4 research outputs found
Relationship between pre-adoptive risk factors and psychopathological difficulties of internationally adopted children in Iceland
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Allur texti - Full textOBJECTIVE: In recent years a number of children have been adopted to Iceland. The aim of our study was to evaluate which factors may affect their mental and behavioural health. MATERIALS AND METHODS: Information was collected on the health of internationally adopted children in Iceland as well as on pre-adoptive risk factors. This was done using a survey developed by Dr. Dana Johnson from the International Adoption Project at the University of Minnesota in the United States. Other questionnaires include the Child Behavior Checklist (CBCL), Strenghts and Difficulties Questionnaires (SDQ), Attention Deficit/Hyper activity Rating Scale (ADHD-RS-IV) and Austism Spectrum Screening Questionaire (ASSQ). For the comparative analysis data from the general population was used. RESULTS: Children adopted after 18 months of age and who have been institutionalised for 18 months or more showed higher risk for ADHD symptoms and behavioral and emotional problems than the general population. In addition, those who were subject to severe emotional neglect had significantly higher scores on CBCL, SDQ and ADHD-RS. A trend was seen between risk factors and scores on ASSQ. Children adopted before 12 months of age scored within the normal range on all questionnaires. CONCLUSION: These results suggest that children adopted after 18 months of age are at risk of psychopathological difficulties. These results emphasize the importance of early adoption and of minimizing the time spent in an institution.Inngangur: Undanfarin ár hafa allmörg börn verið ættleidd til Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhættuþættir geta haft áhrif á andlega líðan og hegðun barna ættleiddra erlendis frá. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var safnað um áhættuþætti fyrir ættleiðingu, andlega líðan og hegðunarvanda hjá börnum ættleiddum erlendis frá. Notaður var yfirgripsmikill spurningalisti um þetta efni sem var þróaður af Dana Johnson, lækni hjá Háskólanum í Minnesóta í Bandaríkunum. Einnig voru lagðir fyrir eftirfarandi staðlaðir hegðunarmatslistar: Spurningalisti um atferli barna (CBCL), Spurningalisti um styrk og vanda (SDQ), Ofvirknikvarðinn (ADHD-RS-IV) og Einhverfumatslistinn (ASSQ). Listarnir hafa áður verið staðlaðir við almennt þýði. Niðurstöður: Börn ættleidd eftir 18 mánaða aldur og þau sem hafa dvalið á stofnun lengur en fyrstu 18 mánuði lífsins eru í aukinni áhættu á að sýna einkenni athyglisbrests með ofvirkni og hegðunar- og tilfinningavanda en almennt þekkist. Auk þess skora þau börn sem talin eru hafa sætt alvarlegri tilfinningalegri vanrækslu marktækt hærra á hegðunar og tilfinningamatslistunum en þekkist í almennu þýði. Tilhneiging í þá veru sást einnig á skori á einhverfumatslistanum. Þau börn sem voru ættleidd fyrir 12 mánaða aldur skoruðu sambærilega við almennt þýði á öllum matslistum. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að börnum sem eru ættleidd eftir 18 mánaða aldur sé hættara við tilfinninga- og hegðunarvanda samanborið við almennt þýði. Niðurstöðurnar styðja að leggja beri áherslu á að börn sem eru ættleidd erlendis frá til Íslands komist sem fyrst til kjörforeldra sinna og dveljist sem styst á stofnun
Greining og meðferð geðhvarfasjúkdóms hjá börnum og unglingum
