46 research outputs found

    Nýjar áherslur í ráðgjöf um getnaðarvarnir : ungt fólk þarf breytta þjónustu

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHjúkrunarfræðingar og ljósmæður hér á landi hafa að baki öflugt og gott háskólanám sem undirbýr þessar starfsstéttir að takast á við fjölbreytt verkefni heilbrigðisþjónustunnar. Vaxandi þörf er á því í samfélaginu að skilgreina viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar sem ekki er sinnt sem skyldi. Eitt af þeim viðfangsefnum er kynheilbrigðisþjónusta fyrir ungt fólk og innan hennar ráðgjöf um getnaðarvarnir. Þessi þjónusta er háð því að heimila fyrrgreindum starfsstéttum að ávísa hormónagetnaðarvörnum. Aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf um getnaðarvarnir fyrir ungt fólk hefur verið takmarkað hér á landi og mikil þörf á að auka gæði þjónustunnar

    Attitudes and knowledge on sexual matters among 16-year old teenagers

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Sexually transmitted diseases and unplanned pregnancies are social and health issues among Icelandic teenagers and are more prevalent than in neighbouring countries. In 2001 knowledge and attitudes to sexual education, sexually transmitted disease and contraception among 16-year olds were investigated by questionnaire. Knowledge was defective. The study was repeated in 2005-2006 in a larger sample and change over five years estimated after an educational effort on sexual issues was launched by medical students (www.astradur.is). MATERIAL AND METHODS: A survey with 69 multiple choice questions was administered in conjunction with sexual education by medical students. Changes in replies to the same questions were compared between 2001 and 2005-2006 as well as before and after teaching. RESULTS: A total of 201 teenagers were in the first and 417 in the latter study. There was a wish for sexual education in schools and by outside advisers. The parental role was relatively small. Knowledge was inadequate in both, but significant improvement was seen between periods and after the educational effort (p<0.001). Misconceptions were common, such as 13% of boys believing that oral contraceptives protected against sexually transmitted disease, that herpes infection was curable by antibiotics (70% of respondents) and that modern medicine cured HIV (10% of respondents). Attitudes to sexual behavior had not changed by 2005-6 and 66% thought it normal for 14-16 year olds to have sexual intercourse, while only 8% were ready to handle the consequences. CONCLUSION: Misconception and inadequate knowledge on various key aspects of sexuality is common, not least on serious sexually transmitted diseases, which suggests a need for improved sexual education in late primary and early secondary school.Tilgangur: Kynsjúkdómar og ótímabærar þunganir hafa verið félags- og heilbrigðisvandamál meðal íslenskra unglinga og algengari á Íslandi en í nágrannalöndunum. Sumarið 2001 var gerð könnun á þekkingu og viðhorfum 16 ára unglinga til kynfræðslu, kynsjúkdóma og getnaðarvarna sem sýndi að þekkingu á kynsjúkdómasmiti og getnaðarvörnum var verulega ábótavant. Könnunin var endurtekin 2005-2006 með tvöfalt stærra úrtaki og niðurstöður rannsóknanna bornar saman til að meta breytingar í ljósi fræðsluátaks frá Ástráði, forvarnastarfi læknanema. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti með 69 fjölvalsspurningum var lagður fyrir 16 ára ungmenni á Akureyri og á Reykjavíkursvæðinu í tengslum við forvarnastarfið. Samanburður var gerður á svörum 2001 og 2005-2006, og fyrir og eftir fræðsluna. Niðurstöður: Alls tóku 201 ungmenni þátt 2001 og 417 í könnuninni 2005-2006. Flestum fannst fræðslan eiga heima í skólum og æskilegt væri að utanaðkomandi fagfólk veitti hana. Þáttur foreldra var takmarkaður. Þekkingu var ábótavant á báðum rannsóknatímabilum, en marktæk breyting til batnaðar sást, milli tímabila og eftir fræðslu (p<0,001). Meðal annars fannst að í hópi pilta í seinni könnuninni töldu 13% pilluna veita vörn gegn kynsjúkdómum, tæp 70% allra unglinganna taldi að herpessýking læknaðist með sýklalyfjum og tíundi hver að hægt væri að lækna HIV. Viðhorf til kynhegðunar höfðu lítið breyst milli tímabila og 66% töldu eðlilegt að 14-16 ára unglingar stundi kynlíf, þótt einungis 8% væru reiðubúin til að taka afleiðingunum. Ályktun: Vanþekking og misskilningur um ýmis grunnatriði kynlífs eru algeng meðal unglinga, ekki síst varðandi alvarlegustu kynsjúkdómana, sem bendir til að bæta megi kynfræðslu í grunnskólum og á fyrstu stigum framhaldsskóla

