3,819 research outputs found

    Evidence-Based Sequential Treatments: Examples from Pediatric Obsessive- Compulsive Disorder

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÞó að gagnreyndum meðferðarúrræðum fyrir börn og unglinga með geðraskanir hafi fjölgað mikið á síðustu 30-40 árum, þá vantar enn mikið upp á reynslugögn fyrir framhaldsmeðferð. Margar geðraskanir eru langvinnar þar sem þörf er á meðferð, í einu eða öðru formi, í langan tíma. Í þessari grein er fjallað um nauðsyn þrepaskiptrar einstaklingsbundinnar meðferðar (sequential individualized treatment) svo hægt sé að ná betri meðferðarárangri, auka lífsgæði og starfshæfni til lengri tíma hjá fólki með langvinnar geðraskanir. Þrepaskipt meðferð má einnig kalla meðferðaráætlun sem er einstaklingsbundin og byggir á sjúklingaupplýsingum í upphafi meðferðar og á meðan meðferð stendur yfir. Þrepaskipt meðferð samræmist betur raunverulegum gangi sumra geðraskana, heldur en bráðameðferð sem á að leysa allan vanda sjúklings fyrir fullt og allt. Klínískar leiðbeiningar fjalla um þrepaskipta meðferð en það er sjaldgæft að reynslugögn um þrepaskipta meðferð búi að baki leiðbeiningunum. Í greininni eru tekin dæmi af áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum og unglingum og ólíkum tilraunasniðum lýst. Sérstaklega verður fjallað um fjölþrepaslembivalsrannsókn (sequential multiple assignment randomized trials) eða SMART sem er afar gagnleg leið til þess að þróa og meta árangur meðferðaráætlunar fyrir þrepaskipta meðferð. Gagnlegum dæmum um óvissuatriði í klínískum leiðbeiningum verður lýst og fjallað um hvernig SMART tilraunasnið geti dregið úr slíkri óvissu. Einnig verður fjallað um atriði er varða afköst (power) í SMART tilraunasniði.The status of evidence-based treatments for children with psychiatric disorders has improved significantly over the last 30-40 years. However, there is still a great need for evidence-based sequential treatments for patients with more chronic psychiatric disorders. In this paper, I discuss the necessity of sequential individualized treatments in order to obtain better treatment outcomes and increased quality of life over time for people with chronic psychiatric disorders. Sequential treatment is a form of treatment plan which is individualized and is based on patient characteristics at baseline and intermediate treatment outcomes. Sequential treatments may more accurately meet the needs of of more chronic psychatric disorders, compared to acute treatments that are supposed to cure the patient once and for all. Clinical guidelines discuss the need of sequential treatments but they are rarely evidence-based. The paper provides examples on how sequential treatments are needed for children and adolescents with obsessive-compulsive disorder. I present examples of appropriate research designs to evaluate sequential treatments for this group. Sequential multiple assignment randomized trials (SMART) will be discussed specifically. SMART is a very practical research design to develop and evaluate sequential treatments. I will describe specific examples of non-evidence-based sequential treatments recommended in clinical guidelines and present how a SMART design may be used to evaluate different treatment sequences. I will also discuss power issues when using the SMART design

