6 research outputs found

    Breytingar á færni einstaklinga, 75 ára og eldri, í kjölfar bráðainnlagnar á lyflækningadeildir LSH

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMeð hækkandi lífaldri fjölgar þeim eldri einstaklingum sem leita sér lækninga vegna bráðra veikinda. Mikilvægt er að kanna hvort og þá hvaða breytingar verða á færni þessa aldurshóps við bráðaveikindi. Þessi grein sem hér er sett fram er hluti af lokaverkefni höfundar til meistaragráðu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hér verður lýst breytingum sem verða á færni einstaklinga, 75 ára og eldri, í kjölfar innlagnar á sjúkrahús vegna bráðra veikinda. Í rannsókninni, sem var framskyggð, var notaður hluti af íslenskum gögnum úr samnorrænni rannsókn á MDS-AC mælitækinu þar sem upplýsingum um félagslegt, andlegt og líkamlegt heilsufar sömu einstaklinga var aflað á fjórum tímabilum á bilinu maí til desember 2001. Færni aldraðra fyrir innlögn var nokkuð góð og þessi hópur hafði verið nokkuð virkur og sjálfbjarga. Við bráða innlögn á sjúkrahús breyttist færni þátttakenda mikið og þeir þurftu meiri aðstoð við sjálfsbjörg. Mikill meirihluti þeirra náði þó fyrri færni á fimm mánuðu

    Effects of changes in staff mix in a specialized dementia ward

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrif breytinga á samsetningu mönnunar á gæði hjúkrunar, starfsánægju og upplifun starfsmanna. Rannsóknin fór fram á annarri af tveimur deildum fyrir sjúklinga með heilabilun á öldrunarsviði Landspítalans. Sjúkraliðar með framhaldsnám og hjúkrunarfræðingar á tilraunadeildinni fengu breytt starfssvið. Þátttakendur voru sjúklingar og starfsmenn á rannsóknardeildinni og einnig hjúkrunarfræðingar af báðum deildum. Rannsóknin var unnin samkvæmt hugmyndafræði starfendarannsókna og fjórar rannsóknaraðferðir notaðar til að fá fram mismunandi sjónarhorn á viðfangsefnið. Gögnum um gæði hjúkrunar var safnað með stöðluðu megindlegu mælitæki (RAI) og innbyggðir gæðavísar skoðaðir. Gögnum um starfsánægju var safnað með skriflegum spurningalista og gögnum um upplifun starfsmanna af breytingunum var safnað með viðtölum við rýnihópa og dagbókarskrifum. Gagnasöfnun fór fram fyrir og við upphaf breytinga og svo aftur þegar breyting var vel á veg komin. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu vísbendingar um að gæði hjúkrunar og starfsánægja hefðu haldist stöðug. Í rýnihópum og dagbókum komu fram þrjú meginþemu: Breytt hlutverk, togstreita og ný tækifæri. Það tók á fyrir alla að skilgreina ný hlutverk og breytt fagleg samskipti. Einnig var átak að breyta viðteknum vinnuvenjum á deildinni og togstreita kom fram á milli stétta. Sjúkraliðar með framhaldsnám í öldrunarhjúkrun fundu fyrir ákveðinni fyrirstöðu en jafnframt að hjúkrunarfræðingarnir vildu styðja við bakið á þeim og leiðbeina inn í þetta nýja hlutverk sem hafði í för með sér ný tækifæri. Niðurstöður þessa rannsóknarverkefnis varpa ljósi á hvernig hægt er að nýta betur menntun sjúkraliða með framhaldsnám í öldrunarhjúkrun og um leið þróa nýjar leiðir í starfi hjúkrunarfræðinga. Rannsóknin er því mikilvægt innlegg í umræðu um hvernig starfskraftar sjúkraliða með framhaldsnám verða nýttir í öldrunarþjónustu í framtíðinni.The purpose of this study was to examine the effects of changes in staff mix model on quality of care, staff satisfaction, and staff perception of this change. The study was conducted in one of two specialized dementia wards at the Division of Geriatric Medicine at the Landspitali University Hospital. Geriatric-Licensed Practical Nurses (G-LPNs) and registered nurses (RNs) gained different roles on the ward. Patients and staff from the study ward and RNs from the other specialized dementia ward participated in the study. The theoretical framework of the study was Action Research and four methods were used to obtain different views on the issue. Data on quality of care were collected using a quantitative instrument (RAI) and inherent quality indicators observed. Data on job satisfaction were collected using a questionnaire and data regarding staff experience were obtained by discussions in focus-groups and diaries. Data were gathered before and after changes and finally after changes had been in place for awhile. Findings indicated that the quality of care as well as staff satisfaction remained constant. In focus groups and diaries three main themes emerged: Role change; conflict and new opportunities. It required a great effort for everyone to define new roles and changes of professional interaction. Changing the usual way of working in the ward was stressful as well because of conflicts between professions. The G-LPNs encountered certain barriers but also realized that the RNs were ready to provide support and guidance into their new role. The altered role had also the potential for new opportunities. The study results illuminate how the G-LPNs´ further education can be utilized as well as how new roles for RNs can be developed. The study findings are important for the discussion on the role G-LPNs will have in care of the elderly in the future