    Kynlífsheilbrigði : frá þögn til þekingar

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe purpose of this article is to describe the historical development over the past seventy years, regarding the sexual discourses manifested in Icelandic and international literature. The developmental history has been classified into four periods, extending from silence to knowledge. Previously, ignorance and prejudism regarding sexuality were common. Discussion about sexuality was prohibited and it was considered immoral to provide information about sexuality matters. Sexuality education was believed to lead to sexual fallacy. During 1935-1975 physicians were the only health care professionals in Iceland who legally were allowed to inform people about contraceptive methods. Internationally there has been limited emphasis on sexual health over the most part of the last century but the focus has predominantly been on fertility and childbearing. The definitions of the World Health Organization (WHO) regarding family planning and reproductive health support this understanding. The discourse on sexualand reproductive health created more balanced emphasis on sexual health and reproductive health. After oral contraception was introduced around 1960 sexuality has increasingly been. regarded as a pleasureable experience, without considering procreation. About thirty years ago, the WHO developed a definition of sexual health and thereby emphasized the healthy aspect of sexuality. In the year 2000 a new definition of sexual health was developed with different emphases. This definition provided a broader understanding of sexual health than previously had been done. The promotion of sexual health n eeds to be based on this broad understanding.Tilgangur þessarar greinar er að fjalla um sögulega þróun orðræðu um kynlíf á um sjötíu ára tímabili í íslenskum sem alþjóðlegum ritum. Hefur þróunarsögunni verið skipt í fjögur tímabil sem ná frá þögn og til þekkingar. Þróunin sýnir að fáfræði og fordómar ríktu áður fyrr gagnvart kynlífi. Það mátti ekki ræða um það og fræðsla um kynlíf þótti syndsamleg. Kynfræðsla var talin geta leitt til kynferðislegrar hrösunar. Á árunum 1935-1975 voru læknar eina heilbrigðisstéttin hér á landi sem samkvæmt lögum hafði leyfi til að fræða almenning um notkun getnaðarvarna. Á alþjóðlegum vettvangi var áhersla á heilbrigt kynlíf lengi fram eftir síðustu öld takmörkuð en athyglin beindist einkum að frjósemi og barneignum. Skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á fjölskylduáætlun og á frjósemisheilbrigði endurspegla þennan skilning. Með umfjöllun um kynheilbrigði verður hlutur kynlífsheilbrigðis og frjósemisheilbrigðis jafnari. Eftir að getnaðarvarnapillan kom á markað upp úr 1960 þótti sjálfsagðara að njóta kynlífs, óháð barneign. Fyrir rúmum þrjátíu árum setti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fram skilgreiningu á kynlífsheilbrigði sem dró fram mikilvægi kynlífs. Árið 2000 var sett fram ný skilgreining á kynlífsheilbrigði með breyttum áherslum. Með henni er lagður víðtækari skilningur í kynlífsheilbrigði en áður hafði tíðkast. Nauðsynlegt er að stuðla að kynlífsheilbrigði fólks út frá þeim breiða skilningi

    Providing emergency contraceptive pills in pharmacies

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Use of the levonorgestrel emergency contraception (EC) pill has become more common after being made formally available in pharmacies without prescription. It was investigated how pharmacists in the capital area of Reykjavik supply EC to clients. Material and methods: A total of 46 pharmacists of all working ages and both genders were asked to answer a questionnaire concerning how they sold the emergency contraception pill over the counter (84.8% reply rate). Results: Four of five used <5 minutes to discuss emergency contraception with the client, but almost all enquired about time from intercourse. While only 20% asked about the woman s health, most considered concomitant drug use and potential interaction with levonorgestrel. Only about 50% pointed out that EC did not protect against sexually transmitted disease, (3/4) pointed out the need for permanent contraceptive use, 95% asked about previous EC use, but only 30% would provide EC again in the same menstrual cycle. One half of the pharmacists sold EC to men/teenage boys and wished to assist them with taking responsibility, while the others only sold the drug to the woman. Of those prepared to give the drug to the men, 55% asked to speak over the telephone with the woman to ensure correct prescription and information. Nearly a third would never or rarely provide consultation in private. Conclusions: Pharmacists agree mostly about main points in supplying EC, but not as regards provision to women through their male partners. Provisons for consultation can be improved. Key words: Key contraception, emergency contraception, pregnancy. Correspondence: Reynir Tomas Geirsson, [email protected]: Notkun neyðargetnaðarvarnar með levónorgestrel-töflum hefur orðið algeng eftir að bein afgreiðsla í apótekum var heimiluð. Kannað var hvernig lyfjafræðingar á höfuðborgarsvæðinu afgreiða neyðargetnaðarvörn. Efniviður og aðferðir: Alls voru 46 lyfjafræðingar af báðum kynjum og á öllum aldri beðnir um að svara spurningalista (svarhlutfall 84,8%) um hvernig þeir afgreiddu neyðargetnaðarvörn. Niðurstöður: Fjórir af fimm eyddu <5 mínútum í að ræða um neyðargetnaðarvörnina, en nær allir athuguðu tímalengd frá samförum. Fáir (20%) spurðu um heilsufarsvandamál, en lyfjanotkun og milliverkun við levónorgestrel var oftast könnuð. Tæpur helmingur benti á að neyðargetnaðarvörn dygði ekki gegn kynsjúkdómum, en 3/4 nefndu reglubundna getnaðarvörn. Nær allir (95%) spurðu um fyrri notkun neyðargetnaðarvarna. Aðeins 30% afgreiddu neyðargetnaðarvörn aftur í sama tíðahring. Helmingur lyfjafræðinganna vildi afgreiða karlmenn og aðstoða þá við að axla ábyrgð, en aðrir aðeins konuna sjálfa. Af þeim sem afgreiddu karlmenn sagðist helmingur (55%) ræða við konuna í síma til að tryggja rétta ávísun og upplýsingar. Nær þriðjungur ræddi sjaldan eða aldrei við skjólstæðinga í einrúmi. Ályktun: Lyfjafræðingar virðast sammála um meginatriði í afgreiðslu neyðargetnaðarvarnar, en þó ekki hvað varðar afhendingu til karla. Aðstaða til að ræða viðkvæm málefni við skjólstæðinga mætti víða vera betri

