161 research outputs found

    Palliative care for COPD patients: synchronized care

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur og tilgangur: Tilgangur rannsóknar var að lýsa reynslu og viðhorfum hjúkrunarfræðinga á líknarmeðferð og innleiðingu hennar á sjúkradeild til þess að styrkja þjónustu við sjúklinga með langvinna lungnateppu. Slík innsýn gæti bætt lífsgæði sjúklinga með langvinna lungnateppu og fjölskyldna þeirra sem standa andspænis lífhættulegum sjúkdómi. Fræðilegur bakgrunnur var óvissulíkan Roland van Linge. Þar er gert ráð fyrir að árangursrík innleiðing þurfi samþýðanleika milli nýjungar (líknarmeðferðar lungnasjúklinga) og umhverfis eða núverandi starfshátta. Aðferð: Tekin voru tvö rýnihópaviðtöl við hjúkrunarfræðinga (N=8) á lungnadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss sem þjóna hlutverki greiningarviðtals í innleiðingunni. Greindar voru hindranir og árangursríkar leiðir fyrir innleiðinguna. Niðurstöður: Þemagreining sýndi að meginhindranir við innleiðingu líknarmeðferðar voru hugtakaruglingur varðandi líknar- og lífslokameðferð, hjúkrunarfræðingana greindi á við aðrar heilbrigðisstéttir, m.a. lækna um framkvæmd líknarmeðferðar, auk þess sem óvissa um framgang sjúkdóms gat hindrað ákvarðanatöku um meðferðina. Árangursríkar leiðir til innleiðingar vörðuðu mikilvægi þess að vera samstiga varðandi framkvæmd líknarmeðferðar og í því samhengi voru þverfaglegir vinnufundir mikilvægir þar sem fagstéttirnar gætu unnið sameiginlega að meðferðarmarkmiðum. Ályktanir: Til þess að geta veitt sjúklingum með langvinna lungnateppu líknarmeðferð þarf sérhæfingu þar sem um flókinn sjúkdóm og sjúkdómsferli er að ræða. Við innleiðingu á klínískum leiðbeiningum um líknarmeðferð þarf að byggja á þekkingu um sérstakar þarfir lungnasjúklinga; innleiðing þarfnast tíma og fjármuna og hugsanlega þarf að laga leiðbeiningarnar að sértækum þörfum þessa skjólstæðingahóps.Background and aim: The aim of the study was to describe and explore nurses’ experience of using palliative care and the implementation of clinical guidelines for palliative care in a pulmonary hospital unit for the purpose of improving healthcare for patients with chronic obstructive pulmonary disease (COPD). Insight into this experience might improve quality of life of patients and their families who face problems associated with this life-threatening disease. Theoretical background is the contingency model by Roland van Linge. In the model effective implementation consists of congruency between the intervention (palliative care) and the environment or existing practice. Method: In this qualitative research two focus group interviews were carried out with nurses (N=8) at a pulmonary unit at Landspitali National University Hospital, as key informants, where facilitators and barriers for the implementation of palliative care were identified along with elucidating the nurses’ experience. Results: The themes that were analyzed were confusion of concepts as regards palliative care and end-of-life care, that nurses were in conflict with other health care professionals, e.g. physicians, about how to apply principles of palliative care in the unit as well as uncertainty of the course of the disease as hindering decision making about palliative care. Successful implementation was considered likely when health care workers work together as a team. Conclusion: There is need for specialized palliative care for patients with COPD due to the complexity and nature of the course of the disease. Implementation of clinical guidelines in palliative care for patients with COPD needs to be based on specialized knowledge of the lung disease; it takes time and resources, as well as amendments to the special needs of this patient group

    Hjúkrunarfræðideild HÍ verði áfram leiðandi afl í hjúkrunarmenntun og rannsóknum

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin

    Beinþynning : þekking er grundvöllur forvarna og meðferðar

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Beinþynning eða osteoporosis einkennist af tapi á beinvef en hugtakið er runnið frá gríska orðinu osteon, sem þýðir bein, og poros sem þýðir smáhola. Beinþynning er algengur sjúkdómur í beinum, bæði meðal kvenna og karla. Allt fram á síðustu ár var sjúkdómurinn talinn óumflýjanlegur og hluti af eðlilegri öldrun sem ekkert væri unnt að gera við (Gunnar Sigurðsson, 2001). Rannsóknum á beinþynningu hefur hins vegar fleygt fram á síðustu árum og vísindamenn hafa aukið mjög þekkingu um beinþynningu. Nú er unnt að greina sjúkdóminn með svokölluðum beinþéttnimælum og þannig er auðveldara að finna þá sem eru í áhættuhóp og veita tímabæra ráðgjöf um forvarnir og lyfjameðferð. Miklar framfarir hafa verið í lyfjameðferð við beinþynningu. Beinbrot vegna beinþynningar orsakast oft af minniháttar áverka sem nægir ekki til að brjóta heilbrigt bein. Beinþynningarbrot hafa bæði líkamleg, félagsleg og andleg áhrif á einstaklinginn og margir ná aldrei aftur fullum bata (Kolbrún Albertsdóttir, 2007). Fræðimenn hafa því í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að skaðsemi beinþynningar á fleira en beinvefinn því beinþynning er stórt heilbrigðisvandamál vegna algengis, lífsgæðaskerðingar, samfélagskostnaðar og aukinnar dánartíðni í kjölfar stærri beinbrota. Í þessari grein er fjallað um algengi, skilgreiningu, meinafræði, sjúkdómsgreiningu og áhættuþætti beinþynningar. Greint er frá algengustu beinþynningarbrotum og samfallsbrot í hrygg fá sérstaka umfjöllun. Þá er gerður samanburður á beinþynningu kvenna og karla og rætt um mikilvægi forvarna og meðferðar

    The contribution of nurses to the care of resident of nursing homes - keeping all strings in one's hand.

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTil að tryggja þau gæði, sem eru grundvallaratriði fyrir vellíðan heimilismanna á hjúkrunarheimilum, er nauðsynlegt að greina framlag hjúkrunarfræðinga til hjúkrunar aldraðra. Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar var að varpa ljósi á viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum og lýsa því í hverju störf þeirra eru fólgin. Tekin voru fjögur rýnihópaviðtöl við samtals 22 hjúkrunarfræðinga frá fimm hjúkrunarheimilum. Notaður var hálfstaðlaður viðtalsrammi. Viðtölin voru þemagreind. Niðurstöður sýndu fjölþætt og flókin viðfangsefni hjúkrunarfræðinga. yfirþemað var að hafa alla þræði starfseminnar í hendi sér. Undirþemun voru árvekni, að hafa yfirsýn og vera vakandi yfir öllu og að vera greinandi og sjá hlutina í öðru ljósi. Á grundvelli þess fjárhagslega umhverfis, sem hjúkrunarfræðingar starfa nú í, eru þeir hins vegar í ákveðnu öngstræti við að tryggja gæði hjúkrunarinnar. Markviss stjórnun og fagleg forysta skiptir þá sköpum fyrir gæði hjúkrunar á hjúkrunarheimilum. Styrkur hjúkrunarfræðinga liggur í þekkingu þeirra og hinni heildrænu nálgun sem þeir beita. Niðurstöður þessarar rannsóknar geta nýst sem grunnur fyrir frekari rannsóknir á viðfangsefninu auk þess að vera mikilvægt framlag þekkingar til hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarstjórnenda og ráðamanna öldrunarmála.To ensure quality care in nursing homes for the elderly there is a need to identify what registered nurses contribute to the quality of long-term care. The purpose of this qualitative study was to shed light on the undertakings of registered nurses in nursing homes and what their work entails. Four focus group interviews were done with a total of 22 nurses from five nursing homes. A semi-structured interview framework was used. Data were analyzed into themes. Findings reveal manifold and complex undertakings of registered nurses in nursing homes. The main theme identified was keeping all strings in one’s hand. The subthemes identified were vigilance, overview and constant surveillance and being analytical and seeing things from a new perspective. However, with the current tight economic situation in which nurses are now bound to carry out their work, they are so to speak located in a dead end street in seeking ways to ensure quality nursing care. Purposeful management and professional leadership in nursing is thus crucial for quality care in nursing homes. The strength of the work of registered nurses in nursing homes lies in their knowledge and their holistic work approach. Study findings may be used as ground for further studying the matter besides being valuable knowledge for nurse clinicians, managers, and policy makers who are in charge of the care of the elderly.B-hluti vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðing

    Quality of life and quality of life measurement

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur þessarar greinar er að skýra þróun lífsgæðahugtaksins. Bakgrunnur hugtaksins er kannaður, nálgun þess við heilbrigðishugtakið og notkunargildi innan heilbrigðisvísinda. Skoðuð er fræðileg umfjöllun um hugtakið og fjallað um rannsóknir á lífsgæðum og að lokum er gerð grein fyrir hvernig hugtakið tengist og gagnast hjúkrun. Lífsgæði er hugtak sem mikið er vitnað til í rannsóknum sem og í daglegu tali. Bætt lífsgæði er eitt af meginmarkmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og telst jafnmikilvægt og önnur markmið heilbrigðisþjónustunnar. Aukinn fjöldi langveikra hefur beint sjónum að því að það er ekki nóg að bæta árum við lífið heldur þarf einnig að gæða árin lífi. Daglegt líf fólks með langvinna sjúkdóma einkennist af vandamálum vegna heilsubrests sem hefur áhrif á lífsgæði þess. Frá sjónarhorni hjúkrunar er markmiðið að hver einstaklingur hafi tækifæri til að lifa því lífi sem hann telur innihaldsríkt og ánægjulegt að því marki sem er raunhæft. Hjúkrunarmeðferð beinist að því að gera fólki það mögulegt með því að greina og meðhöndla vandamál svo að einstaklingarnir séu færir um að viðhalda sem mestu sjálfstæði og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Það krefst kunnáttu og skilnings á hvernig heilbrigðisvandamál hafa áhrif á lífsgæði. Mótsagnir í hvernig fólk metur lífsgæði er einnig ögrandi viðfangsefni hjúkrunar. Heilbrigði er ekki alltaf uppspretta hamingju né vanheilsa alltaf orsök slæmra lífsgæða.The purpose of this theoretical article is to describe the development of the quality of life concept. The background of the concept is explored, its relationship to the health concept and its usefulness in health sciences. Further we address quality of life research in health science, its purpose and usefulness and the usefulness of the concept in nursing. Quality of life is frequently a focus in research and daily life alike. Improved quality of life is one of the main targets of the World Health Organization and considered as important as others health care factors. The increasing number of people with chronic diseases has however shifted the focus from the importance of adding years to one‘s life to also adding life to years. Longevity increases the number of people with chronic diseases. A cure for these diseases is seldom possible and that shapes and influences the quality of life for people with chronic diseases. From a nursing perspective the aim is that each patient is capable of living as meaningful and joyful a life as possible. Nursing actions aim at helping each patient to preserve autonomy and quality of life. Understanding how health problems affect quality of life requires skills and knowledge. Contradictions in people‘s experience of quality of life is also a challenge to nursing. Health does not always constitute happiness nor does poor health always have to diminish the quality of life

    Óframkvæmd hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi: Lýsandi rannsókn

