Eldritið fyrir miðstig : umritun á Eldriti séra Jóns Steingrímssonar ásamt verkefnasafni

Abstract

Þetta er 10 eininga lokaverkefni til B.Ed- gráðu á á sviði grunnskólakennslu með áherslu á samfélagsgreinar við Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist í greinargerð og tvo viðauka. Fyrri viðaukinn er verkefnasafn gert fyrir miðstigsnemendur grunnskóla til stuðnings við lestur síðari viðaukans sem er umritun á Eldriti séra Jón Steingrímssonar. Greinargerðin fjallar um fræðilegan rökstuðning fyrir umrituninni með vísan í aðalnámskrá. Einnig eru verkefnin greind út frá þeim kennsluaðferðum sem þau eru byggð á. Bókmenntir eru mikilvægur þáttur í menntun, ekki bara við eflingu læsis, heldur gefa þær nemendum líka tækifæri á að sjá heiminn á annan hátt heldur en þau gera venjulega. Eldritið fjallar um Skaftárelda sem hófust 1783. Atburðurinn hafði mikil áhrif á íslenskt samfélag en um 20% þjóðarinnar missti lífið. Með því að kenna það fá nemendur tækifæri til að sjá í hugarheim 18. aldar manns sem horfir á stoðir samfélagsins í kringum sig bresta og viðbrögð hans við því

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions