59 research outputs found
Framskyggnar slembirannsóknir og þýðing þeirra fyrir framþróun læknisfræðinnar
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÞótt hin framskyggna slembirannsókn eigi sér ekki langa sögu hefur hún lagt af mörkum nokkuð áreiðanlegt mat á virkni og öryggi fjölmargra lyfja sem hafa haft mikilvæg heilsufarsáhrif. Jafnframt hefur þessi rannsóknaraðferð gerbreytt hugsunarhætti í læknisfræði og skipulagi í heilbrigðisþjónustu. Hún situr efst í virðingarstiga þeirra rannsóknaraðferða sem þjóna heilbrigðisvísindum vegna þess að hún hvílir á traustum vísindalegum grunni, gefur upplýsingar um orsakasamband umfram aðrar aðferðir og tryggir betur að rannsóknarhópar séu sambærilegir. Sérstaða aðferðarinnar er ekki síst sú að tekist er á við sveigð (bias) á skipulegan hátt og með skýrum reglum þar sem slembunin, hið framskyggna rannsóknarsnið, og blindun þátttakenda og rannsakenda gegna mikilvægu hlutverki. Samt eru gildrur og vandamál við hvert fótmál. Hér er saga rannsóknaraðferðarinnar rakin og aðferðafræðilegum styrkleika og hlutverki í gagnreyndri læknisfræði gerð nokkur skil. Einnig eru takmarkanir og veikleikar og helstu gryfjur á vegi rannsakenda ræddar, sem og ný verkefni sem grillir í við sjónarrönd. Þegar fyrsta tölublað Læknablaðsins kom út í janúar 1915 þurfti enn að bíða þess í aldarþriðjung að fyrsta framskyggna slembirannsóknin yrði gerð. Í öðru tölublaðinu er meðal annars að finna eftirfarandi málsgrein: „Við nálega öllum sjúkdómum er til aragrúi af lyfjum. Lyfjafræðin og lyflækningarnar má segja að séu enn á bernskuskeiði. Við vitum í rauninni svo lítið með vissu. Einn mælir með þessu lyfi, annar með hinu. Við verðum í hvert skipti að fara eftir bestu vitund. Hver verður að mynda sér skoðun, bæði eftir eigin reynslu og reynslu annarra.”1 Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og gagnreynd læknisfræðileg þekking byggð á traustum vísindalegum grunni hefur margfaldast að umfangi og þar vegur hlutdeild hinnar framskyggnu slembirannsóknar þungt. Segja má að eitt stærsta viðfangsefni lækna nú öld eftir að Læknablaðið hóf göngu sína sé að fylgjast með því gríðarlega magni af upplýsingum og rannsóknarniðurstöðum sem birtast og varða starfið beint. Áætlað hefur verið að um það bil tvær milljónir vísindagreina sem eiga heima í þekkingargrunni heilbrigðisþjónustunnar birtist á hverju ári og að niðurstöður 75 framskyggnra slembirannsókna og 11 kerfisbundinna yfirlitsrannsókna séu gefnar út á hverjum degi.2 Í vísindaheiminum er lítill ágreiningur um að rannsókn Medical Research Council í Bretlandi á meðferð lungnaberkla með streptómýsíni3 (mynd 1) sé fyrsta rannsóknin sem uppfylli öll skilmerki framskyggnrar slembirannsóknar, þótt hún eigi sér að sjálfsögðu undanfara eins og flest vísindaafrek mannsandans.4 Slembirannsókn á kíghóstabólusetningum hófst á undan berklarannsókninni en birtist þremur árum seinna.4 Berklarannsóknin hafði þá þegar haft mótandi áhrif á vísindalega hugsun í læknisfræði sem urðu síðar gríðarleg (mynd 2). Höfundarnir settu í fyrsta skipti fram hugmyndina um einstaklingsbundna slembun, það er að láta hendingu ráða í hvaða meðferðarhóp einstakir þátttakendur íhlutunarrannsóknar lentu. Þeir kynntu til sögunnar grundvallarhugmyndir sem hafa staðist tímans tönn, eins og upplýst samþykki, blindun og siðfræðileg rök fyrir slembun og notkun sýndarlyfs (placebo control). Loks birtu þeir niðurstöður sínar í einstaklega vel skrifaðri vísindagrein þar sem aðferð framskyggnrar slembirannsóknar var ítarlega sett fram og rökstudd.3 Efasemdamenn voru margir og sérstaklega þótti hugmyndin um samanburðarhóp sem fengi sýndarlyf ógnvekjandi.4 Aðferðin öðlaðist þó fljótt sterka stöðu innan læknisfræði og annarra heilbrigðisvísinda. Engu að síður er ólíklegt að nokkur höfundanna né lesendanna hafi séð fyrir hvílíkt reginafl í læknisfræðilegri þekkingarleit þessi rannsóknaraðferð yrði, né hvílíkri stöðu hún myndi ná í heilbrigðiskerfum flestra landa á nokkrum áratugum. En hver er þá staða framskyggnra slembirannsókna í dag? Í fyrsta lagi má segja að niðurstöður