78 research outputs found

    Chronic non-communicable diseases: a global epidemic of the 21st century

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenChronic non-communicable diseases (NCDs) are the cause of 86% of all deaths in the EU and 65% of deaths worldwide. A third of these deaths occur before the age of sixty years. The NCDs affect 40% of the adult population of the EU and two thirds of the population reaching retirement age suffers from two or more NCDs. The NCDs are a global epidemic challenging economic growth in most countries. According to the WHO, NCDs are one of the major threats to worldwide social and economic development in the 21st century. The problem is of great concern to the international community and was discussed at a High level meeting at the UN General Assembly in September 2011. In this paper we review the epidemic of NCDs both from a national and international perspective. We discuss the causes and consequences. In a second review paper we reflect on the political health policy issues raised by the international community in order to respond to the problem. These issues will become a major challenge for social and economic development in most countries of the world in the coming decades.Nýr heimsfaraldur er í uppsiglingu. Faraldur þessi leggur að velli fleiri íbúa jarðarinnar en nokkur annar hefur gert frá því að drepsóttir geisuðu í byrjun síðustu aldar. Hann er orsök 86% dauðsfalla í Evrópu og um 65% allra dauðsfalla í heiminum.1 Þriðjungur þessara dauðsfalla verða hjá fólki fyrir sextugt.2 Faraldurinn á uppruna sinn í þróuðum ríkjum Vesturlanda en teygir sig yfir til Asíu, Afríku og Eyjaálfu. Þetta er faraldur langvinnra sjúkdóma (Chronic Non-Communicable Diseases) sem eru að mestu leyti tengdir við þann lífsstíl sem við höfum tamið okkur á síðustu 5 áratugum.3 Vandinn er af þeirri stærðargráðu að hann stendur í vegi fyrir hagvexti um allan heim og er að sliga heilbrigðiskerfi samtímans.4,5 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint langvinna sjúkdóma sem helstu ógn heimsbyggðarinnar við félagslega og efnahagslega framþróun á 21. öld.6 Þetta leiddi til þess að langvinnir sjúkdómar voru gerðir að sérstöku umfjöllunarefni á leiðtogafundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í byrjun september 2011. Í þessari grein er fjallað orsakir og afleiðingar langvinnra sjúkdóma og um mismunandi tegundir forvarna sem beita má í baráttunni við þá

    Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked File

    Heilabilun og geðsjúkdómar meðal eldra fólks : rannsókn gerð í heilsugæslu

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHeilabilun (dementia) hrjáir 5-15% fólks, 70 ára og eldri, samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum. Tíðni þessi margfaldast með hækkuðum aldri [1]. Hlutfall aldraðra í flestum þjóðfélögum fer vaxandi og þar með fjöldi heilabilaðra og hefur það þegar skapað veruleg vandamál. Á Íslandi er nú talið að um 3000 manns séu með heilabilun og getur það látið nærri sé reiknað með að um 30 þúsund Íslendingar séu 65 ára og eldri. Ljóst er að kostnaður samfélags við greiningu, meðferð og umönnun heilabilaðra er gífurlegur, talinn vera allt að 40 milljarðar sænskra króna á ári í Svíþjóð [2]. Í Svíþjóð (íbúafjöldi: um 9 milljónir) þar sem rannsókn þessi sem greint verður frá var gerð, má gera ráð fyrir því að 20-25 þúsund manns fái heilabilun á hverju ári. Faraldursfræðilegar rannsóknir á tíðni þunglyndis og kvíða meðal skjólstæðinga heilsugæslu eru flestar unnar á yngri aldurshópum, en tíðni meðal eldri er talin vera um 10-30

    A new approach in treatment of mental disorders. Teamwork and specific treatments[Editorial].

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin

    Does the use of cannabis increase the risk for psychosis and the development of schizophrenia?

