214 research outputs found

    Prevalence of psychotropic drug use among elderly Icelanders living at home

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: To evaluate the prevalence of psychotropic drug use among home-dwelling elderly Icelanders in the year 2006. MATERIALS AND METHODS: A population-based drug utilization study using the Icelandic Medicines Registry. The study group consisted of Icelanders, seventy years and older living at home (8% of total population). Prevalence of antidepressant, neuroleptic, anxiolytic and hypnotic use (ATC-groups N06A, N05A, N05B, N05C) was defined as the dispension per 100 individuals of one or more prescriptions for these drugs within the year 2006. For cross-national comparison we used data for 70-74 year olds in the Danish Registry of Medicinal Product Statistics. RESULTS: One third of all dispensed prescriptions in Iceland in 2006 were for people aged 70 years and older, and one fourth were for psychotropics. Elderly women were more likely than men to use psychotropics (RR=1.40 95% CI: 1.37-1.43). The prevalence of psychotropic use was 65.5% for women and 46.8% for men. Anxiolytics and hypnotics (N05B or N05C) were the most frequently used psychotropics, with a prevalence of 58.5% for women and 40.3% for men. Antidepressants were used by 28.8 % of women and 18.4 % of men. Neuroleptics were used by 5%. By comparing 70-74 years old Icelanders and Danes, the Icelanders were 1.5 to 2.5 times more likely to receive any psychotropics drug in 2006. CONCLUSION: Use of psychotropics, especially anxiolytics and hypnotics, is common among elderly Icelanders. Comparing information for 70 to 74 year olds with Danes of same age, the prescribing of psychotropics is more frequent in Iceland.Markmið: Að meta algengi geðlyfjanotkunar aldraðra sem bjuggu utan stofnana árið 2006. Efniviður og aðferðir: Lýsandi áhorfsrannsókn sem byggði á gögnum úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins. Þýðið var Íslendingar 70 ára og eldri sem bjuggu utan stofnana (8,6% af heildarmannfjölda). Algengi þunglyndis-, geðrofs-, kvíðastillandi- og svefnlyfjanotkunar (ATC-flokkar N06A, N05A, N05B, N05C) var skilgreint sem fjöldi einstaklinga á hverja 100 íbúa sem leysti út eina eða fleiri lyfjaávísun á tiltekin lyf árið 2006. Niðurstöður voru bornar saman við upplýsingar úr lyfjagagnagrunni um geðlyfjanotkun Dana á aldrinum 70 til 74 ára. Niðurstöður: Einstaklingar 70 ára og eldri leystu út þriðjung allra lyfjaávísana á Íslandi árið 2006, þar af var fjórðungur á geðlyf. Eldri konur voru líklegri en karlar til að nota geðlyf (RR=1,40 95% CI: 1,37-1,43). Algengi geðlyfjanotkunar í þýðinu var 65,5% fyrir konur og 46,8% fyrir karla. Algengust var notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja (N05B eða N05C), 58,5% meðal kvenna og 40,3% meðal karla. Algengi þunglyndislyfjanotkunar var 28,8% meðal kvenna og 18,4% meðal karla. Um 5% þýðisins notaði geðrofslyf. Algengi geðlyfjanotkunar meðal 70-74 ára var 1,5 til 2,5 falt hærra á Íslandi en Danmörku. Ályktun: Geðlyfjanotkun eldri Íslendinga er almenn, einkum í flokkum kvíðastillandi- og svefnlyfja. Samanborið við upplýsingar úr dönskum lyfjagagnagrunni fyrir aldurshópinn 70-74 ára er ávísun á geðlyf algengari á Íslandi

