11 research outputs found

    Líkamleg færni og stuðningur frá formlegum og óformlegum stuðningsaðilum hjá 90 ára og eldri á Íslandi

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenVorið 2003 lauk greinarhöfundur meistararannsókn við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Tilgangurinn með þessu rannsóknarverkefni var að kanna sjálfsbjargargetu langlífra Íslendinga sem búa á eigin heimilum, hvaða stuðning þeir fá frá aðstandendum og hinu opinbera og hvaða þættir hafa áhrif á þann stuðning sem veittur er. Í þessari grein verða kynntar helstu lýsandi niðurstöður rannsóknarinnar. Gögnin í þessari rannsókn voru unnin upp úr gagnasafni um heilsufar og hjúkrunarþarfir 90 ára og eldri á Íslandi, sem safnað var í tengslum við rannsókn á erfðum langlífis í samstarfi Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE)og Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum (RHLÖ). Rannsóknin fór fram á tímabilinu frá mars árið 2000 til september árið 2002. Í rannsóknarhópnum voru ásamt greinarhöfundi Pálmi V. Jónsson, Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, Hulda Jóhannesdóttir, Hjalti Guðmundsson og Kristleifur Kristleifsson. Leiðbeinendur í meistaranámi voru Kristín Björnsdóttir og Ragnar Friðrik Ólafsson

    Effects of changes in staff mix in a specialized dementia ward

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrif breytinga á samsetningu mönnunar á gæði hjúkrunar, starfsánægju og upplifun starfsmanna. Rannsóknin fór fram á annarri af tveimur deildum fyrir sjúklinga með heilabilun á öldrunarsviði Landspítalans. Sjúkraliðar með framhaldsnám og hjúkrunarfræðingar á tilraunadeildinni fengu breytt starfssvið. Þátttakendur voru sjúklingar og starfsmenn á rannsóknardeildinni og einnig hjúkrunarfræðingar af báðum deildum. Rannsóknin var unnin samkvæmt hugmyndafræði starfendarannsókna og fjórar rannsóknaraðferðir notaðar til að fá fram mismunandi sjónarhorn á viðfangsefnið. Gögnum um gæði hjúkrunar var safnað með stöðluðu megindlegu mælitæki (RAI) og innbyggðir gæðavísar skoðaðir. Gögnum um starfsánægju var safnað með skriflegum spurningalista og gögnum um upplifun starfsmanna af breytingunum var safnað með viðtölum við rýnihópa og dagbókarskrifum. Gagnasöfnun fór fram fyrir og við upphaf breytinga og svo aftur þegar breyting var vel á veg komin. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu vísbendingar um að gæði hjúkrunar og starfsánægja hefðu haldist stöðug. Í rýnihópum og dagbókum komu fram þrjú meginþemu: Breytt hlutverk, togstreita og ný tækifæri. Það tók á fyrir alla að skilgreina ný hlutverk og breytt fagleg samskipti. Einnig var átak að breyta viðteknum vinnuvenjum á deildinni og togstreita kom fram á milli stétta. Sjúkraliðar með framhaldsnám í öldrunarhjúkrun fundu fyrir ákveðinni fyrirstöðu en jafnframt að hjúkrunarfræðingarnir vildu styðja við bakið á þeim og leiðbeina inn í þetta nýja hlutverk sem hafði í för með sér ný tækifæri. Niðurstöður þessa rannsóknarverkefnis varpa ljósi á hvernig hægt er að nýta betur menntun sjúkraliða með framhaldsnám í öldrunarhjúkrun og um leið þróa nýjar leiðir í starfi hjúkrunarfræðinga. Rannsóknin er því mikilvægt innlegg í umræðu um hvernig starfskraftar sjúkraliða með framhaldsnám verða nýttir í öldrunarþjónustu í framtíðinni.The purpose of this study was to examine the effects of changes in staff mix model on quality of care, staff satisfaction, and staff perception of this change. The study was conducted in one of two specialized dementia wards at the Division of Geriatric Medicine at the Landspitali University Hospital. Geriatric-Licensed Practical Nurses (G-LPNs) and registered nurses (RNs) gained different roles on the ward. Patients and staff from the study ward and RNs from the other specialized dementia ward participated in the study. The theoretical framework of the study was Action Research and four methods were used to obtain different views on the issue. Data on quality of care were collected using a quantitative instrument (RAI) and inherent quality indicators observed. Data on job satisfaction were collected using a questionnaire and data regarding staff experience were obtained by discussions in focus-groups and diaries. Data were gathered before and after changes and finally after changes had been in place for awhile. Findings indicated that the quality of care as well as staff satisfaction remained constant. In focus groups and diaries three main themes emerged: Role change; conflict and new opportunities. It required a great effort for everyone to define new roles and changes of professional interaction. Changing the usual way of working in the ward was stressful as well because of conflicts between professions. The G-LPNs encountered certain barriers but also realized that the RNs were ready to provide support and guidance into their new role. The altered role had also the potential for new opportunities. The study results illuminate how the G-LPNs´ further education can be utilized as well as how new roles for RNs can be developed. The study findings are important for the discussion on the role G-LPNs will have in care of the elderly in the future

    Health care needs and quality of life of elderly in home care in Reykjavik, 1997

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: It is increasingly emphasized that the elderly should be supported to live at home as long as possible. The purpose of this study was to describe the health and conditions of people in home care. Material and methods: Individuals who received home care in the Reykjavik area in autumn of 1997 were assessed with the Minimum Data Set-Resident Assessment Instrument for Home Care, MDS-RAI HC. Results: The study evaluated 257 individuals at four primary care health centers. The mean age was 82.7 years, women were 78.6%, living alone were 62.5%, and they had received home care on average of 2.4 years. Almost all were independent in primary activities of daily living, ADL, but about half needed help with instrumental activities of daily living (IADL). Impaired cognition was observed in 40% of individuals, depressive symptoms in 18%, daily pain was noted in 47% and 47% assessed their health as poor. Loneliness was expressed by 21%, 18% had not gone out doors in over 30 days and 27% were always alone during the day. The mean number of hours during two weeks was 3.5 hours in nursing care and 9.5 hours in home help. Thirty-four percent took 9 or more medications. Conclusion: Individuals in home care were independent in ADL but needed assistance with IADL. There are important quality of life issues that are of concern. Further research is needed in home care with particular emphasis on improvement of well being.Tilgangur: Vaxandi áhersla er lögð á að aldraðir geti búið heima sem lengst, en rannsóknir á högum aldraðra Íslendinga sem njóta þjónustu í heimahúsum eru takmarkaðar. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa heilsufari, líðan og aðstæðum fólks í heimaþjónustu. Aðferð: Einstaklingarnir sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar á Reykjavíkursvæðinu haustið 1997 voru metnir með MDS-RAI HC (Minimum Data Set-Resident Assessment Instrument for Home Care) mælitækinu. Niðurstöður: Metnir voru 257 einstaklingar á fjórum heilsugæslustöðvum. Meðalaldur var 82,7 ár, 62,5% bjuggu einir, og höfðu þeir notið heimaþjónustu að meðaltali í 2,4 ár. Konur voru 78,6%. Nær allir voru sjálfbjarga með persónulegar athafnir daglegs lífs (ADL), en 53% þurftu aðstoð við böðun. Um helmingur þurftu mikla aðstoð við almennar athafnir daglegs lífs (IADL). Skert minni var hjá tæplega 40% einstaklinganna en dapurt yfirbragð hjá 18%. Átján prósent höfðu aldrei farið út úr húsi á 30 daga tímabili, 27% voru alltaf einir yfir daginn, en 21% tjáði sig um einmanaleika. Daglegir verkir greindust hjá 47% einstaklinganna og 47% töldu heilsufar sitt vera lélegt. Á 14 dögum var meðalfjöldi klukkustunda á skjólstæðing í heimahjúkrun 3,5 klukkustundir og heimilishjálp 9,5 klukkustundir. Lyfjanotkun var mikil og voru 34% á níu lyfjum eða fleiri. Ályktun: Einstaklingar í heimahjúkrun eru sjálfbjarga með ADL en þeir þurfa aðstoð við almenn dagleg verk og böðun. Ýmis atriði sem snerta lífsgæði þyrfti að skoða nánar með hliðsjón af því hvort bæta megi líðan þeirra sem njóta þjónustunna

    Leikur að læra : hlutverk þykjustuleiks fyrir nám og þroska barna

    No full text
    Þetta verkefni fjallar um þykjustuleikinn og mikilvægi hans fyrir nám og þroska barna. Ég vel að skoða leikinn aðallega út frá tveimur kenningum þeirra, Vygotsky og Bateson. Ég. Þykjustuleikurinn er að mörgum talinn leikur leikjanna, því á leikskólaárum þroskast börn í félagsfærni, vitsmunaþroska og tilfinningaþroskabarna. Einnig kem ég inná hlutverk kennarans í leiknum, skipulagi og hvaða efnivið er best að hafa til taks til að styðja við leik þeirra

    Characteristics and consequences of inpatients falls in Landspitali University Hospital of Iceland 2005-2009

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink at the top of the page marked FilesByltur eru algengar á bráðasjúkrahúsum og geta haft langvarandi áhrif á líf og líðan sjúklinga. Orsakir byltna geta verið aldur, lyf, bráðaóráð, skert jafnvægi, þvagleki og margt fleira. Tilgangur þessarar lýsandi þversniðsrannsóknar var að greina tíðni byltna á Landspítala og hvað einkennir þá sjúklinga sem detta og skoða tengsl milli einkenna sjúklinga og afleiðinga byltna. Skoðuð voru 2382 byltuatvik hjá 1761 sjúklingi. Megindlegar og eigindlegar aðferðir voru notaðar til að greina gögn úr atvikaskráningakerfi Landspítalans. Skráðum blyltum sjúklinga á Landspítala fjölgaði á tímabilinu, úr 1,3 byltum upp í 3,2 byltur á hverja 1000 legudaga. Meðalaldur sjúklinga sem duttu, var 77,2 ár. Tíðni byltna jókst með aldri og karlar voru líklegri til að detta en konur (p=0,001). Áhugavert var að 42% byltna sjúklinga urðu að næturlagi. Sjúklingar yngri en 85 ára og áttaðir sjúklingar voru líklegri til að fá áverka við byltu hendur en aðrir. Byltur tengdar salernisferðum voru 35,3% og voru líklegri til að valda sjúklingi áverka heldur en byltur sjúklinga við aðrar athafnir. Niðurstöður sýna að skráning á byltum á Landspítala hefur aukist og er það hugsanlega til marks um aukna vitund heilbrigðisstarsfólks um vandamálið. Mikilvægt er að skipuleggja aðgerðir til að fækka byltum aldraðra sjúklinga sem og byltum sjúklinga að næturlagi. Einnig er mikilvægt að huga að forvörnum vegna byltna sem tengjast salernisferðum sjúklinga.Patient falls are common in acute hospitals and can have long-lasting consequences for patients' wellbeing and quality of life. Falls have many causes, like age, use of sedative drugs, confusion, unsteady gait and incontinence. The purpose of this descriptive cross-sectional study was to analyze the incidence of falls in Landspitali University Hospital of Iceland (LUH), analyze the characteristics of patients who fall, and examine the relationship between patient characteristics and consequences of falls. The number of falls that were analyzed was 2382 involving 1761 patients. Quantitative and qualitative research methods were used to analyze all reported inpatient falls from the LUH electronic hospital incident recording system. Reported falls of patients increased during the period, from 1.3 falls to 3.2 falls per 1000 patient days. The mean age of patients who fell was 77.2 years. Incidence of falls increased with age and men were more likely to fall than women (p=0.001). Patients who fell during the night were 42% and 35.3% of patients fell on their way to the toilet. Those who were more likely to experience trauma by falling were patients younger than 85 years and cognitively intact patient compared to others. Patients who fell on the way to the toilet were more likely to be injured compared to those who fell during other activities. Results show that the recording of falls in Landspitali University Hospital of Iceland has increased reflecting an increased awareness of the problem by healthcare professionals. Toilet-related falls are more likely to cause injuries compared to other falls making it important to develop interventions to reduce them

