research
oaioai:www.hirsla.lsh.is:2336/86656

Hugræn atferlismeðferð við langvinnu þunglyndi : samanburður á einstaklings- og hópmeðferð í endurhæfingu á geðsviði Reykjalundar

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) við langvinnu þunglyndi hjá sjúklingum sem ekki hafa svarað hefðbundinni meðferð nægjanlega vel (treatment-resistant depression). Bornir voru saman þrír hópar sjúklinga á geðsviði Reykjalundar. Þátttakendur voru samtals 206 sjúklingar með langvinnt þunglyndi. Tveir meðferðarhópar inniliggjandi sjúklinga fengu annað hvort einstaklings HAM (n=68) eða hóp HAM (n=99). Samanburðarhópur (n=39) inniliggjandi sjúklinga fékk ekki HAM en var að öðru leyti í sömu endurhæfingu. Fyrstu niðurstöður sýna góðan árangur hjá öllum hópum en þátttakendur sem fengu einstaklings HAM náðu marktækt betri árangri en þeir sem fengu hóp HAM eða voru í samanburðarhópi. Vera má að hóparnir hafi verið of stórir (12- 14) eða sjúklingarnir með of alvarleg og fjölbreytt vandamál til að hópmeðferð sé nægjanleg. Kanna þarf árangur af minni hópum (7-8) og skoða hvaða sjúklingum gagnast hópar vel og hverjir þurfa einstaklingsmeðferð

Similar works

Full text

thumbnail-image

Landspítali University Hospital Research Archive

Provided a free PDF
oaioai:www.hirsla.lsh.is:2336/86656Last time updated on 6/2/2016View original full text link

Having an issue?

Is data on this page outdated, violates copyrights or anything else? Report the problem now and we will take corresponding actions after reviewing your request.