Hermt eftir sofandi manni

Abstract

Sannleikur, heiðarleiki og raunveruleiki hefur verið í hávegum hafður í samfélagi manna um árabil. Tilgangur, sannleikur og viðhorf fólks gagnvart lífinu hafa orsakað hugarangur manna og umfram allt verið vísir að ofbeldi og stríði. Sömu sögu má segja af listum og menningu þar sem listaverk hafa staðið og fallið með trúverðugleika og einlægni listamannsins. Ef tilgangurinn með lífinu er enginn og lífið allt í raun og veru sviðsetning fellur þetta allt hinsvegar um sjálft sig. Í ritgerð þessari verður fjallað um það sviðsetta samfélag sem við búum í, birtingarmyndir sjónarspils í samfélaginu, vísindum og fræðigreinum. Sviðsetning myndlistar verður einnig skoðuð og myndlist höfundar sérstaklega tekin fyrir. Vitnað verður í hugmyndir spekinga á borð við Jean Baudrillard, Guy Dubord og Jean Paul Sartre og þær tengdar við listhugsun höfundar

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions