114 research outputs found
Palliative care for COPD patients: synchronized care
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur og tilgangur: Tilgangur rannsóknar var að lýsa reynslu og viðhorfum hjúkrunarfræðinga á líknarmeðferð og innleiðingu hennar á sjúkradeild til þess að styrkja þjónustu við sjúklinga með langvinna lungnateppu. Slík innsýn gæti bætt lífsgæði sjúklinga með langvinna lungnateppu og fjölskyldna þeirra sem standa andspænis lífhættulegum sjúkdómi. Fræðilegur bakgrunnur var óvissulíkan Roland van Linge. Þar er gert ráð fyrir að árangursrík innleiðing þurfi samþýðanleika milli nýjungar (líknarmeðferðar lungnasjúklinga) og umhverfis eða núverandi starfshátta. Aðferð: Tekin voru tvö rýnihópaviðtöl við hjúkrunarfræðinga (N=8) á lungnadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss sem þjóna hlutverki greiningarviðtals í innleiðingunni. Greindar voru hindranir og árangursríkar leiðir fyrir innleiðinguna. Niðurstöður: Þemagreining sýndi að meginhindranir við innleiðingu líknarmeðferðar voru hugtakaruglingur varðandi líknar- og lífslokameðferð, hjúkrunarfræðingana greindi á við aðrar heilbrigðisstéttir, m.a. lækna um framkvæmd líknarmeðferðar, auk þess sem óvissa um framgang sjúkdóms gat hindrað ákvarðanatöku um meðferðina. Árangursríkar leiðir til innleiðingar vörðuðu mikilvægi þess að vera samstiga varðandi framkvæmd líknarmeðferðar og í því samhengi voru þverfaglegir vinnufundir mikilvægir þar sem fagstéttirnar gætu unnið sameiginlega að meðferðarmarkmiðum. Ályktanir: Til þess að geta veitt sjúklingum með langvinna lungnateppu líknarmeðferð þarf sérhæfingu þar sem um flókinn sjúkdóm og sjúkdómsferli er að ræða. Við innleiðingu á klínískum leiðbeiningum um líknarmeðferð þarf að byggja á þekkingu um sérstakar þarfir lungnasjúklinga; innleiðing þarfnast tíma og fjármuna og hugsanlega þarf að laga leiðbeiningarnar að sértækum þörfum þessa skjólstæðingahóps.Background and aim: The aim of the study was to describe and explore nurses’ experience of using palliative care and the implementation of clinical guidelines for palliative care in a pulmonary hospital unit for the purpose of improving healthcare for patients with chronic obstructive pulmonary disease (COPD). Insight into this experience might improve quality of life of patients and their families who face problems associated with this life-threatening disease. Theoretical background is the contingency model by Roland van Linge. In the model effective implementation consists of congruency between the intervention (palliative care) and the environment or existing practice. Method: In this qualitative research two focus group interviews were carried out with nurses (N=8) at a pulmonary unit at Landspitali National University Hospital, as key informants, where facilitators and barriers for the implementation of palliative care were identified along with elucidating the nurses’ experience. Results: The themes that were analyzed were confusion of concepts as regards palliative care and end-of-life care, that nurses were in conflict with other health care professionals, e.g. physicians, about how to apply principles of palliative care in the unit as well as uncertainty of the course of the disease as hindering decision making about palliative care. Successful implementation was considered likely when health care workers work together as a team. Conclusion: There is need for specialized palliative care for patients with COPD due to the complexity and nature of the course of the disease. Implementation of clinical guidelines in palliative care for patients with COPD needs to be based on specialized knowledge of the lung disease; it takes time and resources, as well as amendments to the special needs of this patient group
Sykurlausn í munn við verkjum hjá fyrirburum og fullburða nýburum
Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenVeikir nýburar verða fyrir mjög mörgum smávægilegum en sársaukafullum inngripum meðan á dvöl þeirra á nýburagjörgæslu stendur. Verkjameðferð vegna flessara inngripa er enn ekki stunduð á nýburagjörgæsludeildum að neinu ráði. Markmið þessarar samantektar var að skoða hvort sykurlausn í munn við verkjum hjá fullburða börnum og fyrirburum væri hættulaus, auðframkvæmanleg og árangursrík aðgerð til að lina verki vegna smávægilegra inngripa. Rannsóknir síðustu ára á aðferðinni voru flokkaðar og efnislegir þættir þeirra greindir. Við lestur á rannsóknunum og samantekt á niðurstöðum þeirra má sjá að 0,012-0,12g súkrósagjöf í munn 2 mínútum fyrir hælstungu og stungu í æð minnkar marktækt verki hjá fullburum og fyrirburum. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að um miðlæg og langtíma áhrif á taugakerfið sé að ræða en ekki eingöngu stöðvun verkjaboða af hálfu innbyggða ópíóðakerfisins vegna áhrifa súkrósa á bragðskyn áður en sársaukinn er skynjaður. Þær rannsóknir, sem til eru, benda ekki til neinna aukaverkana af gjöf á sykurlausn í munn. Þó hefur verið bent á að taka Þurfi mið af hugsanlegu frúktósaófloli og hárri osmósufléttni lausnarinnar og gera frekari rannsóknir á áhrifum Þess á börn sem fæðast löngu fyrir tímann. Af niðurstöðum má draga Þá ályktun að til boða standi nýir möguleikar við verkjameðferð nýbura sem verða fyrir smávægilegum inngripum eins og blóðtöku með hælstungu, nálaruppsetningu, mænuholsástungu, flvagástungu, brjóstholsástungu, uppsetningu barkarennu og fleira. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta gagnsemi sykurlausnar í munn við að lina sársauka við fjölbreyttar aðstæður og meðal ýmissa aldurshópa n‡- bura. Auk þess þarf að laga gjöfina að flörfum, s.s. styrk lausnarinnar sem gefa á. Aðferðin lofar þó í heild góðu við meðferð verkja hjá nýburum bæði með tilliti til áhættu og árangurs
Lyfjamistök og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked File
Könnun á stöðugleika glúkósa í þremur tegundum blóðsýnaglasa
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textInngangur: Glúkósi lækkar í blóðsýnaglösum vegna glýkólýsu sem er einn helsti skekkjuvaldur í forgreiningarfasa glúkósamælinga. Klínískar rannsóknarstofur hafa notað ýmis verndunarefni í blóðsýnaglösum til að reyna að koma í veg fyrir glýkólýsu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organisation, WHO) hefur gefið út alþjóð legar leiðbeiningar um glúkósamælingar og greiningu á sykursýki. Forsenda fyrir réttri sjúkdómsgreiningu á sykursýki er að mælingar á glúkósa í blóði séu stöðugar og nákvæmar. Markmið: Að kanna stöðugleika glúkósa í mismunandi tegundum blóðsýnaglasa og leggja mat á hvort æskilegt væri að breyta vali á blóðsýnaglösum á klínískri lífefnafræðideild (KL) á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) út frá vitneskju um óstöðugleika glúkósa fyrir mælingu. Efni og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar samanstóð af 30 heilbrigðum einstaklingum og 20 einstaklingum með sykursýki sem voru í eftirliti á göngudeild sykursjúkra á LSH. Blóðsýni voru tekin í mismunandi blóðsýnaglös úr hverjum þátttakanda: Glös með lithíum heparíni (Li-Hep), glös með geli, glös með natríum flúoríði (NaF) og glös með sítrati (FcMix). Blóðsýnaglös voru geymd við stofuhita í 2, 4 og 24 klukkustundir áður en þau voru skilin niður og glúkósi mældur. Glúkósastyrkur úr mismunandi blóðsýnaglösum var borinn saman við glúkósastyrk í viðkomandi viðmiðunarsýni. Viðmiðunarsýni voru tekin í Li-Hep glös sem voru sett í ísvatn strax eftir blóðtöku og skilin niður innan 10 mínútna. Niðurstöður: Rannsóknin leiddi í ljós að stöðugleiki glúkósa er mismikill í mismunandi blóðsýnaglösum. Glös sem innihalda FcMix virðast vera bestu glösin til að minnka áhrif glýkólýsu á niðurstöður glúkósamælinga. Æskilegt væri að skoða breytingu á vali á blóðsýnaglösum á Landspítalanum. Samkvæmt niðurstöðum þessara rannsóknar væru FcMix glösin besti kosturinn þar sem glúkósi helst stöðugri í þeim samanborið við aðrar tegundir blóðsýnaglasa sem rannsakaðar voru
Að hafa gaman, leika og læra
Á tímum sem þessum þar sem skólastarf er með breyttu sniði er kjörið tækifæri fyrir kennara og foreldra, sem eru heima með börnum sínum, að nýta sér leiki og leiklist. Í gegnum leiklist læra börn að setja sig í spor annarra og styrkja sjálfsmynd sína auk þess að taka ákvarðanir sem byggðar eru á eigin skoðunum og tilfinningum. Þau læra að takast á við ímyndaðar aðstæður, þjálfast í skipulagðri og markvissri samvinnu sem eflir félags- og málþroska. Leiklistin styður börn í að tjá, móta og miðla hugmyndum sínum og tilfinningum og ýtir undir lýðræðislega þátttöku. Hvernig væri að ýta borðum og stólum til hliðar og prófa að leika söguna sem þið eruð að lesa eða reikna dæmið í gegnum leik?