    Lyf og aldraðir

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Í þessari grein er ætlunin að fara yfir nokkur atriði sem varða lyfjameðferð aldraðra og jafnframt að líta á dæmi um rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfjanotkun eldri Íslendinga. Engin leið er að gera svona viðamiklu efni tæmandi skil í stuttri grein, enda eitt af stóru málunum í allri meðferð aldraðra og haldnar um þetta efni heilu ráðstefnurnar. Hér verður því aðeins stiklað á stóru en farið yfir nokkur atriði sem máli skipta. Öldruðum hefur fjölgað í heiminum síðustu áratugi og hlutfallsleg fjölgun er mest meðal háaldraðra. Sjúkdómar sem þurfa lyfjameðferðar við verða algengari með aldrinum. Í okkar heimshluta er víða meira en helmingi lyfja ávísað til einstaklinga eldri en 65 ára (1). Ný lyf og ábendingar fyrir lyfjameðferð koma stöðugt fram og algengara er að fleiri en eitt lyf séu notuð samhliða við sömu ábendingu. Þetta hefur leitt til þess, meðal annars á Norðurlöndunum, að lyfjanotkun aldraðra hefur aukist jafnt og þétt. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð er meira en fjórðungi lyfja ávísað til einstaklinga 75 ára og eldri sem eru 9% af heildaríbúafjölda (2). Samanburðarrannsókn í Gautaborg á hópum 70 og 80 ára einstaklinga á 30 ára tímabili sýndi að í lok tímabilsins notaði stærra hlutfall 70 og 80 ára lyf og færri voru lyfjalausir árið 2000 en við upphaf rannsóknar árið 1970 (3). Mörg lyf samtímis, margir samhliða sjúkdómar og líffræðilegar breytingar tengdar öldrun gera stjórnun lyfjameðferðar hjá öldruðum vandasama. Þessir þættir meðal annarra auka líkur á aukaverkunum og milliverkunum lyfja sem oft getur verið vandasamt að koma auga á samhliða öðrum veikindum . Aldraðir eru viðkvæmir fyrir aukaverkunum lyfja, svo sem slævandi áhrifum, truflunum á vitrænni getu, utanstrýtueinkennum (parkinsonlíkar hreyfitruflanir) og byltum. Lyfjameðferð aldraðra krefst því reglulegs eftirlits og endurskoðunar ef vel á að vera

    Study of medications use of elderly admitted to acute care hospital

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The prevalence of diseases increases with age and so does use of medications. Thus illness related to medications use does also become more prevalent. This study aims at evaluating medications of elderly people admitted to an acute care hospital, and demonstrate adverse reactions and quality indicators. Material and methods: This is a study of patients 75 years of age and older admitted acutely to internalmedicine at the Reykjavik Hospital over a three month period in the spring of 1995. All medications and diagnoses were registered and the medical records reviewed. The contribution of adverse medication effects to the admission was assessed. Quality of treatment was evaluated according to evidence based medicine for the diagnoses chosen. The study included 208 individuals, 133 women and 75 men with the mean age of 82.4 years. Results: Mean length of stay for women was 19.9 days and men 15.2 days. Number of drugs on admission and discharge ranged from 0 to 18. The mean number of drugs were for women 5.8 and 6.9 and men 6.6 and 7.7 on admission and discharge, respectively. In 16 cases or 7.7% it was judged that there was a high likelihood of the admission being due to an adverse effect. Potential drug interactions according to a computer software package were not judged to be of clinical importance in any case. Conclusions: Treatment for coronary heart disease, heart failure, osteoporosis, insomnia and long term prednisolon treatment is not completely optimal according to evidence based medicine. The results of this study indicate that treatment could be improved for example with use of clinical guidelines.Tilgangur: Með hækkandi aldri vex algengi sjúkdóma og jafnframt lyfjanotkun. Veikindi sem tengjast lyfjanotkun verða því tíðari meðal aldraðra. Rannsóknin lýsir lyfjanotkun aldraðra á bráðasjúkrahúsi, aukaverkunum og gæðavísum. Efniviður og aðferðir: Þessi rannsókn tekur til allra aldraðra, 75 ára og eldri, sem lögðust inn brátt á lyflækningadeildir Borgarspítalans á þriggja mánaða tímabili vorið 1995. Öll lyf og allar sjúkdómsgreiningar voru skráð og sjúkraskrár yfirfarnar. Lagt var mat á það hvort lyfjanotkun ætti þátt í innlögn. Gæði lyfjameðferðar voru metin meðal annars með tilliti til fyrri og núverandi sjúkdómsgreininga. Niðurstöður: Könnunin náði til 208 einstaklinga, 133 kvenna og 75 karla á aldrinum 75 til 98 ára, meðalaldur 82,4 ár. Meðallegudagar kvennanna voru 19,9 dagar og karlanna 15,2 dagar. Skráður fjöldi lyfja við innskrift var á bilinu 0 til 18 lyf og við útskrift mest 18. Meðalfjöldi lyfja hjá konum við innskrift var 5,8 lyf og við útskrift 6,9. Karlar höfðu 6,6 lyf við innskrift að meðaltali og 7,7 við útskrift. Í 16 tilvikum eða 7,7% voru taldar miklar líkur á að sjúklingur hefði lagst inn vegna aukaverkana lyfja. Engin vísbending um milliverkun samkvæmt tölvuútskrift reyndist hafa klíníska þýðingu að mati höfunda. Ályktanir: Aldraðir sem leggjast inn á bráðasjúkrahús eru á fjölda lyfja og eiga aukaverkanir lyfja nokkurn þátt í innlögnum. Hvað varðar meðferð á kransæðasjúkdómi, hjartabilun, beinþynningu, svefntruflunum og langtímameðferð með sykursterum kom fram að all nokkuð vantar upp á að bestu meðferð, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, sé beitt. Niðurstöður rannsóknarinnar, ásamt þeim grófu gæðavísum sem beitt var, benda til að gera megi betur til dæmis með klínískum leiðbeiningum