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÁ síðustu 30 árum hefur vísbendingum fjölgað um að kannabisreykingar auki hættu á geðrofi (psychosis) sem geti þróast áfram í geðklofa hjá hluta slíkra einstaklinga. Síðasta áratug hafa verið birtar margar rannsóknir sem skýra tengsl kannabis og geðrofs. Markmið þessarar yfirlitsgreinar er að taka saman og fjalla um þessi tengsl. Farið er yfir niðurstöður 14 ferilrannsókna á 9 rannsóknarþýðum og 9 tilfellaviðmiðarannsókna. Þegar niðurstöður þeirra eru teknar saman styðja þær ótvírætt að notkun kannabis sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma eins og geðklofa. Um skammtaháð samband er að ræða þar sem áhættan eykst með tíðari neyslu. Einnig sýna rannsóknir að notkun kannabis á unglingsaldri hefur sterkari tengsl við geðrof en neysla sem hefst á fullorðinsárum. Frekari rannsókna er þó þörf enda geta geðrofssjúkdómar verið lengi í þróun og vandasamt að mæla skýribreytu og svarbreytu og flókið samband þeirra. Við teljum mikilvægt að auka þekkingu almennings á alvarlegum afleiðingum kannabisnotkunar og þeirri staðreynd að ekki er hægt að spá fyrir um hverjir þeirra sem nota efnið reglulega veikist af skammvinnu geðrofi og hverjir af langvinnum geðrofssjúkdómi.Over the past 30 years evidence has been growing that cannabis use increases the risk for psychosis which could develop into schizophrenia in a proportion of cases. Over the past decade many studies have been published which clarify the association between cannabis use and psychosis. The aim of this review is to examine this association. A systematic search yielded 14 cohort studies carried out in 9 cohorts and 9 case-control studies. When the results of these studies are taken together they unambiguously support that cannabis use is an independent risk factor for psychosis and may also give rise to chronic psychotic disorders like schizophrenia. A dose dependent link is present because more frequent use associates with greater risk. The studies also show that cannabis-use in adolescence is associated with greater risk of developing psychosis than commencing the use of cannabis in adulthood. Further studies are needed to explain this association since psychotic disorders take years to evolve and it remains difficult to measure both the explanatory and the response variable and their complex relationship. The results emphasize the need to enhance public knowledge on the possible consequences of cannabis use and the fact that it cannot be predicted who will experience transient psychosis and who will develop a chronic psychotic disorder

    Ég þori bæði get og vil

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÞrátt fyrir opnari umræðu og samfélag, aukið frelsi og tjáningu á nær öllum sviðum hér á landi er einn málaflokkur þar sem fordómar, virðingarleysi, þögn og ýmsir erfiðleikar lifa enn góðu lífi. Hér erum við að tala um geðræn vandamál og þjáninguna sem þeir sem veikjast andlega og aðstandendur þeirra þurfa við að glíma. Þarna erum við Íslendingar því miður eftirbátar annara þjóða sem við berum okkur saman við

    Geðheilbrigði á vinnustöðum : möguleikar til forvarna og ráðgjafar

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Vinna í einu formi eða öðru er öllum nauðsynleg jafnt samfélagi sem einstaklingum. Markmið með vinnu er að skapa velmegun og vellíðan okkur sjálfum til handa, fjölskyldum okkar, fyrirtækjum sem við vinnum hjá og samfélagi því sem við búum í. E f vinnan skapar ekki velmegun og vellíðan, heldur veldur tapi og vanlíðan þá hættum við að stunda slíka vinnu og leitum verkefna sem uppfylla grundvallarmarkmið vinnu. Það er ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir því að mikilvægi vinnu sé minna fyrir þá sem eru með geðraskanir eða aðra sjúkdóma en þá sem eru heilbrigðir. Það má gera sér í hugarlund að í raun sé mikilvægi hennar enn meira í þessum hópi. Vinnan rífur félagslega einangrun og setur skipulag á daginn jafnframt því sem hún örvar fólk til dáða. Að sama skapi eru slæm áhrif atvinnuleysis og atvinnuóöryggis á heilsu og félagslega velferð manna vel þekkt1. Beinn tollur á atvinnulífi vegna geðsjúkdóma er umtalsverður en þeir eru á meðal fimm algengustu ástæðna fyrir skammtíma fjarvistum frá vinnustöðum og talið er að um 25% starfsmanna hafa veruleg óþægindi af vinnutengdum geð- og streitu einkennum ár hvert í E vrópu2. Fjarvistir hvort sem er langtíma eða skammtíma eru ákaflega skýr merki um að veikindi starfsmanns séu að bitna á vinnu hans. V eikur í vinnu er hins vegar flestum framandi hugmynd því það að fara í vinnu er í hugum flestra merki um ákveðið heilbrigði. Á þessu þarf þó að hafa fyrirvara en skv. kanadískri rannsókn þá eru bein áhrif s.k. líkamlegra sjúkdóma á minnkun í framleiðni skýr og fremur auðgreinanleg. Hins vegar eru áhrif geðsjúkdóma á framleiðni meiri, og oftar dulin og tormetin t.d. vegna þess að starfsmaður mætir til vinnu en afköst hans eru skert3. Geðraskanir eru algengasta ástæða örorku á íslenskum vinnumarkaði og hafa aukist að umfangi hin síðari ár og eru nú um helmingur af meginorsök fyrir örorku4, 5. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að algengi geðraskana á síðast liðnum tuttugu árum hefur ekki aukist í samfélaginu6