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á tíðni og orsakir óframkvæmdrar hjúkrunar á legudeildum lyflækninga, skurð­ lækninga og gjörgæslu á sjúkrahúsum á Íslandi. Þátttakendur voru allir starfsmenn hjúkrunar á 27 legudeildum átta heilbrigðisstofnana á Íslandi. Skriflegur spurningalisti um óframkvæmda húkrun, MISSCARE Survey-Icelandic, var sendur 864 einstaklingum og var svörun 69,3%. Spurt var um hve algeng óframkvæmd hjúkrun er á deild þátttakenda og ástæður hennar auk bakgrunnsspurninga. Um lýsandi megindlega þversniðsrannsókn var að ræða. Flestir þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar (57,7%) og sjúkraliðar (37,1%), yngri en 55 ára (76,2%), unnu að minnsta kosti 30 stundir á viku (75,1%) á breytilegum vöktum (83,7%). Hjúkrunarathafnir, sem flestir þátttakendur sögðu óframkvæmdar á sinni deild, voru: aðstoð við hreyfingu þrisvar á dag eða samkvæmt fyrirmælum, þverfaglegir fundir alltaf sóttir og sjúklingar fræddir um sjúkdóm, próf og greiningarrannsóknir. Helstu ástæður óframkvæmdrar hjúkrunar tengdust mannafla og var algengasta ástæðan ófyrirséð fjölgun sjúklinga eða aukin hjúkrunarþyngd á deildinni. Óframkvæmd hjúkrun og ástæður tengdar mannafla, aðföngum og samskiptum voru marktækt algengari á kennslusjúkrahúsum en öðrum sjúkrahúsum (tíðni óframkvæmdrar hjúkrunar p<0,001; ástæður tengdar mannafla p<0,05; ástæður tengdar aðföngum og ástæður tengdar samskiptum p<0,001). Óframkvæmd hjúkrun var marktækt algengari á deildum lyflækninga og skurðlækninga en gjörgæslu og blönduðum deildum (p<0,001). Hjúkrunarfræðingar töldu hjúkrun marktækt oftar óframkvæmda en sjúkraliðar (p<0,001) og að ástæður tengdust mannafla (p<0,001). Tíðni óframkvæmdrar hjúkrunar og ástæður hennar tengdust einnig aldri þátttakenda og hversu góða þeir töldu mönnun á sinni deild almennt vera. Niðurstöður benda til þess að huga verði betur að grunnhjúkrun sjúklinga á legudeildum íslenskra sjúkrahúsa og skoða þarf betur mannaflann, nýtingu hans og skipulag aðfanga. Stjórnendur og klínískir starfsmenn hjúkrunar verða að setja hjúkrun sjúklinga í forgang í vinnu sinni. Frekari rannsókna er þörf á óframkvæmdri hjúkrun á Íslandi. -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------The purpose of this study is to shed light on the frequency and reasons for missed nursing care in medical, surgical and intensive care inpatient units in hospitals in Iceland. Participants were all the nursing staff in 27 inpatient units in eight health care facilities in Iceland. A paper-and-pencil questionnaire, the MISSCARE Survey-Icelandic, was distributed to 864 individuals with a 69.3% response rate. The questionnaire asked about background variables, the frequency of missed nursing care in participants’ units and its reasons. It was a descriptive, quantitative, cross-sectional study. The majority of participants were registered nurses (57.7%) and practical nurses (37.1%), younger than 55 years old (76.2%), who worked at least 30 hours a week (75.1%) on rotating shifts (83.7%). The nursing care activities most participants identified as missed on their unit were: ambulation three times per day or as ordered; attending interdisciplinary care conferences whenever held; and teaching patients about illness, tests, and diagnostic studies. The main reasons for missed nursing care related to labor resources and the most frequently identified single reason was an unexpected rise in patient volume and/or acuity on the unit. The frequency of missed nursing care and reasons related to labor resources, material resources and communication was significantly higher in teaching hospitals than in other hospitals (frequency of missed nursing care p<.001; reasons related to labor resources p<.05; reasons related to material resources and communication p<.001). Missed nursing care was significantly more frequent in medical and surgical units than in intensive and mixed medical-surgical units (p<.001). Registered nurses identified missed nursing care significantly more often than did practical nurses (p<.001) and were more likely to report reasons related to labor resources (p<.001). The frequency of missed nursing care and its reasons were also significantly related to participants’ age and how often they felt the unit staffing was adequate. Study findings indicate a need to improve basic nursing care in inpatient units in hospitals in Iceland as well as labor and material resources and its management. In their work, administrators as well as nurse clinicians have to focus on patients and their nursing care. Further studies are needed on missed nursing care in Iceland.Vísindasjóður Landspítala, B-hluti vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Rannsókna- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.ísindasjóð