    Characteristics and consequences of inpatients falls in Landspitali University Hospital of Iceland 2005-2009

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink at the top of the page marked FilesByltur eru algengar á bráðasjúkrahúsum og geta haft langvarandi áhrif á líf og líðan sjúklinga. Orsakir byltna geta verið aldur, lyf, bráðaóráð, skert jafnvægi, þvagleki og margt fleira. Tilgangur þessarar lýsandi þversniðsrannsóknar var að greina tíðni byltna á Landspítala og hvað einkennir þá sjúklinga sem detta og skoða tengsl milli einkenna sjúklinga og afleiðinga byltna. Skoðuð voru 2382 byltuatvik hjá 1761 sjúklingi. Megindlegar og eigindlegar aðferðir voru notaðar til að greina gögn úr atvikaskráningakerfi Landspítalans. Skráðum blyltum sjúklinga á Landspítala fjölgaði á tímabilinu, úr 1,3 byltum upp í 3,2 byltur á hverja 1000 legudaga. Meðalaldur sjúklinga sem duttu, var 77,2 ár. Tíðni byltna jókst með aldri og karlar voru líklegri til að detta en konur (p=0,001). Áhugavert var að 42% byltna sjúklinga urðu að næturlagi. Sjúklingar yngri en 85 ára og áttaðir sjúklingar voru líklegri til að fá áverka við byltu hendur en aðrir. Byltur tengdar salernisferðum voru 35,3% og voru líklegri til að valda sjúklingi áverka heldur en byltur sjúklinga við aðrar athafnir. Niðurstöður sýna að skráning á byltum á Landspítala hefur aukist og er það hugsanlega til marks um aukna vitund heilbrigðisstarsfólks um vandamálið. Mikilvægt er að skipuleggja aðgerðir til að fækka byltum aldraðra sjúklinga sem og byltum sjúklinga að næturlagi. Einnig er mikilvægt að huga að forvörnum vegna byltna sem tengjast salernisferðum sjúklinga.Patient falls are common in acute hospitals and can have long-lasting consequences for patients' wellbeing and quality of life. Falls have many causes, like age, use of sedative drugs, confusion, unsteady gait and incontinence. The purpose of this descriptive cross-sectional study was to analyze the incidence of falls in Landspitali University Hospital of Iceland (LUH), analyze the characteristics of patients who fall, and examine the relationship between patient characteristics and consequences of falls. The number of falls that were analyzed was 2382 involving 1761 patients. Quantitative and qualitative research methods were used to analyze all reported inpatient falls from the LUH electronic hospital incident recording system. Reported falls of patients increased during the period, from 1.3 falls to 3.2 falls per 1000 patient days. The mean age of patients who fell was 77.2 years. Incidence of falls increased with age and men were more likely to fall than women (p=0.001). Patients who fell during the night were 42% and 35.3% of patients fell on their way to the toilet. Those who were more likely to experience trauma by falling were patients younger than 85 years and cognitively intact patient compared to others. Patients who fell on the way to the toilet were more likely to be injured compared to those who fell during other activities. Results show that the recording of falls in Landspitali University Hospital of Iceland has increased reflecting an increased awareness of the problem by healthcare professionals. Toilet-related falls are more likely to cause injuries compared to other falls making it important to develop interventions to reduce them

    Líkamleg færni og stuðningur frá formlegum og óformlegum stuðningsaðilum hjá 90 ára og eldri á Íslandi

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenVorið 2003 lauk greinarhöfundur meistararannsókn við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Tilgangurinn með þessu rannsóknarverkefni var að kanna sjálfsbjargargetu langlífra Íslendinga sem búa á eigin heimilum, hvaða stuðning þeir fá frá aðstandendum og hinu opinbera og hvaða þættir hafa áhrif á þann stuðning sem veittur er. Í þessari grein verða kynntar helstu lýsandi niðurstöður rannsóknarinnar. Gögnin í þessari rannsókn voru unnin upp úr gagnasafni um heilsufar og hjúkrunarþarfir 90 ára og eldri á Íslandi, sem safnað var í tengslum við rannsókn á erfðum langlífis í samstarfi Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE)og Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum (RHLÖ). Rannsóknin fór fram á tímabilinu frá mars árið 2000 til september árið 2002. Í rannsóknarhópnum voru ásamt greinarhöfundi Pálmi V. Jónsson, Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, Hulda Jóhannesdóttir, Hjalti Guðmundsson og Kristleifur Kristleifsson. Leiðbeinendur í meistaranámi voru Kristín Björnsdóttir og Ragnar Friðrik Ólafsson