    Öldrunargeðlækningar

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGreinin er stutt yfirlit yfir aðdraganda þess að öldrunargeðlækningar urðu sérgrein innan geðlæknisfræðinnar. Einnig er lýst hlutverki og verkefnum öldrunargeðlækna. Þekkingu þeirri sem liggur að baki sérgreinarinnar er stuttlega lýst

    Áhrif átröskunar á meðgöngu og fæðingu

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÁtröskun er alvarlegur geðsjúkdómur sem leggst oftast á konur á barneignaraldri. Meðgangan er viðkvæmur tími og getur átröskun verið áhrifavaldur á heilsu móður og barns. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða samband átröskunar á meðgöngu við fylgikvilla meðgöngu og útkomuþætti fæðingar. Leitað var að rannsóknarheimildum í gagnasöfnum PubMed, Cinahl og Scopus og með því að skoða heimildaskrár greina sem fundust. Úr þeirri leit voru 16 greinar sem byggja á samanburðarrannsóknum metnar nothæfar. Meginniðurstöður eru að rannsóknum ber ekki saman um áhrif átröskunar á meðgöngu og fæðingu. Sterkustu tengsl fundust milli átröskunar á meðgöngu og fæðingarþyngdar þar sem tíu af tólf rannsóknum sýna að átröskun móður getur haft áhrif á fæðingar- þyngd barns. Hvað varðar önnur áhrif á meðgöngu og útkomu fæðingar eru rannsóknarniðurstöðurnar misvísandi. Sjö af þrettán rannsóknum sýndu að konum með átröskun er hættara við að fæða fyrir tímann og fjórar af sjö rannsóknum sýna að fósturlát er algengara hjá konum með einhverja tegund af átröskun. Konur með átröskunarsjúkdóma bera það ekki endilega utan á sér og tilhneiging er til að fela sjúkdóminn. Ljósmæður eru í lykilhlutverki þegar kemur að greiningu átröskunar á meðgöngu og skoða mætti hvort gagnlegt væri að taka upp skimun fyrir átröskunareinkennum og þá með hvaða hætti. Hins vegar er frekari rannsókna þörf á áhrifum átröskunar á fylgikvilla meðgöngu og útkomu fæðingar. Snið rannsóknanna sem hér voru til skoðunar var mismunandi og þar með talið umfang og fjöldi þátttakenda og styrkur rannsóknanna í mörgum tilvikum ekki nægur til að draga raunhæfar ályktanir.Eating disorders are serious psychiatric disorders that commonly occur in women of childbearing age. Pregnancy is a vulnerable time where eating disorders can be influential for the health of both mother and child. The purpose of this literature review was to assess the relationship between eating disorders during pregnancy with complications during pregnancy and birth outcomes. A search was conducted using Pub Med, Cinahl and Scopus and references of selected articles reviewed. Sixteen comparative studies were found and used. The main findings are that the results of the impact of eating disorders on pregnancy and birth are inconclusive. Ten out of twelve studies showed that eating disorders seem to affect the neonatal birth weight. The effects on other outcomes of pregnancy and birth are inconclusive. Seven out of thirteen studies showed that women with eating disorders are more likely to give premature birth and four out of seven studies that miscarraige is more prevalent among women with some type of eating disorder. Women with eating disorders are not easily detected and they tend to hide their disorder. Midwives are in a key postition when it comes to diagnosing eating disorders during pregnancy. The usefulness of screening for eating disorders during pregnancy needs to be discussed and if useful, how it should be performed. The design of the studies included in the literature review was different, regarding scope and sample sizes. In many of the studies, the strength was not sufficient to make any reasonable conclusion

    Snemmgreining geðklofa

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Geðklofi er alvarlegur langvinnur geðsjúkdómur sem yfirleitt byrjar seint á unglingsárum eða snemma á fullorðinsárum og veldur í flestum tilfellum ævilangri fötlun. Meiri bjartsýni hefur ríkt á síðustu árum varðandi meðferð og horfur geðklofa, meðal annars vegna tilkomu nýrra geðrofslyfja, meiri vitneskju um líffræðilegan grunn hans og vaxandi áhuga á snemmgreiningu sjúkdómsins, en um það síðastnefnda verður fjallað í þessari grein
    corecore