6 research outputs found

    Effect of Pentavac and MMR vaccination on the intestine

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The safety of infant vaccination has been questioned in recent years. In particular it has been suggested that the measles, mumps and rubella (MMR) vaccination leads to brain damage manifesting as autism consequent to the development of an "enterocolitis" in the immediate post-vaccination period. Aim: To assess if MMR vaccination is associated with sub-clinical intestinal inflammation which is central to the autistic "enterocolitis" theory. The study was not designed to test directly the association of autism to MMR vaccination. Material and methods: We studied 109/20 infants, before and two and four weeks after immunization with Pentavac and MMR vaccines, for the presence of intestinal inflammation (faecal calprotectin). Results: Neither vaccination was associated with any significant increase in faecal calprotectin concentrations. Conclusions: The failure of the MMR vaccination to cause an intestinal inflammatory response provides evidence against the proposed gut-brain interaction that is central to the autistic "enterocolitis" hypothesis.ilgangur: Að meta hvort MMR-bólusetning (measles, mumps and rubella) valdi þarmabólgu hjá íslenskum börnum. Rannsóknin var ekki hönnuð til að svara spurningunni hvort MMR-bólusetning valdi einhverfu. Aðferðir: Rannsökuð voru 109/20 börn fyrir bólusetningu og tveim, fjórum og 12-18 vikum eftir bólusetningu með Pentavac- og MMR-bóluefnum. Athugað var hvort merki væri um þarmabólgu með því að mæla kalprotectín í hægðasýni. Niðurstöður: Hvorugt bóluefnið var tengt nokkurri marktækri breytingu á þéttni kalprotectíns í hægðum og kom ekkert fram sem benti til þarmabólgu. Ályktun: Þar sem þessi rannsókn hefur sýnt að MMR-bólusetningin tengist ekki þarmabólgu þá mælir það gegn tilgátunni um að MMR tengist einhverfu í gegnum bólgu í þörmum

    „Hvað gerir gott foreldri?“ Hreyfihamlaðar konur og barneignir

    Full text link
    Ritgerðin fjallar um viðhorf hreyfihamlaðra kvenna á barneignaaldri til fjölskyldulífs og barneigna og byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var frá hausti 2008 til vors 2009. Tilgangur verkefnisins var að skoða hvaða hugmyndir barnlausar hreyfihamlaðar konur hefðu til barneigna, löngun þeirra til að eignast barn í framtíðinni og væntingar til fjölskyldulífs. Sjónum var beint að styrkleikum þeirra og hvað mögulega hindraði þær í að verða mæður. Þátttakendur rannsóknarinnar voru sex barnlausar hreyfihamlaðar konur fæddar á árunum 1970-1987. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hreyfihamlaðar konur þrá að fá að upplifa móðurhlutverkið líkt og ófatlaðar konur. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að miklir fordómar ríki gagnvart hreyfihömluðum konum í barneignahugleiðingum. Þannig fundu konurnar fyrir fordómum frá samfélaginu, fjölskyldu og vinum, heilbrigðiskerfinu og gildandi lögum og reglugerð um ættleiðingar. Neikvæð viðhorf og fordómar höfðu áhrif á sumar konurnar sem tóku þátt í rannsókninni sem birtist í vantrú þeirra á eigin hæfni en aðrar konur brugðust við þessum fordómum með því að leggja áherslu á styrkleika sína og lausnamiðaða hugsun. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til þess að endurskoða þurfi ákveðna þætti í löggjöf um málefni fatlaðra og lögum og reglugerð um ættleiðingu með tilliti til mannréttindasamnings um réttindi fatlaðs fólks þar sem lögð er áhersla á jafnan rétt og bann við mismunun