    Sudden Gains in Psychotherapy

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnMeð skyndiframförum (e. sudden gains) í sálrænni meðferð er átt við skyndilega og mikla lækkun á geðrænum einkennum skjólstæðings frá einum meðferðartíma til annars. Þessar skjótu framfarir fela oft í sér meira en helming þess heildarbata (t.d. lækkun einkenna á sjálfsmatskvarða) sem verður í meðferðinni. Einstaklingar sem sýna slíkar framfarir ná oft meiri árangri í meðferðinni en þeir sem sýna framfarir hægt og sígandi. Rannsóknir á skyndiframförum gætu því varpað ljósi á það hvernig sálræn meðferð leiðir helst til árangurs. Í þessari grein er veitt yfirlit um rannsóknir á skyndiframförum og rætt um þá aðferðafræðilegu annmarka sem hafa hrjáð þær. Gerður verður samanburður á skyndiframförum og öðrum algengum mynstrum í meðferð; snemmbúinni svörun (e. rapid early response) og þunglyndistoppum (e. depression spikes). Í lok greinar eru settar fram vangaveltur um hvaða lærdóma megi draga af þessum rannsóknum og hvernig best væri að rannsaka skyndiframfarirSudden gains in psychotherapy are characterized by large improvements between adjacent treatment sessions. Some studies have found that sudden gains account for the majority of participants´ total symptom improvements and that they predict better treatment outcomes. Research on sudden gains could provide important insights into the mechanisms of change in psychotherapy with implications for enhancing treatment effectiveness. However, research findings have been inconclusive as to why and how sudden gains occur. In this paper, we review research on sudden gains, discuss methodological shortcomings that have impeded sudden gains research and compare sudden gains to other common change patterns; rapid early response and depression spikes. In conclusion, we offer suggestions for future research on sudden gains

    The effect of antidepressants and sedatives on the efficacy of transdiagnostic cognitive behavioral therapy in groups in primary care.

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnRannsóknir á hugrænni atferlismeðferð (HAM) og þunglyndislyfjum sýna marktækan árangur í meðferð kvíða og þunglyndis. Samþætting þessara meðferða hefur í sumum tilvikum sýnt fram á árangur umfram einþátta meðferð. Hins vegar virðast benzódíazepín-lyf geta haft neikvæð áhrif á árangur af HAM-einstaklingsmeðferð. Í rannsókn á HAM á námskeiðsformi í heilsugæslu var árangur metinn með tilliti til notkunar á þunglyndislyfjum (SSRI/SNRI) annars vegar og benzódíazepínum og z-svefnlyfjum hins vegar. Efniviður og aðferðir: Árangur af meðferðinni var mældur með Becks-þunglyndis- (BDI-II) og kvíðakvörðum (BAI). Notast var við “last observation carried forward”- aðferð (LOCF) þar sem fyrsta og síðasta mæling voru bornar saman óháð því hvenær síðasta mælingin var gerð. Breyting var mæld á meðaltalsskori milli einstaklinga á lyfjum úr tilteknum lyfja-flokkum og borin saman við skor þeirra sem ekki voru á slíkum lyfjum. Niðurstöður: Á því þriggja ára tímabili sem gögnunum var safnað tóku 557 einstaklingar þátt í 5 vikna HAM-námskeiðum í heilsugæslunni. Af þeim skiluðu 355 einstaklingar BDI-II kvarða og 350 einstaklingar BAI-kvarða tvisvar eða oftar. Meðaltalsskor beggja lyfjahópanna lækkaði marktækt á báðum kvörðum. Lækkun á meðaltalsskori þeirra sem tóku SSRI/SNRI-þunglyndislyf og fengu HAM var marktækt meiri en hinna sem einungis sóttu HAM-námskeiðin. Einnig náðist marktækt meiri árangur hjá þeim sem voru á slíkum þunglyndislyfjum en hjá hinum sem einnig voru á benzólyfjum og/eða z-svefnlyfi. Í öðrum tilvikum var ekki marktækur munur á árangri milli hópa. Ályktun: HAM á námskeiðsformi í heilsugæslunni dregur marktækt úr einkennum kvíða og depurðar, óháð notkun þunglyndis- og benzólyfja og/eða z-svefnlyfja. Slík lyfjanotkun er því ekki frábending fyrir HAM-hópmeðferð. Við meðferð þunglyndis gefur samþætt þunglyndislyfjameðferð þó aukinn árangur en sá árangur er minni hjá þeim sem einnig taka benzó- og/eða z-svefnlyf.---------------------------------------------------------------------------------Cognitive behavioral therapy (CBT) and SSRI/SNRI antidepressants have proven to be effective treatments for anxiety and depression. The gain from combined CBT and antidepressant therapy has in some studies been greater than from monotherapy. Benzodiazepines may interfere with the efficacy of individual CBT-treatment. We examined the effects of SSRI/SNRI antidepressants and the effects of benzodiazepines/z-drugs on the efficacy of group CBT (gCBT) in primary care. Material and methods: Primary outcome measures were the Beck's Depression Inventory II (BDI-II) and the Beck's Anxiety Inventory (BAI) scores before treatment and after the last session. The last observed score was carried forward and compared to the initial score for each individual, irrespective of the timing of the last score (LOCF). Mean change of scores was compared between groups of individuals on or not on SSRI/SNRI antidepressants and/or benzodiazepines/z-drugs. Results: Over three years 557 subjects participated in a 5 week-long gCBT. Of these 355 returned BDI-II and 350 returned BAI at least twice. The mean score on SSRI/SNRI or benzo/z-drugs fell significantly both for those on combined treatment (medication and gCBT) and those who only received gCBT. Combined treatment with SSRI/SNRI and gCBT led to a greater fall in depressive symptoms compared to gCBT monotherapy. The efficacy of such combined treatment was less for those who also were prescribed benzodiazepines and/or z-drugs. Conclusions: Group CBT significantly improved symptoms of anxiety and depression in primary care. The improvement was not reduced by concomitant use of SSRI/SNRI antidepressants nor of benzodiazepines/z-hypnotics. The use of such medication is therefore not contraindicated for gCBT participants, at least not short term. Adding SSRIs or SNRIs to gCBT led to greater efficacy in reducing depressive symptom though the efficacy of such combined treatment was less for those who were also prescribed benzodiazepines and/or z-hypnotics