    Árangur af kynfræðslunámsefninu Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Rannsóknir benda til að kynfræðsla í skólum stuðli að betra kynheilbrigði unglinga. Hér á landi eru barneignir unglingsstúlkna og kynsjúkdómar eins og klamydía tíðari en í mörgum öðrum löndum í Evrópu. Það bendir til þess að þörf sé á kynfræðslu sem er líkleg til að skila árangri. Árangur af kynfræðslu í grunnskólum á Íslandi hefur lítið verið rannsakaður. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta árangur nýs kynfræðsluefnis, Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis. Aðferð: Nafnlaus könnun var haustið 2010 lögð fyrir nemendur í 8. bekk eins grunnskóla Reykjavíkur, fyrir og eftir kynfræðslu sem stóð í átta vikur. Alls svaraði 101 nemandi báðum könnununum, 52 stúlkur og 49 drengir. Könnuð var þekking, viðhorf, kynhegðun og samræður við foreldra um kynheilbrigðismál. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu aukna þekkingu og meiri samræður við foreldra en breytt viðhorf komu í minna mæli fram í kjölfar kynfræðslunnar, einkum hjá stúlkum. Í ljós kom að þekking hafði aukist marktækt meðal nemenda (úr 68% réttum svörum í 79%, p<0,001). Stúlkur höfðu ívið meiri þekkingu en drengir í upphafi (70% rétt svör, 65%) en þekking jókst um 10% hjá báðum kynjum eftir fræðsluíhlutun. Viðhorf til ábyrgðar í kynlífi (p=0,034) og til fordóma (p=0,002) breyttist marktækt á milli kannana hjá báðum kynjum. Hjá drengjum urðu mun meiri breytingar á viðhorfum en hjá stúlkum. Jafnframt ræddu unglingar og foreldrar meira saman um kynheilbrigðismál og nam sú aukning 24%. Ályktanir: Niðurstöður styðja fyrri rannsóknir um árangur kynfræðslu í grunnskólum hvað varðar þekkingu, viðhorf og samræður við foreldra. Þær benda einnig til þess að það sé mikilvægt að hefja alhliða kynfræðslu eigi síðar en í 7. bekk til að unglingar fresti því að byrja að stunda kynlíf. Frekari rannsóknir á námsefninu eru æskilegar áður en það fer í almenna notkun. Lykilorð: Kynfræðsla, unglingar, viðhorf, þekking, samræður kynhegðun.Purpose: Previous studies have shown that school-based sexuality education can improve adolescents’ sexual and reproductive health. Teenage childbearing and sexually transmitted diseases like chlamydia are more common in Iceland than in many European countries which indicates the need for effective sexuality education. Few studies have been conducted within primary schools in Iceland about the effectiveness of sexuality education. The purpose of this study was to evaluate the effectiveness of a new sexuality education program called Sexual Reality in the Context of Sexual and Reproductive Health. Method: An anonymous survey was administered in the fall of 2010 to 8th grade students in one primary school in Reykjavik, before and after a sexuality education intervention. The sexuality education program lasted for eight weeks. In total 101 students answered both tests, 52 girls and 49 boys. The questionnaire measured knowledge, attitudes, sexual behavior and communication with parents about sexual health issues. Results: The findings showed that knowledge and communication with parents increased with sexual education but changes in attitudes towards sexual health issues were less obvious, especially among girls. Results showed a significant increase in knowledge among students about sexual health matters (68% to 79%, p<0.001). Girls had higher levels of knowledge at baseline compared to boys (70%; 65%) but knowledge increased by about 10% over time among both genders. Attitudes of the pupils towards responsibility (p=0.034) and prejudism (p=0.002) changed significantly between pre- and posttest both for girls and boys. The changes in attitudes were more obvious among boys. Communication with parents about sexual issues increased by 24%. Conclusions: This study supports previous research about the effectiveness of sexuality educational programs regarding knowledge, attitudes and communication with parents. It also indicates the need to provide comprehensive sexuality education no later than in 7th grade in order to postpone sexual debut by adolescents. Further evaluation of this educational program is recommended before public use.Forvarnasjóður Lýðheilsustöðva

    Ljósmæðraþjónusta á landsbyggðinni Mikilvægi þjónustunnar og upplifun ljósmæðra af því að starfa þar

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBreytingar hafa orðið á barneignarþjónustu víðsvegar um heiminn og er Ísland ekki þar undanskilið. Lokanir fæðingardeilda á landsbyggðinni hafa leitt til miðstýringar og nú í dag eru flestar fæðingar hérlendis á tveimur stærstu sjúkrahúsum landsins eða um 76% á Landspítalanum í Reykjavík og 9,5% á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessi þróun hefur leitt til skerðingar á þjónustu við þær konur sem kjósa að búa á landsbyggðinni og því mikilvægt að skoða hvernig ljósmæðraþjónustu á landsbyggðinni er háttað, ræða mikilvægi hennar og hvernig hægt er að varðveita hana og efla. Í þessari grein, sem byggir á lokaverkefni í ljósmóðurfræði vorið 2016, er fjallað um þjónustu ljósmæðra á landsbyggðinni með áherslu á hvert mikilvægi ljósmæðraþjónustu er og upplifun ljósmæðra af því að starfa þar, leiðbeinandi minn var Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Tekið var viðtal við Önnu Maríu Oddsdóttur, ljósmóður á Sauðárkróki, til að kynnast starfi hennar þar og aðstæðum á Norð- urlandi

