6 research outputs found

    Tourism and power plants as aids in regional development.

    Get PDF
    Tækifæri á sviði ferðaþjónustu og nýtingar orkuauðlinda eru oft nefnd sem leiðir til þess að takast á við breytta atvinnuhætti, sporna við fólksfækkun í dreifbýli og skapa verðmæti. Báðar greinarnar nýta náttúruna sem auðlind en geta þær farið saman eða eru fyrirsjáanlegir hagsmunaárekstrar milli þeirra? Til þess að komast að því hvort ferðaþjónustuaðilar telji fyrirhugaðar virkjunarhugmyndir rýra möguleika ferðaþjónustunnar til að efla byggð í landinu voru tekin hálfstöðluð viðtöl við 65 ferðaþjónustuaðila á sex svæðum á landinu. Að mati viðmælenda er ferðaþjónustan sú atvinnugrein sem býður upp á mesta möguleika til framtíðar til að efla atvinnulíf í dreifbýli og höfðu þeir flestir séð þess glögg merki undanfarin ár. Margir viðmælenda töldu orkuvinnslu og ferðaþjónustu fara illa saman vegna neikvæðra áhrifa orkuvinnslu á náttúruna, grundvallarauðlind ferðaþjónustunnar. Óvissa um hvar verður virkjað í framtíðinni þótti jafnframt hafa tafið fyrir fjárfestingu og markaðssetningu í ferðaþjónustu á ákveðnum svæðum. Nokkrir viðmælenda nefndu dæmi um farsæla sambúð orkuframleiðslu og ferðaþjónustu og kom fram að góð samvinna milli greinanna gæti dregið úr hagsmunaárekstrum á milli þeirra. Þeir töldu að tekjur af báðum atvinnugreinunum mættu skila sér betur til svæðanna þar sem þær verða til.Opportunities in the tourism industry along with the harnessing of energy resources are commonly referred to as means of dealing with changes in employment structure, to counteract depopulation in rural areas, and as a way to create capital. Both fields utilize nature as a resource, but can they coexist or are conflicts foreseeable? In order to find out whether the tourist industry consider that proposed power plant developments will diminish the possibilities of the tourism sector to strengthen local settlements semi-structured interviews were conducted with 65 tourist service providers in six different parts of Iceland. In the opinion of the interviewees the tourism sector is the industry that offers the best long-term possibilities to strengthen the economy in rural areas and most of them had seen clear indications of this in recent years. Many interviewees felt that energy production and tourism do not concur because the negative effects energy production can have on nature, the core resource for the tourist industry. Uncertainty over where power developments will be located was thought to have delayed investment and marketing efforts in certain areas. A few of the interviewees mentioned examples of successful cohabitation of energy production and tourism and it was pointed out that favourable collaboration between the two industries could diminish their conflict of interest. Moreover, it was stated that the income from both industries could reach the areas where it was generated more effectively.Peer Reviewe