    Management of patients with STEMI transported with air-ambulance to Landspitali University Hospital in Reykjavík

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)INTRODUCTION: A good outcome of patients presenting with STEMI (ST-Segment Elevation Myocardial Infarction) depends on early restoration of coronary blood flow. Pre-hospital fibrinolysis is recommended if primary percutaneous coronary intervention (PPCI) cannot be performed within 90 minutes of first medical contact (FMC). The purpose of this study was to study transport times for patients with STEMI who were transported with air-ambulance from the northern rural areas of Iceland to Landspitali University Hospital in Reykjavík, and to assess if the medical management was in accordance with clinical guidelines. MATERIALS AND METHODS: Retrospective chart review identified 33 patients with STEMI who were transported with air-ambulance to Landspitali University Hospital in Reykjavík during the years 2007 and 2008. RESULTS: The total time from first medical contact to arrival at Landspitali University Hospital emergency room was 3 hours and 7 minutes (median). All patients received aspirin and 26 (78.8%) received clopidogrel and enoxaparin. 16 patients (48.5%) received thrombolytic therapy in median 33 minutes after FMC and 15 patients had PPCI performed in median 4 hours and 15 minutes after FMC. Estimated PCI related delay was 3 hours and 42 minutes (median). One patient died and one was resuscitated within 30 hospital days. Mean hospital stay was 6.0 days. CONCLUSIONS: First medical contact to balloon time of less than 90 minutes is impossible for patients with STEMI transported from the northern rural areas to Landspitali University Hospital in Reykjavík. Medical therapy was in many cases suboptimal and PCI related delay too long.Inngangur:Horfur sjúklinga með brátt ST-hækkunar hjartadrep ráðast af því hversu lengi kransæð er lokuð. Ef kransæðavíkkun verður ekki viðkomið innan 90 mínútna frá komu til læknis er réttast að veita meðferð með segaleysandi lyfi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hversu langan tíma það tók að flytja sjúklinga með STEMI af Norður- og Austurlandi á Landspítala og hvort læknismeðferð var í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aftursýn og nær til 33 sjúklinga með STEMI frá Norður- og Austurlandi á árunum 2007 og 2008. Niðurstöður:Heildarflutningstími, frá fyrstu samskiptum við lækni í héraði inn á bráðamóttöku Landspítala, var að miðgildi 3 klukkustundir og 7 mínútur. Allir sjúklingar fengu magnýl og 26 sjúklingar (78,8%) fengu clopidogrel og enoxaparin. 16 sjúklingar (48,5%) fengu segaleysandi lyf að miðgildi 33 mínútum eftir fyrstu samskipti við lækni og 15 sjúklingar (45,5%) gengust undir bráða kransæðavíkkun (PPCI) að miðgildi 4 klukkustundum og 15 mínútum eftir fyrstu samskipti við lækni. Áætluð töf í kransæðavíkkun umfram gjöf segaleysandi lyfja var 3 klukkustundir og 42 mínútur. Einn sjúklingur lést og annar var endurlífgaður innan 30 daga eftir hjartadrep. Meðallegutími á Landspítala var 6,0 dagar. Ályktun: Ekki er mögulegt að flytja sjúklinga með ST-hækkunar hjartadrep innan 90 mínútna, frá fyrstu samskiptum við lækni frá Norður- og Austurlandi og þar til æð hefur verið víkkuð á Landspítala í Reykjavík. Lyfjameðferð var í mörgum tilfellum ófullnægjandi og töf í kransæðavíkkun umfram gjöf segaleysandi lyfja of löng