    Fæðingarþunglyndi. Endurmat á vinnuleiðbeiningum með EPDS kvarðanum

    No full text
    Tilgangur þessarar ritgerðar er að endurmeta vinnureglur vegna skimunar með Edinbor-garþunglyndiskvarðanum (EPDS) á Heilsugæslustöðvum á Íslandi á grundvelli nýjustu vísindarannsókna. Álit hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum er tekið til greina ásamt þeirra hugmyndum um endurbætur á fyrirlagningunni. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu til að skima fyrir fæðingarþunglyndi og er mikilvægt að taka mið af þeirra sjónarhorni um hvað bæta megi í meðferð kvenna með fæðingarþunglyndi. Fæðingarþunglyndi er skilgreint eins og þunglyndi almennt, allt frá vægu til alvarlegs þunglyndis á fyrsta ári eftir barnsburð. Fæðingarþunglyndi er algengara vandamál en margan grunar því talið er að 10-15% mæðra um allan heim þjáist af sjúkdómnum. Í ritgerðinni er fjallað um fæðingarþunglyndi almennt, greiningu, skimun, skimunartæki, íhlutanir, klínískar leiðbeinin¬gar og tillögur að breytingum. Á Íslandi virðist ofangreindum vinnureglum vera fylgt vel eftir fyrst eftir barnsburð en því verði ábótavant seinna í ferlinu og eftirfylgd ófullnægjandi að sögn hjúkrunarfræðinga. Leiddi samantektin í ljós að æskilegt væri að leggja kvarðann fyrir fyrr í ferlinu og jafnvel oftar í því skyni að fá betri samanburð á líðan mæðra fyrsta árið eftir barnsburð. Góður kostur væri að útbúa meðferðaráætlun fyrir konur sem eiga í hættu að fá fæðingarþunglyndi og stuðla þannig að auknu aðhaldi. Lykilorð: Fæðingarþunglyndi, EPDS-kvarðinn, skimun, endurmat, eftirfylg

    Assessment of health and caring needs in nursing homes. The Resident Assessment Instrument, its development and some pilot study results

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThose elderly living in institutions have multiple social, health and mental problems, in addition to loss of function. The Resident Assessment Instrument assesses the individual in detail and his caring needs. Resident Assessment Protocols come with the instrument and a handbook that describes how to evaluate specific problems further. Quality indicators allow comparisons between institutions and thus the quality of care can be assessed in comparable groups of residents. The elderly can be put into defined resource utilisation groups and an average cost calculated per unit or nursing home. A pilot study was conducted in Iceland in 1994 to examine the utility of the instrument. It was shown that most of the residents were viewed as competent according to documents, even if about half of them had considerable cognitive dysfunction. Dementia was the most common diagnosis. One fourth of the residents took antidepressant medications and 54-62% took sedatives or hypnotic drugs. Eight out of 10 had dentures and one third had difficulty chewing. Many more interesting findings showed up that are described in a special report.Aldraðir sem dvelja á stofnunum búa við margvíslegan félagslegan, heilsufarslegan og andlegan vanda, auk færnitaps. Lýst er RAI mælitækinu (Resident Assessment Instrument) sem metur ítarlega heilsufar og aðbúnað aldraðra á stofnunum. Mælitækinu fylgja matslyklar og leiðbeiningarhandbók sem lýsa viðbrögðum við greindum vandamálum. Gæðavísar gera kleift að meta gæði þeirrar umönnunar sem veitt er á einstökum stofnunum. Jafnframt er hægt að reikna út svokallaða þyngdarstuðla sem gefa til kynna kostnað við að annast mismunandi hópa aldraðra innan elli- og hjúkrunarheimilanna. Forkönnun var gerð á notagildi RAI mælitækisins á Íslandi árið 1994. í þeirri könnun kom meðal annars fram að nær allir vistmenn voru skráðir sjálfráða, enda þótt um það bil helmingur hafi haft einhvers konar vitræna skerðingu. Heilabilun var ein algengasta sjúkdómsgreiningin. Fjórðungur allra tók geðdeyfðarlyf og 54-62% íbúanna tóku róandi lyf og svefnlyf. Átta af hverjum 10 voru með gervitennur og um þriðjungur átti erfitt með að tyggja. Margar fleiri athyglisverðar niðurstöður komu fram og er þeim lýst í sérstakri skýrslu