slíkra rannsókna séu einhvers konar hæstaréttardómur um tiltekin meðferðarúrræði og mörg dæmi eru um að slembirannsókn hafi hnekkt niðurstöðum annarra rannsóknaraðferða, til dæmis meinalífeðlisfræði, lýsandi faraldsfræði eða tilfellamiðaðra rannsókna.5 Í öðru lagi eru niðurstöður framskyggnra slembirannsókna forsenda nýskráningar lyfja, skráningar nýrra ábendinga fyrir lyfjameðferð og fjölmargra annarra íhlutana. Loks má segja, og ef til vill vegur það þyngst, að framskyggn slembirannsókn sé grundvöllur gagnreyndrar læknisfræði (evidence based medicine) og annarrar gagnreyndrar heilbrigðisþjónustu þótt aðrar aðferðir komi einnig við sögu5-7 eins og síðar verður rakið. Notagildi hennar hefur því aukist jafnt og þétt og nær nú til miklu fleiri sviða en í fyrstu þegar allt snerist um samanburð á lyfjum og lyfleysu eða samanburð á tveimur eða fleiri lyfjum. Skurðaðgerðir, geislameðferðir, sjúkraþjálfun, innanæðaaðgerðir með belg og stoðnetum, atferlismeðferðir, mataræði, bólusetningar, mat á aðferðum til sjúkdómsgreiningar og jafnvel forvarnaraðgerðir eins og handþvottur eru dæmi um íhlutanir sem jafnan eru settar undir gagnrýna prófun framskyggnra slembirannsókna.6,7 Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í félagsvísindum, meðal annars við mat á árangri hjálparstarfs í þróunarlöndum með því að mæla áhrif íhlutunar á fátækt, heilsu, næringarástand og menntun.
Risk factors and prevalence of erectile dysfunction amongst Icelandic men aged 45-75
Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Many population studies worldwide have shown high prevalence of erect ile dysfunction, a condition that increases dramatically with age. Other risk factors are also well known such as diabetes and arteriosclerosis. The aim was to study the prevalence and risk factors of erectile dysfunction among Icelandic men. MATERIAL AND METHODS: The participants were 4000 men age 45-75 year old randomly chosen from the Icelandic National Registry. They received a 27 item questionnaire to access the degree of erectile dysfunction using the 5 question International Index of Erectile Function (IEEF), and also other aspects of sexual health, medication and concomitant diseases. RESULTS: The response rate was 40.8%. The overall prevalence of erectile dysfunction was 35.5%. The condition was significantly more prevalent in the older age group (65-75) compared to the younger group (45-55), 21.6% vs 62.3% respectively. Other significant risk factors were smoking, diabetes, high cholesterol, hypertension, depression and anxiety disorder. Sexual activity and interest is high in all age groups. Physicians rarely take the initiative of asking men about sexual dysfunction. Only about 24% of males with erectile dysfunction have received some treatment. CONCLUSION: This first population based study among Icelandic men shows a high prevalence of erectile dysfunction and is in accordance with similar studies in other counties. Significant risk factors are the same as are well known for cardiovascular diseases. Thus preventive measures should be the same for both conditions.Inngangur: Erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni ristruflana er há meðal karlmanna og að þær aukast með aldrinum. Einnig hefur komið fram sterk fylgni við ýmsa sjúkdóma eins og sykursýki og æðasjúkdóma. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni og orsakir ristruflana meðal íslenskra karlmanna á aldrinum 45-75 ára. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 4000 karlmenn á aldrinum 45-75 ára sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þeir fengu sendan spurningalista með 27 spurningum; þar af voru fimm sértækar spurningar til að meta stig ristruflana samkvæmt alþjóðlegum stöðluðum kvarða (International Index of Erectile Function, IIEF-5). Að auki var spurt um ólíka þætti varðandi sjúkdóma, lyf og kynlífsheilsu. Niðurstöður: Svarhlutfall var 40,8%. Í ljós kom að algengi ristruflana meðal þátttakanda var hátt, eða 35,5%. Marktækur munur kom fram meðal yngstu og elstu þátttakendanna: 21,6% karlmanna