oaioai:www.hirsla.lsh.is:2336/116397

Necessity of special legislation for doctors [editorial]

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Læknalög voru fyrst sett hérlendis árið 1911. Frá upphafi hefur megintilgangur með læknalögum verið að skýra lækningastarfsemina og binda lækningaleyfi ströngum skilyrðum. Endurtekið hefur læknalögum verið breytt á þessum hundrað árum sem liðin eru og að jafnaði í góðri samvinnu við lækna. Skottulækningar hafa verið bannaðar og skilyrði hafa komið inn um sérfræðileyfi ásamt með fleiri breytingum til að færa lögin í takt við tímann hverju sinni. Eftir því sem heilbrigðisstéttum hefur fjölgað hafa ýmist verið sett lög um þær, oftar en ekki byggð á læknalögum í grunninn, eða reglugerðir settar af fagráðuneytinu. Frumvarp til sameiginlegra laga um heilbrigðisstarfsmenn kom fram undir lok tuttugustu aldar og hefur frumvarpið verið lagt fram oftar en einu sinni frá aldamótum. Í rökstuðningi með frumvarpinu hefur meðal annars komið fram að ósamræmi sé milli hinna ýmsu laga og reglugerða um heilbrigðisstarfsmenn og meiningin sé að ná fram meira samræmi. Ávallt hefur því verið mótmælt af Læknafélagi Íslands (LÍ) að setja okkur í safnlög um alla heilbrigðisstarfsmenn og nema læknalög úr gildi

Similar works

Full text

thumbnail-image

Landspítali University Hospital Research Archive

Provided original full text link
oaioai:www.hirsla.lsh.is:2336/116397Last time updated on 6/2/2016

Having an issue?

Is data on this page outdated, violates copyrights or anything else? Report the problem now and we will take corresponding actions after reviewing your request.