    Key issues concerning long-term management of transplant recipients

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenDuring the past 40 years, solid-organ transplantation has evolved into a routine clinical procedure for the management of end-stage heart, kidney, liver and lung disease as well as diabetes mellitus. This has mainly been accomplished through advances in understanding the molecular mechanisms involved in the rejection of allografts which has led to major improvements in immunosuppressive therapy. The discovery of the immunosuppressive drug cyclosporine which came into clinical use in the early eighties, revolutionized the field of transplantation. The short-term survival of allografts is now excellent but relentless loss of grafts over time due to chronic rejection remains a major problem. A number of complications can affect transplant recipients, most of which result from intensive immunosuppressive treatment. Among those are life-threatening infections and malignancies. The key issues concerning long-term management of transplant recipients are discussed.Á síðustu 40 árum hafa orðið miklar framfarir á sviði líffæraflutninga sem nú eru viðurkennd meðferð við lokastigssjúkdómi í hjarta, lifur, lungum og nýrum og við sykursýki. Stóraukinn skilningur á ónæmissvörun við ósamgena græðlingum hefur leitt til fjölbreyttari möguleika í ónæmisbælandi lyfjameðferð. Mestum straumhvörfum olli þó uppgötvun ónæmisbælandi lyfsins cýklósporíns sem farið var að nota við meðferð sjúklinga í upphafi níunda áratugarins. Skammtíma lifun ígræddra líffæra er nú mjög góð en hægfara tap græðlinga af völdum langvinnrar höfnunar er eitt stærsta vandamálið í dag. Margvíslegir fylgikvillar geta hrjáð líffæraþega og tengjast þeir flestir ónæmisbælandi lyfjameðferð. Meðal þeirra eru lífshættulegar sýkingar og krabbamein. Fjallað er um helstu atriði sem lúta að langtímameðferð líffæraþega

    Treatment of hepatitis C with peginterferon and ribavirin in Iceland from 2002-2012

