26 research outputs found

    Vitamin D in nutrition of young Icelandic children

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: The aim was to study vitamin D intake in young Icelandic children. METHODS: Subjects were randomly selected infants (n=180, 77% participated) and 2-year-olds (n=140, 68% participated). These two groups were studied again at the age of 6 years (71% participated). The intake was assessed by weighed food records. Vitamin D intake was calculated using the Icelandic Nutrition Database and SPSS used for statistical analysis. RESULTS: Characteristic for vitamin D intake was a wide range of intake. More than quarter of the infants and half of the two and six year olds received less than 50% of recommended daily intake. The frequency of fish liver oil consumption or use of other vitamin D supplement was 40-68%, lowest among the 6-year-olds. Vitamin D intake of those consuming fish liver oil or vitamin D supplements was 10,4 microg/day on average for infants, 9,5 microg/dag for the two year olds and 12,3 microg/dag for the six year olds, four or five times that of those not consuming any vitamin D supplements (2,7 microg/day, 2,1 microg/day and 2,7 microg/day for infants, 2-year-olds and six-year-olds, respectively). CONCLUSION: The results show that children who do not consume fish liver oils or vitamin D supplements get only one quarter or less of recommended daily intake for vitamin D from their diet. Vitamin D is important for normal function and growth of the body and its role for bone development is well known. It is important to give detailed recommendations on vitamin D intake for infants and children and ensure the compliance to the recommended intake to avoid too low and too high intake.Tilgangur: Að kanna neyslu á D-vítamíni meðal ungra barna á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Handahófsúrtök 180 ný­bura (þátttökuhlutfall 77%) og 140 tveggja ára barna (þátttökuhlutfall 68%). Rannsókn á mataræði sex ára barna byggði á rannsóknarhópunum tveimur og var þátttaka 71%. Mataræði var kannað með því að vigta og skrá neyslu barnanna. Stuðst var við íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla við útreikninga á D-vítamínneyslu og tölfræðiforritið SPSS notað við úrvinnslu gagna. Niðurstöður: Mikil dreifing var einkennandi fyrir inntöku á D-vítamíni. Meira en fjórðungur ung­barnanna og helmingur tveggja ára og sex ára barnanna fékk innan við helming af ráðlögðum dag­sskammti (RDS) fyrir D-vítamín. Hlutfall þeirra sem tóku lýsi eða annan D-vítamíngjafa var á bilinu 40-68%, lægst meðal sex ára barnanna. D-vítamín inntaka barna sem tóku lýsi eða D-vítamín sem bætiefni var að meðaltali 10,4 µg/dag meðal 12 mánaða barna, 9,5 µg/dag meðal tveggja ára barna og 12,3 µg/dag hjá sex ára börnum, samanborið við 2,7 µg/dag, 2,1 µg/dag og 2,7 µg/dag meðal jafnaldra þeirra sem ekki tóku lýsi. Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að börn sem ekki fá lýsi eða AD dropa fá einungis fjórðung eða minna af ráðlögðum dagsskammti D-vítamíns úr fæði. D-vítamín er mikilvægt fyrir eðlilega virkni og þroska líkamans og er hlutverk þess fyrir beinþroska vel þekkt. Nauðsynlegt er að gefa skýrar ráðleggingar um neyslu D-vítamíns meðal ungra barna og kanna hvernig ráðleggingum er fylgt til að koma í veg fyrir of litla og of mikla inntöku D-vítamíns

    Defence and progress for health sciences in Iceland.

