Áhrif samruna Fjarskipta hf. og 365 miðla hf. á samkeppni og velferð neytenda

Abstract

Fullkomin samkeppni á markaði er skilvirkasta og hagkvæmasta markaðsformið samkvæmt kenningum hagfræðinnar. Stjórnvöld vilja tryggja að neytendur njóti ábatans og því er tvenns konar hegðun bönnuð samkvæmt samkeppnislögum; annars vegar misnotkun á markaðsráðandi stöðu og hins vegar samkeppnishamlandi samráð aðila á markaði. Markmið samkeppnislaga er að koma í veg fyrir skaðleg áhrif á samkeppni í atvinnulífinu. Til að ná markmiðum samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið meðal annars spornað gegn skaðlegri fákeppni og auðveldað innkomu nýrra keppinauta að markaðnum. Þann 4. apríl 2017 barst Samkeppniseftirlitinu tilkynning um kaup fjarskiptafyrirtækisins Fjarskipta hf. á fjölmiðlafyrirtækinu 365 miðlum hf. Um er að ræða samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og 62. gr. b. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla. Samkeppniseftirlitið lagði mat á þau áhrif sem sameining félaganna mun hafa á viðkomandi markaði. Við rannsókn málsins kom í ljós að samruninn mun fela í sér lóðrétt-, lárétt- og samsteypuáhrif. Af þeim sökum mun hann hafa skaðleg áhrif á neytendur annars vegar og samkeppni hins vegar. Meðferð málsins lauk með setningu skilyrða og því var ekki þörf á því að ógilda samrunann. Markmið skilyrðanna er að tryggja virka samkeppni, fjölræði og fjölbreytni á þeim mörkuðum sem samruninn tekur til. Tilgangur þeirra er því að koma í veg fyrir þær samkeppnishamlandi aðstæður og þau skaðlegu áhrif sem neytendur verða fyrir við samruna félaganna. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að samruninn mun leiða til þess að mikilvægur keppinautur hverfur af markaði. Af þeim sökum fer fyrirtækjum fækkandi á markaði þar sem þegar ríkir fákeppni og veruleg samþjöppun. Við það eykst hættan á allratapi á markaði og samfélagsleg velferð minnkar. Hið sameinaða félag mun öðlast töluverðan markaðsstyrk og hefur það því hvata til að misnota markaðsráðandi stöðu sína, annars vegar með verðhækkun og hins vegar með því að útiloka keppendur frá markaðnum. Skilyrði samkeppniseftirlitsins munu að einhverju leiti koma í veg fyrir þær samkeppnishamlandi aðstæður sem samruninn hefur í för með sér

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions