3 research outputs found

    Icelandic translations of depression measures for adult populations: Psychometric information and usefulness

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ greininni er fjallað um nokkur sjálfsmatsmælitæki fyrir þunglyndiseinkenni fullorðinna sem til eru í íslenskri gerð. Það hefur gert erfitt um vik að velja þunglyndispróf til notkunar í rannsóknum og klínísku staríi að upplýsingar um rannsóknir á íslenskri gerð þeirra hafa ekki verið aðgengilegar. Úr þessu er reynt að bæta í þessari grein með því að draga saman á einn stað upplýsingar um þau sjálfsmatspróf fyrir fullorðna sem til eru á íslensku. Þessi tæki eru Þunglyndispróf Becks (Beck Depression Inventory-II, BDI-II), Þunglyndiskvarði til faraldsfræðirannsókna {Center for Epidemiological Studies Depression Scale, CES-D), Kvíða og Þunglyndiskvarði til notkunar á sjúkrahúsum (Hospital Anxiety and Depression Scale, HADS) og Þunglyndis, Kvíða og Streitukvarðinn (Depression, Anxiety and Stress Scales, DASS). Gerð er grein fyrir helstu einkennum mælitækjanna, rakið hvaða sálmælingalegar upplýsingar eru til um íslenska gerð þeirra og gefnar nokkrar ábendingar um notagildi þeirra hér á landi.Considerable number of self-report measures of depression exist in the Icelandic language. However, information on the psychometric properties of these instruments is scarce and generally unavailable to Icelandic psychologists. Psychometric properties of the Icelandic versions of four self-report measures of depression for adults are reviewed in this article. These measures are the Beck Depression Inventory-II, the Center for Epidemiological Studies Depression Scale, the Hospital Anxiety and Depression Scale, and the Depression, Anxiety and Stress Scales. It was evident that even though quite solid information exists for these measures in student populations, information concerning their performance in other settings is in most cases too limited. It is concluded that there is a need for considerable more research on the validation of these instruments in other settings, such as among the general adult population or among different patient groups

    Icelandic translations of depression measures for adult populations: Psychometric information and usefulness

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ greininni er fjallað um nokkur sjálfsmatsmælitæki fyrir þunglyndiseinkenni fullorðinna sem til eru í íslenskri gerð. Það hefur gert erfitt um vik að velja þunglyndispróf til notkunar í rannsóknum og klínísku staríi að upplýsingar um rannsóknir á íslenskri gerð þeirra hafa ekki verið aðgengilegar. Úr þessu er reynt að bæta í þessari grein með því að draga saman á einn stað upplýsingar um þau sjálfsmatspróf fyrir fullorðna sem til eru á íslensku. Þessi tæki eru Þunglyndispróf Becks (Beck Depression Inventory-II, BDI-II), Þunglyndiskvarði til faraldsfræðirannsókna {Center for Epidemiological Studies Depression Scale, CES-D), Kvíða og Þunglyndiskvarði til notkunar á sjúkrahúsum (Hospital Anxiety and Depression Scale, HADS) og Þunglyndis, Kvíða og Streitukvarðinn (Depression, Anxiety and Stress Scales, DASS). Gerð er grein fyrir helstu einkennum mælitækjanna, rakið hvaða sálmælingalegar upplýsingar eru til um íslenska gerð þeirra og gefnar nokkrar ábendingar um notagildi þeirra hér á landi.Considerable number of self-report measures of depression exist in the Icelandic language. However, information on the psychometric properties of these instruments is scarce and generally unavailable to Icelandic psychologists. Psychometric properties of the Icelandic versions of four self-report measures of depression for adults are reviewed in this article. These measures are the Beck Depression Inventory-II, the Center for Epidemiological Studies Depression Scale, the Hospital Anxiety and Depression Scale, and the Depression, Anxiety and Stress Scales. It was evident that even though quite solid information exists for these measures in student populations, information concerning their performance in other settings is in most cases too limited. It is concluded that there is a need for considerable more research on the validation of these instruments in other settings, such as among the general adult population or among different patient groups

    Transport and treatment of patients with STEMI in rural Iceland – Only a few patients receive PPCI within 120 minutes

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Brátt hjartadrep með ST-hækkunum (STEMI) er lífshættulegt ástand. Meðferð skal veita eins hratt og hægt er með blóðþynningarlyfjum og kransæðavíkkun innan 120 mínútna frá fyrstu samskiptum við heilbrigðisstarfsmann (FSH) en að öðrum kosti með segaleysandi meðferð ef fyrirséður flutningstími er langur. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna flutningstíma sjúklinga með STEMI af landsbyggðinni og hvort bráðameð- ferð samræmdist klínískum leiðbeiningum. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár sjúklinga með greininguna STEMI við útskrift af Landspítala á árunum 2011 og 2012 voru skoðaðar afturskyggnt. Við úrvinnslu voru notaðar aðferðir lýsandi og ályktunartölfræði. Niðurstöður: Af 112 sjúklingum sem fengu greininguna STEMI eftir flutning á Landspítala frá stað utan höfuðborgarsvæðisins voru 86 sjúklingar (77%) greindir með hjartalínuriti strax í héraði; 42 á suðursvæði og 44 á norðursvæði Íslands. Á suðursvæði var tími frá FSH að kransæðavíkkun að miðgildi 157 mínútur. Níu sajúklingar (21%) komust í kransæðavíkkun innan 120 mínútna en enginn fékk segaleysandi meðferð og marktækt færri blóðþynningarmeðferð med klópídógrel og enoxaparín en á norðursvæði. Á norðursvæði, þar sem flutningstíminn er langur, fengu nær allir sjúklingar (96%) sem ekki höfðu frábendingar segaleysandi lyf að miðgildi 57 mínútum eftir FSH og viðeigandi blóðþynningarmeðferð. Dánartíðni var 7% og legutími á Landspítala að miðgildi 6 dagar. Ályktanir: Utan höfuðborgarsvæðisins er tími frá FSH að mögulegri kransæðavíkkun í langflestum tilfellum lengri en 120 mínútur. Íhuga ætti segaleysandi meðferð hjá öllum sjúklingum með STEMI utan höfuðborgarsvæðisins ef frábendingar eru ekki til staðar. Skerpa þarf á leiðbeiningum á suðursvæði þar sem blóðþynningarlyf eru gefin marktækt sjaldnar en á norðursvæði. Símsent hjartalínurit og beint samband við hjartalækni myndi auðvelda greiningu og flýta meðferð. Samræmd skráning í STEMIgagnagrunn á landsvísu myndi auðvelda gæðaeftirlit verulega
    corecore