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Ope

    The use weight loss menues for overweight Icelanders aged 20-40 years

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: To carry out an intervention study on weight loss menues for young overweight Icelanders giving 30% less energy than calculated energy need for unchanged body weight, with the percentage of energy giving nutrients in congruity with official recommendations. MATERIAL AND METHODS: Subjects were women (n=71) and men (n=43) aged 20-40 y, having a body mass index (BMI) in the range 28-32 kg/m2. The daily energy for weight balance at baseline was estimated for each individual and a menu prepared to give 30% less energy. Energy distribution was 50% from carbohydrates, 20% from proteins and 30% from fat. Nutritionists gave advice and taught the participants how to use the menus. Weight and height were measured at baseline and at the end of the eight weeks intervention. Results: According to a 30% energy reduction from the daily energy need the menus were prepared to give on average (-/+SD) 1693-/+108 kcal and 1349-/+53 kcal for men and women, respectively. The average weight loss was five kg during the eight weeks intervention, 625 g per week ( or =30 kg/m2) decreased from being 47% to 15% during the intervention. Conclusion: Menus with the proportion of energy giving nutrients in line with official recommendations, together with nutritional counseling, prove to be a successful mean to bring off weight loss among young overweight Icelandic individuals. The method can be useful in clinical settings in the battle against increasing prevalence of overweight and obesity. It is likely that thorough follow-up treatment is necessary to maintain the weight loss.Tilgangur: Að gera íhlutandi rannsókn á þyngdar­tapi meðal of þungra Íslendinga sem nota næringarútreiknaða matseðla í samræmi við norrænar ráðleggingar um næringarefni og veita 30% minni orku en sem svarar orkuþörf til að viðhalda stöðugri þyngd. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru íslenskar konur (n=71) og karlar (n=43) á aldrinum 20-40 ára, með líkamsþyngdarstuðul (LÞS) á bilinu 28-32 kg/m2. Dagleg orka sem þarf til að halda óbreyttri þyngd var metin fyrir hvern þátttakanda í upphafi íhlutunarinnar og hver einstaklingur fékk matseðil sem svaraði 30% orkuskerðingu. Næringarútreiknaðir matseðlar með skiptilistum voru útbúnir þar sem um 50% orkunnar komu frá kolvetnum, 20% frá próteinum og 30% frá fitu. Næringarfræðingar veittu ráðgjöf og kenndu þátttakendum að nota matseðlana. Hæð og þyngd voru mæld fyrir íhlutun og í lok átta vikna íhlutunar. Niðurstöður: Miðað við 30% orkuskerðingu frá daglegri orkuþörf áttu matseðlarnir að veita körl­um að meðaltali (±SD) 1693±108 hitaeining­ar og konum 1349±53 meðan á íhlutun stóð. Meðal­þyngdartap þátttakendanna voru tæp fimm kg á átta vikum eða að meðaltali 625 grömm á viku (P<0,001). Þyngdartap karla (um 740 grömm á viku) var marktækt meira en meðal kvenna (525 grömm á viku, P=0,003). Hlutfall of feitra (LÞS?30 kg/m2) lækkaði úr 47% niður í 15% á átta vikna tímabili. Ályktun: Næringarútreiknaðir matseðlar með hlutföll orkuefnanna í samræmi við opinberar ráðleggingar, ásamt ráðgjöf næringarfræðings, reynast vel við að ná fram þyngdartapi meðal of þungra Íslendinga. Aðferðin getur nýst við klínískt starf í baráttunni gegn ofþyngd og offitu. Mjög líklegt er að góð eftirfylgni sé nauðsynleg til að viðhalda árangrinu

    Erosive drinks on the Icelandic market

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Dental erosion seems to be a growing health problem in Iceland. The international literature indicates that beverages such as carbonated drinks and fruit juices have considerable potential to causes tooth erosion. The aim of this study was to assess the erosive potential of drinks on the Icelandic market. Materials and method: This study measured, on three occasions: (1) pH before titration and (2) the volume of 1.0M sodium hydroxide required to raise the pH of 50 ml of the beverages to pH 5.5, pH 7.0 and pH 10.0. Results: The pH before titration ranged from pH 2.03-6.79 and the volume of 0.1M sodium hydroxide required to bring the beverages to pH 5.5 ranged from 0.54 to 5.92ml, pH 7.0 ranged from 0.42 to 7.73ml and pH 10.0 ranged from 2.23 to 9.10ml. This study showed that citrus fruit juices (grapefruit and orange juice) needed the most base to neutralize of the beverages tested. The milk-based beverages had an initial pH above 5.5 and are therefore non-erosive, with the exception of milk-derived lactic acid and drinks containing lactic acid aimed especially at the child market. Carbonated drinks, sport drinks and energy drinks were relatively easy to neutralize despite having a lower pH than fruit drinks. Conclusions: It is concluded that many soft drinks have considerable erosive potential and several of these are particularly targeted at the age groups found in other Icelandic studies to consume large amounts of soft drinks and to have tooth erosion.Tilgangur: Glerungseyðing virðist vaxandi vandamál á Íslandi. Alþjóðleg neysla gosdrykkja ásamt öðrum svaladrykkjum er talin vera einn helsti orsakaþáttur sjúkdómsins og neysla gosdrykkja fer vaxandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta glerungseyðandi áhrif drykkja á íslenskum markaði. Efniviður og aðferðir: Hver drykkur var mældur í þrígang: (1) upphafssýrustig og (2) magn basa (1,0M NaOH) sem þurfti til að hlutleysa hvern drykk að pH 5,5, pH 7,0 og pH 10,0. Niðurstöður: Upphafssýrustig drykkjanna mældist lægst pH 2,03 en hæst 6,79. Magn basa (1,0M NaOH) í millilítrum til hlutleysingar að pH 5,5 spannaði: 0,54-5,92 ml, að pH 7,0: 0,42-7,73 ml og að pH 10,0: 2,23-9,10 ml. Drykkir með sítrónusýru (til dæmis greip- og appelsínusafar) þurftu mestan basa til hlutleysingar. Mjólkurdrykkir, að undanskilinni mysu og mysudrykkjum, þurftu engan basa til að hlutleysast að pH 5,5. Gosdrykkir, íþróttadrykkir og orkudrykkir þurftu að jafnaði minni basa til hlutleysingar að pH 5,5 en ávaxtasafarnir þrátt fyrir að hafa mun lægra upphafssýrustig en safarnir. Ályktun: Þessi rannsókn bendir til þess að flestir svaladrykkir á íslenskum markaði hafi glerungseyðandi áhrif. Þetta er mikið áhyggjuefni þar sem að neysla þessara drykkja er einna mest hjá börnum og unglingum en þar virðist tíðni glerungseyðingar fara ört vaxandi