    Self-care and empowerment in diabetes care: Use of instruments in clinical practice - a review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPrevalence of diabetes is increasing worldwide. Education is regarded as an essential part in diabetes care to enable people with diabetes self-care. Self-care in diabetes can be demanding and it is regarded impossible to separate treatment and education. Clinical guidelines in diabetes care recommend using empowerment approach in diabetes education. The empowerment approach emphasizes that people with diabetes are assisted to make informed decisions. Instruments measuring knowledge, self-care, empowerment, well-being and distress were translated into Icelandic, according to internationally accepted guidelines. The questionnaires were tested in a cross-sectional study and used in an educational intervention study. It was found that the instruments are practical and useful and can be used in clinical practice in Iceland. It is argued that in diabetes care, health care practitioners should make more use of appointed instruments that enable them to focus their care on specific needs of each person. The care should be based on answers from the instruments and goals which people with diabetes choose to work towards. The education should be based on the empowerment approach. Keywords: diabetes, education, empowerment, instruments used in clinical practice. Correspondence: Arun K. Sigurdardottir, [email protected] sykursýki vex stöðugt í heiminum. Kennsla í sykursýki er talin einn af hornsteinum meðferðar við sykursýki og nú er almennt álitið að aðgreining læknisfræðilegar meðferðar frá kennslu og leiðbeiningum um sjálfsumönnun sé ógerleg. Alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar mæla með því að fólk með sykursýki sé virkir þátttakendur í kennslunni og bandaríska sykursýkissambandið leggur auk þess til að kennslan sé byggð á hugmyndafræði sjálfseflingar. Hugmyndafræði sjálfseflingar leggur áherslu á að markmið kennslu og meðferðar sé að hvetja til upplýstrar ákvarðanatöku, þar sem fólk með sykursýki beri ábyrgð á og stjórni meðferð sinni í samvinnu við fagfólk. Mikilvægt er að Íslendingar með sykursýki fái meðferð sem tekur mið af ofangreindu og að heilbrigðisstarfsfólk hafi sambærilega aðferðafræði og sýn er byggi eftir föngum á gagnreynd-um aðferðum. Hér er gefið yfirlit yfir þessi fræði og kvarða sem nota má til að greina þekkingu, sjálfsumönnun, eflingu, vellíðan og streitu meðal fólks með sykursýki. Kvarðarnir voru þýddir á íslensku eftir alþjóðlegum viðmiðum um þýðingar mælitækja, prófaðir í þverskurðarkönnun og notaðir í meðferðarrannsókn þar sem niðurstaðan var að hluti kvarðanna hefði notagildi í klínískri vinnu með fólki með sykursýki. Lagt er til að nota tiltekna kvarða til að auðvelda markvissa meðferð sem veitt er eftir hugmyndafræði sjálfseflingar, en meðferðin er síðan byggð á svörum kvarðanna og markmiðum sem fólk setur sér

    Breastfeeding initiation, duration, and experiences of mothers of late preterm twins : a mixed-methods study

    Get PDF
    Funding Information: The study received financial support from Landspitali University Hospital Science Fund (A-2014-078 and A-2015-069) and The Icelandic Nurses Association Science Fund (31878 and 41180). Publisher Copyright: © 2022, The Author(s). © 2022. The Author(s).BACKGROUND: Twins and late preterm (LPT) infants are at an increased risk of being breastfed to a lesser extent than term singletons. This study aimed to describe the initiation and duration of any and exclusive breastfeeding at the breast for mothers of LPT twins and term twins during the first 4 months and to explore the breastfeeding experiences of mothers of LPT twins. METHODS: A sequential two-sample quantitative-qualitative explanatory mixed-methods design was used. The quantitative data were derived from a longitudinal cohort study in which 22 mothers of LPT twins and 41 mothers of term twins answered questionnaires at one and four months after birth (2015-2017). The qualitative data were obtained from semi-structured interviews with 14 mothers of LPT twins (2020-2021), based on results from the quantitative study and literature. Analysis included descriptive statistics of quantitative data and deductive content analysis of the qualitative data, followed by condensation and synthesis. RESULTS: All mothers of LPT twins (100%) and most mothers of term twins (96%) initiated breastfeeding. There was no difference in any breastfeeding during the first week at home (98% versus 95%) and at 1 month (88% versus 85%). However, at 4 months, the difference was significant (44% versus 75%). The qualitative data highlighted that mothers of LPT twins experienced breastfeeding as complex and strenuous. Key factors influencing mothers' experiences and decisions were their infants' immature breastfeeding behaviors requiring them to express breast milk alongside breastfeeding, the burden of following task-oriented feeding regimes, and the lack of guidance from healthcare professionals. As a result, mothers started to question the worth of their breastfeeding efforts, leading to changes in breastfeeding management with diverse results. Support from fathers and grandparents positively influenced sustained breastfeeding. CONCLUSIONS: Mothers of LPT twins want to breastfeed, but they face many challenges in breastfeeding during the first month, leading to more LPT twins' mothers than term twins' mothers ceasing breastfeeding during the following months. To promote and safeguard breastfeeding in this vulnerable group, care must be differentiated from routine term infant services, and healthcare professionals need to receive proper education and training.Peer reviewe

    The lifeline. The experience of patients with serious psoriasis of receiving infliximab medication

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textThe prevalence of chronic diseases is increasing with consequent increased demands on the healthcare system for efficient treatments. One of these diseases is psoriasis for which, in Iceland, seriously ill patients have been treated with bio­ pharmaceuticals for the past decade. The goal of this study was to describe the experience of patients with serious psoriasis currently receiving infliximab (Remicade®). The research question was: What is the experience of patients with serious psoriasis undergoing treatment with Remicade®? The research method was hermeneutic phenomenology. A purposeful sample was selected with four women and three men aged 27­45 years who were receiving regular treatment. Data were collected by interviewing each participant twice. The data were analysed according to van Manen’s method into the following fundamental lifeworld themes: Lived space: “Safety in isolation” and “Freedom that came with the treatment”. Lived time: “For a long time it was just the disease”, “Race against time” and “Worrying about the future”. Lived relation: “Shame and hiding”, “Troubles with making a connection” and “Communicating in the labyrinth”. Lived body: “The disease took all control” and “Incredible stress”. The essential theme was: “The treatment as a lifeline”. The severity of the disease over a number of years prior to infliximab treatment resulted in shame, incapacity and feelings of defeat and despair. Upon treatment however, participants reported drastic improvements in their quality of life but pinpointed that their initial concern over the long term effectiveness of infliximab was real. It is concluded that the participants would benefit from a continuous, family­oriented and comprehensive interdisciplinary healthcare service in order to increase the security and quality of life of these individuals.Langvinnum sjúkdómum fer fjölgandi hér á landi sem gera auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins um árangursrík og skilvirk meðferðarúrræði. Einn þessara sjúkdóma er húðsjúkdómurinn psoriasis en hér á landi hafa sjúklingar með alvarleg einkenni hans verið meðhöndlaðir með lífefnalyfjum í áratug. Tilgangur rannsóknarinnar er að lýsa reynslu fólks með alvarlegan psoriasis sjúkdóm af því að fá infliximab (Remicade®) meðferð. Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsla fólks með alvarlegan psoriasis sem er í Remicade®­meðferð? Rannsóknaraðferðin var túlkandi fyrirbærafræði. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki, fjórar konur og þrír karlar á aldrinum 27­45 ára sem voru í reglulegri lyfjameðferð. Gagnasöfnun fór fram í desember 2009 og janúar 2010 með tveimur viðtölum við hvern þátttakanda. Gögnin voru greind samkvæmt aðferð van Manen um reynsluheiminn. Eftirfarandi þemu voru greind: Rými í reynd fól í sér „Öryggið í einangruninni“ og „Frelsið kom með meðferðinni“. Tími í reynd vísar til: „Lengi vel var það bara sjúkdómurinn“, „Kapphlaup við tímann“ og „Áhyggjur af framtíð“. Tengsl í reynd fól í sér: „Skömm og feluleikur“, „Erfiðleikar við tengslamyndun“ og „Samskiptin í völundarhúsinu“. Líkami í reynd endurspeglaðist í: „Sjúkdómurinn tók alla stjórn“ og „ólýsanlegt álag“. Heildarþemað var „Meðferðin sem líflína“. Niðurstöðurnar lýsa upplifun þátttakenda með alvarlegan sjúkdóm til margra ára og einkennast af skömm, uppgjöf, hjálparleysi og vonleysi. Algjör viðsnúningur varð hjá þátttakendum þegar meðhöndlun hófst með lyfinu en aðlögun að hinu nýja lífi gat tekið nokkurn tíma. Langvarandi áhyggjur þátttakenda um að draga myndi úr virkni lyfsins urðu að veruleika hjá sumum. Álykta má að þróa þurfi samfellda, fjölskyldumiðaða og heildræna hjúkrunarþjónustu í þverfaglegri samvinnu, í þeim tilgangi að auka öryggi og bæta lífsgæði þessara einstaklinga

    Streita

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin
    corecore