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Greining geðhvarfasjúkdóms hjá börnum og unglingum getur verið vandasöm. Verulega ólík viðhorf eru gagnvart greiningu og skoðanamunurinn ekki síst áberandi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Almennt ríkir samkomulag um hvernig greina eigi þunglyndi hjá börnum og unglingum og svo oflæti hjá unglingum. Aftur á móti er oflæti hjá börnum mjög sjaldan greint í Evrópu þó slík greining sé talsvert algengari í Ameríku. Ósamræmi er í hugtakanotkun. Hugtökin geðhvarfasjúkdómur og oflæti eru til að mynda notuð af sumum eins og um sama sjúkdómsástand sé að ræða. Aðrir nota hugtakið oflæti fyrir bráðaástand en geðhvarfasjúkdómur um ástand sem er viðvarandi. Ástand hverju sinni er svo nánar skilgreint sem þunglyndi, oflæti, blönduð mynd eða eðlilegt ástand. Vegna mismunandi viðhorfa er erfitt að áætla algengi sjúkdómsins. Algengi geðhvarfasjúkdóms hjá unglingum er talið vera um 1% þó aðeins 10% þeirra hafi einhvern tímann verið í oflætisástandi. Í breskum rannsóknum á fullorðnum með geðhvarfasjúkdóm hefur aldur við fyrstu einkenni verið kannaður. Virðast allt að 10% rekja upphaf einkenna til unglingsáranna eða jafnvel fyrr2. Rannsóknir frá Bandaríkjunum sýna aftur á móti að um 60 % fullorðinna rekja einkenni aftur til unglingsára og að meðaltali líða 10 ár þar til rétt greining liggur fyrir og meðferð hefst. Þessar upplýsingar hafa meðal annars verið notaðar til að styrkja þá tilgátu að geðhvarfasjúkdómur sé vangreindur eða misgreindur hjá börnum og unglingum3. Enn aðrar rannsóknir gefa til kynna að mögulega sé geðhvarfasjúkdómur ofgreindur hjá börnum og unglingum. Þessir ólíku pólar eru íklega að mestu tilkomnir vegna mismunandi skoðana sérfræðinga og notkunar greiningarskilmerkja milli landa5. Ósamræmi er þar af leiðandi varðandi tíðnitölur um geðhvarfasjukdóm á barnsaldri. í stórum faraldsfræðirannsóknum frá Bretlandi og Bandaríkjunum fundust til að mynda engin tilfelli oflætis hjá börnum6 en í rannsókn frá Brasilíu var talað um að allt að 7% af þeim sem sótt hafa þjónustu á barna- og unglingageðdeild hafi geðhvarfasjúkdóm7
Greining og meðferð geðhvarfasjúkdóms hjá börnum og unglingum
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Greining geðhvarfasjúkdóms hjá börnum og unglingum getur verið vandasöm. Verulega ólík viðhorf eru gagnvart greiningu og skoðanamunurinn ekki síst áberandi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Almennt ríkir samkomulag um hvernig greina eigi þunglyndi hjá börnum og unglingum og svo oflæti hjá unglingum. Aftur á móti er oflæti hjá börnum mjög sjaldan greint í Evrópu þó slík greining sé talsvert algengari í Ameríku. Ósamræmi er í hugtakanotkun. Hugtökin geðhvarfasjúkdómur og oflæti eru til að mynda notuð af sumum eins og um sama sjúkdómsástand sé að ræða. Aðrir nota hugtakið oflæti fyrir bráðaástand en geðhvarfasjúkdómur um ástand sem er viðvarandi. Ástand hverju sinni er svo nánar skilgreint sem þunglyndi, oflæti, blönduð mynd eða eðlilegt ástand. Vegna mismunandi viðhorfa er erfitt að áætla algengi sjúkdómsins. Algengi geðhvarfasjúkdóms hjá unglingum er talið vera um 1% þó aðeins 10% þeirra hafi einhvern tímann verið í oflætisástandi. Í breskum rannsóknum á fullorðnum með geðhvarfasjúkdóm hefur aldur við fyrstu einkenni verið kannaður. Virðast allt að 10% rekja upphaf einkenna til unglingsáranna eða jafnvel fyrr2. Rannsóknir frá Bandaríkjunum sýna aftur á móti að um 60 % fullorðinna rekja einkenni aftur til unglingsára og að meðaltali líða 10 ár þar til rétt greining liggur fyrir og meðferð hefst. Þessar upplýsingar hafa meðal annars verið notaðar til að styrkja þá tilgátu að geðhvarfasjúkdómur sé vangreindur eða misgreindur hjá börnum og unglingum3. Enn aðrar rannsóknir gefa til kynna að mögulega sé geðhvarfasjúkdómur ofgreindur hjá börnum og unglingum. Þessir ólíku pólar eru íklega að mestu tilkomnir vegna mismunandi skoðana sérfræðinga og notkunar greiningarskilmerkja milli landa5. Ósamræmi er þar af leiðandi varðandi tíðnitölur um geðhvarfasjukdóm á barnsaldri. í stórum faraldsfræðirannsóknum frá Bretlandi og Bandaríkjunum fundust til að mynda engin tilfelli oflætis hjá börnum6 en í rannsókn frá Brasilíu var talað um að allt að 7% af þeim sem sótt hafa þjónustu á barna- og unglingageðdeild hafi geðhvarfasjúkdóm7