    New sexuality education program: process evaluation

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textActive participation of adolescents in the development of a sexuality education program is recommended. Such an approach is important to make a program more suitable for this age group. The purpose of this research project was to pilot test a new sexuality education program for adolescents and explore the costs and benefits of its implementation. A new sexuality education curriculum of eight lessons was pilot tested in six classes among eight grade students within one primary school in Reykjavík in the fall of 2010. Seven graduate students at the University of Iceland taught the lessons along with the author. Process evaluation was performed in order to find out how the teaching proceeded. This evaluation was based on an overall evaluation of each lesson and its parts as well as written outcomes of the exercises by the students. The results showed great interest among the students in the subject and they were participating actively in the group exercises most of the time. Generally the teaching went well but the teachers found the group exercises time consuming. In total 87% of the group exercises and all of the evaluated transparencies received very good or good scores. The group exercises created many good ideas among the students which demonstrated their good understanding of the content. In the end of the teaching the students had grasped the holistic view of sexual and reproductive health. The group exercises were pedagogically demanding and it is therefore important to be trained in group work before teaching this curriculum. The program is promising for further testing in some schools after taking the recommended changes of this pilot test into considerationVið þróun kynfræðslunámsefnis fyrir unglinga er mælt með því að þeir séu virkir þátttakendur í ferlinu og er það talið mikilvægt til þess að námsefnið nái betur til þessa aldurshóps. Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa nýtt námsefni meðal unglinga og skoða kosti og takmarkanir innleiðingar þess. Nýtt kynfræðsluefni, samtals átta kennslustundir, var forprófað í sex 8. bekkjum eins grunnskóla í Reykjavík haustið 2010. Sjö nemendur í framhaldsnámi við Háskóla Íslands sáu um kynfræðsluna auk þess sem höfundur kom að kennslunni. Til þess að fylgjast jafnóðum með framvindu kennslunnar var gert ferlismat á innleiðingu hennar. Til grundvallar því mati voru lagðir ákveðnir matsþættir fyrir hverja kennslustund í heild sinni og fyrir hvern efnisþátt hennar en einnig skiluðu nemendur skriflegum niðurstöðum úr hópæfingum. Niðurstöður sýndu að nemendur voru áhugasamir um efnið og tóku að jafnaði virkan þátt í hópæfingunum. Kennurunum gekk almennt vel að kenna efnið en fannst þeir þurfa meiri tíma til að vinna æfingarnar. Alls fengu 87% æfinga og allar metnar glærur mjög gott eða gott mat. Fram komu margar góðar hugmyndir frá nemendum við úrvinnslu hópæfinga og það sýndi góðan skilning þeirra á efninu. Í lok kennslunnar höfðu nemendur náð heildrænum skilningi á kynheilbrigði. Hópastarf er kennslufræðilega krefjandi. Þjálfun í hópastarfi er því mikilvægur undirbúningur undir þessa kennslu. Námsefnið er álitlegt til frekari prufukennslu í nokkrum skólum eftir að búið er að taka mið af athugasemdum þessarar forprófuna