í yngsta hópnum fá einhvers konar ristruflanir og 62,3% karlmanna í elsta hópnum. Marktækir áhættuþættir fyrir ristruflunum auk aldurs reyndust vera daglegar reykingar, sykursýki, hátt kólesteról, kvíði og þunglyndi. Kynlífsáhugi og kynlífsvirkni karlmanna í öllum aldurshópum er há. Læknar spyrja karlmenn sjaldan út í kynlífsvanda og einungis um 24% þeirra sem hafa ristruflanir hafa fengið meðferð. Ályktun: Há tíðni ristruflana hér á landi er sambærileg við tíðnina í öðrum löndum. Marktækir áhættuþættir eru þeir sömu og fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og gilda því sömu leiðbeiningar til forvarna fyrir ristruflanir og fyrir hjarta- og æðasjúkdóma
Primary percutaneous coronary interventions in Iceland
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Acute coronary angiography with primary percutaneous coronary intervention (PCI), if executed with sufficient expertise and without undue delay, is the best therapy for patients with ST-elevation myocardial infarction (STEMI). At Landspitali-University Hospital 24 hour on-call service has been provided since December the 1st 2003. This hospital is the single center for all coronary catherizations in Iceland. This report is a review of this service during the first year. PATIENTS AND METHODS: Retrospective review was carried out of all hospital records and PCI worksheets of those who had an acute coronary angiography from December 1st 2003 until November 30th 2004. RESULTS: A total of 124 patients were investigated with acute coronary angiography, 94 men (76%) and 30 women (24%). The average age of men was 61 years (range 19 to 85 years) and women 67 years (range 38 to 84 years). The primary indication for acute coronary angiograpy was STEMI (83%), 8% non ST-elevation myocardial infarction (NSTEMI) and for the remaining 9% the procedure was performed for other reasons. Eleven patients (9%) suffered cardiac arrest prior to angiography and ten (8%) were in cardiogenic shock upon arrival to the hospital. The mean door-to-needle time was 47 minutes for all STEMI patients. In 76% of the cases the procedure started within 60 minutes and in 91% within the recommended 90 minutes. Mean hospital stay was 5 (1/2) days. Total mortality was 7% (9 patients). Of those 9 patients 5 were in cardiogenic shock at the arrival to the hospital and 4 had suffered cardiac arrest. The mortality rate among those who were neither in cardiogenic shock upon admission nor having suffered cardiac arrest was 1,7% (2 patients). During follow up for 15-27 months nine of the patients needed CABG and nine needed a repeat PCI. CONCLUSION: The experience of a 24 hour on-call service at Landspitali-University Hospital to carry out primary PCI for all patients in Iceland with STEMI proved excellent during its first year, with a short door-to-needle time, short hospital stay and low mortality.Inngangur: Kransæðavíkkun hefur rutt sér til rúms sem kjörmeðferð við bráðri kransæðastíflu með ST-hækkun þegar unnt er að beita meðferðinni án tafa. Frá 1. desember 2003 hefur Landspítali starfrækt sólarhringsgæsluvakt alla daga ársins til að meðhöndla slík tilfelli. Landspítalinn sér um alla hjartaþræðingarþjónustu á Íslandi. Greint er frá reynslunni af þessari vakt fyrsta árið sem hún var starfrækt. Sjúklingar og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og fólst í könnun á sjúkraskrám og þræðingarskýrslum allra sem gengust undir bráða kransæðaþræðingu á tímabilinu 01.12.2003-30.11.2004. Niðurstöður: Alls voru gerðar 124 bráðar kransæðaþræðingar fyrsta árið sem vaktin var starfrækt, hjá 94 körlum (76%) og 30 konum (24%). Meðalaldur karla var 61 ár (aldursbil 19-85 ár) en kvenna 67 ár (aldursbil 38-84 ár). Langflestir (83%) höfðu merki hjartadreps með ST-hækkun, 8% höfðu hjartadrep án ST-hækkunar en 9% fóru í bráða kransæðamyndatöku af öðrum orsökum. Ellefu sjúklingar (9%) höfðu verið endurlífgaðir eftir hjartastopp og tíu (8%) voru í losti við komu á spítalann. Að meðaltali liðu 47 mínútur frá því sjúklingur með hjartadrep með ST-hækkun kom á spítalann þar til þræðing