    Functioning and needs of elders waiting for in-hospital respite care

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá lýsandi mynd af líkamlegri, andlegri og félagslegri færni og þörfum aldraðra sem biðu eftir hvíldarinnlögn á öldrunarsviði Landspítala vorið 2007. Einnig var leitast við að kanna væntingar aldraðra og aðstandenda til þjónustunnar. Rannsóknin var megindleg með lýsandi sniði. Úrtakið var 24 einstaklingar sem bjuggu á eigin heimilum og voru á biðlista fyrir hvíldarinnlögn á öldrunarsviði Landspítala. Tekin voru viðtöl við þátttakendur eða aðstandendur þeirra. Notað var RAI-HC-matstæki sem greinir þarfir og styrkleika einstaklinga á ýmsum sviðum og er ætlað heilbrigðis- og félagsþjónustu. Niðurstöður sýndu að allir þurftu aðstoð við böðun og almennt var mikil þörf fyrir aðstoð við daglegar athafnir. Hjá 16 af 24 hafði orðið afturför í sjálfsbjargargetu við daglegar athafnir síðustu mánuði. Um helmingur þátttakenda var með minnisskerðingu og þurftu margir aðstoð og eftirlit allan sólarhringinn. Af 24 þátttakendum töldu 16 þeirra töldu heilsufar sitt vera lélegt eða sæmilegt. Meðal þátttakenda var andleg vanlíðan, einangrun og einmanaleiki algeng og þátttaka í félagslífi lítil. Álykta má út frá niðurstöðum að þessi hópur aldraðra þarfnist mikillar aðstoðar og að hún sé að miklu leyti veitt af nánasta aðstandanda. Þar sem mikið álag er á aðstandendum er þörf á aukinni heilbrigðis- og félagsþjónustu fyrir þennan hóp. Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki við mat á þjónustuþörf þess aldraða og umönnunaraðila hans sem og að leiðbeina um hugsanleg þjónustuúrræði.The aim of this study is to receive a descriptive picture of the physical, mental, and social functioning and needs of elders waiting for in-hospital respite care at the Division of Geriatric Medicine, Landspitali-University Hospital in the spring of 2007. Furthermore the aim was to explore the expectations of the elders and their relatives to the service. The research was quantitative with a descriptive design. The sample was 24 persons who live in private homes and were on a waiting list for in-hospital respite care. Participants or their relatives were interviewed. The RAI-HC instrument was used as it evaluates needs and strengths of individuals and is intended for health and social services. The findings showed that participants were severely burdened with health problems. All needed some assistance when bathing and most of them needed help in their activities of daily living. Their main caregivers were therefore under a lot of stress. Sixteen out of 24 participants had in the last months experienced a decline in their ability to take care of themselves. Half of the participants had dementia and many of them needed assistance and supervision 24 hours a day. Poor emotional condition was prevalent, isolation and loneliness were common and social participation restricted. The participants were in great need of assistance, most of which came from their closest relative. Increased health and social services are needed for this group. Nurses and other health care workers play an important role in assessing the need of elderly people and their caregivers for service as well as informing about available services