Relationship between pre-adoptive risk factors and psychopathological difficulties of internationally adopted children in Iceland
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Allur texti - Full textOBJECTIVE: In recent years a number of children have been adopted to Iceland. The aim of our study was to evaluate which factors may affect their mental and behavioural health. MATERIALS AND METHODS: Information was collected on the health of internationally adopted children in Iceland as well as on pre-adoptive risk factors. This was done using a survey developed by Dr. Dana Johnson from the International Adoption Project at the University of Minnesota in the United States. Other questionnaires include the Child Behavior Checklist (CBCL), Strenghts and Difficulties Questionnaires (SDQ), Attention Deficit/Hyper activity Rating Scale (ADHD-RS-IV) and Austism Spectrum Screening Questionaire (ASSQ). For the comparative analysis data from the general population was used. RESULTS: Children adopted after 18 months of age and who have been institutionalised for 18 months or more showed higher risk for ADHD symptoms and behavioral and emotional problems than the general population. In addition, those who were subject to severe emotional neglect had significantly higher scores on CBCL, SDQ and ADHD-RS. A trend was seen between risk factors and scores on ASSQ. Children adopted before 12 months of age scored within the normal range on all questionnaires. CONCLUSION: These results suggest that children adopted after 18 months of age are at risk of psychopathological difficulties. These results emphasize the importance of early adoption and of minimizing the time spent in an institution.Inngangur: Undanfarin ár hafa allmörg börn verið ættleidd til Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhættuþættir geta haft áhrif á andlega líðan og hegðun barna ættleiddra erlendis frá. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var safnað um áhættuþætti fyrir ættleiðingu, andlega líðan og hegðunarvanda hjá börnum ættleiddum erlendis frá. Notaður var yfirgripsmikill spurningalisti um þetta efni sem var þróaður af Dana Johnson, lækni hjá Háskólanum í Minnesóta í Bandaríkunum. Einnig voru lagðir fyrir eftirfarandi staðlaðir hegðunarmatslistar: Spurningalisti um atferli barna (CBCL), Spurningalisti um styrk og vanda (SDQ), Ofvirknikvarðinn (ADHD-RS-IV) og Einhverfumatslistinn (ASSQ). Listarnir hafa áður verið staðlaðir við almennt þýði. Niðurstöður: Börn ættleidd eftir 18 mánaða aldur og þau sem hafa dvalið á stofnun lengur en fyrstu 18 mánuði lífsins eru í aukinni áhættu á að sýna einkenni athyglisbrests með ofvirkni og hegðunar- og tilfinningavanda en almennt þekkist. Auk þess skora þau börn sem talin eru hafa sætt alvarlegri tilfinningalegri vanrækslu marktækt hærra á hegðunar og tilfinningamatslistunum en þekkist í almennu þýði. Tilhneiging í þá veru sást einnig á skori á einhverfumatslistanum. Þau börn sem voru ættleidd fyrir 12 mánaða aldur skoruðu sambærilega við almennt þýði á öllum matslistum. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að börnum sem eru ættleidd eftir 18 mánaða aldur sé hættara við tilfinninga- og hegðunarvanda samanborið við almennt þýði. Niðurstöðurnar styðja að leggja beri áherslu á að börn sem eru ættleidd erlendis frá til Íslands komist sem fyrst til kjörforeldra sinna og dveljist sem styst á stofnun