hófst. Í tæpum 80% tilfella hófst þræðing innan 60 mínútna og í 91% tilfella innan 90 mínútna frá komu á spítalann. Meðallegutími á spítalanum voru fimm og hálfur dagur. Alls létust 9 sjúklingar, eða 7% hópsins, þar af voru fimm í losti við komu á sjúkrahúsið og fjórir höfðu verið endurlífgaðir. Dánartíðni þeirra sem hvorki voru í losti né höfðu farið í hjartastopp fyrir hjartaþræðingu var 1,7% (tveir sjúklingar). Á 15-27 mánaða eftirfylgnitímabili fóru 9 sjúklingar í kransæðaskurðaðgerð og jafnmargir þurftu endurþræðingu og víkkun. Ályktun: Reynslan fyrsta árið af stöðugri vakt á Landspítala til að meðhöndla kransæðastíflu með bráðri kransæðaþræðingu og víkkun telst mjög góð. Tími frá komu sjúklings á sjúkrahúsið að þræðingu er stuttur, meðallegutími einnig stuttur og dánartíðni lág
Acute myocardial infarction among Icelanders forty years old and younger 2005-2009.Comparison with a study carried out 1980-1984
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files.Inngangur: Þótt brátt hjartadrep sé fyrst og fremst sjúkdómur eldra fólks getur það valdið ótímabærum dauða, heilsubresti og skertum lífsgæðum hjá yngra fólki. Árin 1980-1984 voru nýgengi, áhættuþættir, staðsetning hjartadreps, ástand kransæða og afdrif eftir hjartadrep meðal fertugra og yngri könnuð á Íslandi. Í þessari rannsókn voru sambærileg atriði skoðuð fyrir tímabilið 2005-2009 og borin saman við fyrri rannsóknina. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru sjúkraskrár fertugra og yngri sem á árunum 2005-2009 fengu greininguna brátt hjartadrep (I21 samkvæmt ICD-10) á Landspítalanum. Einnig var farið yfir krufningaskýrslur þeirra sem dóu skyndidauða og fengu greininguna brátt hjartadrep. Loks voru niðurstöður blóðrannsókna, hjartarafrita, hjartaómskoðana, hjartaþræðinga og krufninga metnar með tilliti til greiningarskilmerkja fyrir hjartadrep. Kí-kvaðrat próf var notað við samanburð hlutfalla en t-prófun við samanburð meðaltala. Niðurstöður: Alls uppfylltu 38 einstaklingar 40 ára eða yngri greining-arskilmerki fyrir brátt hjartadrep, 32 karlar og 6 konur. Nýgengi var 10/100.000/ári (14/100.000/ári 1980-1984) og meðalaldur ± SF var 36,7 ár ± 3,9. Þrír (7,9%) dóu skyndilega og komust aldrei á sjúkrahús. Af 35 innlögðum sjúklingum árin 2005-2009 dó enginn innan 30 daga frá áfall-inu. Tímabilið 1980-84 létust 9 (23,7%) áður en þeir komust á sjúkrahús en 2 á sjúkrahúsi. Heildardánartíðni var því 28,9% tímabilið 1980-1984 en 7,9% tímabilið 2005-2009 (p=0,02). Meðal innlagðra höfðu 77,1% reykinga-sögu en 97% á fyrra tímabilinu (p=0,026). Hins vegar var hlutfall háþrýstingssjúklinga hærra á síðara tímabilinu, 31,4% samanborið við 6,9% (p=0,015) og einnig líkamsþyngdarstuðull, 28,6 ± 4,8 kg/m2 á seinna tímabili en 26,1 ± 3,6 kg/m2 á því fyrra (meðaltal ± SF; p<0,05). Meðalgildi S-kólesteróls í karlmönnum var lægra á seinna tímabilinu, 5,1 ± 1,4 mmol/L ± SF, en 6,3 ± 1,2 mmol/L ± SF á því fyrra (p<0,01). Líkt og 1980-84 var einnar æðar sjúkdómur algengasta útbreiðsluformið og þrengsli algeng-ust í vinstri framveggskvísl. Ályktanir: Okkar gögn benda til að brátt hjartadrep meðal fertugra og yngri sé aðallega sjúkdómur karlmanna. Algengustu áhættuþættir eru reykingar og ættarsaga. Í samanburði við fyrri rannsókn 1980-1984 eru reykingar þó minna afgerandi en þá, en háþrýstingur og aukin líkams-þyngd gegna stærra hlutverki. Samanlögð dánartíðni fyrir innlögn og á sjúkrahúsi lækkaði marktækt á milli rannsóknartímabila. Introduction: While acute myocardial infarction (AMI) mostly is a disease of the elderly it also affects younger individuals, often with serious consequenses. In 1980-1984 a study was carried out on the incidence, risk factors, infarct location and distribution of atherosclerosis among Icelanders forty years and younger with AMI. Here we present the results of a similar study carried out for the five year period 2005-2009. Materials and methods: Medical and autopsy records of all individuals, forty years and younger, diagnosed with AMI (I21 in ICD-10) at Landspitali, National University Hospital 2005-2009, or