Hér eru nokkrir leikir sem reyna á samvinnu og samstarf.Óritrýn
Verkir og verkjameðferð á Sóltúni
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Markmið þessarar greinar er að skýra frá árangri af notkun verkjaplástra á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og hvernig það skilaði sér í betri líðan íbúa samkvæmt RAI-matstækinu. Bornar voru saman mælingar á verkjakvarða á árunum 2006-2010
Byltur og varnir á Sóltúni
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin
Women’s experience of living with a bipolar
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textThe purpose of this qualitative study was to describe the experience of women with bipolar disorder. A purposive sample of eight women, 22 to 65 years old, was recruited. Two to three, about one hour long, semi-structured interviews were conducted with each participant over three years. Data were analyzed into themes. The findings illuminate the following themes: “Life in a high-rise” – experiences in manic and depressive states, “Finally diagnosed” – long process of getting diagnosis, “Being conscious” – developing insight into the disease, “The rope” – Continuous work in staying symptom free, “Under the microscope” – stigma all over, “The ruins” – relationships with family, and “Puzzling life together” – interactions with healthcare professionals. It is concluded that the disease has had deep influences on the lives of the women. They did not consider themselves as patients, but did nevertheless make considerable changes in daily life to be able to prevent symptoms and deal with those that surfaced. Health professionals need to systematically collaborate with people with bipolar disorders and their families according to their unique needs at different stages of the disease. Emphasis needs to be placed on coming to terms with the diagnosis, to improve symptoms in manic and depressive states, to recognize early warning signs, to support healthy life-style, to inform others about the disease, to strengthen self-image and autonomy, and to eliminate prejudice.Tilgangur, efniviður og aðferðir: Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar var að lýsa reynslu kvenna með geðhvörf. Úrtakið var þægindaúrtak átta kvenna á aldrinum 22 til 65 ára. Tekin voru tvö til þrjú, um það bil klukkustundarlöng hálfstöðluð, viðtöl við hvern þátttakanda yfir allt að þriggja ára tímabil. Gögnin voru þemagreind. Niðurstöður: Eftirfarandi þemu voru greind: „Lífið í blokkinni“ – líðan í örlyndis- og þunglyndissveiflum, „Loksins greind“ – langur aðdragandi sjúkdómsgreiningar, „Að hafa meðvitund“– þróun innsæis í sjúkdómsástand, „Haldreipið“ – þrotlaus vinna að halda sér einkennalausum, „Að vera undir smásjá“ – fordómar alls staðar, „Rústir einar“ – samskipti við fjölskyldu og „Að púsla lífinu saman á ný“ – samskipti við fagfólk. Ályktanir: Sjúkdómurinn hefur markað djúp spor í líf þátttakenda. Þrátt fyrir að konurnar hafi ekki litið á sig sem sjúklinga höfðu þær engu að síður þurft að gera umtalsverðar breytingar á daglegu lífi. Breytingarnar þjónuðu þeim tilgangi að koma í veg fyrir að einkenni kæmu fram á ný og að takast á við þau sem upp komu. Samstarf heilbrigðisstarfsmanna við fólk með geðhvörf og fjölskyldur þeirra þarf að vera markvisst og í samræmi við ólíkar þarfir á breytilegum tímabilum veikindanna. Leggja þarf áherslu á að horfast í augu við greiningu, að bæta líðan í örlyndis- og þunglyndissveiflunum, að greina forboðaeinkenni, að styðja við heilsusamlega lífshætti, að upplýsa aðra um sjúkdóminn, að styrkja sjálfsmynd og sjálfstæði og vinnu gegn fordómum