    Að efla heilbrigði: Næringarráðgjöf sem íhlutun fyrir of þungar konur fyrir og eftir fæðingu

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnNýjustu tölur um líkamsþyngd Íslendingasýna að tæplega 59% fólks á aldrinum 18–80ára er yfir kjörþyngd og þar af flokkast 21%með offitu. Rannsóknir benda til að hlutfallþeirra sem eru of feitir fari vaxandi. Konur ábarneignaraldri fara ekki varhluta af þessariþróun en niðurstöður fjölda rannsóknahafa sýnt tengsl offitu við ýmis vandamál ogsjúkdóma tengdum meðgöngu og fæðingu.Í þessari grein er varpað ljósi á þá stöðusem ríkir hér á landi varðandi yfirþyngd ogofþyngd kvenna á meðgöngu og afleiðingarþess en rannsóknir sýna að konur á barnsburðaraldri18–39 ára eru of þungar í 41%tilvika og þar af eru 18% of feitar. Nokkrarerlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að meðþví að nota hvatningaviðtöl, næringarráðgjöfog upplýsingar um hreyfingu megi hafa áhrif áþyngdaraukningu kvenna á meðgöngu. Flestaríhlutunarrannsóknir eru þó með litlu úrtaki ogí fáum þeirra er konum fylgt eftir að fæðingulokinni.Mikilvægt er að horfa á offitu semviðfangsefni þar sem fjöldi þátta hefur áhrif.Í öllum tilfellum þarf að huga að mataræðiog næringu konunnar og næringarráðgjöfsem felur í sér hvatningu og kennslu er þvínauðsynleg. Þá þarf að virkja eiginleika ífari hvers einstaklings til að sem hagstæðustútkoma fáist fyrir móður og barn. Í greininnikynnum við hugmyndafræði sem nota má viðþróun íhlutana fyrir konur á meðgöngu sembyggir á því að nota styrkleika hverrar ogeinnar konu samfara því að veita fræðslu ográðgjöf á einstaklingsbundinn hátt