    Kynlífsheilbrigði : þörf fyrir stefnumótun

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe purpose of this article is to explore the importance for Icelandic community to form a policy regarding sexual health. There is a need for such policy in this country as elsewhere in order to promote sexual health of people and prevent various problems in this field. Nationally there is especially a need for such policy regarding sexual health of adolescents whereas they start early to have sexual intercourse and pregnancy rates are considerably higher among Icelandic adolescents compared to the other Nordic countries. Furthermore, this is a vulnerable group which is influenced by the environment and may encounter troubles dealing with situations because of immaturity. Many neighbouring countries have been forming a sexual health policy for the new millennium. The World Health Organization and the Pan American Health Organization have in their policy emphasized a sexually healthy society which is based on multifocal preventive and health promoting efforts. The implementation of such a program is important in order to solve the imminent problems regarding sexual- and reproductive health in contemporary society. Nurses as well as others have an important role in this preventive and health promoting effort.Tilgangur þessarar greinar er að skoða mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag að marka sér stefnu í kynheilbrigðismálum. Þörf er á slíkri stefnu hér á landi sem annars staðar til að stuðla að kynheilbrigði fólks og fyrirbyggja margvísleg vandamál á þessu sviði. Einkum er lögð áhersla á mikilvægi slíkrar stefnumótunar varðandi kynheilbrigðismál unglinga hér á landi þar sem þeir byrja snemma að hafa kynmök og þungunartíðni er nokkuð hærri meðal íslenskra unglinga en á hinum Norðurlöndunum. Jafnframt er um viðkvæman hóp að ræða sem verður fyrir margvíslegum áhrifum frá umhverfinu og getur átt í erfiðleikum með að ná tökum á aðstæðum vegna þroskaleysis. Ýmsar nágrannaþjóðir hafa verið að marka sér stefnu um kynheilbrigðismál fyrir nýja öld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Pan American-heilbrigðisstofnunin hafa í sinni stefnumótun lagt áherslu á kynferðislega heilbrigt samfélag þar sem fjölþættar aðferðir til forvarna og heilsueflingar eru lagðar til grundvallar. Mikilvægt er að takast á við þann vanda sem við blasir varðandi kynheilbrigðismál í nútímasamfélagi. Hjúkrunarfræðingar og aðrir hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þessu forvarnar- og heilsueflingarstarfi

    Mæðradauði í heiminum

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÞað er sorgleg staðreynd að á hverju ári deyja þúsundir kvenna í heiminum á meðgöngu, í fæðingu eða fyrstu sex vikurnar eftir fæðingu. Þessi dauðsföll hafa verið skilgreind sem mæðradauði og þurfa á einhvern hátt að tengjast meðgöngunni beint eða óbeint. Tölur frá árinu 2000 eru: 529.000 konur á heimsvísu. Mæðradauðinn er mestur í Afríku þar sem tíðnin er 500 konur miðað við hverjar 100.000 fæðingar (life births). Það er svipuð tíðni og var í Evrópu í lok 19. aldar. Ástandið er verst í löndunum sunnan Sahara þar sem tólfta hver kona deyr sem er sambærilegt við mæðradauða í Svíþjóð um miðja 1 . öld. Asía fylgir fast á eftir Afríku í mæðradauða og þá sérstaklega suður Asía. Í Norður Evrópu er tíðnin hins vegar 25 af hverjum 100.000 fæðingum eða ein kona miðað við 4000 fæðingar. Það telst til tíðinda hér á Íslandi og almennt á Norðurlöndunum ef kona deyr við barnsburð og margir halda líklega að það heyri sögunni til ..