suffering sudden cardiac death in Iceland during the same period were reviewed. Blood tests, electrocardiograms, echocardiograms, coronary angiograms and autopsy results were reviewed with respect to AMI-criteria. Statistical comparisons of ratios and means were carried out using Chi-square test and T-test, respectively. Results: 38 individuals 40 years and younger, 32 males and 6 females, fulfilled the diagnostic criteria of AMI. Calculated incidence for the population at risk was 10/100.000/year (14/100.000/year in 1980-1984) and the mean age ±S.D. was 36.7±3.9. Three (7.9%) died suddenly before reaching hospital but of the 35 hospitalised patients 30 day mortality was zero, compared to nine (23.7%) pre-hospital deaths and two (6.9%) hospital deaths in 1980-1984. Thus, combined pre-hospital and in-hospital (30 day) mortality was 28.9% and 7.9% in the previous and recent time periods, respectively (p=0.02). In 2005-2009, 77.1% had a smoking history and 31.4% were hypertensive compared to 97% and 6.9% in 1980-85 (p=0.026 and p=0.015, respectively). Body mass index (BMI) was higher in the later period, 28.6±4,8 kg/m2 compared to 26.1±3.6 (mean±S.D.; p=0.04) but s-cholesterol was lower, 5.1±1.4 mmol/L compared to 6.3±1.16 ( mean±S.D.; p<0.01). In both studies single coronary artery disease was the most common angiographic pattern and the left anterior descending artery most often involved. Conclusion: Our results show that in two surveys 25 years apart AMI patients 40 years and younger are most often men. Smoking and family history were the most prominent risk factors during both periods but hypertension and high BMI were more common in 2005-2009 than in 1980-1984. Prognosis, as indicated by combined pre-hospital and in-hospital (30 day) mortality has improved
Vísindastörf íslenskra lækna - framþróun fræðanna
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked File
Review on coronary artery disease - Part II: Medical treatment, percutaneous interventions and myocardial revascularization
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin
Survival and trends of ocurrence of left ventricular hypertrophy, gender differences during 1967-1992. The Reykjavík Study
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: We estimated the prevalence and incidence of left ventricular hypertrophy (LVH) in this large prospective cohort study of almost 20,000 participants and identified risk factors in them. Predictive factors of its appearance were evaluated along with morbidity and mortality calculations. Material and methods: LVH was defined as Minnesota Code 310 on ECG. Everyone with this code at first visit was defined as a prevalence case and those who developed it between subsequent visits were incidence cases. Risk factors at the time of the diagnosis of LVH were determined with logistic regression. Predictive factors for acquiring this ECG abnormality were determined by Poisson regression. The comparison cohort were all other participants in the Reykjavík Study stages I-V. Results: Two hundred ninety-seven men and 49 women were found to have LVH or 3.2% and 0.5%, respectively. The incidence was 25/1000/year among men and 6/1000/ year among women. Prevalence in both genders increased with increasing age. Risk factors at the time of diagnosis were systolic blood pressure (odds ratio pr. mmHg (OR) 1.02; 95% confidence interval (CI): 1.01-1.03), age (OR pr. year: 1.04; 95% CI: 1.02-1.05), silent myocardial infarction (MI) (OR: 3.18; 95% CI: 1.39-7.27) and ST-T changes (OR: 3.06; 95% CI: 2.14-4.38) among men and systolic blood pressure and age for women with similar odds ratio. Predictive factors for acquiring LVH were systolic blood pressure (incidence ratio (IR): 1.01; 95% CI: 1.01-1.02) and angina with ECG changes (IR: 2.33; 95% CI: 1.08-5.02) among men and systolic blood pressure among women (IR: 1.03; 95% CI: 1.01-1.04). In men severe smoking seemed to have a protective effect against developing LVH (IR: 0.36; 95% CI: 0.18-0.71). The risk for coronary mortality was significantly increased