    Comparison of MDS-AC registration and conventional medical records in Iceland and other Nordic countries. A part of a Nordic study

    Get PDF
    Neðst á síðuni er hægt er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Complex functional decline and comorbid state is an important indicator of outcome for hospital care of older adults. In today acute care it is important to quickly be able to target those who might benefit from geriatric assessment. The MDS-AC is an evaluation system for geriatric acute care patients that records functional impairment and co-morbid states. The object of this study was to compare the MDS-AC registration with the traditional nurses and doctors records for chosen variables important to older patient care in Iceland and other Nordic countries. METHODS: This was a randomised prospective Nordic study. The study took place in Reykjavík, Copenhagen, Umeå, Oslo and Helsinki. Participants in each country were chosen from 75 year old and older patients admitted to acute care medical wards, 160 patients from each country. The results presented here show data from selected variables collected with the MDS-AC instrument version 1,1 in the first 24 hours of admission, compared with hospital notes for the first 48 hours. RESULTS: For ADL and IADL impairments the medical record missed between 20 to 96% of items registered with the MDS-AC and between 33 to 100% when there is no impairment detected. This was true for all the participating Nordic countries but the Icelandic medical records were in comparison more often incomplete for the variables chosen. CONCLUSION: The MDS-AC documents better than traditional medical records several important variables relating to function among the elderly. It may be possible to improve documentation with a standardized instrument such as the MDS-AC.Tilgangur: Fjölþættur vandi og færniskerðing eru mikilvægir spáþættir fyrir horfur eldri sjúklinga eftir bráð veikindi. Til að sjúkrahúsþjónusta verði skilvirk og fullnægjandi er mikilvægt að greina þá fljótt sem hefðu ávinning af heildrænu öldrunarmati við bráð veikindi. Minimal Data set for Acute Care (MDS AC) er tæki til heildræns öldrunarmats á bráðasjúkrahúsum. Í þessari rannsókn er hefðbundin skráning lækna og hjúkrunarfræðinga á bráðadeild borin saman við skráningu með MDS-AC tækinu á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Efniviður og aðferð: Rannsóknin var framkvæmd á bráðalyflæknisdeildum sjúkrahúsa í Reykjavík, Umeå, Kaupmannahöfn, Oslo og Helsinki. Í hverju landi voru valdir 160 bráðasjúklingar 75 ára og eldri með slembiúrtaki. MDS-AC gerð 1,1, var notuð við gagnasöfnun. MDS-AC skráning fyrstu 24 klukkustundir í legunni var borin saman við hefðbundna skráningu lækna og hjúkrunarfræðinga fyrstu 48 klukkustundirnar. Niðurstöður: Skráningu á færnitengdum atriðum hjá öldruðum vantar í hefðbundna sjúkraskrá í 20 til 96% tilfella þegar skerðing er til staðar og 33 til 100% tilfella þegar skerðing er ekki til staðar borið saman við MDS-AC. Svipað mynstur sést á öllum Norðurlöndunum en skráning er í mörgum atriðum lakari á Íslandi. Ályktun: MDS-AC skráir betur en hefðbundin sjúkraskrá mörg mikilvæg atriði tengd færni hjá öldruðum. Til álita kemur að bæta skráningu færni­atriða og meðvirkra sjúkdóma með stöðluðu mats­tæki eins og MDS-AC

    Breytingar á færni einstaklinga, 75 ára og eldri, í kjölfar bráðainnlagnar á lyflækningadeildir LSH