    Use of methylphenidate among children in Iceland 1989-2006

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSTUDY OBJECTIVE: To determine the prevalence of methylphenidate use among children in Iceland and show utilization trends from 1989 to 2006. Patterns of use were analyzed by sex, age and region of habitation, short-acting vs. long-acting formulations and presciber's specialty. MATERIALS AND METHODS: A descriptive observational study. Data was retrieved from the nationwide Register on Prescribed Drugs in Iceland and the Icelandic Directorate of Health surveillance system on prescribed methylphenidate. The study population encompassed the total pediatric population (0-18 year-olds) in Iceland during the study period. Total, sex-, age, and region-specific yearly prevalence rates were computed. Specific prevalence rates of short-acting and long-acting methylphenidate use were compared. Prescribed volume and number of prescriptions were analyzed in relation to specialty of prescriber. Prevalence ( per thousand) was defined as the number of children per 1,000 children in the population who received at least one methylphenidate prescription in the given year. RESULTS: The total prevalence of methylphenidate use among children (0-18) in Iceland was 0.2 per thousand in 1989 and 25.1 per thousand in 2006. Overall use was three times more common among boys than girls. Prevalence was highest at age 10, 77.4 per thousand among boys and 24.3 per thousand among girls. A variance in use between regions was detected. Prevalence of short-acting methylphenidate use decreased from 2003 (18.7 per thousand) to 2006 (6.8 per thousand), while prevalence of long-acting medication increased from 14.4 per thousand to 24.6 per thousand. In 2006 pediatricians were the most common prescribers of methylphenidate to children in Iceland, accounting for 41% of prescriptions. CONCLUSION: Use of methylphenidate among children in Iceland increased considerably from 1989 to 2004, when a plateau seems to have been reached. In accordance with the trend in many Western countries, a rise in use of long-acting drugs was detected concurrently with a steep decrease in use of short-acting drugs. Compared to utilization rates in Europe, prevalence of methylphenidate use among children in Iceland is high.Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að greina algengi og þróun metýlfenídatnotkunar meðal barna á Íslandi frá árinu 1989 til 2006. Mynstur notkunar var greint eftir kyni, aldri og búsetu sjúklings, verkunartíma lyfs og sérgrein læknis sem ávísaði lyfinu. Efniviður og aðferðir: Lýsandi áhorfsrannsókn sem byggir á gögnum úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins, tölfræðigrunni Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og gögnum Landlæknisembættisins um lyf undir sérstöku eftirliti. Þýði rannsóknar voru íslensk börn á aldrinum 0-18 ára á rannsóknartímabili. Gögn um lyfjanotkun voru greind með tilliti til kyns, aldurs og búsetu sjúklings, verkunartíma lyfs (stuttverkandi, langverkandi áhrif) og sérgrein læknis. Algengi metýlfenídatnotkunar (%0) var skilgreint sem fjöldi einstaklinga á hverja 1000 íbúa sem innleysti eina eða fleiri lyfjaávísun á metýlfenídat ár hvert. Niðurstöður: Algengi metýlfenídatnotkunar meðal barna (0-18 ára) á Íslandi hækkaði úr 0,2%0 árið 1989 í 25,1 %0 árið 2006. Notkun var að jafnaði þrisvar sinnum algengari meðal drengja en stúlkna. Algengið var árið 2006 hæst við 10 ára aldur (drengir 77,4 %0, stúlkur 24,3%0). Meðalársalgengi metýlfenídatnotkunar 2004 til 2006 var hæst meðal drengja á Suðurnesjum (44,80%0) og stúlkna á Norðurlandi vestra (17,06%0) en lægst á Vestfjörðum (drengir 23,44%0, stúlkur 8,06%0). Notkun stuttverkandi metýlfenídats minnkaði frá árinu 2003 (18,7%0) til ársins 2006 (6,8%0) en notkun langverkandi metýlfenídats jókst úr 14,4%0 í 24,6%0. Barnalæknar ávísuðu oftast lækna metýlfenídatlyfjum, 41% af heildarfjölda ávísana árið 2006. Ályktanir: Notkun metýlfenídats meðal íslenskra barna jókst töluvert frá upphafi rannsóknartímabils fram til ársins 2004 þegar ákveðnu jafnvægi virðist hafa verið náð. Líkt og víða hefur notkun langverkandi lyfja aukist á kostnað stuttverkandi lyfjaforms. Samanborið við önnur Evrópulönd er notkun metýlfenídats á Íslandi mikil

    Extremely low birthweight infants in Iceland 1991-95. Risk factors for perinatal and neonatal death

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Survival of extremely low birthweight infants with birthweight <1000 g (ELBW) has increased in recent years, parallel to decline in perinatal mortality rate. This study was part of a geographically defined national study on survival, health, development and longterm outcome of ELBW infants in Iceland 1991-95 focusing on infant and maternal health risk factors affecting infant survival. MATERIAL AND METHODS: Information was collected from the National Birth Registry on births and survival of ELBW infants weighing 500-999 g born in Iceland 1991-95. Information was obtained from hospital records of all liveborn ELBW infants and their mothers regarding maternal health, pregnancy, birth, diseases in the newborn period, lifespan and causes of death. Information on causes of death was collected from autopsy records of deceased infants. Comparison was made between the deceased ELBW infants and the control infants that survived. RESULTS: The study group consisted of 28 infants that died and a control group of 32 infants that survived. Most of the infants died in the first 24 hours after birth (47%). There was no significant difference in birthweight in the two groups nor regarding age of mothers, smoking, alcohol use and medication. Nearly all mothers of deceased infants (97%) had health problems during the pregnancy, compared to 66% mothers in the control group. Mothers of deceased infants had significantly more common infections (p=0.004). Significant difference was found regarding respiratory distress syndrome and intraventricular hemorrhage in infants that died (p=0.001). CONCLUSIONS: The results of the study support that short pregnancy, infection during pregnancy and intraventricular hemorrhage were the main risk factors causing death of ELBW infants in the perinatal and neonatal period in 1991-95.Inngangur: Lífslíkur lítilla fyrirbura með fæðingarþyngd <1000 g hafa aukist verulega undanfarin ár samhliða lækkun á burðarmálsdauða. Tilgangur rannsóknarinnar „Fyrirburar – langtímaeftirlit með heilsu og þroska“ var að varpa ljósi á lífslíkur, heilsufar, þroska og langtímahorfur lítilla fyrirbura á Íslandi 1991-95 og fjallar þessi hluti hennar um þá þætti í heilsufari fyrirburanna og mæðra þeirra sem höfðu áhrif á að börn lifðu ekki. Rannsóknaraðferðir og efniviður: Aflað var upplýsinga úr Fæðingaskráningunni um fæðingar og lifun lítilla fyrirbura sem vógu 500-999 g og fæddust á tímabilinu 1991-95. Leitað var eftir upplýsingum úr sjúkraskrám lifandi fæddra fyrirbura og mæðraskrám mæðra þeirra og skoðaðir þættir er vörðuðu heilsufar mæðranna á meðgöngu, meðgöngulengd, tegund fæðinga, sjúkdóma fyrirbura, lífslengd og dánarorsök. Skoðaðar voru krufningarskýrslur varðandi þau börn sem létust. Við úrvinnslu voru upplýsingar er vörðuðu látna fyrirbura bornar saman við upplýsingar um fyrirbura sem lifðu. Niðurstöður: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 28 látnum fyrirburum og samanburðarhópurinn af 32 fyrirburum sem lifðu. Meirihluti fyrirburanna lést á fyrsta sólarhring (47%). Ekki var marktækur munur á fæðingarþyngd hópanna né hvað varðar aldur, reykingar, áfengis- og lyfjanotkun mæðra. Nær allar mæður látinna barna (96%) voru veikar á meðgöngu miðað við 66% mæðra í samanburðarhópi. Sýkingar voru marktækt algengari (p=0,004) hjá mæðrum látnu barnanna. Marktækur munur kom einnig fram varðandi öndunarörðugleika og heilablæðingu hjá fyrirburum sem létust (p<0,001). Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að stutt meðgöngulengd, sýking á meðgöngu og heilablæðing hjá barni eftir fæðingu voru megináhættuþættir fyrir burðarmáls- og nýburadauða lítilla fyrirbura á Íslandi á árunum 1991-95

    Functioning and needs of elders waiting for in-hospital respite care

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá lýsandi mynd af líkamlegri, andlegri og félagslegri færni og þörfum aldraðra sem biðu eftir hvíldarinnlögn á öldrunarsviði Landspítala vorið 2007. Einnig var leitast við að kanna væntingar aldraðra og aðstandenda til þjónustunnar. Rannsóknin var megindleg með lýsandi sniði. Úrtakið var 24 einstaklingar sem bjuggu á eigin heimilum og voru á biðlista fyrir hvíldarinnlögn á öldrunarsviði Landspítala. Tekin voru viðtöl við þátttakendur eða aðstandendur þeirra. Notað var RAI-HC-matstæki sem greinir þarfir og styrkleika einstaklinga á ýmsum sviðum og er ætlað heilbrigðis- og félagsþjónustu. Niðurstöður sýndu að allir þurftu aðstoð við böðun og almennt var mikil þörf fyrir aðstoð við daglegar athafnir. Hjá 16 af 24 hafði orðið afturför í sjálfsbjargargetu við daglegar athafnir síðustu mánuði. Um helmingur þátttakenda var með minnisskerðingu og þurftu margir aðstoð og eftirlit allan sólarhringinn. Af 24 þátttakendum töldu 16 þeirra töldu heilsufar sitt vera lélegt eða sæmilegt. Meðal þátttakenda var andleg vanlíðan, einangrun og einmanaleiki algeng og þátttaka í félagslífi lítil. Álykta má út frá niðurstöðum að þessi hópur aldraðra þarfnist mikillar aðstoðar og að hún sé að miklu leyti veitt af nánasta aðstandanda. Þar sem mikið álag er á aðstandendum er þörf á aukinni heilbrigðis- og félagsþjónustu fyrir þennan hóp. Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki við mat á þjónustuþörf þess aldraða og umönnunaraðila hans sem og að leiðbeina um hugsanleg þjónustuúrræði.The aim of this study is to receive a descriptive picture of the physical, mental, and social functioning and needs of elders waiting for in-hospital respite care at the Division of Geriatric Medicine, Landspitali-University Hospital in the spring of 2007. Furthermore the aim was to explore the expectations of the elders and their relatives to the service. The research was quantitative with a descriptive design. The sample was 24 persons who live in private homes and were on a waiting list for in-hospital respite care. Participants or their relatives were interviewed. The RAI-HC instrument was used as it evaluates needs and strengths of individuals and is intended for health and social services. The findings showed that participants were severely burdened with health problems. All needed some assistance when bathing and most of them needed help in their activities of daily living. Their main caregivers were therefore under a lot of stress. Sixteen out of 24 participants had in the last months experienced a decline in their ability to take care of themselves. Half of the participants had dementia and many of them needed assistance and supervision 24 hours a day. Poor emotional condition was prevalent, isolation and loneliness were common and social participation restricted. The participants were in great need of assistance, most of which came from their closest relative. Increased health and social services are needed for this group. Nurses and other health care workers play an important role in assessing the need of elderly people and their caregivers for service as well as informing about available services

    Prevalence of diabetes as well as general health status of Icelandic nursing home residents 2003-2012

    Get PDF
    Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaInngangur: Sykursýki er vaxandi vandamál meðal eldra fólks og einn af áhættuþáttum fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Ennfremur er sjúkdómabyrði og lyfjanotkun þeirra sem eru með sykursýki oft meiri. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða algengi sykursýki á íslenskum hjúkrunarheimilum yfir árin 2003-2012 og gera samanburð á heilsufari, færni, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningum íbúa með eða án sjúkdómsgreiningarinnar sykursýki sem bjuggu á hjúkrunarheimili árið 2012. Efniviður og aðferð: Rannsóknin var afturskyggn og mælitækið Gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum var notað við gagnasöfnun (N=16.169). Nánari tölfræðileg greining var gerð á gögnum frá 2012 (n=2337). Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu var meðalaldur frá 82,3 (sf 9,1) til 85,0 ár (sf 8,4) og hlutfall kvenna frá 65,5 til 68,0%. Hlutfall þeirra sem voru skráðir með sjúkdómsgreininguna sykursýki hækkaði úr 10,3% árið 2003 í 14,2% árið 2012 (p≤0,001). Meðalaldur íbúa með sykursýki árið 2012 var 82,7 ár en annarra 85 ár. Íbúar með sykursýki höfðu meiri húðvandamál, notuðu fleiri lyf, vitræn geta var betri og þátttaka í virkni var meiri. Þeir sem voru með sykursýki voru frekar með háþrýsting, hjartasjúkdóm vegna blóðþurrðar, heilaáfall, nýrnabilun, oflæti/þunglyndi, sjónukvilla vegna sykursýki og aflimun, en voru síður með kvíðaröskun, Alzheimer-sjúkdóm og beingisnun. Ályktun: Íbúar með sykursýki á hjúkrunarheimilum eru yngri en aðrir og betur á sig komnir andlega, en hins vegar getur meðferð þeirra verið margslungin og hana þarf að sérsníða að hverjum einstaklingi. Sykursýki er vaxandi vandi inni á hjúkrunarheimilum og því þarf að tryggja að starfsfólk hafi þekkingu á hvernig best er að meðhöndla sykursýki hjá öldruðum.Introduction: Diabetes is an increasing problem among old people as well as being a contributing factor in their need for institutional care. Comorbidity and use of medication is often greater among people with than without diabetes. The aim of this study was to investigate the prevalence of diabetes in Icelandic nursing homes over the period 2003- 2012. Additionally we compared health, functioning, medication use and medical diagnoses of residents with diabetes to those without diabetes, living in nursing homes in 2012. Material: Retrospective study of 16.169 Minimum Data Set 2.0 assessments, further analysis conducted for data from the year 2012 (n=2337). Results: Mean age from 82.3 (SD 9.1) to 85.0 years (SD 8.4) and women were 65.5% to 68.0%. Number of residents with diabetes increased from 10.3% in the year 2003 to 14.2% in 2012 (p≤0,001). Mean age of residents with diabetes in the year 2012 was 82.7 compared to 85 years for others. Residents with diabetes had more skin problems, used more medication, their cognitive performance was better and their involvement in activities greater. They were more likely to have hypertension, arteriosclerotic heart disease, stroke, renal failure, manic depressive disorder, diabetic retinopathy or amputation. They were however, less likely to have an anxiety disorder, Alzheimer’s disease or osteoporosis. Conclusion: Residents with diabetes are younger than other residents and their cognitive performance is better, their care and treatment may however be complicated and needs to be adapted to each individual. Diabetes is an increasing problem in nursing homes and therefore an area where more knowledge among staff is needed

    Prevalence and distribution of antidepressant, anxiolytic and hypnotic use in 2001

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To study the prevalence of the use of antidepressant, anxiolytic and hypnotic drugs, the distribution of the use according to clinical and demographic factors and to compare it with the prevalence according to official sales figures. Material and methods: Data was collected in a survey by the Alcohol and Drug Prevention Committee. Four thousand individuals were selected at random from the population aged 18-75 years. Pharmaceutical use was studied according to sex, age, length of use, well-being, medical consultations, smoking, alcohol problems, education, marital status, income, occupation, and work pressure. Data on sales was supplied by the Ministry of Health and Social Security, Office of Pharmaceutical Affairs. Results: The response rate was 63.6%. Almost 20% had used some of these drugs during the preceeding 12 months, slightly more women than men. There was neither significant difference in the one year prevalence of use of antidepressants and hypnotics according to sex nor according to age for antidepressants and anxiolytics. One half of the youngest age group used antidepressants for less than three months. Use of hypnotics increased by age. Estimated use of antidepressants and hypnotics is 54% and 61%, respectively, of sales figures. There was no significant difference in the relative risk of drug use for men and women seeking medical consultations. Odds ratios were higher for smokers, especially for the use of antidepressants. People with the little education and low income was most likely to have used antidepressants and anxiolytics. Conclusions: Use of these drugs is common, but not as extensive as sales figures suggest. Sex difference is smaller than in previous studies. Prevalence of use, especially longterm, increases with age. As expected the use is most common among the socio-economically disadvantaged.Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að afla vitneskju um algengi notkunar geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja, tengsl notkunarinnar við klíníska og lýðfræðilega þætti og bera niðurstöðurnar saman við opinberar sölutölur. Efniviður og aðferðir: Gögn voru fengin úr Gallup-könnun Áfengis- og vímuvarnaráðs í nóvember 2001 hjá 4000 manna slembiúrtaki á aldrinum 18-75 ára. Athuguð voru áhrif kyns, aldurs, lengd notkunar, líðanar, læknisleitar, reykinga, áfengisvandamála, menntunar, hjúskaparstéttar, tekna, starfs og vinnuálags. Upplýsingar um lyfjasöluna komu frá skrifstofu lyfjamála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Niðurstöður: Svarhlutfall var 63,6%. Tæp 20% höfðu notað einhver lyfjanna á undanförnum 12 mánuðum, heldur fleiri konur en karlar. Ekki var marktækur munur milli kynja á ársalgengi notkunar geðdeyfðar- og svefnlyfja og ekki milli aldursflokka fyrir notkun geðdeyfðar- og kvíðalyfja. Helmingur yngstu notendanna notaði geðdeyfðarlyf í minna en þrjá mánuði. Svefnlyfjanotkun jókst með hækkandi aldri. Áætluð notkun geðdeyfðar- og svefnlyfja svarar til 54% og 61% af sölutölum. Ekki var marktækur munur á áhættuhlutfalli karla og kvenna sem leituðu læknis. Líkindahlutfall reykingafólks var hækkað fyrir öll lyfin, einkum geðdeyfðarlyf. Líkindahlutfallið var hæst fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þeir sem hafa minnsta menntun og lægstar tekjur voru líklegastir til að hafa notað geðdeyfðar- eða kvíðalyf. Ályktanir: Notkun lyfjanna er útbreidd, en þó ekki eins mikil og sölutölur benda til. Munur milli kynja er minni en áður hefur fundist. Notkun, einkum langtíma, tengist hækkandi aldri. Notkunin er eins og vænta mátti mest meðal þeirra sem verst eru settir í fjárhags- og félagslegu tilliti. i

    Physician's responsibilities in nursing homes

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMedical services for nursing homes have been in discussion in Iceland among primary care physicians, geriatricians and the general public the last few years. Physician responsibility for the care of patients in nursing homes is poorly defined, few quality measures are being used and no regular public quality control in use. In the article the authors describe their view on what constitutes a good medical service in nursing homes. The authors base their views on the nursing home literature, their experience and legal surroundings in Iceland. They recommend the use of RAI instrument as base for health promotion, surveillance of health and function. The article describes what physicians who take care of patients in nursing homes need to master.Læknisþjónusta á hjúkrunarheimilum á Íslandi hefur verið til umræðu meðal heimilislækna, öldrunarlækna og almennings á síðustu árum. Ábyrgð læknis við umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum er illa skilgreind, fáir gæðavísar eru í notkun og ekkert fast opinbert eftirlit með heimilunum. Hér er því lýst hvað felst í góðri læknisþjónustu á hjúkrunarheimilum að mati höfunda sem byggja skoðun sína á rannsóknum, eigin reynslu og lagalegum forsendum. Mælt er með notkun RAI (raunverulegs aðbúnaðar íbúa) mælitækisins sem grundvöll eftirlits með heilsu, færni og forvörnum. Greinin lýsir hvaða kröfur ber að mati höfunda að gera til þeirra er stunda lækningar á hjúkrunarheimilum