among women with hypertrophy (hazard ratio (HR): 3.07; 95% CI: 1.5-6.31) and their total survival was poorer with increasing time from diagnosis of LVH (HR: 2.17; 95% CI: 1.36-3.48). Conclusions: We conclude that the presence of LVH and its appearance is associated with age and increased blood pressure among both genders. Women with LVH have poorer survival than other women and they are at threefold risk of dying of ischemic heart disease. This could indicate that criteria for detecting LVH on ECG detect both mild and severe hypertrophy among men but only the severe hypertrophy cases among women. More sensitive ECG methods may have to be used to detect mild, moderate and severe LVH among both genders in order to differentiate the severity of LVH based on the ECG diagnosis.Tilgangur: Áður hefur verið sýnt fram á að þykknun vinstri slegils ein og sér, óháð öðrum þekktum áhættuþáttum hjartasjúkdóma, er áhættuþáttur hjartasjúkdóms. Við mátum algengi og nýgengi þykknunar vinstri slegils (ÞVS) í hóprannsókn Hjartaverndar og mátum áhættuþætti þátttakenda með þykknun vinstri slegils. Forspárþættir þykknunar á vinstri slegli voru einnig athugaðir auk mats á dánartíðni og dánarorsökum þátttakenda. Efniviður og aðferðir: Þykknun vinstri slegils var skilgreind samkvæmt Minnesota kóda 310 á hjartarafriti. Þátttakendur með kódann 310 við fyrstu heimsókn tilheyrðu algengishópi og þeir sem síðar fengu kódann 310 nýgengishópi. Áhættuþættir við greiningu þykknunar á vinstri slegli voru metnir með fjölþáttagreiningu en forspárþætttir með Poisson aðhvarfsgreiningu. Til samanburðar voru aðrir þátttakendur í hóprannsókninni, áföngum I-V. Niðurstöður: Tvö hundruð níutíu og sjö karlar og 49 konur greindust með þykknun á vinstri slegli eða 3,2% karla og 0,5% kvenna. Nýgengi var 25 á 1000 á ári meðal karla og sex á 1000 á ári meðal kvenna. Algengi þykknunar á vinstri slegli jókst með auknum aldri meðal beggja kynja. Áhættuþættir við greiningu voru slagbilsþrýstingur, aldur, þögul kransæðastífla og ST-T breytingar á EKG meðal karla og slagbilsþrýstingur og aldur meðal kvenna. Forspárþættir fyrir tilkomu þykknunar á vinstri slegli voru hár slagbilsþrýstingur og hjartaöng án hjartarafritsbreytinga meðal karla og hár slagbilsþrýstingur meðal kvenna. Hins vegar virtust miklar reykingar karla verndandi gegn tilkomu þykknunar á vinstri slegli. Áhætta á kransæðadauða var marktækt aukin meðal kvenna (áhættuhlutfall 3,07; 95% vikmörk 1,50-6,31) en ekki meðal karla. Heildarlifun kvenna fór einnig versnandi eftir því sem lengri tími leið frá greiningu þykknunar á vinstri slegli (áhættuhlutfall 2,17; 95% vikmörk 1,36-3,48). Ályktun: Við teljum að þykknun á vinstri slegli og tilkoma þess síðar tengist aldri og háum slagbilsþrýstingi meðal beggja kynja. Konur með þykknun á vinstri slegli hafa verri horfur en aðrar konur og eru í þrefaldri hættu á að deyja úr kransæðasjúkdómi. Slík áhætta sást ekki meðal karla. Þetta gæti bent til þess að greining þykknunar á vinstri slegli á hjartarafriti sé ábótavant meðal kvenna og greini því einungis alvarlega þykknun á hjartaraafriti kvenna á meðan unnt sé að greina bæði væga og alvarlega þykknun vinstri slegils á hjartarafriti karla. Finna þarf næmari aðferðir á hjartarafriti til að greina þykknunina og alvarleika þykknunarinnar fyrir bæði karla og konur
Heart failure among elderly Icelanders: Incidence, prevalence, underlying diseases and long-term survival
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesInngangur: Hjartabilun er bæði algengur og alvarlegur sjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á eldra fólk. Skipta má hjartabilun í tvær megingerðir, hjartabilun með minnkað útstreymisbrot (HFrEF) og hjartabilun með varðveitt útstreymisbrot (HFpEF). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi, nýgengi, undirliggjandi sjúkdóma og lífshorfur beggja gerða hjartabilunar meðal eldri Íslendinga. Efniviðurog aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 5706 þátttakendum Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar. Sjúkdómsgreiningar byggðust á gögnum úr sjúkraskrám Landspítala og voru sannreyndar á grundvelli fyrirfram ákveðinna skilmerkja Öldrunarrannsóknarinnar. Upplýsingar um undirliggjandi sjúkdóma og útstreymisbrot voru einnig fengnar úr sjúkraskrám Landspítala. Nýgengi var reiknað út frá sjúkdómsgreiningum þeirra þátttakenda sem greindust með hjartabilun eftir að þátttaka þeirra í Öldrunarrannsókninni hófst og fram til 28.2.2010. Algengi hjartabilunar var hins vegar reiknað út frá þátttakendum sem greinst höfðu með hjartabilun fyrir upphaf Öldrunarrannsóknar. Langtímalifun hjartabilunarsjúklinga er lýst með aðferð Kaplan-Meier. Niðurstöður: Algengi hjartabilunar mældist 3,6% miðað við árið 2004 og var það marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengið mældist 16,2 tilvik á 1000 mannár og var það marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengi HFrEF mælidst 6,1 tilvik á 1000 mannár og reyndist það einnig marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengi HFpEF mældist 6,8 tilvik á 1000 mannár, en ekki var marktækur kynjamunur (p=0,62). Fimm ára lifun hjartabilunarsjúklinga reyndist vera 32,5% en ekki var tölfræðilega marktækur munur á hlutfallslegri lifun kynjanna (p=0,46). Þá var ekki tölfræðilega marktækur munur á lifun einstaklinga með HFpEF og HFrEF (p=0,52). Umræða: Algengi og nýgengi hjartabilunar er hátt meðal aldraðra á Íslandi og eykst í takt við hækkandi aldur. Karlar fá frekar hjartabilun en konur og að auki greinast þeir frekar með HFrEF en konur greinast frekar með HFpEF. Hjartabilun er alvarlegt sjúkdómsástand sem hefur mikil áhrif á lífshorfur.Introduction: Heart failure (HF) is a common and a serious condition that predominantly affects elderly people. On the basis of the left ventricular ejection fraction (EF) it can be divided into HF with reduced or preserved ejection fraction (HFrEF and HFpEF, respectively). The goal of this study was to investigate the prevalence and incidence of HF among elderly Icelanders, explore underlying diseases and estimate the effect of HF on overall survival. Material and methods: Included were 5706 participants of the AGES study. The hospital records of those diagnosed with HF before entry into AGES were used to calculate prevalence and the records of those diagnosed from entry into AGES until 28.2.2010 were used to calculate incidence. All cases of HF were verified according to predetermined criteria for diagnosis. Information on underlying diseases and EF of HF patients were obtained from hospital records. Survival was estimated using Kaplan-Meier survival curves. Results: Lifetime prevalence of HF was 3.6% as of 2004, higher among men than women (p<0,001). The incidence was 16.2 cases per 1000 person-years, higher among men than among women (p<0,001). The incidence of HFrEF was 6.1 per 1000 person-years also higher among men than women (p<0,001). The incidence of HFpEF was 6.8 per 1000 person-years and there was no statistical difference between the sexes (p=0.62). The age adjusted 5-year survival rate of HF-patients was 32.5%, there was no statistical difference in relative survival between men and women (p=0.46). There was no statistical difference between the survival of patients with HFrEF and those with HFpEF (p=0.52). Conclusion: Both prevalence and incidence of HF are high among elderly Icelanders, increasing sharply with age and 5-year survival rate is only around 30%. While men are more likely to develop HF, especially HFrEF, women are more likely to be diagnosed with HFpEF
Hypertension management in general practice in Iceland
Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn í Additional LinksOBJECTIVE: To evaluate the medical management and cardiovascular (CV) risk profile of patients with hypertension in general practice in Iceland. METHODS: All patients with the diagnosis of hypertension at the primary health care center Solvangur, providing services for 23.066 inhabitants, made up the study group. Medical records for these patients were evaluated and information about medical management and CV risk factors where gathered. RESULTS: 982 patients had been diagnosed with hypertension. Only 27% had documented blood pressure levels below the guideline target of 140/90 mmHg. More women than men had blood pressure below target levels, 35% v.s. 28% for systolic blood pressure (p=0.04) and 66% v.s. 50% for diastolic blood pressure (p<0.001). Systolic blood pressure was more frequently above target levels than the diastolic blood pressure, in 47% of patients v.s. 20%. Blood tests had been obtained for 78% of the patients of which 47% had cholesterol values above 6.0 mm/L and 11% had blood glucose levels above 6.4 mmol/L. During the years 2002 and 2003 75% of the patients received drug treatment for hypertension with 39% on monotherapy, 36% on two drugs and 25% taking three or more drugs. The most commonly used agents were beta blockers and diuretics, with 29% of patients on monotherapy taking beta blockers and 27% on diuretics. At least half of the patients have either confirmed coronary heart disease (CHD), diabetes or hypercholesterolemia. Information on smoking history and body mass index is incomplete in these medical records. CONCLUSIONS: Overwhelming majority of hypertensives in this large primary health care center does not reach the treatment targets set out by clinical guidelines. However, drug utilization with beta blockers and diuretics being the most commonly used drugs, is in accordance with most guidelines. More use of combination therapy could possibly improve blood pressure control. This group of hypertensive patients is a high risk group with over half of them having either documented CHD, diabetes or other risk factors. Although the results are for most part in agreement with results from other studies they necessitate a comprehensive reassessment of the medical management of hypertensive patients in general practice in Iceland.Tilgangur: Að kanna meðferð háþrýstingssjúklinga í heilsugæslu og stöðu annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma meðal þessara sjúklinga. Aðferðir og efniviður: Allir sjúklingar með greininguna háþrýstingur á heilsugæslustöðinni Sólvangi, sem sinnir 23.066 íbúum, mynduðu rannsóknarhópinn. Sjúkraskýrslur þessara sjúklinga voru skoðaðar og upplýsingum um meðferð og áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma var safnað. Niðurstöður: Alls voru 982 sjúklingar sem fengið höfðu sjúkdómsgreininguna háþrýstingur. Aðeins 27% höfðu blóðþrýstingsgildi undir meðferðarmarkmiðum 140/90 mmHg. Fleiri konur en karlar höfðu blóðþrýstingsgildi sem náðu þessum markmiðum, 35% á móti 28% fyrir slagbilsþrýsting (p=0,04) og 66% á móti 50% fyrir hlébilsþrýsting (p<0,001). Fleiri sjúklingar lágu ofar meðferðarmarkmiðum fyrir slagbilsþrýsting en hlébilsþrýsting, 47% á móti 20%. Blóðprufur höfðu verið teknar hjá 78% sjúklinganna og þar af höfðu 47% kólesterólgildi yfir 6,0 mm/L og 11% blóðsykurgildi yfir 6,4 mm/L. Á árunum 2002 og 2003 voru 75% sjúklinganna á lyfjameðferð vegna háþrýstings, 39% voru meðhöndlaðir með einu lyfi, 36% tóku tvö lyf og 25% tóku 3 eða fleiri lyf. Algengast var að meðhöndlað væri með beta hemlum og þvagræsilyfjum. Þannig voru 29% sjúklinga sem tóku eitt lyf vegna síns háþrýstings á beta hemlum og 27% á þvagræsilyfjum. Að minnsta kosti helmingur sjúklinganna hafði þekktan kransæðasjúkdóm, sykursýki eða of hátt kólesteról. Skortur var á upplýsingum um reykingar og líkamsþyngd í þeim sjúkraskýrslum sem athugaðar voru. Ályktanir: Mikill meirihluti háþrýstingssjúklinga á stórri heilsugæslustöð náði ekki þeim meðferðarmarkmiðum sem klínískar leiðbeiningar mæla með. Val lyfja er hins vegar í nokkuð góðu samræmi við leiðbeiningar þar sem algengast er að beta hemlar og þvagræsilyf séu notuð. Samkvæmt leiðbeiningum mætti oftar nota fleiri lyf saman. Þessi hópur háþrýstingssjúklinga er í mikill áhættu þar sem yfir helmingur hans er þegar með þekktan kransæðasjúkdóm, sykursýki eða aðra áhættuþætti. Þó niðurstöðurnar séu áþekkar niðurstöðum sambærilegra erlendra rannsókna kalla þær á heildræna endurskipulagningu á meðferð sjúklinga með háþrýsting í heilsugæslu
- …