3 research outputs found
Sjálfbærniviðhorf og ákvarðanataka stjórnenda hönnunarfyrirtækja. „Góð hönnun á ekki að þurfa að segja að hún sé sjálfbær, hún á bara að vera það“.
Vitundarvakning hefur átt sér stað síðastliðin ár á mikilvægi þess að huga að sjálfbærni. Innan hönnunargeirans hefur þessi hugsunarháttur einnig rutt sér til rúms og hönnuðir eru margir hverjir að gera sér grein fyrir áhrifum sínum á komandi framtíð. Nauðsynlegt er að vekja aukna athygli á því hlutverki sem hönnuðir og stjórnendur hönnunarfyrirtækja gegna að þessu leyti. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka sjálfbærniviðhorf og ákvarðanatöku stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja og var rannsóknarspurningin eftirfarandi: Hvernig endurspeglast sjálfbærniviðhorf stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja í ákvarðanatökum þeirra?
Með eigindlegri rannsóknaraðferð var gögnum safnað í gegnum níu hálfstöðluð viðtöl við samtals tólf viðmælendur. Allir viðmælendurnir eru eigendur í sínu fyrirtæki, auk þess sem fyrirtækin þeirra flokkast sem lítil og meðalstór. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndi fram á að sjálfbærniviðhorf getur endurspeglast á fjölþættan hátt í ákvarðanatökum hjá stjórnendum fyrirtækja. Sumir stjórnendur gengu lengra en aðrir og unnu að því markvisst að leggja sitt af mörkum til að auka fræðslu og efla sjálfbærni í samfélaginu. Sjálfbærniviðhorf stjórnendanna var í sumum tilvikum uppspretta að stofnun fyrirtækis þeirra og leiddi til ákveðins sjálfbærniramma sem auðveldaði ákvarðanatökur. Hjá öðrum stjórnendum var sjálfbærni ekki jafn ofarlega á blaði við ákvarðanatökur, hvort sem horft var til fyrirtækjareksturs þeirra eða einkalífs. Þar sem rannsóknin er ný af nálinni getur hún vonandi veitt innblástur fyrir komandi framtíðarrannsóknir á þessu sviði.
Lykilhugtök: sjálfbærni, stjórnendur, viðhorf, ákvarðanataka, hönnun.In recent years there has been a raising awareness on the importance of sustainability. Within the design sector, this way of thinking has also gained ground and many designers are aware of their impact. It is necessary to draw more attention to the role that designers and managers in design companies play in this regard. The aim of the study was to research the sustainability attitudes and decision-making of managers in Icelandic design companies. The research question was: How are the sustainability attitudes of managers in Icelandic design companies reflected in their decision-making?
With qualitative research method, data was collected through nine semi-standard interviews with a total of twelve interviewees. All the interviewees are owners of their companies, and their companies are classified as small and medium-sized. The results of the study showed that sustainability attitudes among managers can be reflected in a multifaceted way in decision-making. Some of the managers went further than others and worked systematically to contribute to increasing awareness and promoting sustainability in the community. The attitude of the managers was in some cases a source for the creation of their company and led to a certain sustainability framework that helped in their decision-making. For other managers, sustainability was not as high priority in decision-making, whether looking at their private life or business operations. As the research is new, it can hopefully provide inspiration for future research in this area.
Key concepts: sustainability, managers, attitudes, decision-making, design
Sjálfbærniviðhorf og ákvarðanataka stjórnenda hönnunarfyrirtækja. „Góð hönnun á ekki að þurfa að segja að hún sé sjálfbær, hún á bara að vera það“
Vitundarvakning hefur átt sér stað síðastliðin ár á mikilvægi þess að huga að sjálfbærni. Innan hönnunargeirans hefur þessi hugsunarháttur einnig rutt sér til rúms og hönnuðir eru margir hverjir að gera sér grein fyrir áhrifum sínum á komandi framtíð. Nauðsynlegt er að vekja aukna athygli á því hlutverki sem hönnuðir og stjórnendur hönnunarfyrirtækja gegna að þessu leyti. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka sjálfbærniviðhorf og ákvarðanatöku stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja og var rannsóknarspurningin eftirfarandi: Hvernig endurspeglast sjálfbærniviðhorf stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja í ákvarðanatökum þeirra?