    Mataræði 11 ára skólabarna í Reykjavík : hollusta drykkja

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAim: To study the consumption of milk products, sweet drinks, water and fresh fruit juice among eleven-year-old school- children. Methods: The subjects were 54 (76%) eleven-year-old schoolchildren in two schools in Reykjavík who participated in validation of a Food Frequency Questionnaire in the ProChildren project which is funded by the European Union. The children were asked to record everything they ate and drank for a week. The amount of milk products (not including cheese), sweet drinks, water and fresh fruit juice was recorded by weight the first day but common household measure- ments were used the other days. The three first days of the registration were used but not the later four as the total con- sumption these days was too low and using these would have led to underestimation of consumption. Mean con sumption was calculated for the three days which were mainly weekdays. Results: Consumption of milk products was 400 +/- 235 g/day (mean +/- SD (standard deviation)), 460 +/- 215 g/day among boys and 360 +/- 245 g/day among girls. Low-fat milk was mainly used to drink among both boys and girls but majority of the fermented milk products were fat and sweet. Mean consumption of fizzy drinks and other sweetened drinks was 250 +/- 200 g/day but 65% of the children drank these drinks during the registration period. The children drank 170 +/- 175 g/day of water and 110 +/- 165 g/day of fresh orange juice with no difference between boys and girls. Conclusion: In Reykjavík, the drinking habits of the group on the verge of becoming teenagers could be better. Sweet drinks are consumed in larger amount than water. Fermented milk products are mainly fat and sweet. Comparison with an ealier (1992) study on twelve-year-old children showed that milk consumption has decreased markedly but the milk used today is mainly low-fat milk. The results are important as food habits at young age can effect consumption as well as health later in life.Tilgangur: Að rannsaka neyslu mjólkurvara, sætra drykkja, vatns og ávaxtasafa meðal 11 ára skólabarna. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 54 ellefu ára skólabörn í tveimur skólum í Reykjavík (76% svörun) sem tóku þátt í mati á gildi spurningalista í verkefninu „ProChildren“ sem styrkt er af Evrópusambandinu. Börnin voru beðin um að skrá neyslu matar, þ.á m. drykkja, í viku. Magn mjólkurvara, sætra drykkja, vatns og hreins ávaxtasafa var skráð sam- kvæmt vigtun fyrsta daginn og algengar mælieiningar notaðar aðra daga (t.d. glas, flaska (stærð tiltekin), ferna, box). Þrír fyrstu dagar skráningarinnar reyndust nothæfir en síðustu fjórir ekki þar sem greinilega var um of litla heildarneyslu að ræða samkvæmt skráningunni og hefði notkun þeirra daga því leitt til verulegs vanmats. Neysla var reiknuð fyrir hvern skráningardag og meðaltal reiknað fyrir dagana þrjá sem voru aðallega virkir dagar. Niðurstöður: Neysla á drykkjarmjólk og sýrðum mjólkurvörum var um 400 +/- 235 gr/dag (meðaltal +/- SD)(staðalfrávik), 460 +/- 215 gr/dag meðal drengja og 360 +/- 245 gr/dag meðal stúlkna. Léttmjólk var mest notuð til drykkjar hjá báðum kynjum en meirihluti sýrðra mjólkurafurða var feitur og sætur. Neysla gos- og svaladrykkja var að meðaltali 250 +/- 200 gr á dag en 65% barnanna drukku gosdrykki á skráningardögunum. Meðalneysla á drykkjarvatni var 170 +/- 175 gr á dag og drykkja af hreinum safa, ýmsum tegundum, nam tæpum 110 +/- 165 gr á dag og var ekki munur á milli kynja. Ályktun: Í Reykjavík virðist drykkjarvenjum aldurshópsins, sem er á mörkum bernsku og unglingaaldurs, að mörgu leyti ábótavant. Sætra gos- og svaladrykkja er neytt í meira magni en vatns. Sýrðar mjólkurafurðir eru að mestu fituríkar og sætar vörur. Samanburður við fyrri rannsókn á 12 ára börnum frá 1992 sýnir að dregið hefur verulega úr mjólkurdrykkju síðasta áratug en almennt er notuð fituminni drykkjarmjólk en áður. Niðurstöðurnar eru mikilvægar í ljósi þess að matar- æði á unga aldri getur haft mótandi áhrif á neyslu og heilsu komandi ára