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMeð hækkandi lífaldri fjölgar þeim eldri einstaklingum sem leita sér lækninga vegna bráðra veikinda. Mikilvægt er að kanna hvort og þá hvaða breytingar verða á færni þessa aldurshóps við bráðaveikindi. Þessi grein sem hér er sett fram er hluti af lokaverkefni höfundar til meistaragráðu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hér verður lýst breytingum sem verða á færni einstaklinga, 75 ára og eldri, í kjölfar innlagnar á sjúkrahús vegna bráðra veikinda. Í rannsókninni, sem var framskyggð, var notaður hluti af íslenskum gögnum úr samnorrænni rannsókn á MDS-AC mælitækinu þar sem upplýsingum um félagslegt, andlegt og líkamlegt heilsufar sömu einstaklinga var aflað á fjórum tímabilum á bilinu maí til desember 2001. Færni aldraðra fyrir innlögn var nokkuð góð og þessi hópur hafði verið nokkuð virkur og sjálfbjarga. Við bráða innlögn á sjúkrahús breyttist færni þátttakenda mikið og þeir þurftu meiri aðstoð við sjálfsbjörg. Mikill meirihluti þeirra náði þó fyrri færni á fimm mánuðu

    Functioning and needs of elders waiting for in-hospital respite care

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá lýsandi mynd af líkamlegri, andlegri og félagslegri færni og þörfum aldraðra sem biðu eftir hvíldarinnlögn á öldrunarsviði Landspítala vorið 2007. Einnig var leitast við að kanna væntingar aldraðra og aðstandenda til þjónustunnar. Rannsóknin var megindleg með lýsandi sniði. Úrtakið var 24 einstaklingar sem bjuggu á eigin heimilum og voru á biðlista fyrir hvíldarinnlögn á öldrunarsviði Landspítala. Tekin voru viðtöl við þátttakendur eða aðstandendur þeirra. Notað var RAI-HC-matstæki sem greinir þarfir og styrkleika einstaklinga á ýmsum sviðum og er ætlað heilbrigðis- og félagsþjónustu. Niðurstöður sýndu að allir þurftu aðstoð við böðun og almennt var mikil þörf fyrir aðstoð við daglegar athafnir. Hjá 16 af 24 hafði orðið afturför í sjálfsbjargargetu við daglegar athafnir síðustu mánuði. Um helmingur þátttakenda var með minnisskerðingu og þurftu margir aðstoð og eftirlit allan sólarhringinn. Af 24 þátttakendum töldu 16 þeirra töldu heilsufar sitt vera lélegt eða sæmilegt. Meðal þátttakenda var andleg vanlíðan, einangrun og einmanaleiki algeng og þátttaka í félagslífi lítil. Álykta má út frá niðurstöðum að þessi hópur aldraðra þarfnist mikillar aðstoðar og að hún sé að miklu leyti veitt af nánasta aðstandanda. Þar sem mikið álag er á aðstandendum er þörf á aukinni heilbrigðis- og félagsþjónustu fyrir þennan hóp. Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki við mat á þjónustuþörf þess aldraða og umönnunaraðila hans sem og að leiðbeina um hugsanleg þjónustuúrræði.The aim of this study is to receive a descriptive picture of the physical, mental, and social functioning and needs of elders waiting for in-hospital respite care at the Division of Geriatric Medicine, Landspitali-University Hospital in the spring of 2007. Furthermore the aim was to explore the expectations of the elders and their relatives to the service. The research was quantitative with a descriptive design. The sample was 24 persons who live in private homes and were on a waiting list for in-hospital respite care. Participants or their relatives were interviewed. The RAI-HC instrument was used as it evaluates needs and strengths of individuals and is intended for health and social services. The findings showed that participants were severely burdened with health problems. All needed some assistance when bathing and most of them needed help in their activities of daily living. Their main caregivers were therefore under a lot of stress. Sixteen out of 24 participants had in the last months experienced a decline in their ability to take care of themselves. Half of the participants had dementia and many of them needed assistance and supervision 24 hours a day. Poor emotional condition was prevalent, isolation and loneliness were common and social participation restricted. The participants were in great need of assistance, most of which came from their closest relative. Increased health and social services are needed for this group. Nurses and other health care workers play an important role in assessing the need of elderly people and their caregivers for service as well as informing about available services
    corecore