    Reynsla og viðhorf kvenna: Umönnun í sængurlegu á stofnun og heima

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÁ síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á sængurlegu- þjónustu á Íslandi. Svokölluð heimaþjónusta ljósmæðra hefur verið í boði í 20 ár og notendum hennar stöðugt fjölgað samfara styttri sjúkrahúsvist. Viðmið um heilsufar móður og barns sem forsendur fyrir snemmútskrift og aðgengi að heimaþjónustunni hafa einnig orðið sveigjanlegri. Rannsóknir hafa gefið til kynna frekar jákvæð viðhorf kvenna til sængurleguþjónustu á Íslandi, sérstaklega heima- þjónustunnar, en á niðurskurðartímum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði og öryggi þjónustunnar og meta árangur hennar markvisst, meðal annars með skoðun á viðhorfum notenda hennar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og reynslu kvenna af þjónustu sem veitt er í sængurlegu bæði á stofnun og heima. Rannsóknin var með blönduðu sniði þar sem annars vegar var notast við staðlaða spurningakvarða upphaflega þróaða af Carty (1990) og Hodnett (1998), og hins vegar opnar spurningar. Kvarðarnir mæla viðhorf til veittrar fræðslu (FRÆÐSLA), ánægju/ óánægju með þjónustuna (ÁNÆGJA) og viðhorf til innihalds þjón- ustunnar (ÞJÓNUSTA). Markhópur rannsóknarinnar voru konur sem nýttu sér barneignarþjónustu á vormánuðum 2012 annars vegar á Landspítala og hins vegar á sjúkrahúsi Vesturlands. Alls var 200 listum dreift á sængurlegudeild fæðingarstofnanna og fengu þátttak- endur þá afhenta fyrir útskrift ásamt kynningarbréfi og voru beðnir um að svara listunum og póstsenda í framhaldi af því að heima- þjónustunni lauk. Gagnasöfnunin var því framvirk en úrtaksvalið þægindaúrtak er náði til 62 kvenna (skil 31%). Niðurstöður rannsóknarinnar styðja fyrri sambærilegar rann- sóknir og gefa til kynna almenna ánægju kvenna með sæng- urleguþjónustuna, einkum heimaþjónustu ljósmæðra þar sem stærstur hluti kvenna vill að þjónustunni sé viðhaldið og aðgengi að henni jafnvel aukið. Heildarmeðalstig úr kvörðunum þremur, FRÆÐSLA, ÁNÆGJA og ÞJÓNUSTA sýndu að marktækur munur var á viðhorfum til umönnunar innan stofnunar og heima þar sem konurnar voru marktækt jákvæðari gagnvart heimaþjónustunni (P<0,001). Vísbendingar komu fram um þætti sem styrkja mætti enn frekar í sængurleguþjónustunni, svo sem varðandi stuðning við brjóstagjöf/næringu barns á stofnun fyrstu sólarhringana og aukinn stuðning við feður. Greina mætti nánar hvaða fræðsluþáttum er sinnt sérstaklega innan stofnunar annars vegar og í heimaþjónustu hins vegar.Over the last decade there has been a significant change in the structure of postpartum care in Iceland. The so-called home care midwifery program has been available for 20 years and number of families using the service has been growing steadily by shorter hospital stay postpartum. More flexible standards regar- ding mother‘s and newborns‘s health criterias for early hospi- tal discharge and for the home care midwifery program have also been developed. Studies have indicated positive attitudes of women towards the postpartum care in Iceland, especially the home care midwifery program. However, at time of financial cuts in the health care system it is especially important to monitor the quality and safety of care for example by doing evaluation research on mother‘s perception of care. The aim of this study was to explore women‘s attitudes, experiences and perception of postpartum care both within hospitals and the home care midwifery program. Data collection was performed by using standardized questionnaires originally developed by Carty (1990) and Hodnett (1998), measuring perception of informational support, satisfaction and content of care postpartum, but written answers to open written questions were used for data gathering. Women who delivered at University Hospital Landspitali and West Iceland HealthCare Center in the spring of 2012 were offered to participate in the study. Total of 200 questionnaires were sent to the hospitals and before discharged an information letter about the study and a questionnaire were delivered to each woman. Total of 62 women enrolled in the study (31%) by convenient sampling but participants were instructed to post the questionnaires to the rese- archers, after filling them out, by the end of the home midwifery care. The findings support previous similar studies and indicate women‘s general satisfaction of postpartum care, particularly the home midwifery program where the majority of women wish the service to be continued unchanged or for a longer period of time postpartum with an better access of care for a larger group of women and families. A significant difference was found by all three questionnaires measuring perception of women ́s education, satis- faction of care and between womens perception of postpartum hospi- tal care and home midwifery care showing more satisfaction and more positive attitudes towards the home midwifery program (P < 0.001 ). Even though the sample size is too small for generalized conclusions some of the results should be taken seriously and looked at more closely like womens‘s need for more time and a better supp- ort on breastfeeding/child nutrition counselling during the first days postpartum during their stay at the hospital. Also midwives should be aware of fathers need for support during the postpartum period
    corecore