    Urban - rural differences in diet, BMI and education of men and women in Iceland

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnNiðurstöður fyrri rannsókna benda til þess að offita sé algengari meðal kvenna utan höfuðborgarsvæðis en innan, en engar sambærilegar upplýsingar eru til fyrir karla. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna holdafar og mataræði íslenskra kvenna og karla eftir búsetu. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 1312 konur og karlar, 18-80 ára, valin með slembiúrtaki úr þjóðskrá, heildarsvörun 68,6%. Mataræði var kannað árin 2010 til 2011 með tvítekinni sólarhringsupprifjun og jafnframt var spurt um hæð og þyngd, auk bakgrunnsspurninga. Reiknað var líkindahlutfall (OR) þess að vera yfir kjörþyngd (líkamsþyngdarstuðull ≥25 kg/m2) út frá búsetu og menntun. Niðurstöður: Konur ≥46 ára innan höfuðborgarsvæðis voru með lægri líkamsþyngdarstuðul en konur utan höfuðborgarsvæðis (25,7 kg/m2 á móti 28,4 kg/m2p=0,007) og líkindahlutfall fyrir líkamsþyngdarstuðul ≥25 kg/m2var lægra samanborið við konur í sama aldurshópi utan höfuðborgarsvæðis, OR=0,64 (95% öryggisbil 0,41;1,0). Enginn munur var meðal karla eða yngri kvenna. Fæði fólks utan höfuðborgarsvæðis var fituríkara og hlutfall mettaðra fitusýra og transfitusýra var hærra en innan svæðis. Hlutfall mettaðra fitusýra í fæði var 15,7E% á móti 13,9E%, p<0,001 og transfitusýra 0,9E% á móti 0,7E%, p<0,001 meðal karla, sem rekja má að stórum hluta til meiri neyslu á feitum mjólkurvörum, kjöti, kexi og kökum meðal karla utan höfuðborgarsvæðisins miðað við innan. Meiri neysla á kexi, kökum, kjöti og farsvörum meðal kvenna utan höfuðborgarsvæðisins endurspeglaðist einnig í hærra hlutfalli mettaðra fitusýra, 14,8E% á móti 14,0E%, p=0,007 og transfitusýra 0,8E% á móti 0,7E%, p=0,001 borið saman við konur innan svæðis. Ályktun: Tengsl líkamsþyngdarstuðuls við búsetu eru minni en í fyrri rannsóknum. Ofþyngd (líkamsþyngdarstuðull ≥25) meðal íslenskra karla virðist óháð búsetu. Fæði fólks innan höfuðborgarsvæðis er nær ráðleggingum um mataræði en utan höfuðborgarsvæðis.Introduction: Previous Icelandic studies have reported higher prevalence of obesity among women residing outside the capital area but no comparable information is available for men. The aim of this study was to assess diet and body mass index (BMI) of adult men and women residing within and outside the capital area. Material and methods: Participants were 1312 men and women,18-80 years, from a random sample of the national registry, response rate 68.6%. Diet was assessed during years 2010 to 2011 using repeated 24-hour recall, weight and height self-reported. OR of BMI ≥25 kg/m2 was calculated according to residence and education. Results:Women ≥46 years within the capital area had lower BMI, or 25.7 kg/m2 vs 28.4 kg/m2p=0.007, and were less likely to have BMI ≥25 kg/m2, OR=0.64; CI 0.41-1.0 than those outside the area. No difference was found between the areas among men or younger women. Diets outside the capital had higher percentage of total fat compared than inside the capital. Saturated fatty acid (SFA) were 15.7E% vs 13.9E% for men, p<0.001 and 14.8E% vs 14.0E%, p=0.007 for women and trans fatty acids (TFA) were 0.9E% vs 0.7E% p<0.001 and 0.8E% vs 0.7E% p=0.001 for men and women respectively. Conclusions: Women‘s BMI is less associated with residence than in former Icelandic studies. Men‘s BMI is not associated with residence. Diets within the capital area are closer to recommended intake compared with diets outside the area

    Dietary habits and their association with blood pressure among elderly Icelandic people