    Changes in treatment and cost of benign prostatic hyperplasia in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: During the last eight years there has been a dramatic change in the treatment of patients with benign prostatic hyperplasia (BPH) in Iceland. The number of transurethral resection of the prostate (TURP) has decreased while at the same time there has been a growing tendency to treat patients with a1-blockers and finasteride. The purpose of this study was to obtain statistical information regarding these changes and to estimate alterations in the cost of the BPH treatment. Possible changes in indications for TURP were also looked at. Material and methods: Information on the number of patients who underwent surgery since 1984 was gathered from Icelandic hospitals. Information on the use and cost of medical treatment was obtained from the Icelandic Social Security. Medical records of 587 men who underwent surgery in the years 1988-1989 and 1998-1999 were reviewed. Results: Since 1992 the number of TURP operations per year has dropped from its peak of about 560 to around 270 in 1999. This is more than a 50% reduction in eight years. The number of patients being treated for BPH has multiplied since the introduction of drugs and the total cost of BPH treatment has doubled since 1984. There was a trend but not a significant change in indications for TURP when the two periods were compared. Conclusions: Increasing number of Icelandic men with BPH are now recieving treatment although the number of TURP operations has decreased. The total cost of treatment has doubled since 1984, mainly attributed to the advent of medical treatment.Inngangur: Á síðasta ártaugi hefur brottnámsaðgerðum á hvekk um þvagrás (transurethral resection of the prostate, TURP) fækkað verulega, á sama tíma og meðferð með lyfjum af gerð a1-viðtækjablokkara og 5-a redúktasablokkara, hefur aukist mikið við meðferð góðkynja hvekksstækkunar (benign prostatic hyperplasia, BPH). Markmið rannsóknarinnar var að taka saman tíðnitölur og meta kostnað varðandi ofangreindar breytingar á meðferð við góðkynja hvekksstækkun. Einnig var athugað hvort ábendingar fyrir brottnámi á hvekk um þvagrás hefðu breyst á undanförnum árum. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um fjölda sjúklinga, sem fóru í brottnámsaðgerð á hvekk um þvagrás, voru fengnar frá sjúkrahúsunum ásamt Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og upplýsingar um lyfjanotkun frá Tryggingastofnun ríkisins. Kostnaðartölur aðgerða voru fengnar frá Noregi. Sjúkraskrár frá Landakotsspítala og Borgarspítala á tímabilinu 1988-1989 og Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1998-1999 voru yfirfarnar og ábendingar fyrir aðgerðum á hvoru tímabili fyrir sig bornar saman. Niðurstöður: Fjöldi aðgerða náði hámarki árið 1992 þegar þær voru rúmlega 560 talsins en síðan hefur þeim fækkað árlega og voru liðlega 270 árið 1999 en það er um það bil helmings fækkun á átta árum. Fjöldi þeirra einstaklinga sem fær einhvers konar meðferð hefur margfaldast eftir tilkomu lyfjameðferðar og heildarkostnaður meðferðar vegna góðkynja hvekksstækkunar hefur nánast tvöfaldast frá 1984. Ekki var sýnt fram á marktæka breytingu ábendinga fyrir brottnámsaðgerðum á hvekk um þvagrás á tímabilunum tveimur. Umræða: Í kjölfar mikilla breytinga á meðferð við góðkynja hvekksstækkun, þar sem fjöldi þeirra einstaklinga sem fær meðferð hefur aukist mikið, hefur heildarkostnaður nánast tvöfaldast frá 1984 þrátt fyrir að brottnámsaðgerðum á hvekk um þvagrás hafi fækkað. Mikil aukning lyfjameðferðar hefur því haft í för með sér þá kostnaðaraukningu sem sést hefur undanfarin ár
    corecore