    Variability in young children´s language development

    Full text link
    Markmið þessa verkefnis var að skoða máltjáningu ungra barna með það að leiðarljósi að skoða breytileika í máltjáningu þeirra með mismunandi mælitækjum og nokkra áhrifaþætti í máltöku barnanna út frá spurningalista sem foreldrar svöruðu. Þátttakendur í rannsókninni voru 20 börn á aldursbilinu 25 til 32 mánaða, tíu drengir og tíu stúlkur. Tekin voru málsýni og skoðað fyrir hvert barn meðallengd segða, heildarfjöldi orða, fjöldimismunandi orða og hlutfall málfræðivilla. Þá var markmiðið að skoða orðaforða barnanna út frá Orðaskilum sem foreldrar fylltu út og skoða mögulega áhrifaþætti um máltöku barnanna með því að biðja foreldra um að svara spurningalista (sjá Viðauka B). Spurt var hvenær barnið sagði sitt fyrsta orð, hve oft lesið væri fyrir barnið og hvort og hve mikinn aðgang barnið hefði að snjalltækjum. Rannsóknin beindist að því að kanna einstaklingsmun í sjálfsprottnu tali og tengsl á milli málsýna og málþroskaprófsins Orðaskil. Einnig var skoðað hvort það væri munur á færni í máltjáningu eftir kynjum og aldri.Helstu niðurstöður voru þær að mikill breytileiki einkenndi málþroska barnanna og kom það fram bæði í mæliþáttum málsýna og einnig að mati foreldra með Orðaskilum. Ekki var marktækur munur milli kynja á þeim mæliþáttum sem skoðaðir voru út frá málsýnum og Orðaskilum. Há fylgni var milli meðallengdar segða, heildarfjölda orða og fjölda mismunandi orða, þ.e. þau börn sem voru með háa tölu í meðallengd segða voru einnig með háa tölu í heildarfjölda orða og fjölda mismunandi orða. Það var einnig mikill breytileiki þegarskoðuð var notkun sagnorða en breytileiki varlítill þegar skoðuð var notkun lýsingarorða og fornafna. Niðurstöður málsýna og Orðaskila sýndu fram á að börn á sama aldri geta verið með mjög ólíkan orðaforða. Meðalhá fylgni var milli mæliþátta málsýna og Orðaskila, þ.e. þau börn sem voru með háa tölu í heildarfjölda orða voru yfirleitt með háa tölu úr Orðaskilum og öfugt. Mjög misjafnt var hve oft var lesið fyrir börnin, ýmist 3-4 sinnum í viku eða daglega. Helmingur barnanna hafði engan aðgang að snjalltækjum, flest höfðu lítinn og mjög fá daglegan aðgang. Mun færri stúlkur höfðu aðgang að snjalltækjum en drengir.Variability in young childrens language development The main goal of this research was to investigate the variability in young children’s language skills and explore a few possible influencing factors by taking language samples. The focus was on mean length of utterances, total number of words, total number of different words and the proportion of grammatical errors. Another goal was to look at the children's vocabulary by asking parents to fill out the language test Orðaskil and look at possible influence factors in the language development of the children by asking the parents to answer a questionnaire (See Viðauki B). Parents were asked about when their child said their first word, how often they read for their child and if and how much access the child had to smart devices. The participants were from 25 to 32 months old, ten boys and ten girls. The research aims to look at individual differences in spontaneous speaking among the children and the correlation between the language sampels and the Icelandic language test Orðaskil. The research aim was also to find out if there was a difference in language skills based on genger and age. The main results of the research was that there was a large diversity in the children‘s language skills, which was evidenced both from the language samples and Orðaskil. There was not a significant difference between boys and girls. The correlation between mean length of utterances, total number of words and number of different words was high. The correlation between total number of words in language samples and Orðaskil was medium high. The correlation between Orðaskil and reading was medium high and acces to smart devices was negative. Children at same age can have very different vocabulary skills and in some cases girls outperform boys. How often parents read for their child was also very different, some parents read 3-4 times per week but others read every day. Half of the children had no access to smart devices, most of them had little access and only a few had daily access. Fewer girls had access to smart devices than boys

    Aðgengi að og upplifun hreyfihamlaðs fólks af foreldrahlutverkinu

    Full text link
    Í þessari meistararitgerð er gerð grein fyrir upplifun hreyfihamlaðra foreldra af foreldrahlutverkinu og aðgengi hreyfihamlaðs fólks að foreldrahlutverkinu í þeim tilfellum þar sem hreyfihamlaðar konur geta ekki gengið í gegnum meðgöngu og fæðingu vegna skerðingar sinnar. Sérstök áhersla er á aðgengi að foreldrahlutverkinu í gegnum ættleiðingakerfið og löggjöf sem snýr að ættleiðingu barna erlendis frá. Um eigindlega rannsókn er að ræða sem byggir á greiningu opinberra gagna og opinna viðtala við 11 hreyfihamlaða einstaklinga, átta foreldra og þrjá barnlausa einstaklinga. Þá var tekið viðtal við starfsmann sem vinnur í ættleiðingakerfinu. Helstu niðurstöður sýna að aðgengi hreyfihamlaðs fólks sem ekki getur átt börn að foreldrahlutverkinu í gegnum ættleiðingar er takmarkað. Til að möguleiki þeirra verði meiri, það er að draumur þeirra um barn rætist og að þeir fái tækifæri til að upplifa foreldrahlutverkið þarf að eiga sér stað viðhorfsbreyting í garð hreyfihamlaðs fólks varðandi foreldrahlutverkið. Einnig þyrfti að koma til breyting á löggjöf um ættleiðingar, bæði hérlendis og erlendis, því erlendu ríkin hafa hvert um sig sínar reglur. Þeir þátttakendur rannsóknarinnar sem áttu börn nutu þess að takast á við foreldrahlutverkið. Það var þeim mikils virði að upplifa jákvætt viðhorf og að trú væri höfð á hæfni þeirra sem foreldra. Þeir fengu hentugan stuðning varðandi umönnun barna sinna sem tók mið af þörfum foreldranna hverju sinni og voru þeir allir ánægðir með þann stuðning sem þeir fengu og þá einstaklinga sem veittu stuðninginn. Stuðningurinn var ýmist veittur af fjölskyldumeðlimum eða af kerfinu í formi liðveislu og notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Foreldrarnir komu sér upp aðferðum sem auðvelduðu þeim líkamlega umönnun barna sinna og voru samhentir í uppeldishlutverkinu.Abstract This M.A. thesis is about mobility impaired people and parenthood. It examines the accessibility of parenthood for mobility impaired people who are unable to endure pregnancy and childbirth and their experience and how they deal with parenthood. Special emphasis is placed on the adoption system and the laws and regulations regarding the adoption of children from abroad. This is a qualitative research which is based on analysing open interviews with mobility impaired people. Eight of the participants were parents and three childless. An interview was also taken with a staff member of the adoption system in Iceland. The results indicate that the mobility impaired people have limited access to parenthood through adoption. To increase theirs chance of making dreams come true, and becoming parents, it is necessary that the adoption laws and regulations will be amended, that however might not be enough as the main obstacle comes from other countries. The mobility impaired parents that participated in the research were seen to enjoy parenthood. It was very important for them to experience positive attitudes and belief in their abilities as parents from the people around them. The parents claimed to have received suitable support from their families and the social system enabling them to care and provide for their children. This support was satisfactory according to the participants. The parents also developed their own practical solutions to provide and ensure the safety of their children