    Tourist Attitudes towards Power Plants and Transmission Lines

    No full text
    Undanfarin ár hefur mikilvægi orkuvinnslu og ferðaþjónustu fyrir íslenskt hagkerfi farið vaxandi. Báðar þessar atvinnugreinar byggja á nýtingu náttúruauðlinda til verðmætasköpunar. En geta þessar tvær tegundir auðlindanýtingar farið saman án þess að til hagsmunaárekstra komi? Í þessari rannsókn, sem beinir sjónum að viðhorfum ferðamanna til virkjana og raflína, er leitað svara við þessari spurningu. Rannsóknin byggir á spurningalistum sem voru lagðir fyrir ferðamenn á sjö ferðamannastöðum þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa virkjanir. Niðurstöður sýna að flestum ferðamönnum finnst lítt snortin náttúra vera hluti af aðdráttarafli rannsóknarstaðanna og flestir eru á þeirri skoðun að fyrirhugaðar virkjanir og orkumannvirki myndu minnka áhuga þeirra á að heimsækja svæðin. Ferðamenn hafa enn fremur frekar neikvætt viðhorf til raflína, sérstaklega á hálendinu, þær þykja meðal óæskilegustu mannvirkja og fæstir telja þær viðeigandi á víðernum. Andstaða við raflínur er mest meðal íslenskra ferðamanna auk Frakka og Norðurlandabúa. Þannig er ljóst að hagsmunaárekstrar munu að öllum líkindum koma upp ef virkjanir og tengd mannvirki rísa nálægt svæðum þar sem náttúrufegurð er helsta aðdráttarafl ferðamanna. Allt bendir til að íslensk náttúra verði nýtt í auknum mæli til bæði ferðaþjónustu og orkuvinnslu á næstu árum. Mikilvægt er að byggja ákvarðanir um staðsetningu og hönnun orkumannvirkja á þekkingu á áhrifum þeirra á ferðamennsku þannig að að orkunýting hafi sem minnst neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, einstaka landshluta og þjóðarbúið í heild sinni.In recent years, energy production and tourism have become increasingly more important for the Icelandic economy. Both sectors rely on natural resources for value creation. But can these land uses coexist without a conflict of interest? In this research tourist attitudes towards power plants and transmission lines are examined in the quest for answers to this question. The research is based on a questionnaire presented to tourists at seven locations where the construction of a power plant is pending. The results demonstrate that most tourists consider pristine nature a part of the attraction of these locations and the majority state that the proposed power infrastructure would decrease their interest in visiting the sites. Furthermore, tourists are generally negative towards transmission lines, especially in the Highlands. Transmission lines are considered among the least desirable infrastructure and they are not felt to be appropriate in wilderness areas. Icelandic visitors along with French and Nordic tourists are the most negative towards power lines. Consequently, a conflict of interest is likely to arise if power plants and their appendant infrastructure are constructed in areas where scenic nature is a primary attraction for tourists. Icelandic nature will most likely be further exploited for tourism and energy production in coming years. To minimize the negative effect energy production can have on the tourism sector, as well as the national and regional economies, it is important to base decisions about locations and design of power infrastructure on knowledge and research regarding their effect on tourism

    Munur á viðhorfi ferðamanna eftir þjóðerni. Könnun meðal ferðamanna á Kili

    No full text
    Við skipulagningu á ferðaþjónustu þarf að hafa í huga þarfir mismunandi hópa. Ferðamenn hafa mismunandi hugmyndir um hvað ferðamannastaður þarf að bjóða upp á til þess að teljast áhugaverður. Margar ástæður geta verið fyrir þessum ólíkum óskum og þörfum einstaklinga og eru eflaust sumar þeirra menningarlegs eðlis. Mikilvægi þjóðernis þegar kemur að viðhorfum ferðamanna til þjónustu, aðstöðu og fleiri þátta var kannað í þessari ritgerð. Notuð voru gögn úr viðhorfskönnun sem gerð var á Kili sumarið 2008. Alls 653 ferðamenn, bæði íslenskir og erlendir, voru fengnir til að svara spurningalista og svör þeirra síðan greind. Marktækur munur var milli þjóðerna í flestum liðum spurningalistans sem teknir voru fyrir í þessari rannsókn. Íslendingar og Norðurlandabúar voru hlynntastir vegaframkvæmdum og óánægðastir með merkingar, tjaldsvæði og vegi. Þjóðverjar voru andvígastir mannvirkjum á Kili

    Senses by seasons:tourists' perceptions depending on seasonality in popular nature destinations in Iceland

    Get PDF
    Abstract Seasonality in visitor arrivals is one of the greatest challenges faced by tourist destinations. Seasonality is a major issue for sustainable tourism as it affects the optimal use of investment and infrastructure, puts pressure on resources and can create negative experience of crowding at destinations. Peripheral areas commonly experience more pronounced fluctuations in visitor arrivals. Iceland is one of those destinations. Although the number of tourists visiting the country has multiplied in recent years, seasonality is still a major challenge, especially in the more rural peripheral areas of the country. Iceland’s high season for tourism occurs during its brief summer (June to August), but in recent years more people visit the country on shorter winter trips, creating new management challenges. This research is based on an on-site questionnaire survey conducted in seven popular nature destinations in Iceland which compares the experience of summer and winter visitors. The results show that winter visitors are more satisfied with the natural environment while their satisfaction with facilities and service is in many cases lower. The areas are generally perceived as being more beautiful and quieter in winter than in summer. However, most destinations are considered less accessible and less safe in the winter. Tourists are much less likely to experience physical crowding during winter, although winter visitors are more sensitive to crowds, most likely because of expectations of fewer tourists. Finally, this research shows that tourists are less likely to encounter negative effects of tourism on the environment in the winter, (e.g., erosion or damage to rocks and vegetation), than in summer. The results highlight the importance of understanding visitor perceptions in a seasonal and temporal context
    corecore