    Get PDF
    Inngangur: Lifrarbólga C er ein algengasta orsök langvinns lifrarsjúkdóms og skorpulifrar á Vesturlöndum. Lyfjameðferð beinist að því að uppræta veiruna og sjúklingar teljast læknaðir ef RNA veirunnar er ekki mælanlegt í sermi 12-24 vikum eftir að meðferð lýkur. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur lyfjameðferðar við lifrarbólgu C á Íslandi á árunum 2002-2012. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og náði til allra sjúklinga með lifrarbólgu C sem voru meðhöndlaðir með peg-interferóni og ríbavíríni á tímabilinu 2002 til 2012 á Landspítala og höfðu ekki fengið meðferð áður. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og frá apóteki Landspítala. Niðurstöður: Sjúklingar voru alls 207, 136 karlar (66%) og 71 kona (34%). Meðalaldur við upphaf meðferðar var 38 ár (bil 17-66). 71 sjúklingur (34%) hafði veiru af arfgerð 1, 135 (65%) höfðu arfgerð 3 og einn arfgerð 2. Hjá 147 sjúklingum (71%) sem hófu meðferð náðist að uppræta veiruna. Sjúklingar með veiru af arfgerð 3 læknuðust í 77,8% tilvika og sjúklingar með arfgerð 1 í 57,7% tilvika. Sjúklingar eldri en 45 ára læknuðust í 53% tilvika en yngri sjúklingar læknuðust í 78% tilvika. Níu sjúklingar (4%) voru með skorpulifur og þriðjungur þeirra losnaði við veiruna. Alls lauk 161 sjúklingur meðferð samkvæmt áætlun, af henni hlaust lækning hjá 87,5% sjúklinga með arfgerð 3 og 77,1% sjúklinga með arfgerð 1. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna nokkru betri árangur meðferðar á Íslandi miðað við erlendar rannsóknir. Góður árangur gæti að hluta skýrst af lágum aldri sjúklinga, hlutfallslega Background/Aims: Hepatitis C is a major cause of chronic liver disease and cirrhosis in Western countries. Its treatment aims at eradicating the virus and patients are considered cured if the virus is undetectable by PCR in blood 12-24 weeks after end of treatment (sustained virological response, SVR). The aim of this study is to investigate the results of treating hepatitis C in Iceland during the period 2002-2012. Materials and methods: Retrospective study including all patients with hepatitis C receiving treatment with peginterferone and ribavirin at Landspitali University hospital during the period 2002-2012. Patients who had been treated previously were excluded. Information was obtained from medical records and the hospital pharmacy. Results: A total of 207 patients were included, 136 (66%) males and 71 (34%) females. Mean age was 38 years (range 17-66). Genotyping revealed that 71 (34%) patients had genotype 1, 135 (65%) genotype 3 and one genotype 2. A total of 147 (71%) patients achieved SVR. The rate of SVR was 77.8% for genotype 3 and 57.7% for genotype 1. 9 patients (4%) had cirrhosis and 3 of them had SVR. Of 161 patients who finished treatment per protocol, 87.5% and 77.1% with genotypes 3 and 1 respectively had SVR. Conclusions: The study demonstrates higher rates of SVR in clinical practice in Iceland compared to controlled clinical trials. The improved effectiveness may be explained by younger patient population, low rate of cirrhosis and close follow-up of patients.fáum með skorpulifur og þéttu utanumhaldi við greiningu og meðferð sjúkdómsins

    Gildi hugrænnar at­ferlis­meðferðar við meðferð kvíða- og lyndisraskanna á heilsugæslustsöðvum

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Geðraskanir eru algengar á Íslandi sem og í öðrum löndum hins vestræna heims. Ætla má að allt að 20% Íslendinga eigi við einhvers konar geðraskanir að stríða á hverju ári (1; 2) Líkt og annars staðar eru algengustu geðraskanir á Íslandi vímuefnaraskanir, kvíðaraskanir og lyndisraskanir, en þunglyndi tilheyrir þeim flokki geðraskana. Mikilvægt er að veita þeim sem kljást við geðraskanir meðferð því ef ekkert er að gert geta lyndis– og kvíðaraskanir haft alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem þjáist, lífsgæði skerðast og geta til að takast á við hið daglega líf sem og sjúkdóma minkar til muna (3). E kki þarf að fjölyrða um hvað miklum sársauka geðraskanir, þá sérstaklega lyndis og kvíðaraskanir, geta valdið þeim sem eiga við þær að etja. Þessar raskanir eru einnig mikil byrði á samfélaginu. Spáð er að árið 2020 verði þunglyndi næst mesta heilsuvá í heimi (4). V eikindafrí vegna þunglyndis, kvíða og streitu kosta breskt þjóðfélag 4 miljarða punda á ári (520 miljarða íslenskra króna), en heildarkostnaður vegna geðraskana í B retlandi er 17 miljarðar punda (2210 miljarðar ísl. króna) (5). Sambærilegar tölur hafa ekki fengist uppgefnar hér á Íslandi en gera má ráð fyrir að kostnaður hérlendis vegna geðraskana sé jafn mikill. Aukning á geðlyfjakostnaði getur gefið einhverja hugmynd um stöðu mála á Íslandi, en aukning hefur verið töluverð. Sala þunglyndislyfja hefur aukist úr 8 dagskömmtum á hverja 1000 íbúa árið 1975 í 95 dagskammta á hverja 1000 íbúa árið 2005 (6). Söluverðmæti allra geðlyfja var 638 milljónir 1989 en 4245 milljónir árið 2005 (7)

    Cognitive Behavioural Therapy for Low Self-Esteem: effectiveness of a nine-week group therapy

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink at the top of the page marked FilesSjálfsmat er mikilvægur þáttur góðrar geðheilsu. Lágt sjálfsmat getur verið alvarlegur vandi sem hefur oft víðtæk áhrif. Lágt sjálfsmat getur verið hluti af geðröskunum, afleiðing þeirra eða áhættuþáttur fyrir þróun þeirra. Sálfræðingurinn Melanie Fennell setti fram hugrænt líkan um lágt sjálfsmat árið 1997 og hafa meðferðir við lágu sjálfsmati verið þróaðar út frá líkani hennar. Rannsóknir hafa sýnt að þær meðferðir hafa reynst árangursríkar. Markmið þessarar rannsóknar var að meta árangur af níu vikna hópmeðferð við lágu sjálfsmati þar sem notast var við íslenskan meðferðarvísi sem byggður er á líkani Fennell. Í upphafi meðferðar voru fjórir sjálfsmatskvarðar lagðir fyrir 244 þátttakendur. Þátttakendur sem luku meðferð voru 146 og fylltu þeir út þrjá sjálfsmatskvarða við lok hennar. Niðurstöður bentu til þess að meðferðin bæti sjálfsmat og lífsgæði auk þess að minnka einkenni þunglyndis, kvíða og streitu. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda þannig til þess að níu vikna hópmeðferð við lágu sjálfsmati sem byggir á íslenskum meðferðarvísi beri árangur. Niðurstöðurnar lofa góðu en ljóst er að frekari rannsókna er þörf til að svara spurningum um gagnsemi meðferðarinnar sem er víða notuð af sálfræðingum hérlendis. -Self-esteem is an important part of good mental health. Low self-esteem can be a disabling problem for those who suffer. Low self-esteem can be a part of mental disorders, consequences of them or a risk factor for their development. In 1997 Melanie Fennell, a clinical psychologist, proposed a cognitive model of low self-esteem and based on her model cognitive behavioural treatments have been developed. Studies have shown that these treatments are effective. The aim of this study was to evaluate the effectiveness of a nine-week group therapy for low self-esteem using an Icelandic treatment manual that is based on Fennell’s cognitive model. Prior to treatment, four self-report measurements were administered to 244 participants and of them 146 completed treatment and filled out three self-report measurements post treatment. Results indicated that self-esteem and quality of life increased post treatment. In addition, symptoms of depression, anxiety and stress decreased after treatment. The results indicate that the nine-week group therapy for low self-esteem based on the Icelandic treatment manual is effective. The results are encouraging but further research is needed to answer questions about the utility of the treatment manual that is widely used by psychologists in Iceland

    Migraine-diagnosis and treatment in family practice

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: The main objective of this study was to evaluate the diagnosis and treatment of patients with migraine at the Solvangur Health Care Center in Hafnarfjordur. MATERIAL AND METHODS: Information about all those who had been diagnosed with migraine (ICD-9 346.0-346.9 and ICD-10 G43.0-G43.9) during the period from 1990 to 2000 at the Solvangur Health Care Center was gathered rectrospectively. The data was collected from November 2004 to may 2005. RESULTS: A total of 490 individuals had been diagnosed with migraine during the study period. The prevalence being just above 2%. Almost one fourth of the patients had symptoms for decades before the diagnosis was made. At diagnosis 15% had 2-4 attacks per month and approximately 8% had five or more attacks per month. One fifth of the patients had migraine with aura. 25% of the patients had been diagnosed with depression and 20% had some form of anxiety. One third of the patients had been investigated with CT of the brain, and nearly 90% received drug prescription for their migraine. CONCLUSIONS: We conclude that only part of patients with migraine are being diagnosed and treated by their family physicians. Large proportions of these patients are being investigated by CT which is rarely needed to make the diagnosis. Most of the patients are being treated with drugs and half of the patients are receiving treatment with triptans. With more decisive diagnosis we could be able to reduce use of computerized tomography and in that way reduce cost.Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða greiningu og meðferð sjúklinga með mígreni meðal skjólstæðinga Heilsugæslunnar Sólvangi í Hafnarfirði. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum um alla þá sem höfðu sjúkdómsgreininguna mígreni (ICD-9 346.0-346.9 og ICD-10 G43.0-G43.9) árin 1990-2000 á Heilsugæslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði var safnað saman afturvirkt. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu nóvember 2004 til maí 2005. Niðurstöður: Alls greindust 490 einstaklingar með lögheimili á upptökusvæði stöðvarinnar, með mígreni á tímabilinu 1990-2000, algengið var rúmlega 2%. Tæplega fjórðungur sjúklinganna höfðu haft einkenni í meira en 10 ár áður en sjúkdómurinn var greindur. Við greiningu reyndust um 15% vera með 2-4 köst á mánuði og um 8% með fimm eða fleiri höfuðverkjaköst á mánuði. Fimmtungur sjúklinga var með fyrirboða (aura). Um fjórðungur sjúklinga höfðu einnig þunglyndisgreiningu og fimmti hver sjúklingur var með kvíðagreiningu. Þriðjungur sjúklinganna hafði farið í tölvusneiðmynd af höfði og tæplega 90% sjúklinganna fengu útskrifuð lyf hjá lækni við mígreni. Ályktun: Líklegt má telja að aðeins hluti sjúklinga með mígreni fái meðferð hjá heimilislæknum vegna síns sjúkdóms. Stór hluti hópsins fer í tölvusneiðmynd af höfði sem ekki er nauðsynleg til greiningar. Langflestir þessara sjúklinga fá lyfjameðferð, þar af hefur helmingur þeirra verið meðhöndlaður með triptan-lyfjum. Með markvissari greiningu mígrenis gæti verið unnt að fækka tölvusneiðmyndum og á þann hátt draga úr kostnaði

    The use of anti-viral agents in pandemic influenza, Icelandic guidelines

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntensive work on preparedness planning for the next pandemic influenza is currently ongoing in Iceland as well as in other countries. Anti-viral agents will play a significant role in minimizing the potential devastating effects of pandemic influenza. In this overview the antivirals likely to be used in the next pandemic influenza are discussed and official national guidelines provided regarding their use. In order to maximize the utilization of the national stockpiles of antiviral agents the authors hope that icelandic physicians will follow the guidelines presented.Vinna við gerð viðbragðsáætlana vegna heimsfaraldurs inflúensu stendur nú sem hæst hér á landi sem í öðrum löndum. Lyfjameðferð gegn inflúensu mun gegna mikilvægu hlutverki í þessum áætlunum og hefur það markmið að draga úr alvarlegum afleiðingum heimsfaraldurs og hefta útbreiðslu hans. Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um þau veirulyf sem líkleg eru til að skila árangri við meðferð á alvarlegri inflúensu og leiðbeiningar gefnar um notkun þeirra. Mikilvægt er að sátt verði um leiðbeiningar um notkun veirulyfjanna svo hægt verði að tryggja bestu nýtingu þeirra birgða sem til verða í landin
    corecore