of the vulnerability of the patient, on participants’ judgements of intentionality of the negative side- effect. This indicates that the intensity of the main effect does not play a key role in participants’ perception of how essential the negative side-effect is to the action taken, when the side-effect is held constant. Furthermore, judging from our results, foreknowledge about negative consequences seems to be enough for agents to deserve blame for side-effects and they are therefore judged to be intentional, regardless of how morally good or bad the agent’s initial goals were and how vulnerable the patient is. Keywords: Knobe effect, side-effect effect, judgement of intentionality, main effect, side- effec
    corecore