    Health care needs and quality of life of elderly in home care in Reykjavik, 1997

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: It is increasingly emphasized that the elderly should be supported to live at home as long as possible. The purpose of this study was to describe the health and conditions of people in home care. Material and methods: Individuals who received home care in the Reykjavik area in autumn of 1997 were assessed with the Minimum Data Set-Resident Assessment Instrument for Home Care, MDS-RAI HC. Results: The study evaluated 257 individuals at four primary care health centers. The mean age was 82.7 years, women were 78.6%, living alone were 62.5%, and they had received home care on average of 2.4 years. Almost all were independent in primary activities of daily living, ADL, but about half needed help with instrumental activities of daily living (IADL). Impaired cognition was observed in 40% of individuals, depressive symptoms in 18%, daily pain was noted in 47% and 47% assessed their health as poor. Loneliness was expressed by 21%, 18% had not gone out doors in over 30 days and 27% were always alone during the day. The mean number of hours during two weeks was 3.5 hours in nursing care and 9.5 hours in home help. Thirty-four percent took 9 or more medications. Conclusion: Individuals in home care were independent in ADL but needed assistance with IADL. There are important quality of life issues that are of concern. Further research is needed in home care with particular emphasis on improvement of well being.Tilgangur: Vaxandi áhersla er lögð á að aldraðir geti búið heima sem lengst, en rannsóknir á högum aldraðra Íslendinga sem njóta þjónustu í heimahúsum eru takmarkaðar. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa heilsufari, líðan og aðstæðum fólks í heimaþjónustu. Aðferð: Einstaklingarnir sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar á Reykjavíkursvæðinu haustið 1997 voru metnir með MDS-RAI HC (Minimum Data Set-Resident Assessment Instrument for Home Care) mælitækinu. Niðurstöður: Metnir voru 257 einstaklingar á fjórum heilsugæslustöðvum. Meðalaldur var 82,7 ár, 62,5% bjuggu einir, og höfðu þeir notið heimaþjónustu að meðaltali í 2,4 ár. Konur voru 78,6%. Nær allir voru sjálfbjarga með persónulegar athafnir daglegs lífs (ADL), en 53% þurftu aðstoð við böðun. Um helmingur þurftu mikla aðstoð við almennar athafnir daglegs lífs (IADL). Skert minni var hjá tæplega 40% einstaklinganna en dapurt yfirbragð hjá 18%. Átján prósent höfðu aldrei farið út úr húsi á 30 daga tímabili, 27% voru alltaf einir yfir daginn, en 21% tjáði sig um einmanaleika. Daglegir verkir greindust hjá 47% einstaklinganna og 47% töldu heilsufar sitt vera lélegt. Á 14 dögum var meðalfjöldi klukkustunda á skjólstæðing í heimahjúkrun 3,5 klukkustundir og heimilishjálp 9,5 klukkustundir. Lyfjanotkun var mikil og voru 34% á níu lyfjum eða fleiri. Ályktun: Einstaklingar í heimahjúkrun eru sjálfbjarga með ADL en þeir þurfa aðstoð við almenn dagleg verk og böðun. Ýmis atriði sem snerta lífsgæði þyrfti að skoða nánar með hliðsjón af því hvort bæta megi líðan þeirra sem njóta þjónustunna
    corecore