Með eigindlegri rannsóknaraðferð var gögnum safnað í gegnum níu hálfstöðluð viðtöl við samtals tólf viðmælendur. Allir viðmælendurnir eru eigendur í sínu fyrirtæki, auk þess sem fyrirtækin þeirra flokkast sem lítil og meðalstór. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndi fram á að sjálfbærniviðhorf getur endurspeglast á fjölþættan hátt í ákvarðanatökum hjá stjórnendum fyrirtækja. Sumir stjórnendur gengu lengra en aðrir og unnu að því markvisst að leggja sitt af mörkum til að auka fræðslu og efla sjálfbærni í samfélaginu. Sjálfbærniviðhorf stjórnendanna var í sumum tilvikum uppspretta að stofnun fyrirtækis þeirra og leiddi til ákveðins sjálfbærniramma sem auðveldaði ákvarðanatökur. Hjá öðrum stjórnendum var sjálfbærni ekki jafn ofarlega á blaði við ákvarðanatökur, hvort sem horft var til fyrirtækjareksturs þeirra eða einkalífs. Þar sem rannsóknin er ný af nálinni getur hún vonandi veitt innblástur fyrir komandi framtíðarrannsóknir á þessu sviði.
Lykilhugtök: sjálfbærni, stjórnendur, viðhorf, ákvarðanataka, hönnun.In recent years there has been a raising awareness on the importance of sustainability. Within the design sector, this way of thinking has also gained ground and many designers are aware of their impact. It is necessary to draw more attention to the role that designers and managers in design companies play in this regard. The aim of the study was to research the sustainability attitudes and decision-making of managers in Icelandic design companies. The research question was: How are the sustainability attitudes of managers in Icelandic design companies reflected in their decision-making?
With qualitative research method, data was collected through nine semi-standard interviews with a total of twelve interviewees. All the interviewees are owners of their companies, and their companies are classified as small and medium-sized. The results of the study showed that sustainability attitudes among managers can be reflected in a multifaceted way in decision-making. Some of the managers went further than others and worked systematically to contribute to increasing awareness and promoting sustainability in the community. The attitude of the managers was in some cases a source for the creation of their company and led to a certain sustainability framework that helped in their decision-making. For other managers, sustainability was not as high priority in decision-making, whether looking at their private life or business operations. As the research is new, it can hopefully provide inspiration for future research in this area.
Key concepts: sustainability, managers, attitudes, decision-making, design
Áhrif núvitundar á grunnskólanemendur á miðstigi
Andleg líðan barna og unglinga hefur farið versnandi með árunum. Þar geta margir þættir haft áhrif og ef ekki er hugað að þeim geta afleiðingarnar orðið alvarlegar. Talið er að um eitt af hverjum fimm börnum þurfi á sérfræðiaðstoð að halda vegna alvarlegra andlegra vandamála en einungis hluti þeirra fær þá aðstoð sem þau þurfa. Skólinn er talin vera kjörinn vettvangur fyrir inngrip til að bæta líðan þeirra og hefur núvitund reynst vel í því samhengi. Núvitund getur haft jákvæð áhrif á líðan og félagsfærni, auk þess sem hún getur kennt börnum að verða rólegri og meðvitaðri um það sem er að gerast í kringum þau.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif núvitundar á líðan barna á miðstigi í grunnskóla. Börnin fengu átta vikna kennslu í núvitund (n=122) en til samanburðar var notaður annar grunnskóli sem fékk áfram hefðbundna lífsleiknikennslu (n=115). Gerðar voru mælingar fyrir og eftir núvitundarkennslu og mæld voru sjálfsálit, hamingja, gengi í skóla og einkenni þunglyndis og kvíða. Niðurstöðurnar lofuðu góðu en þær sýndu marktæka lækkun á kvíðaeinkennum auk hækkunar á sjálfsáliti og gengi í skóla. Hinsvegar voru niðurstöður á þunglyndi og hamingju ekki marktækar, en þörf er á fleiri rannsóknum hér á landi.
Í framtíðarrannsóknum væri gott að notast við stærra úrtak með fleiri grunnskólum eða skipta nemendum tilviljunarkennt í hópa. Núvitund virtist ná vel til barnanna og flest þeirra vildu að kennslan héldi áfram.Children’s and adolescent mental health has been declining through the years. There are many possible factors influencing this progress that need to be considered to prevent severe consequences. Approximately one out of every five children is considered to fulfill the criteria for mental disorder and is in need of psychological assistance, but only few get the assistance they need. Elementary schools would be the ideal place for interventions to improve children’s wellbeing. Researchers have proven mindfulness to be effective in this aspect, for example improving wellbeing and social skills. Using mindfulness can make children calmer and more conscious about their surroundings.
The goal of this research was to explore the impact of mindfulness on children’s (9-13 year old) wellbeing. For eight weeks a mindfulness class was added to the school schedule for the experimental group (n=122), while the control group received regular lessons (n=115). Children answered questionnaires, before and after the interventions, regarding self-esteem, happiness, school performance, and symptoms of depression and anxiety. The experimental group showed significant reduction of anxiety symptoms, increased self-esteem and better school performance. No difference was found in depressive symptoms and happiness, therefore further research is needed in Iceland.
Future research in this regard should use larger sample with more than two elementary schools or use randomized control trial. The children seemed to like mindfulness and most of them wanted to continue the lessons