    Nálastungu- og baðmeðferð við sársauka í fæðingu

    Full text link
    Tilgangurinn með þessari fræðilegu samantekt var að skoða notkun og árangur nálastungu- og baðmeðferðar sem verkjameðferð í fæðingu. Við heimildaleitina var haft í huga hvaða viðbótarmeðferðir væru mest notaðar hjá fæðandi konum og hvert notagildi þeirra væri. Af þeim fjölmörgu heimildum sem kannaðar voru má álykta að almenn ánægja sé á meðal fæðandi kvenna af þessum tveimur viðbótarmeðferðum. Á síðustu áratugum hefur áhugi og þekking á notkun viðbótarmeðferða við meðhöndlun verkja á meðgöngu, í fæðingu og á sængurlegu verið að aukast víðsvegar um heiminn. Ljósmæður hafa í auknum mæli verið að tileinka sér slíkar meðferðir eins og nálastungu- og baðmeðferð í starfi sínu, samhliða hefðbundinni ljósmóður- og hjúkrunarmeðferð. Allar heilbrigðar konur mega fá nálastungumeðferð ef meðgangan er eðlileg. Nálarnar er hægt að nota í ýmsum tilgangi svo sem við slökun í fæðingu, samdráttarverkjum og einnig geta þær örvað hríðirnar. Vinsældir vatnsbaða sem meðferð í fæðingu hefur farið vaxandi þar sem konur eru farnar að leita að fjölbreyttari leiðum til þess að lina verki og óþægindi sem fylgja fæðingu. Niðurstöður benda til að viðbótarmeðferðir á borð við nálastungu- og baðmeðferð séu góðar og áhrifaríkar meðferðir fyrir konur í fæðingu, þar sem konan nær að slaka betur á, verkir minnka og meðferðin hefur ekki sljóvgandi áhrif á konuna. Jafnframt var minni þörf á inngripum í fæðingaferlið hjá konum sem völdu þessar viðbótarmeðferðir. Meginhugtök: Fæðing, sársauki, nálastungumeðferð, baðmeðferð

    Effect of Pentavac and MMR vaccination on the intestine

    Full text link
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The safety of infant vaccination has been questioned in recent years. In particular it has been suggested that the measles, mumps and rubella (MMR) vaccination leads to brain damage manifesting as autism consequent to the development of an "enterocolitis" in the immediate post-vaccination period. Aim: To assess if MMR vaccination is associated with sub-clinical intestinal inflammation which is central to the autistic "enterocolitis" theory. The study was not designed to test directly the association of autism to MMR vaccination. Material and methods: We studied 109/20 infants, before and two and four weeks after immunization with Pentavac and MMR vaccines, for the presence of intestinal inflammation (faecal calprotectin). Results: Neither vaccination was associated with any significant increase in faecal calprotectin concentrations. Conclusions: The failure of the MMR vaccination to cause an intestinal inflammatory response provides evidence against the proposed gut-brain interaction that is central to the autistic "enterocolitis" hypothesis.ilgangur: Að meta hvort MMR-bólusetning (measles, mumps and rubella) valdi þarmabólgu hjá íslenskum börnum. Rannsóknin var ekki hönnuð til að svara spurningunni hvort MMR-bólusetning valdi einhverfu. Aðferðir: Rannsökuð voru 109/20 börn fyrir bólusetningu og tveim, fjórum og 12-18 vikum eftir bólusetningu með Pentavac- og MMR-bóluefnum. Athugað var hvort merki væri um þarmabólgu með því að mæla kalprotectín í hægðasýni. Niðurstöður: Hvorugt bóluefnið var tengt nokkurri marktækri breytingu á þéttni kalprotectíns í hægðum og kom ekkert fram sem benti til þarmabólgu. Ályktun: Þar sem þessi rannsókn hefur sýnt að MMR-bólusetningin tengist ekki þarmabólgu þá mælir það gegn tilgátunni um að MMR tengist einhverfu í gegnum bólgu í þörmum
    corecore