Viral hepatitis B and C among immigrants in Iceland
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: Viral hepatitis B and C are a major health problem worldwide. The prevalence of these diseases varies throughout the world. In Iceland, the incidence of hepatitis B and C has increased in recent years. At the same time, the number of immigrants from countries where viral hepatitis is endemic, has also increased. The aim of this study was to investigate the epidemiology of hepatitis B and C among immigrants in Iceland. MATERIAL AND METHODS: Immigrants from outside the European Economic Area (EEA) were screened for hepatitis B and C. Medical records for the years 2000-2002 were reviewed for country of origin, viral serology and liver transaminases. Information was gathered from the State Epidemiologist's central registry of notifiable diseases and from the Icelandic Directorate of Immigration on the number of residence permits issued. RESULTS: 70% of all immigrants from countries outside the EEA during the study period were included in the study. Blood samples were obtained from 2946 immigrants. 83 (2.8%) had hepatitis B and 24 (0.8%) had hepatitis C. Prevalence of hepatitis B was highest among immigrants from Africa,11/171 (6.4%; 95% CI: 3.3-11.2%) and hepatitis C among immigrants from Eastern Europe, 16/1502 (1.1%; 95% CI: 0.6-1.7%). 482 (16%) had serological markers of previous hepatitis B infection. Of all registered cases of hepatitis B, immigrants were 56% and of hepatitis C 10%. CONCLUSIONS: 1. Majority of those diagnosed with hepatitis B during the study period were immigrants. 2. Among immigrants, hepatitis B was more prevalent than hepatitis C. 3) The high prevalence of hepatitis B justifies screening for the disease in this population.Inngangur: Lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi þessara sjúkdóma er mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi hefur nýgengi lifrarbólgu B og C aukist á undanförnum árum. Jafnframt hefur fjöldi innflytjenda, meðal annars frá löndum þar sem veirulifrarbólga er landlæg, aukist verulega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði lifrarbólgu B og C hjá innflytjendum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru móttökuskrár lungna- og berklavarnadeildar Heilsu-verndarstöðvar Reykjavíkur og göngudeildar smitsjúkdóma á Barnaspítala Hringsins tímabilið 2000-2002 en á þessar deildir var flestum innflytjendum frá löndum utan EES vísað til skoðunar. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám göngudeilda Landspítala. Athugað var upprunaland og niðurstöður veirurannsókna og lifrarprófa. Einnig var aflað upplýsinga úr smitsjúkdómaskrá sóttvarnarlæknis og hjá Útlendingaeftirliti um fjölda útgefinna dvalarleyfa. Niðurstöður: Rannsóknin tók til um 70% innflytjenda frá löndum utan EES sem fengu dvalarleyfi á tímabilinu. Blóðsýni var tekið úr 2946 einstaklingum. Greindust 83 (2,8%) með lifrarbólgu B og 24 (0,8%) með lifrarbólgu C. Algengi lifrarbólgu B var hæst hjá innflytjendum frá Afríku 11/171 (6,4%; 95% CI: 3,3-11,2%) og lifrarbólgu C hjá innflytjendum frá Austur-Evrópu 16/1502 (1,1%; 95% CI: 0,6-1,7%) en 482 (16%) höfðu merki um fyrri sýkingu af völdum lifrarbólgu B. Af öllum tilkynntum tilfellum af lifrarbólgu B voru innflytjendur 56% og af lifrarbólgu C 10%. Ályktanir: 1. Meirihluti þeirra sem greindust á tímabilinu með lifrarbólgu B hér á landi voru innflytjendur. 2. Lifrarbólga B var algengari hjá innflytjendum en lifrarbólga C. 3. Algengi lifrarbólgu B réttlætir áframhaldandi skimun hjá innflytjendum enda er hægt að takmarka útbreiðslu sjúkdómsins með bólusetningum
- …