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textOBJECTIVE: Prevalence of hypertension, which is the most common risk factor for cardiovascular disease in elderly people, increases with age. The aim of the study was to investigate the association between diet and blood pressure in elderly Icelanders, with focus on cod liver oil, and to compare their diet to dietary guidelines. MATERIAL AND METHODS: Diet was assessed using three-day weighed food records and blood pressure was measured after a 12-hour-fast in 236, 65-91 years old, Icelanders living in the capital area of Iceland. 99 men (42%) and 137 women (58%) participated in the study. RESULTS: According to Nordic nutrition recommendations, intake of nutrients was above lower intake levels among the majority of participants. However, 19% were under this level for vitamin-D, 13% for iodine, 17% of men for vitamin-B6, and 26% and 12% of men and women, respectively, for iron. Systolic blood pressure was inversely associated with cod liver oil intake, even when adjusted for age, body mass index, gender, and antihypertensive medications (P=0.01). Intake of long-chain omega-3 fatty acids correlated with blood pressure in a similar way. Other dietary factors were not associated with blood pressure. CONCLUSION: The results indicate that intake of cod liver oil is associated with lower blood pressure among elderly people and may therefore have beneficial effects on health. A notable proportion of participants was at risk of vitamin D, vitamin B6, iodine, and iron deficiency.Tilgangur: Tíðni langvinnra sjúkdóma, svo sem háþrýstings, eykst með hækkandi aldri, en fæðuvenjur og aðrir lífsstílsþættir geta haft áhrif á þessa þróun. Þar sem háþrýstingur er einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma meðal eldra fólks eru tengsl mataræðis og blóðþrýstings mikilvægt rannsóknarefni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl fæðuþátta, sérstaklega lýsis, við blóðþrýsting meðal eldri Íslendinga á höfuðborgarsvæðinu og meta fæðuneyslu þeirra með samanburði við íslenskar og norrænar ráðleggingar um mataræði og næringarefni. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 236 talsins, 65 til 91 árs gamlir Íslendingar af höfuðborgarsvæðinu. Níutíu og níu karlar (42%) og 137 konur (58%) tóku þátt. Mataræði þeirra var metið með þriggja daga veginni fæðuskráningu og blóðþrýstingur mældur eftir 12 tíma föstu. Niðurstöður: Flestir þátttakendur fengu meira en lágmarksskammt af öllum nauðsynlegum næringarefnum. Hins vegar fengu 19% minna en lágmarksskammt af D-vítamíni, 13% af joði, 17% karla af B6-vítamíni, og 26% karla og 12% kvenna af járni. Marktæk neikvæð fylgni var á milli lýsisneyslu og slagbilsþrýstings. Þessi tengsl voru enn til staðar eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, þyngdarstuðli, kyni og inntöku á blóðþrýstingslækkandi lyfjum (p=0,01). Neysla á löngum ómega-3 fitusýrum tengdist slagbilsþrýstingi einnig marktækt. Aðrir fæðuþættir tengdust ekki blóðþrýstingi. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að neysla á lýsi sé tengd lægri blóðþrýstingi meðal eldra fólks og hafi á þann hátt jákvæð áhrif á heilsufar. Stór hluti þátttakenda var í áhættuhópi vegna skorts á D-vítamíni, B6-vítamíni, joði og járni

    Association between baseline handgrip strength and cognitive function assessed before and after a 12-week resistance exercise intervention among community-living older adults

    Get PDF
    This study was part of the IceProQualita project, which was funded by Only the Icelandic Technology Development Fund has provided No 071323008, Research Fund of the University of Iceland, a grant from Landspitali National University Hospital Research Fund and the Helga Jonsdottir and Sigurlidi Kristjansson Geriatric Research Fund.Peer reviewe

    Assessment tool for malnutrition in elderly people

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe aim of this research study was to construct a new and more suitable instrument to assess nutritional status of elderly hospitalized patients. The participants were 60 elderly patients (>65 years old) who were admitted over a six month period at the Division of Geriatric Medicine at the Landspitali University Hospital. They were able to undergo a physical test (height and weight) and they were not suffering from advanced dementia. The sensitivity and specificity of variables was calculated to assess the instruments. Variables that were significantly different between well nourished and malnourished patients or had a strong correlation with a full nutritional assessment were used to construct the equation. The findings show that by using three variables together (body mass index (height and weight), unintended weight loss, and recent surgery) it is possible to construct a sensitive (1,00) and specific (0,78) screening tool. The screening tool is both fast and simple in application and when used with the mandatory RAI assessment it only takes a few minutes to get results.Tilgangur rannsóknarinnar var að útbúa hentugt skimunartæki til að greina vannæringu hjá öldruðum sem dvelja á sjúkrahúsi. Þátttakendur voru 60 sjúklingar (>65 ára) sem voru lagðir inn á öldrunarsvið Landspítala á sex mánaða tímabili. Þeir voru færir um að gangast undir líffræðilegt mat (hæð og þyngd) og þeir voru ekki með alvarlega heilabilun. Næmi og sértæki breytna voru reiknuð til að meta matstækin. Breytur, sem sýndu marktækan mun á vannærðum og vel nærðum sjúklingum eða höfðu sterka fylgni við fullt mat á næringarástandi, voru notaðar í jöfnu til að spá fyrir um vannæringu. Niðurstöðurnar sýndu að með þremur breytum, sem notaðar eru saman (líkamsþyngdarstuðull (hæð og þyngd), ósjálfrátt þyngdartap og nýleg skurðaðgerð), er hægt að útbúa skimunartæki sem bæði er næmt (1,00) og sértækt (0,78). Matstækið er einfalt og auðvelt í notkun og með því að tengja það við reglulegt RAImat tekur notkun þess aðeins örfáar mínútur
    corecore